Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S TRÍÐINU í Írak er lokið. Bar- áttan fyrir því að umbylta efna- hag Mið-Austurlanda er hins vegar rétt nýhafin – og í henni felst eina vonin um að hægt verði að koma í veg fyrir að kynslóð ungra og atvinnulausra araba og Írana gangi öfgasamtökum á hönd. Þessi barátta snýst um fleira en þróun- araðstoð og lýtur að rótum íslam. „Íranska þjóðin hóf ekki íslömsku byltinguna til að lækka verðið á vatnsmelónum,“ á Khom- eini erkiklerkur að hafa sagt. Samkvæmt þessari röksemd fara kapítalisminn og ísl- am ekki saman. En er það rétt? Sagnfræðin getur hjálpað okkur að svara þessu. Iðnbyltingin hófst í miðhér- uðum Englands og belgískum skógum – héruðum með kol, skurði (fyrir prammana sem fluttu kolin) og faglærða málmsmiði (sem gátu smíðað gufuvélar). Kol, skurðir og málmsmiðir voru grundvöllurinn að smíði, dreifingu og notkun sjálfvirkra spunavéla, vélknúinna vefstóla og eimreiða iðnbyltingarinnar. Gufuorka, verksmiðjur, iðnframleiðsla og markaðir ruddu sér fljótt til rúms um alla norðvestanverða Evrópu og nýlendur þar sem Evrópubúar settust að. Undir lok nítjándu aldar voru Torino, Vín, Prag, Wroclaw, Essen, París, Lille, Liege, Lyon og Barcelona á meginlandi Evrópu, stór hluti Bretlands og Bandaríkjanna, hlutar Kanada og Írlands, og borgirnar Mel- bourne, Buenos Aires og Jóhannesarborg (auk Tókýó auðvitað) miðstöðvar iðnfram- leiðslunnar. Utan þessara svæða glæddust eldar iðn- byltingarinnar lítið sem ekkert, ef þeir brunnu þar á annað borð. Í tvær aldir færðu framsýnir vesírar, þ.e. ráðgjafar kalífa, rök fyrir því að nauðsynlegt væri að örva efnahagslega og tæknilega þróun Tyrkjaveldis: árið 1453 höfðu hermenn Mehmeds II soldáns unnið Konstantínópel vegna þess að hann hafði látið smíða öfl- ugustu fallbyssur heims á þeim tíma. Í byrjun nítjándu aldar íhugaði Mu- hammad Ali (sem var fyrst jarl Tyrkjasold- áns í Egyptalandi en varð seinna óháður honum) hernaðarlega og efnahagslega jafnvægið milli ríkja heims og gaf út til- skipun um að Egyptar ættu að iðnvæðast, hratt. Hann óttaðist að ef Egyptar tileink- uðu sér ekki framleiðslutækni Evrópu og byggðu ekki upp efnahag sem væri nógu blómlegur til að halda uppi nútímalegum her yrðu afkomendur hans ekkert annað en leppar breskra og franskra landstjóra. Til- skipun hans kom ekki að gagni: Egyptar iðnvæddust ekki og barnabarnabörn Mu- hammads A Frakka. Sjötíu mi við miklu þeirra sem ríkisárum M efnahag ar jókst þó á ö meiri en á varðar fram en olíuvinns Að mörgu valið þessa maður var k Rætur vanþróun íslamska heimin Eftir J. Bradford DeLong © The Project Syndicate. Börn lesa Kóraninn í íslömskum skóla í Nairobi í Kenýa. Í BORGARRÁÐI sl. mánu- dag var samþykkt tillaga um breytingar á sam- þykktum um hverfisráð í Reykjavík, þess efnis að í stað þess að hverfisráðin haldi að jafnaði ársfjórðungslega almenna opna íbúafundi um málefni viðkom- andi hverfis, verði einungis skylt að halda einn slíkan fund á ári hverju. Hverfisráðunum er ætlað að vera vettvangur samráðs íbúa, fé- lagasamtaka, atvinnulífs og borg- aryfirvalda og virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hverfanna. Þá eiga ráðin að stuðla að kynningu skipulags, framkvæmda og þjón- ustu borgarstofnana í hverfunum og beita sér fyrir því að samráð verði haft við íbúa, allt eftir eðli máls hverju sinni, eins og segir í sam- þykkt fyrir Hverfisráð í Reykjavík, sem samþykkt var í borgarstjórn 21. febrúar 2002. Samþykktir brotnar Þessi fyrirætlan R-listans hefur mistekist í meginatriðum, aðallega vegna þeirrar staðreyndar að hverf- isráðin skorti frá upphafi skýran starfsramma og stuðning frá stjórn- sýslu borgarinnar til að geta sinnt hlutverki sínu. Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að hverfisráðin voru stofnuð hafa mörg hverfisráð ekki haldið opna íbúafundi þrátt fyrir að samþykkt fyrir hverfisráðin hafi gert ráð fyrir því að haldnir yrðu að jafnaði fjórir slíkir fundir á ári hverju. Þessi staðreynd segir sína sögu um virkni flestra hverfisráða í borginni og jafnframt um áhuga- leysi R-listans á því mikilvæga verk- efni að rækta gott samband við íbúa borgarinnar. Ágreiningsmálin hrannast upp Það er þýðingarmikið verkefni að efla íbúalýðræði og tengsl íbúa og borgaryfirvalda um margvísleg hagsmunamál íbúanna og fram- kvæmdir og þjónustu í einstaka hverfum borgarinnar. Á und- anförnum árum má sjá mörg merki þess að borgaryfirvöld hafa van- rækt þessa skyldu sína og ágrein- ingsmálin hrannast upp vegna áhuga- og aðgerðarleysis R-listans á nauðsynlegu samráði við íbúana. Aukið íbúalýðræði og tengsl við íbúana var eitt helsta kosningalof- orð R-listans í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. Með ný- legri samþykkt er í raun staðfest að viljinn og getan til að efna það loforð eru ekki mikil. Óljós starfsgrundvöllur Starfsgrundvöllur hverfisráðanna er afar óljós og alls óvíst að þau hafi möguleika á að sinna því verkefni sem þeim er ætlað. Því var í raun sjálfgert að fækka þessum fundum miðað við á hvern hátt staðið var að stofnun hverfisráðanna og starfsemi þeirra frá byrjun. Það er greinilegt að of mikið íbúalýðræði getur verið varhugavert, að mati borgarfulltrúa R-listans. Nú er stóra spurningin þessi: Hverfa ráðin innan tíðar? Hverfa ráðin? Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. F RÉTTIR af dó urstöðum verð en ekki tilefni og undrunar a ings. Oft er rík til slíks þar sem dómarastét ins virðist með reglulegu m gróflega misbjóða réttlætis þjóðarinnar. Á síðustu vikum féllu mjö deildir dómar sem gefa inns dómskerfi Íslendinga. Með millibili dæmdi Héraðsdóm Reykjavíkur karlmann í fim aða skilorðsbundið fangelsi skemma umferðarmyndavé an karlmann í sex mánaða s bundið fangelsi fyrir að hafa ræði við 15 ára stúlku með ólögmætri nauðung. Vissule erfitt er að bera saman tvo með mismunandi málsaðstæ þrátt fyrir það er algjörlega anlegt hvernig hægt er að k að lokum að svo til sömu dó urstöðu við að eyðileggja um armyndavél ríkisins annars og að neyða 15 ára barn til s is með ofbeldisfullum hætti vegar. Dómur í svokölluðu Hafn ismáli hefur ennfremur vak reiði en þar voru tveir karlm dæmdir í 2 og 3 ára fangelsi verða ungum manni að ban efnislausri og fólskulegri ár eru dæmi um að einstakling fengið sambærilega dóma f draga sér fé með ólögmætu Fjölmargir dómar í málu nauðgurum hafa sömuleiðis hneykslað Íslendinga undan Þyngr Eftir Ágúst Ólaf Ágú EVRÓPSK STJÓRNARSKRÁ Drög að stjórnarskrá fyrir ríki Evr-ópusambandsins voru lögð fram áfundi leiðtoga ESB sem nú stend- ur yfir í Grikklandi. Hópur hundrað full- trúa hefur síðastliðna sextán mánuði unnið að því að semja drögin sem nú liggja fyrir undir forystu Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsforseta. Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, sem nú fer með formennsku í ráðherraráðinu, sagði þetta vera sögulega stund. Þrátt fyrir það liggur fyrir að stjórnarskrárdrögin byggjast á málamiðl- unum milli mjög ólíkra sjónarmiða aðild- arríkjanna. Þau eru nú fimmtán talsins og tíu ríki til viðbótar munu fá fulla aðild á næsta ári. Leiðtogarnir sögðu á fundi sín- um í gær að drögin væru ágætur umræðu- grundvöllur og er ljóst að enn eiga miklar umræður eftir að eiga sér stað áður en evrópsk stjórnarskrá verður að veruleika. Það má því búast við að drögin eigi eftir að taka einhverjum breytingum og jafnvel verulegum áður en frá þeim verður end- anlega gengið á ríkisstjórnaráðstefnu í október. Að því búnu verður hvert ein- stakt ríki að staðfesta stjórnarskrána áð- ur en hún tekur gildi. Drögin sem lögð voru fram í Grikklandi eru ekki drög að stuttri og hnitmiðaðri stjórnarskrá þótt fulltrúar Evrópusam- bandsins vísi gjarnan til stjórnarskrár Bandaríkjanna þegar rætt er um nauðsyn þess að samþykkja stjórnarskrá. Alls telja drögin um tvö hundruð síður. Þau eru að vissu leyti samantekt á þeim fjöl- mörgu sáttmálum er til þessa hafa legið til grundvallar starfsemi Evrópusam- bandsins. Í þeim er hins vegar jafnframt að finna ýmis nýmæli sem mælast mis- jafnlega fyrir meðal ríkja ESB. Til dæmis er í drögunum lagt til að stofnað verði embætti sérstaks forseta Evrópusambandsins en ríkin hafa til þessa skipst á að gegna forystuhlutverki í ráðherraráðinu sex mánuði í senn. Þá er lagt til að skipaður verði utanríkisráð- herra ESB en til þessa hafa tveir ein- staklingar skipt því hlutverki á milli sín. Annars vegar utanríkismálastjóri sambandsins og hins vegar utanríkis- málafulltrúi framkvæmdastjórnarinnar. Einnig er lagt til að fulltrúum með at- kvæðisrétt í framkvæmdastjórninni verði fækkað í fimmtán. Sömuleiðis er í drög- unum ákvæði um að dregið verði úr mögu- leikum ríkja til að beita neitunarvaldi við ákvarðanatöku. Það eru ekki síst síðast- nefndu tillögurnar tvær sem hafa valdið hvað mestum deilum. Smærri ríki óttast að með því að öll aðildarríkin eigi eigi ekki lengur fulltrúa í framkvæmdastjórninni með atkvæðavald sé verið að draga stór- lega úr áhrifum þeirra þótt markmiðið sé fyrst og fremst að auka skilvirkni í störf- um framkvæmdastjórnarinnar. Sömuleið- is óttast sum ríki að ESB muni teygja sig inn á ný svið er til þessa hafa verið á valdi einstakra ríkja ef dregið verður úr rétt- inum til að beita neitunarvaldi. Á næstu mánuðum verður vafalítið deilt hart um það hvort Evrópusambandið sé að verða að einu sambandsríki, ríki með sameiginlegan forseta, sameiginleg- an utanríkisráðherra sameiginlega mynt og sameiginlegan seðlabanka. Það blasir hins vegar jafnframt við að þótt með nýrri stjórnarskrá væri stigið enn eitt skrefið í átt til aukins samruna eru áhrif hans áfram takmörkuð. Þó svo að stofnað verði embætti „forseta“ Evrópusambandsins er hæpið að ætla að íbúar einstakra þjóð- ríkja muni líta á hann sem þjóðhöfðingja sinn. Ekki stendur til að afnema bresku eða spænsku krúnuna, hvað þá embætti Frakklandsforseta. Forsetaembættið verður í raun einungis eins konar for- mennska í leiðtogaráði ESB. Varla er heldur við því að búast að Frakkar, Bretar eða til dæmis Svíar hætti að reka sjálfstæða utanríkisstefnu þó svo að skipaður verði sérstakur „utanríkis- ráðherra“ Evrópusambandsins. Þessi breyting mun fyrst og fremst stuðla að því að sambandið komi fram með samein- uðum hætti út á við en kemur ekki í stað utanríkisstefnu einstakra ríkja. Það verð- ur áfram samræmd stefna á ákveðnum sviðum en jafnframt sjálfstæð stefna á öðrum. Á sumum sviðum verða áhrifin hins vegar mikil. Til dæmis er gert ráð fyrir mjög aukinni samræmingu á sviði refsi- réttar og löggæslu. Þau drög sem nú liggja fyrir eru mörk- uð af málamiðlunum og stundum mót- sagnakennd. Stjórnarskrá á þessum grundvelli yrði vart til að treysta undir- stöður Evrópusambandsins. Til þess eru drögin of flókin og sundurleit. SAMSTARF REYKJAVÍKURLISTANS Oft þarf lítið til að hrinda af stað póli-tískri atburðarás. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar, virðist hafa opnað gáttirnar þegar hann lýsti því yfir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á fimmtudag að flokk- urinn ætti að bjóða fram sér í öllum sveit- arfélögum landsins, Reykjavík þar með talinni. Bætti hann við í samtali við Morgunblaðið í gær að sér heyrðist „tónn- inn í ýmsum samstarfsaðilum innan R-listans vera þannig að það sé rétt fyrir Samfylkinguna að vera í stakk búin fyrir sérframboð“. Hafi orð Guðmundar Árna ekki átt við þegar hann lét þau falla verður ekki hjá því komist að ætla að svo geti verið nú. Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir í grein undir fyrirsögninni „Framtíð Reykavíkurlist- ans“ á miðopnu Morgunblaðsins í dag, að framsóknarmenn ætli að standa við mál- efnasamning R-listans fyrir kosningarnar 2002, en bætir við: „Margt bendir til þess að aðrir hafi þegar ákveðið að koma í veg fyrir að það verði hægt fjórða sinni.“ Alfreð Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarflokksins innan R-listans, segir í Morgunblaðinu í dag að það sé íhugunar- efni eftir yfirlýsingar Guðmundar Árna og Ingibjargar Sólrúnar á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar hvort Fram- sóknarflokkurinn „eigi yfirhöfuð að vera í þessu samstarfi við Samfylkinguna og vinstri-græna eða búa sig undir næstu borgarstjórnarkosningar með öðrum hætti“. Af orðum Árna Þórs Sigurðssonar, for- seta borgarstjórnar, í Morgunblaðinu í dag má ætla að ekki sé fararsnið á vinstri- grænum. Hann segir að samstarfið hafi gengið mjög vel og sjaldan betur og vonar að það haldi áfram. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylk- ingarinnar í borgarstjórn, sagði að Guð- mundur Árni hefði sína skoðun, en borg- arfulltrúar R-listans vildu „fá vinnufrið fyrir ýmsum svona landsmálaspekúlönt- um og haukum“. Varla verður sagt að þessi ummæli endurspegli mikla vináttu í garð flokksbróður. Orð Guðmundar Árna virðast hafa vak- ið framsóknarmenn til rækilegrar um- hugsunar um samstarfið í R-listanum. Það væri of langt gengið að túlka þau sem yfir- lýsingu um endalok R-listans. Það hlýtur hins vegar að vera eðlilegt að þeir, sem að R-listanum standa, íhugi hver fyrir sig með hvaða hætti hagsmunum þeirra verði best þjónað þegar einn samstarfsaðilinn hefur gefið til kynna að samstarfið muni ekki standa nema út kjörtímabilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.