Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Okkur systkinin langar að minnast afa okkar með nokkrum orðum. Samband okkar við hann var reyndar mjög ólíkt en við búum engu að síð- ur að stórum sjóði minninga um frábæran afa. Ekki er hægt minn- ast hans án þess að tala um ömmu í sömu andránni enda þau búin að vera gift hátt í sjötíu ár. Á heimili þeirra á Kirkjuteignum var alltaf yndislegt að vera, amma stöðuglega að stússast með okkur, en afi aftur á móti sat annaðhvort í sínum stól inni á kontór eða í holinu sem áhorfandi, nema þegar þurfti að stilla liðið. Stórfjölskyldan átti athvarf á öll- um hátíðisdögum heima hjá ömmu og afa sem skipti okkur öll miklu máli, t.d. var opið hús 17. júní. Þá gátu allir komið með vini sína með sér, fengið pylsur og alls kyns lost- æti í óheyrilegu magni eftir að hafa gengið um miðbæinn. En talandi um miðbæinn, þar var bakaríið hans afa og í okkar augum mið- punktur bæjarins. Reyndar var því nú svo farið að ég hélt að afi minn ætti Laugaveginn og reyndar heil- an banka en það er nú önnur saga. Afi vann alla tíð mjög mikið og ÁSGEIR JAKOB SANDHOLT ✝ Ásgeir JakobSandholt bakara- meistari fæddist í Reykjavík 30. júlí 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 19. maí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 19. júní. hafði mikla ánægju af því enda vann hann þar til hann varð 85 ára. Í hverri ferð í bæ- inn var alveg nauðsyn- legt að koma þar við. Þangað var bæði hlýtt og gott að koma. Hægt var að fá snúð með miklu súkkulaði eða bleikt marsipan eða hvað annað sem hon- um datt í hug að gefa manni. Á okkar yngri árum átti afi eldrauðan Rambler. Það var mik- ið ævintýri að fara í bíltúr með hon- um, stundum var meira að segja keyrt alla leið á Selfoss til að kaupa ís, sjálfsagt verið að fara eitthvað annað, en ísinn er það sem stendur eftir í minningunni. Þegar gist var hjá ömmu og afa átti maður stefnu- mót við afa um miðja nótt, þegar hann var að tygja sig til vinnu, og þá fékk maður banana og malt. Þegar afi var farinn var hægt að treysta á að hann hafði skilið eftir í eldhúsinu, á diski við hliðina á malt- flöskunni, síríuslengju eða lindu- buff. Þessu var haldið leyndu fyrir þeim fullorðnu svo ekki yrði farið að gera breytingar á þessu stefnu- móti. Í gegnum árin eyddum við mörg- um stundum inni á kontór hjá afa í spjalli um allt milli himins og jarð- ar. Vissulega vorum við ekki alltaf sammála og þótti gamla manninum stundum nóg um sterkar skoðanir yngri kynslóðarinnar enda vana- fastur maður með sterkar skoðanir. En hann hafði þó lúmskt gaman af. Þegar við vorum orðin eldri breytt- ist sambandið, Ásgeir Þór vann með afa svo þeir nafnarnir þekktust vel í gegnum vinnuna, en við Arnar kynntumst honum meira á heima- slóðum þar sem við komum við reglulega. Nú kveðjum við yndislegan afa, sem við öll höfum notið þeirra for- réttinda að hafa haft sem hluta af lífi okkar í langan tíma. Við biðjum Drottin að blessa og styrkja okkur öll, ömmu sem hefur misst góðan mann, mömmu sem missir ekki að- eins föður heldur góðan vin, og auð- vitað bara fjölskylduna alla. Sér- staklega sendum við þessar kveðjur þar sem við bræðurnir getum ekki verið með fjölskyldunni á þessum degi. Lengi lifi minningin um góðan afa. Ásgeir Þór, Guðlaug og Arnar. Frá því ég fyrst man eftir mér hjá ömmu og afa á Laugavegi 36 var Ásgeir inni í myndinni, glettinn og hress með ljúflyndu Þóru sér við hlið. Hann var frá ungaaldri með Stefáni afa í Sandholtsbakaríi og mér er í minni hve mikið var hlegið og gamnast þar sem bakararnir stóðu við borðin sín með sag undir fótum, eins og þá tíðkaðist. Afi með „kaskeitið“ sitt prýtt hvítum kolli, en hinir með bakarahúfur eða án. Af þessum kynnum dró ég þá álykt- un að það hlyti að vera draumastarf að vera bakari. Það var ekki fyrr en síðar á ævinni sem ég gerði mér ljóst að bakaraiðnin er erfitt hand- verk, auk þess að vera listaverk. Þóra var mikil barnagæla og fékk okkur Jennýju stundum „lán- aðar“ heim á Flókagötu 9 þar sem ungu hjónin áttu heimili. Þar vorum við systurnar meðhöndlaðar eins og prinsessur. Þetta voru sælustundir, og ekki dró úr fögnuðinum þegar Ásgeir birtist í dyrunum með alls kyns sætindi úr bakaríinu. Bæði voru þau eftirlátssöm við okkur og Nú þegar afi er farinn viljum við þakka honum fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman. Afi hafði sér- stakt yndi af því að hafa barnabörnin sín í kringum sig. Hann bar hag okk- ar fyrir brjósti og brýndi fyrir okkur að vera dugleg að læra og fara vel með aurana okkar. Hann var alltaf tilbúinn til að passa okkur þegar við vorum yngri og var þá gjarnan farið í bíltúra um borgina eða í sund. Ein slík ferð var farin með afa um sumar í Fossvogskirkjugarðinn. Þá hjálp- uðum við honum að gróðursetja blóm á leiðunum hjá látnum ættingj- um, sem honum þótti svo vænt um. Núna fá blómin í kirkjugarðinum aðra merkingu fyrir okkur. Ef afi hefði fengið að ráða hefði hann viljað halda áfram að gera svo margt. Í síðasta sinn sem við sáum hann heima í Aðallandi, 10. maí, var hann að fara að kjósa, þótt heilsuveill væri. En þannig var afi, trúr sínum málstað og sínu fólki. Þetta var jafn- framt síðasta ferð afa út áður en hann fór á spítalann. Elsku afi, takk fyrir allt. Signý, Stefán Björn og Bjarki. BJÖRN PÁLSSON ✝ Björn Pálsson fæddist í Kaup-mannahöfn 20. maí 1923. Hann lést á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi 21. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 30. maí. Ég vil nota þetta tækifæri til að minnast frænku minnar og góðrar vinkonu, Hall- dóru Haraldsdóttur eða Dóru eins og hún var kölluð. Dóra var dóttir systur minnar, Pál- ínu Kjartansdóttur, og Haralds Her- mannssonar og þekkti ég hana því frá fyrsta degi. Í hjarta mér geymi ég fallega og skemmtilega minningu um Dóru þegar hún skottaðist til mín á Lyng- hagann, með náttföt og tannbursta í poka, þá sex ára gömul til að gista hjá mér og börnum mínum. Hún sagðist alltaf vilja vera mér til stuðn- ings svo ég þyrfti ekki að vera ein á nóttunni þar sem eiginmaður minn var á fótboltaferðalagi erlendis. Á þessum tíma vorum við orðnar vin- konur, ég nítján ára og hún sex ára. Strax kom í ljós hve mikil kjarna- kona Dóra var, hún var alltaf reiðubúin að hjálpa til og eftir að við vorum búnar að hengja bleiur út á snúru settumst við niður og spjöll- uðum. Það voru ófá skiptin sem Dóra birtist og bauð fram aðstoð sína. Í hálfa öld vorum við Dóra nánar vinkonur, já fimmtíu ár er vissulega langur tími en á vináttu okkar bar aldrei skugga, hún var einlæg og sönn. Fátt er manni dýrmætara í líf- inu en að eiga góðan vin. Það má segja að Dóra hafi lifað hratt, hún kom miklu í verk, meira en margir ná að framkvæma á lengri ævi. Það voru ekki margir dagar í lífi Dóru sem hún hafði ekki mikið að gera, hún var sívinnandi og starfandi HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR ✝ Halldóra Har-aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. sept. 1951. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi mánudaginn 12. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 16. maí. að ýmsum málum, og mjög listræn kona. Hún var afburðavel greind og samvisku- semi og dugnaður áberandi þættir í fari hennar. Hún var heil- steypt persóna og hafði allt það til brunns að bera sem prýða má nokkurn einstakling. Dóra var fjarri því að vera skaplaus. Þegar hún sá ástæðu til og málefni buðu gat hún látið hvessa og talaði tæpitungulaust. Það urðu kaflaskipti í lífi Dóru þegar hún kynntist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Ingólfi Arnarsyni, þessum góða manni. Það fór aldrei á milli mála hversu mikils virði þau voru hvort öðru. Ég læt það ógert að minnast á allt það er hún vann dóttur sinni, Ínu Hrund, og dóttursyni, Brynjari Inga. Í því einkenndist við- mót hennar af sömu alúð og trú- mennsku sem og í öðru. Hún frænka mín var ekta, laus við alla tilgerð, stórskemmtileg og hjartahlý. Hún var ein af þessum konum sem hafa húmor bæði fyrir lífinu og sjálfum sér. Fjörið reið ekki við einteyming, alltaf svolítið ólm og óþolinmóð. Hlutirnir áttu að ganga hratt fyrir sig. Dóra frænka mín var ofar öllu, hún sýndi af sér slíkan dugnað í veik- indum sínum að það var einstakt. Eiginlega var hún margra manna maki og persónuleiki hennar bar vitni um ómældan manndóm. Hún var ein mest lifandi manneskja sem ég hef kynnst, svo innilega ótilbúin. Að eiga Dóru frænku að vini var mér ómetanlegt og hvar sem hún kom fylgdi henni hlýja og innileiki. Ég kveð frænku mína og vinkonu með söknuði og þakka mínum sæla fyrir að hafa átt hana að. Guð blessi elsku Dóru og ástvini hennar alla. Þín frænka og vinkona, Sjöfn Kjartansdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þinn sonur Guðlaugur. Með söknuð og tómleika í hjarta kveð ég þig, elsku tengdapabbi minn. Aldrei bjóst ég við því að ég fengi ekki að eyða nokkrum dögum með þér í sumar á heimili þínu í Draumalandi, þótt vitað væri að hverju stefndi, og ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði svona söggt. Það er samt huggun að þú þurftir ekki að kveljast lengi, STEFÁN MAGNÚSSON ✝ Stefán Magnús-son fæddist á Brekkuborg í Breið- dal 23. september 1917. Hann lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Uppsöl- um á Fáskrúðsfirði 7. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Heydalakirkju í Breiðdal í dag. hvíldin kom og nú líður þér vel. Ég vil þakka þér fyrir svo margt, þú varst mér alltaf góður tengdapabbi, við gátum setið og spjallað um kóra og handavinnu, en þú varst duglegur að prjóna vettlinga og sokka. Þú spjallaðir mikið um kóra. Ekki hafði ég nú mikið vit á því, en með virðingu fyrir þér hlustaði ég á þá með þér og svei mér þá, með tímanum fór ég að meta þessi lög. Að lokum vil ég þakka þér fyrir þessar yndislegu samverustundir sem við áttum, bara við tvö í Draumalandi síð- asta sumar þegar við sátum hvort í sínum ruggustólnum í stofunni og hlustuðum á öll lögin sem þú söngst með Karlakór Stöðfirðinga og mér þóttu svo falleg. Margar góðar stund- ir áttum við saman, Stefán minn, en þessi stund í stofunni er mér sérstak- lega minnisstæð. Ég bið góðan Guð að geyma þig. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Þín tengdadóttir Elín Hauksdóttir. Elsku afi minn, þetta ljóð samdi ég sjálf og sendi þér: Blómin vaxa hátt og lágt og deyja svo. Guð mun blessa þau. Ég þakka samverustundirnar. Afi minn, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Eydís Eva. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, TÓMASSÍNU ÞÓRU ÞÓRÓLFSDÓTTUR, Viðivöllum 20, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima. Haukur Breiðfjörð, Guðlaugur Ólafsson, Kristþór Breiðfjörð Hauksson, Halldóra Sigmundsdóttir, Guðmunda Laufey Hauksdóttir, Árni Erlendsson, Guðjóna Kristín Hauksdóttir, Sveinn Þórðarson, Ólafur Gunnar Rafn Hauksson, Sigríður Pálsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu, tengdamóður og systur, HÖLLU SIGTRYGGSDÓTTUR, Skúlabraut 6, Blönduósi. Baldur G. Bjarnasen, Þórdís Baldursdóttir, Gísli Guðmundsson, Óskar Baldursson, Sigrún Birgisdóttir, Sigtryggur Baldursson, Sigrún Hrafnsdóttir, Guðjón Þór Baldursson Þórdís Sigtryggsdóttir, Hörður Halldórsson, Vilhjálmur Sigtryggsson, Herdís Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför systur minnar, ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Lækjarbotnum. Brynjólfur Jónsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.