Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 29 F RAMTÍÐ samstarfs Framsóknarflokks, Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, Samfylk- ingarinnar og óháðra innan Reykjavíkurlistans í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur er enn til umræðu, nú að loknum flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar á fimmtudag. Þar gáfu tveir af leiðtogum Samfylking- arinnar út yfirlýsingar sem vart er hægt að túlka öðruvísi en svo að líkur til þess að Samfylkingin vilji taka þátt í samstarfi innan R-list- ans í næstu kosningum fari minnk- andi og einstakir forystumenn hennar hafi raunar gert upp við sig að bjóða fram undir eigin merkjum eftir tæp þrjú ár. Yfirlýsingar Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, á fundinum eru ekki til marks um mikla umhyggju fyrir Reykjavíkurlistanum og þeim sem þar fara nú með forystu. Borg- arstjórinn fyrrverandi virðist nú óðum vera að átta sig á nöprum vonbrigðum að afloknum alþing- iskosningum og segist vera búin að „hreinsa til í geymslunni“ – gera upp brotthvarf sitt úr stóli borg- arstjóra um síðustu áramót. Gall- inn er sá að söguskýring Ingi- bjargar Sólrúnar heldur hvorki vatni né vindum. Það var auðvitað Ingibjörg sjálf sem kaus að stíga úr stóli borg- arstjóra með því að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar fyrir al- þingiskosningar. Henni var hvorki þröngvað til eins né neins. Hún sat utan kvóta flokkanna þriggja á framboðslista Reykjavíkurlistans sem óháður borgarfulltrúi og borg- arstjóraefni – sameiningartákn ólíkra stjórnmálaafla, svo sem ver- ið hafði áður. Það er til lítils nú að segjast ætíð hafa verið í Kvenna- listanum og þar af leiðandi innan Samfylkingarinnar eftir brotthvarf hans. Af hverju vildi Ingibjörg Sól- rún þá ekki taka sæti Samfylking- arinnar innan R-listans? Það var þó boðið, þar sem margir töldu (réttilega) að skilin þar á milli væru ekki ýkja skýr. Staðreyndin er sú að Ingibjörg Sólrún tók sjálf þá ákvörðun að stíga úr stóli borgarstjóra og taka flokkshagsmuni Samfylking- arinnar fram yfir fyrirheit sín við samstarfsflokkana, Reykvíkinga og þá ekki síst kjósendur R-listans um að hún hyggðist sitja sem borg- arstjóri allt kjörtímabilið. Það var hennar val og við því er ekkert að segja. En þó að ekki hafi spilast jafnvel úr spilunum síðan er hvorki stórmannlegt né skynsamlegt að sprengja upp umræðuna nú með innihaldslitlum upphrópunum og haldlitlum söguskýringum. Allir, þeir sem eitthvað fylgjast með ís- lenskum stjórnmálum, vita betur. Framsóknarmenn hafa ætíð ver- ið heilir í stuðningi sínum við sam- starfið innan Reykjavíkurlistans. Það var Valdimar K. Jónsson, pró- fessor og formaður Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, sem einkum bar ábyrgð á því að saman náðist í upphafi og síðan hafa fulltrúar Framsóknarflokks- ins í borgarstjórn, þau Alfreð Þor- steinsson, Sigrún Magnúsdóttir og nú síðast Anna Kristinsdóttir, lagt sig fram um að stuðla að samvinnu við fulltrúa annarra stjórn- málaflokka í meirihlutanum. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt, en þó hefur samstarfið verið farsælt og trúnaður ríkt milli manna. Margt bendir því miður til þess að það kunni vera að breytast. Margir undruðust hversu hart Samfylkingin gekk fram gagnvart Vinstri hreyfingunni – grænu framboði í nýliðinni kosningabar- áttu. Skilaboðin til kjósenda voru þau að þessi samstarfsflokkur inn- an Reykjavíkurlistans væri vart tækur í stjórn, hann væri allt of öfgafullur og eina mótvægið við stjórnarflokkana væri að kjósa Samfylkinguna. Gekk þetta raunar svo langt, að fulltrúar Samfylking- arinnar urðu uppvísir að því að nota lista yfir skráða félaga í VG til þess að reyna að tryggja Ingi- björgu Sólrúnu kosningu á loka- sprettinum. Er margt í þessari at- burðarás enn óuppgert og þyrftu þá e.t.v. fleiri að hefja tiltekt í sín- um geymslum. Í leiðtogaumræðum kvöldið fyrir kjördag leyndi gremja Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, í garð Samfylkingarinnar sér þó ekki og hefur farið vaxandi æ síð- an. Í því ljósi er einkar athyglisvert að skoða þau ummæli Ingibjargar Sólrúnar á flokkstjórnarfundinum að formaður VG virtist líta á það sem verkefni Samfylkingarinnar að standa vörð um hagsmuni Vinstri grænna. „En pólitík er eng- inn sunnudagaskóli,“ bætti hún við og gerði þar fræg ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrver- andi formanns Alþýðuflokksins, að sínum. Þegar ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í garð Reykjavíkurlistans og samstarfs- flokkanna í borgarstjórn á flokks- stjórnarfundi Samfylkingarinnar eru skoðuð í samhengi við yfirlýs- ingu Guðmundar Árna Stef- ánssonar, eins helsta forystu- manns flokksins, um að Samfylkingin eigi að bjóða fram sér í öllum sveitarfélögum í næstu sveitarstjórnarkosningum, er ekki um að villast. Samfylkingin virðist hafa ákveðið að segja skilið við samstarfsflokkana innan Reykja- víkurlistans og aðeins virðist tímaspursmál hvenær nafla- strengurinn verður end- anlega slitinn. Það er því ekki að furða þótt Alfreð Þor- steinsson, oddviti framsókn- armanna og formaður borg- arráðs, hafi sagt í fjölmiðlum í gær að með þessum yfirlýs- ingum væri Samfylkingin að leika sér að eldinum. Fáir menn hafa beitt sér jafn mik- ið innan R-listans fyrir sam- komulagi og sáttum og hann á síðustu níu árum og þess vegna er ekki að undra, að hann skuli túlka ummæli forystumanna Samfylkingarinnar með þessum hætti. Hið dýrmæta miðjufylgi í borg- inni hefur fleytt R-listanum yfir erfiðar hindranir og framsókn- armenn hafa verið áberandi og ósérhlífnir í störfum sínum á vett- vangi borgarmálanna. Þeir hafa enda tekið alvarlega hið gamla og nýja hlutverk sitt að vera límið í ís- lenskum stjórnmálum – hvort heldur er til hægri eða vinstri. Af hálfu Framsóknarflokksins stendur ekki annað til en standa við málefnasamning þann sem gerður var í aðdraganda borg- arstjórnarkosninganna 2002 og færði R-listanum meirihluta í borginni þriðja kjörtímabilið í röð. Margt bendir hins vegar til að aðrir hafi þegar ákveðið að koma í veg fyrir að það verði hægt fjórða sinni. Framtíð Reykja- víkurlistans Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Samfylkingin virðisthafa ákveðið að segja skilið við samstarfs- flokkana innan Reykja- víkurlistans og aðeins virðist tímaspursmál hvenær naflastrengurinn verður endanlega slit- inn. ‘ Höfundur er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík suður og situr í skipulags- og bygginganefnd fyrir hönd Reykjavíkurlistans. Alis urðu raunar leppar Breta og illjónir íbúa Egyptalands búa nú betri kjör en skattpíndir áar framleiddu baðmull og korn á Muhammads Alis. Munurinn á abaríkjanna og Vestur-Evrópu öldinni sem leið og er nú miklu árum iðnbyltingarinnar – hvað mleiðni (í öðrum atvinnugreinum slu), tæknikunnáttu og lífskjör. u leyti hefur íslamski heimurinn hægu hagþróun. Múhameð spá- kaupmaður og ættbálkur hans í Mekka, Kuraysh, lifði á leiðsögn kaup- mannalesta frá Arabíu til frjósamra héraða við austanvert Miðjarðarhaf. En venslin milli íslamskra viðhorfa, valdhafa, kaup- manna og handverksmanna, sem gerðu Kaíró, Damaskus, Bagdad og Samarkand að gersemum borgarmenningar miðalda, hurfu fyrir löngu. Iðnvæðing felur í sér nýbreytni og breyt- ingar. Ef þeir sem eru við völd óttast að breytingar geti haft óþægilegar afleiðingar reyna þeir markvisst að koma í veg fyrir þær og það gerðu valdhafarnir í Mið-Aust- urlöndum í aldir. En hæg og bjöguð hagþróun í íslamska heiminum er einnig afleiðing þess að músl- imaþjóðirnar hafa ekki fengið næg tæki- færi. Væri hagur Pakistans ekki miklu betri ef landið fengi að flytja út meira af vefnaðarvörum sínum til auðugu iðnríkj- anna? Hefði það ekki verið gott og mik- ilvægt skref af hálfu bandarískra stjórn- valda að veita Pakistan undanþágu frá innflutningshöftum til að þakka pakist- önsku stjórninni fyrir aðstoðina þegar her- sveitir undir forystu Bandaríkjanna réðust á stöðvar al-Qaeda í Afganistan? Enginn vafi leikur á því að svo hefði ver- ið. Væru ekki efnahagshorfurnar miklu bjartari í Marokkó, Alsír og Túnis ef stjórnvöld leyfðu íbúum landa Evrópusam- bandsins að kaupa fleiri appelsínur frá Norður-Afríku? Auðvitað. Aðrar meginástæður hægrar hagþróun- ar í íslamska heiminum endurspegla hins vegar vandamál sem venjulega fylgja slæmum stjórnarháttum. „Verndið eignar- réttinn og framfylgið samningum,“ segja vestrænir hagfræðingar. En eignarréttin- um og samningum stafar hætta af mörgum, svo sem ræningjum og ýmsum frammá- mönnum en fyrst og fremst undirtyllum ríkisvaldsins sem nota embætti sín til að næla sér í aukatekjur. Veikt ríkisvald getur ekki verndað eignarréttinn og framfylgt samningum og ríkisvald sem er nógu sterkt til að framfylgja þeim þarf að hafa stjórn á skriffinnum sínum. Mikilvægustu ástæður þess að íslamska heiminum hefur vegnað verr en Róm- önsku-Ameríku eða Suðaustur-Asíu virðast hins vegar lúta að menntamálum. Það er lítil von um viðvarandi hagþróun í heims- hluta þar sem menntakerfið er að minnsta kosti einni kynslóð – og hugsanlega þremur – á eftir öðrum heimshlutum hvað almennt læsi áhrærir og þar sem æðri skólar hunsa að miklu leyti kunnáttu og námsgreinar sem nauðsynlegar eru til að gera fólki kleift að tileinka sér tæknina. Þegar öllu er á botninn hvolft eru inn- flutningshöft, veikar opinberar stofnanir og mikil spilling vandamál í öðrum heims- hlutum. Jafnvel er algengt að stjórnmála- og trúarleiðtogar séu andvígir breytingum og iðnvæðingu. En þegar við berum saman þróunarmynstrin út um allan heim hrúgast upp vísbendingar um að almennt læsi og fjölmennar stéttir manna með tæknikunn- áttu séu auðlindir sem ráði úrslitum um hvort þjóðir séu færar um að losa sig úr viðjum vanþróunar og fátæktar. nar í num Reuters J. Bradford DeLong er hagfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley og fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna. ómsnið- ða oftar umræðu almenn- kt tilefni tt lands- millibili skennd ög um- sýn í viku mur mm mán- i fyrir að él og ann- skilorðs- fa sam- ega er dóma æðum en a óskilj- komast ómsnið- mferð- s vegar samræð- i hins narstræt- kið mikla menn i fyrir að a með til- rás. Til gar hafi fyrir að um hætti. um gegn s nfarin ár fyrir óskiljanlega væga meðhöndlun dómara á slíkum glæpamönnum. Dómar í kynferðisbrotamálum gegn börnum hafa svo iðulega skilið fólk eftir orðlaust og ekki aðeins að- standendur. Refsiramminn er alls ekki nýttur Refsiramminn í ofbeldismálum sem leiða til dauða eða eru mjög gróf er mjög rúmur eða allt að 16 ára fangelsi. Hámarksrefsing fyrir nauðgun er einnig 16 ára fangelsi en fyrir 1992 gat nauðgun varðað ævi- löngu fangelsi. Refsiramminn fyrir kynferðismök við barn er allt að 12 ára fangelsi og fyrir sifjaspell er allt að 10 ára fangelsi. Af þessum refsi- heimildum sjást skýr skilaboð lög- gjafans til dómstólanna. Alþingi sem löggjafi setur lögin og ákveður refsiheimildir. Það er síðan dóm- stólanna að dæma eftir þeim lögum samkvæmt stjórnarskrá en í ofbeld- is- og kynferðismálum virðist dóm- arastéttin staðráðin í því að líta framhjá hluta refsiheimildanna sem lögin kveða á um. Í kjölfar mikillar umræðu um fíkniefnadóma hefur 10 ára hámark- ið í slíkum málum verið fullnýtt og fyrir skemmstu var það hækkað upp í 12 ár sem einnig hefur verið nýtt. Af hverju er refsiramminn nýttur í slíkum málum en ekki í of- beldis- og kynferðismálum sem varða talsvert meiri hagsmuni og valda iðulega miklu meira tjóni á lífi og sál þeirra sem fyrir brotunum verða? Ein helsta röksemd þess að erfitt sé að þyngja dóma er að samræmi verði að vera á milli dóma fyrir svip- aða glæpi. Með þeim rökum mun réttlætiskennd þjóðarinnar í ofbeld- is- og kynferðisbrotum hins vegar aldrei verða fullnægt. Kannanir Ragnheiðar Bragadóttur, lagapró- fessors, á dómum Hæstaréttar árin 1977–2002 leiddi í ljós að dómar í nauðgunarmálum hafa almennt ekki verið að þyngjast þrátt fyrir skýran vilja almennings og rúmar refsiheimildir löggjafans í þá átt. Það er kominn tími til að dómarar landsins brjóti upp þetta óeðlilega ástand og þyngi dóma í ofbeldis- og kynferðisbrotum með markvissum hætti í samræmi við lögin. Það gengur ekki til lengdar að dóm- arastétt landsins hunsi með öllu bæði réttlætisvitund þjóðarinnar og skilaboð löggjafans með þeirri rétt- lætingu að svona hafi þetta ætíð verið. Það er skýr lína milli löggjafar- og dómsvalds. Hins vegar höfum við séð að pólitísk umræða getur haft áhrif á dómaþróun og eru æ þyngri dómar í fíkniefnamálum dæmi um það. Að sjálfsögðu er ekki verið að mælast til þess að dómarar hlusti eingöngu á dómstól götunnar en dómarar eiga ekki að getað litið al- veg framhjá breyttu viðhorfi þjóð- arinnar. Siðferðismat þjóðarinnar hefur breyst til muna á undanförnum ára- tugum og t.d. væri dæmt allt öðru- vísi fyrir blygðunarbrot nú heldur en fyrir sama blygðunarbrot fyrir 30 árum. Eitt sinn var talið að eig- inmaður gæti ekki nauðgað eig- inkonu sinni og nauðgunarákvæði hegningarlaga var kynbundið þann- ig að það tók aðeins til kvenna. Með breyttum viðhorfum hefur þetta sem betur fer breyst. Dómurum ber því að hlusta eftir breyttri réttlætiskennd þjóðarinnar og siðferðismati. Í öllu tali um sam- ræmi milli dóma í svipuðum málum gleymist oft að samræmi þarf að vera milli mismunandi brotateg- unda að teknu tilliti til alvarleika þeirra. Þótt það komi sumum dóm- urum á óvart þá finnst þjóðinni það vera alvarlegri glæpur að nauðga barni en að draga sér fé. Réttlætið þarf að sjást Það er ekki nóg að ná fram rétt- lætinu heldur þarf það einnig að sjást að réttlætinu hafi verið full- nægt. Dómar í ofbeldis- og kynferð- isbrotum uppfylla hins vegar hvor- ugt skilyrðanna. Vægir dómar í alvarlegum málum stuðla ekki einungis að vantrausti á einum af mikilvægustu stofnunum samfélagsins sem dómstólarnir eru heldur særa þeir réttlætiskennd einstaklinganna sem gætu freistast til þess að taka lögin í sínar eigin hendur. Það þarf að fara fram opinská umræða um hvaða leið á að fara í refsimálum. Almenningur, stjórn- málamenn og lögfræðingar eiga að taka fullan þátt í þeirri umræðu. Réttlátir og sanngjarnir dómar eru hagsmunamál allra. ri dóma í ofbeldismálum ústsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.