Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 27 NÝ LÖG um rétt á búsetuleyfi út- lendinga sem gengu í gildi um síðustu áramót hafa hrundið af stað umræðu um hvernig íslenskukennslu fyrir út- lendinga er háttað. Lögin kveða með- al annars á um 150 stunda nám í ís- lensku sem skilyrði fyrir búsetuleyfi. Af þessu leiðir meðal annars að ís- lenskukennsla fyrir útlendinga verð- ur að standa til boða um allt land. Af fjölbreyttu starfi Námsflokka Reykjavíkur er íslenskukennsla fyrir útlendinga sífellt stærri þáttur í starfsemi þeirra. Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að starfsemi Náms- flokkanna á þessu sviði verði efld svo um munar og að þeir verði miðstöð fyrir kennara um allt land sem geti sótt þangað efni, ráðgjöf og námskeið fyrir kennara. En af hverju ættu Námsflokkar Reykjavíkur að vera slík miðstöð? Ástæðurnar eru margar. Flestir út- lendingar sem sótt hafa námskeið í ís- lensku hafa gert það hjá Námsflokk- unum. Þessi stóri og margbreytilegi hópur nemenda hefur gert það að metnaðarmáli hjá kennurunum að þróa fjölbreyttar kennsluaðferðir til að mæta fjölbreytilegum þörfum nemendanna. Þess vegna hefur orðið til gagnabanki kennsluefnis sem er í sífelldri þróun og endurskoðun og nægir það fyrir um 200 kennslu- stundir. Það er gömul hefð að leggja áherslu á málfræðinám þegar ís- lenska er kennd. Kennarar Náms- flokkanna hafa snúið frá þessari hefð og hafa lagt áherslu á almenna mál- notkun. Lítið er til af útgefnu náms- efni sem miðar að slíku námi. Því hafa kennarar Námsflokka Reykjavíkur ýmist samið nýtt kennsluefni eða þýtt og aðlagað úr erlendu efni. Einnig hefur verið unnið kennsluefni á net- inu í samstarfi við erlendan háskóla. Eins og allir tungumálakennarar vita er ekki hægt að kenna tungumál með einni bók heldur verður kennslan að vera lifandi og síbreytileg til að mæta ólíkum þörfum nemendanna og við- halda áhuga þeirra. Þess vegna er gagnabanki kennluefnis mjög góð lausn þegar nota á fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hann getur gagnast öllum þeim sem kenna tungumálið hvar sem er á landinu og kennarar neyðast ekki til að finna upp hjólið í hvert sinn sem námskeið er haldið. Fjöldi erlendra nemenda í ís- lenskunámi hjá Námsflokkum Reykjavíkur tvöfaldaðist þegar áð- urnefnd lög gengu í gildi. Á vorönn 2003 voru um 1.300 þátttakendur á ís- lenskunámskeiðum. Skólaárið skipt- ist í þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarskóla. Boðið er upp á almenn námskeið á fimm stigum. Í almenn- um hópum er lögð áhersla á íslenskt talmál með talæfingum, málfræði- kennslu, lestri, hlustun og ritun. Könnunarpróf sem er bæði munnlegt og skriflegt metur nemendur inn á framhaldsnámskeiðin og hefur verið í þróun í 6 ár. Því hafa kennararnir öðl- ast mikla reynslu við mat á íslensku- kunnáttu. Auk þessara almennu hópa er boðið upp á sérstök talnámskeið, ritunarnámskeið og lestrarkennslu fyrir ólæsa. Það nýjasta sem Námsflokkar Reykjavíkur hafa þróað eru nám- skeið í íslensku sem kennd eru á heil- brigðisstofnunum. Gefið hefur verið út 160 blaðsíðna námsefni með hljóð- efni sem er einkum ætlað erlendu fólki sem starfar við ófaglærð störf innan heilbrigðisgeirans. Námsflokk- arnir hafa einnig tekið að sér að semja og sjá um próf sem metur ís- lenskukunnáttu erlendra hjúkr- unarfræðinga utan evrópska efna- hagssvæðisins en ákveðinnar íslenskukunnáttu er krafist af þeim til að þeir fái leyfi til að starfa sem hjúkrunarfræðingar á Íslandi. Sú reynsla, þekking og efni sem safnast hefur hjá Námsflokkum Reykjavíkur er dýrmætur grunnur að frekara starfi á sviði íslensku- kennslu fyrir útlendinga. Greinarhöf- unda fýsir að vita hver framtíð þess- arar greinar verður og hvort stjórnvöld hugsi sér að móta frekari stefnu á grundvelli laganna og þeirr- ar staðreyndar að fjöldi útlendinga er orðinn virkur þátttakandi í íslensku samfélagi. Löngu er orðið tímabært að hugað sé að íslenskukennslunni af fullri alvöru og ef móta á frekari stefnu verður að líta til þess hvar reynslan og þekkingin er mest. Íslenskukennsla fyrir útlendinga – reynslan og framtíðin Eftir Þorbjörgu Halldórsdóttur og Sólborgu Jónsdóttur Höfundar eru kennarar í íslensku fyrir út- lendinga hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Sólborg Jónsdóttir Þorbjörg Halldórsdóttir ÞAÐ VAR hérna einhvern dag- inn fyrir hvítasunnuna – þennan háheilaga dag í sögu kristinnar kirkju. Ég sat og var að fletta Morgun- blaðinu, einu hinna þriggja blaða er nú koma út á landi hér. Ég rakst þá á frétt komna frá Ír- um, sem vér á há- tíðarstundum nefnum frændur vora. Má og vera að ættarslóðir einhverjar vorra Íslendinga muni þangað liggja sem út af fyrir sig er hið bezta mál, enda Írar merk þjóð með merkilega menningu er frá Keltum mun komin. Hver skyldi svo frétt þessi hafa verið sem Víkverji í Morg- unblaðinu var hugsandi yfir? Jú, hún var þess efnis að áfeng- isneyzla hjá írsku æskufólki væri svo mikil orðin, að til stór- vandræða horfði og hugsandi Ír- um og írskum yfirvöldum væri farinn að standa af stuggur mikill og væru Írar farnir að hugsa um að takmarka áfengisauglýsingar, því áfengisauglýsingar og jafn- framt auðveldara aðgengi að áfengi hefðu átt sinn þátt í að skapa þetta ástand. Ég lái ekki Víkverja eða öðru hugsandi fólki, þótt þeir væru hugsi yfir þessari fregn og ástandinu hjá Írum. Þeir sem hér vilja leyfa hömlulausar eða „frjálsar“ áfengisauglýsingar og jafnframt vilja leyfa léttvíns- sölu í matvöruverzlunum mættu máske gjarnan staldra ögn við nú, a.m.k. hugleiða málið betur. Þessi þróun í áfengismálum hjá frændum vorum Írum kemur oss bindindismönnum eigi svo mjög á óvart. Hún er aðeins staðfesting á því að óheftar eða „frjálsar“ áfengisauglýsingar og auðveldara aðgengi að áfengi eykur neyzluna, enda hefir áfengisneyzla hér heima og óhamingja henni sam- fara – jafnframt sem bein afleið- ing hennar – og neyzla annarra vímuefna (eiturefna) vaxandi farið frá því að bjórinn var leyfður. Á allt þetta var bent og við var- að í sambandi við bjórinn og í um- ræðum um hann á sínum tíma. Verður nú ekki betur séð heldur en öll aðvörunarorð bindind- ismanna hafi rækilega rætzt og staðfest verið. Er ekki tími til kominn að fara að spyrna við fæti og snúa við blaðinu áður en sams konar „þróunarstigi“ áfengis- neyzlu verði hér hjá oss náð og nú veldur frændum vorum Írum miklum áhyggjum? Til varnaðar – eða hvað? Eftir Björn G. Eiríksson Höfundur er í fjölmiðlanefnd IOGT. LÍKUR eru á að langþráð bókasafn í Árbæjar- hverfi geti orðið að veruleika allt að hálfu ári fyrr en áætlanir gera ráð fyrir. Þetta myndi þýða að nýtt safn yrði opnað í upphafi næsta árs, 2004. Þetta er háð því að saman náist um leiguverð og leiguskilmála á 530 fm húsnæði hjá Sparisjóði vélstjóra í miðjum hinum nýja þjónstukjarna Ár- bæjarhverfis. Húsnæðið þykir hent- ugt. Það stendur autt og samþykkt hefur verið af hálfu borgarinnar að leita slíkra samninga. Ef saman gengur er áratuga baráttumál fjölmargra Árbæinga í höfn. Félagsmiðstöð áfram í Árseli Um nokkurt skeið hefur verið stefnt að því að nýju bókasafni hverfisins yrði fyrir komið í félagsmiðstöð- inni Árseli. Fjölmörg rök þóttu styðja þá niðurstöðu. Ársel er frábærlega staðsett. Húsnæðið hefur ekki verið nægilega vel nýtt á undanförnum árum. Vonir stóðu jafnframt til að vegleg viðbygging við Árbæj- arskóla gæti að verulegu leyti búið unglingum að- stöðu til frístundastarfs sem sinnt hefur verið af myndarbrag í Árseli til margra ára. Eftir vandlega greiningu með nýtingu og þarfir unglinga, Árbæj- arskóla, tónlistarskóla og annarra sem sinna þjón- ustu við hverfisbúa að leiðarljósi varð niðurstaðan að bókasafn kæmist illa fyrir í Árseli að óbreyttu án við- byggingar. Var leiguhúsnæði undir bókasafn því tal- inn ódýrari og betri kostur við núverandi aðstæður. Þessi niðurstaða þýðir þó ekki að gefist hafi verið upp á því verkefni að nýta húsnæði Ársels betur. Sameiginleg framtíðarsýn þeirra sem að málinu komu er að Ársel verði byggt upp sem miðstöð þjón- ustu við börn, unglinga og fjölskyldur í Árbæ á grundvelli núverandi starfsemi. Gera þarf gangskör í viðhaldi hússsins til að það verði fýsilegra til notk- unar og leigu utanaðkomandi aðila eins og Árbæj- arkirkju, hverfislögreglu eða annarra. Þá má ná fram sparnaði með flutningi færanlegra kennslustofa sem nú eru nýttar fyrir frístundaheimili Árbæj- arskóla og innrétta þær í Árseli. Uppbygging við Árbæjartorg Þegar skyggnst er fram veginn um nokkur ár falla flest rök að því að nærþjónustu í Árbæjarhverfi muni vera best fyrir komið um miðsvæði hverfisins og í hjarta þess, við Árbæjartorg. Það er svæðið milli Ár- bæjarskóla, Árbæjarkirkju og Ársels. Þannig væru þeir sem veittu nærþjónustu í hverfinu í nánum tengslum sín á milli auk þess að vera í stuttu göngu- færi við útivistarparadísina í Elliðaárdal, Árbæj- arlaug og Fylkissvæðið í suðri og hið nýja verslunar- og þjónustusvæði í norðri, þar sem ný heilsugæsla Árbæinga fær væntanlega stað og bókasafnið ef fer sem horfir. Uppbygging á grundvelli slíkrar framtíð- arsýnar myndi enn styrkja Árbæjarhverfi í sessi sem sjálfbært fyrirmyndarhverfi þar sem gott er að búa. Bókasafn í Árbæjarhverfi Eftir Dag B. Eggertsson Höfundur er borgarfulltrúi og formaður hverfisráðs Árbæjar. NÝLEGA var greint frá nokkrum atriðum úr stjórn- unarupplýsingum Landspítala um starfsemi fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Þar kom fram meðal annars að fækk- að hefði sjúklingum á biðlista í bækl- unarlækningum vegna fleiri skurð- aðgerða en það eru auðvitað góðar fréttir. Ekki fór hátt að halli á rekstri spítalans þessa fjóra mánuði er 231 milljón króna sem þýðir að það stefnir í 600–800 milljóna króna halla á árinu ef að líkum lætur. Viðbrögð stjórnar spít- alans á undanförnum árum við sömu stöðu mála, hafa verið þau að fyrirskipa samdrátt í rekstri. Það má því búast við að það fjölgi á biðlistum að nýju, ef ekki koma til viðbótarfjárveitingar. Ríkis- stjórnir undanfarins áratugar hafa rekið harða biðlist- astefnu sem er mjög óskynsamleg fjárhagslega og kem- ur sér afar illa fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Almennir biðlistar Skv stjórnunarupplýsingunum bíða nú rúmlega 4.000 sjúklingar eftir innlögn á spítalann þar af rúmlega 3.000 á skurðlækningaviði. Könnun á kostnaði við biðlista sjúklinga, sem þurfa á gervilið í mjöðm að halda, leiddi í ljós að kostnaður við biðlista 98 sjúklinga reyndist vera um 88 milljónir króna á einu ári. Þetta er örugglega sá hópur sjúklinga sem kostar mest. Erfitt er að gera sér grein fyrir kostnaði við að láta hina ýmsu hópa sjúk- linga bíða eftir nauðsynlegri þjónustu þar sem rann- sóknir liggja ekki fyrir hér á landi. Varlega áætlað gæti kostnaðurinn verið 200–300 þúsund krónur á sjúkling á ári. Ef við margföldum töluna 4.000 með 250 þúsund krónum kemur út talan 1 milljarður króna. Stór hluti þessa kostnaðar kemur á reikning Tryggingastofnunar, sem heyrir reyndar undir sama ráðuneyti og spítalinn. Prófessorinn í skurðlækningum hefur sagt að með nokkrum viðbótarfjárveitingum sé möguleiki á að fækka sjúklingum á þessum biðlistum verulega á tveim- ur árum með þeirri aðstöðu og mannskap sem nú er fyr- ir hendi. Það þýðir væntanlega að töluverð vannýting sé á hvorutveggja eins og nú er. Biðlistar aldraðra Á biðlista fyrir sjúklinga sem eru í bráðri þörf fyrir vist- un á hjúkrunarheimilum eru um 400 sjúklingar. Sam- kvæmt ofangreindum stjórnunarupplýsingum miðað við maí 2003 eru 143 legusjúklingar á Landspítala sem bíða eftir varanlegri vistun. Þeir skiptast þannig að 68 eru á öldrunarsviði, 31 á geðsviði og 24 á öðrum deildum spít- alans. Samtals er hér um að ræða 45 þúsund legudaga sem kosta auðvitað misjafnlega mikið. Ef þessir sjúk- lingar væru í vistun á réttum stöðum í kerfinu gætu sparast gróflega reiknað nálægt einum milljarði króna á ári. Stefnubreyting nauðsynleg Gæði í heilbrigðisþjónustu hafa verið skilgreind þannig að markmiðið sé að veita öllum þá þjónustu sem þeir þurfa fyrir sem minnstan kostnað. Þar sem trygg- ingaþáttur þjónustunnar er rekinn af einkafyrirtækjum, t.d. í Mið-Evrópu og Bandaríkjunum eru ekki til biðlist- ar. Einu löndin sem hafa verið með biðlista eru Skandin- avía og Bretland. Þar er nú lögð mikil áhersla á að eyða þeim vegna óhagkvæmni þeirra. Stjórnvöld alls staðar annars staðar en á Íslandi hafa áttað sig á að það gengur ekki að stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við þarfir þeirra sem þurfa á þjónustu að halda. Nýskipuð ríkisstjórn verður því að breyta stefnu sinni. Hagkvæmast er að leysa málin strax. Ljóst er að öldr- uðum mun fjölga verulega í náinni framtíð hér á landi. Brýnasta verkefnið nú er að mæta þörfinni fyrir hjúkr- unarheimili. Það er lykillinn að lausn á langleguvanda- málum Landspítala til þess að unnt verði að eyða öðrum biðlistum þar. Sóun í heilbrigðisþjónustu Eftir Ólaf Örn Arnarson Höfundur er læknir. Í JANÚAR 2002 tóku gildi lög sem skylda þá sem stunda vöru- og efnisflutninga til að hafa rekstrarleyfi. Til að fá slík leyfi verða menn/fyrirtæki að hafa jákvæða eig- infjárstöðu, gera viðskiptaáætlun og skulda ekki opinber gjöld. Einnig verð- ur að fara á námskeið eða vera með langa starfsreynslu í grein- inni. Vegagerðin sér um útgáfu leyfanna, einnig sér Vegagerðin um námskeiðin og hefur eftirlit með leyfishöfum. Í dag eru 475 aðilar komnir með rekstrarleyfi. Landssamband vörubifreiða- stjóra hefur á þingum sínum fagn- að tilkomu þessarar lagasetningar og um leið rekstrarleyfunum. Það er trú sambandsins að sérstök rekstrarleyfi í vöru- og efnisflutn- ingum sé starfseminni til fram- dráttar þegar til lengri tíma er lit- ið. Á seinni árum hefur það færst í vöxt að einstaklingar/fyrirtæki kaupi atvinnutæki eins og vöru- bíla/vinnuvélar í einstök verk, yf- irleitt á kaupleigu. Þegar liðið er á verkið eða komið að verklokum hefur komið fyrir að viðkomandi hafi orðið að selja tækin aftur eða kaupleigan tekið þau til baka án þess að greitt hafi verið af þeim, eins eru jafnvel engin opinber gjöld greidd eins og þungaskattur og undirverktakar sitja eftir án þess að fá borgað. Fyrir þá sem eru með sín mál í lagi er engin leið að keppa við slíka skyndiaðila og þeim verður að fækka. Það er trú okkar að rekstrarleyfin séu einn þáttur í að laga þetta um- hverfi. Flestir þeir sem eru með sín mál í lagi hafa nú fengið rekstrarleyfi. Aðrir fá þau ekki, hafa ekki sín mál í lagi. Þessir að- ilar hafa verið að reyna að komast hjá því að fá leyfi og fundið þeim allt til foráttu. Að okkar mati kemur ekki til greina annað en að allir þeir sem stunda efnis- og vöruflutninga verði að vera með rekstrarleyfi, ef ekki sitjum við áfram uppi með þá sem eru og hafa verið til vandræða. Það var og er einmitt tilgangurinn með þessum lögum að bæta rekstr- arumhverfi greinarinnar hvað þetta varðar. Ágætu rekstrarleyfishafar, stöndum vörð um hagsmuni okkar og sjáum til þess að ólöglegir að- ilar hverfi af markaðinum, aðilar sem ekki hafa rekstrarleyfi. Rekstrarleyfi fyrir vöru- og efnisflutninga Eftir Knút Halldórsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands vörubifreiðastjóra. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRILLPÖNNUR kr. 2.900 (stærri) kr. 2.300 (minni)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.