Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 35 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Guðlaug Sveins-dóttir fæddist á Skaftárdal á Síðu 12. febrúar 1916. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Steingrímsson, f. 1874, d. 1964, og Margrét Einarsdótt- ir, f. 1878, d. 1965. Systkini Guðlaugar eru Einar, vélsmiður, bjó síðast á Seyðisfirði, f. 1903, d. 1977, Björn, bóndi á Langholti, síð- ast til heimilis á Galtalæk í Land- sveit, f. 1904, d. 1983, Steingrímur, vélsmiður, bjó í Reykjavík, síðast vistmaður á Klausturhólum, f. 1906, d. 1996, Valgerður, f. 1907, d. 1994, verkakona, Ingibergur, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 1908, d. 1988, Þórunn, f. 1910, hús- móðir í Fljótakrók, nú vistmaður á Klausturhólum, Ólafur, f. 1912, bóndi í Botnum í Meðallandi, d. 2001, Sigríður, f. 1914, húsmóðir á Galtalæk, nú vistmaður á Lundi á Hellu. Uppeldisbróðir Guðlaugar er Vigfús Ingimundarson, f. 1928, búsettur í Reykjavík. Börn Guðlaugar eru tvö: 1) Mar- grét Einarsdóttir húsmóðir í Mörk d.1975. Skúli var kvæntur Ester Guðlaugu Karlsdóttur, f. 1939, þau slitu samvistum, synir þeirra eru: a) Björn, viðskiptafræðingur, f. 1973, í sambúð með Höllu Tómas- dóttur, f. 1968, sonur þeirra er Tómas Bjartur, f. 2001. b) Hafþór, fiskverkamaður, f. 1973. Börn Est- erar frá fyrra hjónabandi og fóst- urbörn Skúla eru a) Roland Buch- holz, sjómaður, f. 1963, kvæntur Hörpu Magnúsdóttur, f. 1966. Þeirra börn eru Andri, f. 1986, og Tanja, f. 1988. b) Christine Buch- holz, sjúkraliði, f. 1966, gift Pálma Ingólfssyni kennara, f. 1962. Þeirra börn eru Daníel, f. 1984, Skúli, f. 1987, Herta, f. 1994. c) Þórhallur Tómas, háskólanemi, f. 1970. Kona hans er Harpa Snædal háskólanemi, f. 1975. Guðlaug var lengst af ævi sinni búsett í Vestur-Skaftafellssýslu. Árið 1918 flutti hún með foreldrum sínum frá Skaftárdal á Síðu að Langholti í Meðallandi. Ung fór hún til Reykjavíkur og vann þar m.a. við Málleysingjaskólann og á Kleppsspítala. En hún flytur í heimahaga og gerist ráðskona hjá Birni bróður sínum og er til heim- ilis á Langholti þar til árið 1968. Hún ræðst til starfa við hótelstörf á Klaustri og ílengist, þar sem hún tók að sér heimili Siggeirs Lárus- sonar er hann missir konu sína mjög skyndilega. Árið 1985 eftir lát Siggeirs flytur hún í íbúðir fyrir aldraða á Klausturhólum 2, þar sem hún átti sitt heimili æ síðan. Útför Guðlaugar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. á Síðu, f. 1941, hennar faðir var Valmundur Jón Þorsteinsson, f. 1915, d. 1998. Eigin- maður Margrétar er Júlíus Oddsson, bóndi í Mörk, f. 1939. Þeirra börn eru: a) Vignir, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 1963, kvæntur Þor- björgu Helgadóttur, f. 1963, þau eiga þrjú börn, Pál Sigurð, f. 1988, Margréti, f. 1990, og Þorkel Ósk- ar, f. 1995. b) Þórunn, leikskólastjóri, f. 1966, gift Erlendi Björnssyni, f. 1956, bónda og líf- fræðingi í Seglbúðum, þau eiga þrjú börn: Leif Bjarka, f. 1990, Stein Orra, f. 1991, og Guðlaugu, f. 1994. c) Birna Margrét, myndlist- armaður og kennari, f. 1967, búsett í Reykjavík, sambýlismaður Ino Paalman, f. 1970, eiga þau eitt barn, Darra, f. 2000. d) Hjalti Þór, bóndi í Mörk á Síðu, f. 1971, í sam- búð með Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 1968, hún á einn son, Sigurð Magnús Árnason, f. 1989. Dóttir Hjalta Þórs er Unnur Helga, f. 1993, móðir hennar er Kolbrún Hlín Hlöðversdóttir, f. 1973. 2) Skúli Magnússon, sjómaður, bú- settur í Grindavík, f. 1946, faðir hans var Magnús Jónsson, f. 1905, Sofið er ástaraugað þitt sem aldrei brást að mætti mínu; mest hef ég dáðst að brosinu þínu, andi þinn sást þar allt með sitt. Stirðnuð er haga höndin þín, gjörð til að laga allt úr öllu, eins létt og draga hvítt á völlu smámeyjar fagurspunnið lín. (Jónas Hallgr.) Hún amma Lauga er öll. Hennar dagar eru nú taldir. Það er bjart yfir minningu hennar og því við hæfi að hún skuli til moldar borin nú á sum- arsólstöðum. Amma var einstaklega víðsýn kona og fordómalaus, hún mátti muna tím- ana tvenna og hafði ótrúlega lífs- reynslu að baki en henni tókst á aðdá- unarverðan hátt að nýta sér þá reynslu til þroska og visku sem hún gat miðlað af. Hún var mikil selskapskona og kunni að njóta lífsins og gleðjast með glöðum. Hún var glöð og gefandi í samskiptum við annað fólk og dugleg að rækta tengsl við vini sína og fjöl- skyldu. Góðar minningar eigum við frá þeim árum er hún var ráðskona á Gistihúsinu á Klaustri. Þar sinnti hún móttöku ferðalanga af rómaðri gest- risni og kynntist þar mörgu góðu fólki sem til síðasta dags var meðal hennar tryggustu vina. Hlaðið á Klaustri, Gistihúsið og heimili Siggeirs Lárus- sonar Kirkjubær er í okkar minningu hennar staður. Á heimili Siggeirs sinnti hún m.a. netalögnum í Skaftá og hin síðari ár fékk hún sjálf lagnaleyfi hjá landeig- anda sem var henni ómetanleg lífs- fylling. Það var hreint frábært að sjá þegar veiðiandinn heltók gömlu kon- una – hún lagði á sig mikið erfiði til að leggja og vitja um netin og ef afla- brögð voru góð þá var sko gaman! Aflametárið hennar var sumarið 2001 en þá veiddi hún 48 fiska orðin 85 ára gömul og var mjög glöð með afrakst- urinn. Eftir vel heppnaðar augnaðgerðir fyrir um 15 árum breyttist líf ömmu til muna og upp frá því fékk hún mik- inn áhuga á hekli og handavinnu ým- iss konar og eftir hana liggur nú ómælt magn dýrgripa sem hún fram- leiddi fyrir ömmu- og langömmubörn- in af einstökum dugnaði og um- hyggjusemi. Í sjúkralegunni nú undir það síðasta var henni mikið í mun að koma síðustu gersemunum til skila en það voru púðar sem hún hafði saumað út fyrir minnstu langömmudrengina sína. Eftir standa ljúfar minningar um stórbrotna konu sem koma til með að ylja okkur um ókomin ár. Við munum alltaf vera stolt af að hafa átt slíka ættmóður sem var einstök mann- eskja, yndisleg amma og langamma og ekki síst mikil vinkona. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Vignir, Þórunn, Birna Margrét og Hjalti Þór. Ég kveð þig með söknuð í hjarta, elsku amma. Ég gleð mig þó við það að þó svo að þú sért farin munu minn- ingarnar um þig fylgja mér alla ævi. Það var alltaf svo gaman að heim- sækja ykkur Siggeir, og ein sterkasta bernskuminningin mín er þegar ég fékk að fara með þér að kíkja í netin í Skaftá. Það var alltaf annaðhvort lambalæri eða sjóbirtingur á borðum hjá þér og ég velti því fyrir mér sem barn hvort þetta væri það eina sem Siggeir fengi að borða. Þú komst mér þó á bragðið og enn þykir mér sjóbirt- ingur besti fiskur sem ég fæ. Það var gleðiefni þegar þú fórst aftur að veiða sjóbirting á gamals aldri, þú hafðir svo gaman af því. Þú varst sterk kona og þögul um eigin sorgir en sýndir mér alltaf hvað þér þótti vænt um mig og varst alltaf glettin og kát í viðmóti. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið að dvelja öll þessi sumur í sveitinni hjá Lillu mömmu og Júlla, þar sem ég kynntist þér, fólkinu mínu og sveit- inni sem grípur mann um hjartað með fegurð sinni og sleppir aldrei. Ég var því glaður að heyra að þú fékkst að vera fyrir austan síðustu ævidagana þína, í sveitinni þinni. Vertu sæl, elsku amma mín, og þökk fyrir allt það ómetanlega sem þú hefur gefið mér. Tómas Buchholz. Elsku amma. Það var gott að sjá hvað þér leið vel með að vera komin til Guðs. Róin og friðurinn sem einkenndi þig fékk mig til að minnast þeirra yndislegu stunda sem þú gafst okkur. Hlýjan sem hefur alltaf einkennt þig náði til allra þeirra sem vildu meðtaka hana. Hún náði til okkar Höllu, og ekki síst til sonar okkar Tómasar Bjarts. Hann gengur ennþá í ullar- sokkunum frá þér. Hann „lúllar“ á hverjum degi á hestapúðanum sem þú gafst honum áður en þú fórst frá okkur. Þú varst aldrei sparsöm á ást og umhyggju, og þannig minnumst við þín. Hvíldu í friði, elsku amma og langamma, Björn, Halla og Tómas Bjartur. Nú þegar við kveðjum þig, elsku Lauga, hrannast upp allar ljúfu minn- ingarnar frá okkar samverustundum. Allt frá því ég var lítil stelpa, full til- hlökkunar að fara með mömmu og pabba austur á Klaustur að heim- sækja þig. Dagsferðin með þér austur að Jökulsárlóni eitt sumarið eða grill- ið í tjaldvagninum í fyrrasumar. Allt eru þetta minningar sem ég og fjöl- skylda mín geymum í hjarta okkar. Það var hrein unun að vera með þér og hlusta á hvað þú varst minnug á allt, sama hvort það voru menn eða málefni, nýtt eða gamalt. Eftir að ég varð fullorðin urðum við einstaklega góðar vinkonur og þrátt fyrir alltof fáar samverustundir og nær hálfrar aldar aldursmun gátum við spjallað saman fram á nótt eins og við hefðum hist í gær. Ég held það hafi ekki síst verið fyrir það hvað þú varst greind, fylgdist vel með öllu og skildir okkur yngra fólkið vel, sem við náðum svona vel saman. Synir mínir fengu líka að njóta þess að kynnast þér. Sindri minnist þess oft þegar þú hossaðist með hann í reiðtúr í kjöltu þér þótt þú værir komin á níræðisald- ur. Þú sagðir strákunum mínum sömu fallegu sögurnar úr sveitinni og þú sagðir mér þegar ég var lítil stelpa. Sögurnar frá þeim tíma sem þið afi voruð að alast upp og frá því þegar pabbi var lítill pjakkur. Nú síðast komstu eldri syni mínum, honum Sigga Rúnari, verulega á óvart þegar hann heimsótti þig á spítalann þar sem þú lást mikið veik. Í fyrsta lagi með því að þú skyldir strax þekkja hann þótt þú hefðir ekki séð hann í nokkur ár og síðan að þú skyldir taka það loforð af honum að hann (kokka- neminn) yrði að elda einhvern tímann fyrir þig. En það vannst ekki tími til þess að elda handa þér dýrindis mál- tíð áður en þú kvaddir. En ég veit að þegar þið hittist aftur mun hann efna það loforð. Þetta var þér svo líkt, elsku Lauga, svona sýndir þú óþreytandi áhugann á fólkinu þínu, jafnt ungum sem öldn- um. Við kveðjum þig með söknuði og varðveitum minninguna um einstaka frænku og vinkonu. Við vottum Lillu, Skúla og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Anna María og fjölskylda. GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR 11. júní rann upp eins og hver annar dagur, ég nýmættur til vinnu, síminn hringir og í símanum er, sem svo oft áður, Steinar Gunnarsson, sem segir mér að faðir hans, Gunnar Jóhannesson bakarameistari, hafi látist kvöldið áður. Andlát hans kom snögglega og flestum mjög á óvart. Fyrstu kynni fjölskyldu minnar af Gunnari voru 1971 er við fluttum í Mosfellsbæ. Þar var þá ekkert bak- arí, en Gunnar kom á sendibíl sínum nokkrum sinnum í viku og seldi úr honum. Ók hann þær fáu götur sem í sveitinni voru, flautaði og húsmæð- urnar komu út og litu á kræsing- arnar, nýbökuð brauð og annað bakkelsi, einnig ók hann að sveitabæjunum hér í sveit. Var það fengur fyrir íbúa sveitarinnar þegar hann ók í hlað og ég held að á þeim GUNNAR JÓHANNESSON ✝ Gunnar Jóhann-esson fæddist á Bessastöðum í Dýra- firði 6. mars 1927. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 10. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 18. júní. árum hafi nánast hvert heimili hér í sveit versl- að við Gunnar. Tengsl- in við Mosfellsbæ héld- ust alla tíð því nokkrum árum seinna hagaði svo til að ég vegna starfs míns átti við hann viðskipti sem staðið hafa í hátt á þriðja áratug og hefur aldrei borið skugga þar á. Þjónustulund hans var einstök sama hvað eða hvenær eitthvað vantaði, alltaf var hann mættur með vörur sín- ar í tæka tíð. Metnaður hans fólst ekki síst í því að allt varð að vera fyrsta flokks, ekki bara framleiðslan heldur ekki síst þjónustan. Með okkur Gunnari skapaðist kunningsskapur og seinna vinátta sem hélst alla tíð, og má segja að hans vinátta hafi náð til allrar fjöl- skyldu minnar. Ef einhver veisla var, ferming, afmæli eða brúðkaup þá voru á boðstólum tertur frá „Gunna bakara“. Það var fyrir hans tilstilli að við hjónin fengum land undir sumarhús okkar í landi Svartagils í Norðurárdal, en þar hafði hann komið sér og fjölskyldu sinni upp sumarhúsi nokkrum árum áður. Þegar sonur minn vildi læra bakstur var fyrst leitað til þeirra feðga í Brauðbergi og ekkert fannst þeim sjálfsagðara en að verða við ósk hans. Starfaði hann hjá þeim í fjögur ár og lauk þaðan sveinsprófi og var Gunnar meistari hans. Er hans sárt saknað af okkur öllum, ekki síst fyrir þann hlýhug sem hann hefur sýnt okkur ef eitthvað bjátaði á og fyrir greiðvirni hans í garð okk- ar allra. Gunnar var skemmtilegur og skapgóður og gaman að fá hann í heimsókn á vinnustað. Samstarfs- fólk mitt hafði gaman af að hlusta á hann ráða drauma, en oftar en ekki bað ég hann að ráða drauma og ef hann ekki gerði það strax þá hringdi hann nokkru seinna með sína ráðn- ingu. Hann dreymdi fyrir veðri og gaf okkur veðurspá oftast til ára- móta, og svo aftur frá áramótum til vors, og var það nú svo að í lang- flestum tilfellum stóðst sú spá. Ég hef margs að minnast og tel það gæfu að hafa kynnst Gunnari Jó- hannessyni og hans fjölskyldu. Læt- ur hann eftir sig góða konu, Guð- rúnu, sem var eins og klettur við hlið hans alla tíð, og synina sem ég kynntist, þá Gunnar og Steinar, sem voru honum afar kærir. Veit ég að þeir munu halda merki hans á lofti. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég og fjölskylda mín biðjum góð- an Guð að varðveita Gunnar Jóhann- esson og styrkja Guðrúnu og fjöl- skyldu hans nú og um alla framtíð. Geir Þorsteinsson. Það bar brátt að andlát Gunnars Jóhannssonar, ég hafði talað við hann einhverjum dögum áður en hann lagðist inn á sjúkrahús, en hann átti ekki afturkvæmt þaðan. Kynni okkar Gunnars hófust fyrir um tíu árum þegar ég samdi við þá feðga um viðskipti og eru enn í fullu gildi og aldrei borið skugga á. Gunn- ar var víðsýnn maður sem hafði glöggt auga fyrir nátúrunni og feg- urð hennar, hann hafði gaman af tónlist, kórsöng og einsöng. Hann fór einu sinni með okkur í siglingu út á sundin og það var lagst við akkeri norðan við Viðey og hann fór ásamt öðrum þar í land og sagði mér svo seinna að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hann hefði komið þangað og hafði hann mikið gaman af ferðinni. Við Gunnar spjölluðum oft saman og hafði ég gaman af því hann hafði góðan húmor og margar sögur sagði hann mér frá því þegar hann var að alast upp fyrir vestan og eins þegar hann var á Akureyri í námi. Ég þakka fyrir að hafa verið það lánssamur að kynnast manni eins og Gunnari. Fjölskyldunni votta ég samúð. Guðjón H. Finnbogason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.