Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ essi sautjándi júní var í boði Og Vodafone. Að minnsta kosti varð ekki betur séð af hátíðardagskránni svo sem hún birtist í Morgun- blaðinu á þjóðhátíðardaginn og þessi hugsun varð svo enn áleitnari þegar farið var um mið- borg Reykjavíkur þennan sama dag. Það var eitthvað verulega bog- ið við það hversu áberandi hlut- verki þetta blessaða símafyrir- tæki gegndi í hátíðahöldunum og einhvers staðar í fylgsnum hug- ans var manni misboðið, þótt aldrei hafi sautjándi júní verið ofarlega á listanum yfir þá daga sem máli skipta í lífinu. Samt eru takmörk. (Þó skal tekið fram strax, að þessi gagn- rýni beinist ekki að Og Vodafone, heldur þeim sem sáu um dag- skrá hátíðahaldanna í höfuð- borginni.) En hvers vegna er óviðeigandi að eitthvert fyrirtæki breiði svona mikið úr sér á þjóðhátíðar- daginn, eins og Og Vodafone gerði í miðborg Reykjavíkur, með tilheyrandi rauðum lit og áberandi vörumerki? Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Sú fyrri er að með þessu breytast táknin sem gera sautjánda júní að sautjánda júní, og sú seinni er að það er harla lélegt ef kostnaðarvitund manna er orðin svo ofurnæm að þeir tíma ekki einu sinni að borga fyrir sjálfa þjóðhátíðina úr opin- berum sjóðum. Hugum fyrst að fyrri ástæð- unni. Í forystugrein Morgun- blaðsins þennan sama þjóðhátíð- ardag var rætt um hátíðleika dagsins og hvatt til þess að áhersla væri lögð á þennan há- tíðleika. Hvernig verður það best gert? Í hverju er hátíðleiki fólginn? Hann er fyrst og fremst fólginn í ytri umgerð. Nú má segja að ytri umgerð og hátíðleiki sé bara yfirborð, það sem máli skipti sé hin dýpri merking. Og hver er hún? Í þessari sömu forystugrein segir blaðið að við eigum að „upp- fræða hverja nýja kynslóð um þau tímamót sem urðu í sögu þjóðar okkar þennan dag árið 1944“. En þessi dýpri merking – tímamótin í sögu þjóðarinnar – verður áþreifanleg í hinni ytri umgerð – hátíðleika þjóðhátíð- ardagsins – og þannig er ekki hægt að gera skarpan greinar- mun á hinni ytri umgerð og hinni dýpri merkingu. Ef merkingin hyrfi yrði hátíð- leikinn ekkert nema hjóm, en með sama hætti má segja að ef umgerðin hverfur, eða breytist, hættir maður að verða áþreifan- lega var við hina dýpri merk- ingu. Það er þess vegna sem mikilvægt er að leggja áherslu á hátíðleikann, ekki vegna hans sjálfs, heldur vegna þess sem hann er áþreifanlegt merki um – þess sem hann táknar. Því er það, að sautjándi júní – með öllum sínum fánum, fjall- konum og þjóðhátíðarræðum (og rigningu, myndu sumir segja) – er fyrst og fremst táknrænn dagur og það sem skiptir máli á sautjánda júní eru því táknin. En ekki táknin ein og sér, því að tákn eru aldrei ein og sér, þeim fylgir alltaf og óhjákvæmilega það sem þau eru tákn um. Og þá er komið í ljós hvers vegna það er óviðeigandi að fyr- irtæki á borð við Og Vodafone taki að sér stórt hlutverk í dag- skrá þjóðhátíðardagsins. Með slíkri þátttöku breytast táknin sem gera daginn að því sem hann er og þar með sést minna í það sem dagurinn snýst í raun- inni um, það er að segja, tíma- mótin í sögu þjóðarinnar. Líkt og íslensk saga sést og heyrist í táknum – fánanum, þjóðsöngnum, búningi fjallkon- unnar, styttunni af Jóni Sigurðs- syni og svo framvegis – sjást fyrirtæki og heyrast í táknum – litum, vörumerkjum og auglýs- ingum. Til að sautjándi júní sé sautjándi júní verður hann að vera í fánalitunum og fjallkonu- búningi. Hann á ekki að vera í einkennislit einhvers fyrirtækis og undir vörumerki þess. Með þessu er ekki verið að halda því fram að það eigi að banna auglýsingar á sautjánda júní. Einungis er átt við að nú í ár hafi Og Vodafone orðið of áberandi, því að hin eiginlegu tákn dagsins hafi fallið í skugg- ann af táknum fyrirtæksins. (Þetta er að sjálfsögðu huglægt mat, ekki staðreynd.) Það er líklega ekki rétt að áfellast fyrirtækið Og Vodafone fyrir að hafa sölsað undir sig sautjánda júní í Reykjavík. Það hlýtur að vera eðlilegt að fyrir- tæki grípi gott tækifæri til að auglýsa. Gagnrýnin beinist því fremur að þeim sem héldu hátíð- ina – eða öllu heldur seldu hátíð- ina. Borgarstjóri hefur svarað því til, að við ættum bara að fagna því að fyrirtæki séu tilbúin til að hlaupa undir bagga þegar halda þarf dýra hátíð. Í ljósi þess sem sagt hefur verið hér að framan verður að segja að borgarstjóri er heldur skammsýnn og virðist ekki átta sig almennilega á því hvað sautjándi júní í rauninni er. Sautjándi júní er dagur hátíð- leika, sem birtist í táknum. Án þessara tákna er sautjándi júní ekki sautjándi júni, heldur bara fjölskylduhátíð einhvers fyrir- tækis. Íslenska þjóðin hefur eng- an áhuga á að koma saman á sautjánda júní til að halda upp á nýtt farsímafyrirtæki. Auk þessa hefur borgarstjóri orðið ber að nísku, því að ef eitt- hvað er þess vert að vera borgað úr sameiginlegum sjóðum lands- manna þá mætti ætla að það væri þjóðhátíðin. Þá má að lokum velta því fyrir sér hvort núverandi borgarstjóri sé rétti maðurinn til að svara þessari gagnrýni. Er hann ekki fyrrverandi forstjóri farsíma- fyrirtækisins Tals, sem rann saman við Íslandssíma, sem núna er svo orðinn að umræddu Og Vodafone? 17. júní seldur Til að sautjándi júní sé sautjándi júní verður hann að vera í fánalitunum og fjallkonubúningi. Hann á ekki að vera í einkennislit einhvers fyrirtækis og undir vörumerki þess. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ✝ Sigríður HerdísHelgadóttir fæddist á Krossi á Berufjarðarströnd 31. október 1933. Hún lést 4. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jónína Krist- borg Jónsdóttir, f. 4.3. 1898, d. 31.12. 1965, og Helgi Sig- urðsson, f. 26.4. 1900, d. 4.2. 1940. Þeim hjónum fæddust þrjár dætur auk Sigríðar. Kristín Sigríður, f. 25.12. 1931, d. 28.6. 1934, Kristín Sigríður, f. 18.11. 1935, d. 6.3. 1954, og Aðalheiður, f. 6.11. 1939. Þá tóku þau einnig að sér stjúpson, Albert Sigurþór Stef- ánsson, f. 30.12. 1914, d. 10.8. 1982. Þá tók Jónína einnig að sér dóttur- son sinn, Kristján Berg Bergsson, f. 6.3. 1954. Sigríður ólst upp við þau al- mennu störf sem þá tíðkuðust á sveitabæ við sjávarsíðu. Auk þess sem mæðgurnar urðu eftir fráfall heimilisföðurins að neyta allra ráða til að drýgja heimilistekjurn- ar með hverju því starfi sem bauðst. Að lokinni barnafræðslu réðst Sigríður í það stórræði að leita sér menntunar í húsmæðra- fræðum að Staðarfelli í Dölum, þá 15 ára (1948–49). Vorið 1952 opin- beruðu þau trúlofun sína, hún og Heimir Þór Gíslason, þá nemandi í Kennara- skólanum. Þau giftu sig 29.5. 1954. Börn þeirra eru: Helga Nína, f. 26.9. 1953, börn hennar eru Vilma Kristbjörg, Kolbeinn og Friðrik Heimir; Hrafn Mar- geir, f. 22.10. 1954, börn hans eru Hauk- ur Margeir, Herdís Þóra, Benedikt Arnar og stjúp- dóttir Sigurveig Ósk; Sigurþór Al- bert, f. 1.11. 1962, eiginkona Ólöf Sigríður Sigurdórsdóttir, börn þeirra eru Sigríður Regína og Ólafur Gísli; og Gísli Björn, f. 21.9. 1963. Þau hjónin Sigríður og Heimir lifðu tilbreytingaríku lífi þá rúm- lega hálfu öld sem þau voru sam- vistum. Auk handavinnukennslu og ráðskonustarfa þar sem eigin- maðurinn var kennari eða skóla- stjóri fékkst Sigríður við margvís- leg störf, saumaskap, hótelrekstur, afgreiðslustörf, síldarsöltun o.m.fl. Útför Sigríðar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þær eru margar minningarnar frá Staðarborg þegar litið er yfir farinn veg. Héraðslæknirinn á Djúpavogi spurði eitt sinn mömmu hvernig stæði á því að hún og hennar fjöl- skylda veiktist ekki af flensu þótt all- ur heimavistarskólinn lægi. Hún svaraði því til að hún syði fjalla- grasamjólk og gæfi fjölskyldunni um leið og hún frétti að flensan væri komin í sveitina. Þá varð lækninum að orði „þú hefðir örugglega verið brennd á báli fyrir galdra, Sigríður, ef þú hefðir verið uppi á þeim tíma“. Hún þurfti æði oft að vaka yfir full- um heimavistarskóla af fársjúkum börnum með flensu. Ég var nokkuð erfitt barn, átti það til að vera komin á náttfötunum út í mýri fyrir fimm á morgnana, eða rennblaut heim frá hvirfli til ilja þrisvar sama daginn eftir lækjar- ferðir. Það getur ekki hafa verið auð- velt að ala upp börn við hliðina á heimavistarskóla og taka jafnframt ábyrgð á fleiri tugum barna. Fyrir utan okkur Hrafn Margeir voru tveir unglingar meira og minna á heimilinu þegar við systkinin kom- umst á unglingsár, þau Bonnie Lauf- ey, besta vinkona mín, og Kristján Bergur systursonur mömmu. Þegar mamma var að sauma föt á mig var það oft sem hún saumaði eins handa Bonnie og að sjálfsögðu vildum við fá að sýna okkur í þeim á sveitaböll- unum. Fararleyfi var ekki oft auð- fengið, í staðinn átti hún þá til að fara með ljóðabálkinn Til feðranna eftir Þorstein Erlingsson, ljóðið kunni hún í heild sinni en það byrjar á þessa leið: „Þér öldnu feður okkar kalda lands, sem eigið dætur heitar, kvikar, fríðar, hve oft ég ykkur flétta krans á ævi minni bæði fyrr og síð- ar“. Ég sat oft hugfangin og hlustaði á mömmu fara með hvern ljóðabálk- inn á fætur öðrum og dáðist að þess- um hæfileika hennar, að geta farið með þetta allt utan að án þess að fip- ast. Eins er með hannyrðahæfileik- ann hennar, hann hefur líka hoppað yfir ættlið því hvorugt liggur fyrir mér. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á eitt af hannyrðaafrekum hennar, það er þegar hún bætti um það bil metra við altarisdúkinn sem Hafnarkirkju var gefinn fyrir nokkr- um árum allur útsaumaður í Harð- angurssaum, hún var stolt þegar hún sýndi mér samskeytin á röngunni því ekki sjást þau á réttunni. Ég finn fyrir óumræðilegu þakk- læti þegar ég hugsa til mömmu, fyrir þá hamingju sem hún skapaði inn í mitt líf og annarra í fjölskyldunni með umhyggju sinni fyrir velferð fjölskyldunnar. Helga Nína Heimisdóttir. Amma mín, Sigríður Herdís, er látin. Minningarnar streyma fram ein af annarri og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Amma var ein sterkasta persóna sem ég hef kynnst, ákveðin kona svo gustaði af henni. Á sama tíma hafði hún til að bera mikla mýkt og gjafmildi, sem einkum endur- speglaðist í handverki hennar er hún gaf okkur fjölskyldunni. Það má segja að öll handavinna hafi orðið að listaverki í höndunum á henni, en handavinna var hennar yndi og áhugamál. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að alast upp á Höfn í Hornafirði til 7 ára aldurs í samveru ömmu minnar og afa. Frá þeim tíma koma upp í hugann óteljandi Lóns- ferðir er við skröltum upp Almanna- skarðið á gamla Landróvernum og kvöldroðinn frá pallinum upp í Lauf- skálum, drekkandi heitt kakó og bakkelsi frá ömmu, sem var það besta í heimi, að öllum öðrum ólöst- uðum. Er líða tók á unglingsárin hjá mér fengu amma og afi nýtt áhugamál sem síðar varð að sumarvinnu fjöl- skyldunnar, en það var að fara til fjalla í fjallagrös. Við amma eyddum löngum stundum í heiðinni, spjall- andi saman um alla heima og geima, við gátum talað um allt frá búta- saumi, útlöndum, menningu til yngri ára ömmu í Berufirði. Það kom eng- inn að tómum kofunum hjá ömmu og var hún oft á undan sinni samtíð í viðhorfum og víðsýni. Mér eru þakkir efstar í huga fyrir að geta notið sumrana með ömmu og afa á fjöllum, minningarnar um Búðahvamm, Milljónabakkana og fleiri staði ylja mér um ókomna tíð. Einnig þær stundir er við áttum þegar þú lánaðir mér upphlutinn þinn fyrir Peysufatadaginn og kenndir mér að klæða mig í hann eft- ir öllum kúnstarinnar reglum. Nú í seinni tíð höfðum við Binni al- veg einstaka ánægju af því að kom- ast til Hafnar, í sveitina til Löngu og Langa eins og Sigurður Helgi orðar það. Því miður urðu tækifærin til að koma til Hafnar síðastliðið ár fá, en þó náðum við að koma fyrir jólin, í seinasta skipti sem þú varst heima, og hjálpa þér við að flytja jóladótið til Reykjavíkur. Hulda Nína, litli gleðigjafinn þinn, skilur þetta engan veginn og hefur nú misst einn sinn mesta aðdáanda. Sigurður Helgi veit að „Langalanga“ er dáin en gleymir sér oft og vill fara í heimsókn til Löngu. Elsku afi, við syrgjum öll, en þó enginn líkt og þú sem kveður þinn besta vin og maka til nærri hálfrar aldar, einnig Aðalheiður frænka sem nú hefur séð á eftir öllum systkinum sínum. Við fjölskyldan vottum ykkur öllum dýpstu samúð. Vilma Kristbjörg. Ég hef margoft sagt söguna af því þegar ég skellti mér upp í rútu til að heimsækja Siggu frænku og Heimi á Höfn í Hornafirði. Ég held að þá hafi ég verið tíu eða ellefu ára. Ferðalag- inu hef ég aldrei gleymt því að það var nefnilega með eftirminnilegri ævintýrum sem ég hef upplifað. Húsið þeirra var fullt af handavinnu, forvitnilegum steinum og fróðleik og garðurinn var undurfagur. Í ferðinni fekk ég líka að fara í sund með Siggu og svo eldaði hún selkjöt í matinn. Allt var þetta óskaplega spennandi og uppfyllti algerlega þarfir borgar- barnsins fyrir framandi umhverfi og ævintýri. Ég mun alltaf minnast Siggu frænku sem gullfallegrar, stórbrotinnar konu sem var óhemju margt til lista lagt. Við erum öll rík- ari sem einhvern tímann fengum að kynnast henni. Elsku mamma mín, Heimir, Helga Nína, Vilma Kristbjörg, Hrafn, Sigurþór, Gísli Björn og fjöl- skyldur. Mér þykir leitt að geta ekki komist til að kveðja Siggu frænku með ykkur. Í staðinn sendi ég ykkur öllum mínar hlýjustu kveðjur yfir hafið og vona að allar góðu minning- arnar um hana styrki ykkur í sorg- inni. Með kærri kveðju, Jónína Auður Hilmarsdóttir. Ég vildi að ég fengi að vera strá og visna í skónum þínum. Léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. (P.Ó.) Við stöndum þrjú við fjallagrasa- hrúguna og hlustum á þetta erindi Páls Ólafssonar. Heimir horfir örlít- ið kankvís á Siggu og segir: „Er það, Sigga, heldurðu að þú træðir léttast á yfirsjónum mínum?“ „Gengi, Heimir minn, gengi,“ svarar hún að bragði og lítur til mín með sínu tal- andi augnaráði, sem oft segir svo miklu meira en nokkur orð. Þannig hófust kynni okkar Siggu frænku minnar, sem ég vil minnast á skiln- aðarstund. Mér er að vísu fullljóst, að fátækleg orð á blaði nægja engan veginn til að segja það sem ég vildi um þessa einstöku konu, sem var mér afar kær. Fyrir rúmum tíu ár- um vann ég um tíma við hreinsun fjallagrasa hjá þeim ágætu hjónum Heimi og Siggu, er þá og oft síðar dvöldu á heiðum uppi nokkra mánuði hvert sumar við tínslu þessara eð- aljurta. Það var þá sem ég kynntist frænku minni fyrst og lærði að meta hennar miklu mannkosti. Sigga var gríðarleg atorkukona, sem allt lék í höndunum á. Það var sama hvað snemma ég kom til vinnu, alltaf var hún búin að fara í sund, þvotturinn blakti á snúrunni og gjarnan komin kaka úr ofninum. Fötin á barnabörnin runnu að því er virtist fyrirhafnarlaust í gegnum saumavélina og við litla eldhúsborðið urðu til fleiri snilldarleg handa- vinnustykki en talin verða. Samt fannst mér Sigga alltaf hafa nægan tíma, því auk alls þessa átti hún fjöl- mörg áhugamál. Nú á seinni árum tók hún virkan þátt í starfi aldraðra hér á Höfn, var leiðbeinandi í föndri og söng með kórnum Gleðigjöfum. Hún var glæsileg kona sem sópaði að hvar sem hún fór. Kringum hana var aldrei nein lognmolla. Skoðanir sínar tjáði hún hispurslaust, þannig að ekki varð misskilið. Henni var mun tamara að hugsa um aðra en sjálfa sig og þá þurfti ekki mörg orð, það fengu ættingjar hennar og vinir oft að reyna. Sigga hafði mikla og fallega söng- rödd og tók gjarnan undir er við hlustuðum á skemmtileg lög í út- varpinu. Þetta voru ánægjustundir sem ekki gleymast. Með einni slíkri vil ég kveðja, um leið og ég sendi öllu hennar fólki einlægar samúðar- kveðjur. Hlið við hlið sé ég þau standa brosandi, þessi hjón, sem áttu að baki langa samfylgd, og syngja: Ég vil dansa við þig meðan dunar þetta draumblíða lag sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar af fögnuði hjartans, er brann. SIGRÍÐUR HERDÍS HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.