Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                              ! "   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÍÐASTLIÐINN föstudag, 12. júní, birtist grein eftir Jónínu Benedikts- dóttur íþróttafræðing hér á síðum Morgunblaðsins en fyrirsögn grein- arinnar er: Botninum náð. Megin- inntak greinar hennar er bollalegg- ingar vegna frétta undanfarið um barnaklám og sitja greinilega í greinarhöfundi nýlegar fréttir vegna seinasta máls af þessum toga. Margt í greininni get ég tekið und- ir og virðumst við greinarhöfundur sammála um andstöðu okkar við barnaklám. Slíkt ofbeldi gagnvart börnum er svívirðilegt og ber að vinna stöðugt og markvisst að því að uppræta slíka starfsemi. Það var hins vegar ein setning í grein Jónínu Ben. sem ég hnaut um og varð að lesa aftur og aftur yfir til þess hreinlega að skilja hvað höfund- ur greinarinnar á við. Hún er að tala um einkenni barnaníðinga og segir: „Trúleysi, siðleysi og illmennska ein- kennir alla þá sem viðhafa og geta framkvæmt slík ódæðisverk, þ.e. að svipta börn sakleysinu og sjálfsvirð- ingunni eða réttara sagt að taka börn af lífi.“ (áherslumerking er undirritaðs). Ég er sammála geinarhöfundi um siðleysið og illmennskuna en ég vil leyfa mér að mótmæla harðlega þeirri staðhæfingu Jónínu að trú- leysi sé það sem einkennir hóp barnaníðinga. Ég tel að Jónína hafi með skrifum sínum móðgað mig og aðra trúleysingja. Hefur Jónína ein- hverjar sannanir fyrir því? Eru ein- hverjar nýjar rannsóknir sem benda til þess að trúleysingjar séu upp til hópa barnaníðingar? Þessi staðhæf- ing greinarhöfundar minnir mig á umræðu um samkynhneigða fyrir 10 árum og meint siðleysi þeirra, m.a. að þeir væru barnaníðingar, en sem betur fer heyrast slíkar raddir nú- orðið einungis frá öfgahópum trúar- ofstækismanna hér á landi (að und- anskildu Kópavogsmálinu nú ný- verið). Samkvæmt þeim skrifum sem birst hafa að undanförnu um mál barnaníðingsins kemur fram að hann hafi verið virkur í starfi KFUM og Óháða safnaðarins auk þess að hafa verið í kirkjukór! Að því gefnu að það sé einhver sannleikur í þessum skrif- um stemmir það ekki við staðhæf- ingar Jónínu Ben. Ekki ætla ég mér þó að halda því fram að það sem ein- kennir barnaníðinga sé kristin trú þeirra og starf innan kirkjunnar. Þá væri ég kominn ansi langt í að stimpla ALLT kristið fólk sem barnaníðinga. Það er það seinasta sem mér dettur í hug. Sjálfur er ég trúlaus en alls ekki siðlaus hvað þá illmenni eins og stað- hæft er. Það ber hins vegar stundum við að ruglað er saman trúleysi og siðleysi hvort sem það er nú gert meðvitað eður ei. Sama fólk telur einnig kristilegt siðgæði vera eina siðgæðið sem til er en það er einnig rangt. Seinast þegar ég sá slíkar staðhæfingar um trúleysingja, sem Jónína viðhefur í grein sinni, var nú um jólin í viðtali við biskup Íslands. Jónínu og biskupnum vil ég til upp- lýsingar benda á að siðfræði varð til löngu á undan kristninni. Ég hef t.d. alið börn mín upp í þeirri siðfræði sem Jónína og bisk- upinn telja mig skorta. Mín siðfræði snýst t.d. um að virða beri skoðanir annarra, að ekki skuli deyða mann, að það sé rangt að kúga fólk sem hef- ur annan litarhátt en ég eða hefur aðra kynhneigð. Í minni siðfræði er einnig talað um að virða trú eða lífs- skoðun annarra hver svo sem hún er. Hins vegar er einnig talað um að berjast fyrir mannréttindum s.s. gegn trúarkúgun hvort sem um er að ræða trúarlögreglu sem sums staðar tíðkast í ríkjum islamista og kröfu þeirra um að konur hylji allan líkama sinn eða ítökum og áhrifum einnar trúardeildar í skólakerfi eins og er hér á landi. Þar sem ég tel að Jónína Bene- diktsdóttir íþróttafræðingur hafi farið offari í staðhæfingu sinni og móðgað stóran hóp sem trúleysingj- ar eru krefst ég þess að hún biðji alla trúleysingja afsökunar á þessum orðum sínum eða leggi ella fram sannanir fyrir því að barnaníðingar séu upp til hópa trúleysingjar. Það er lágmarkskrafa mín. BJARNI JÓNSSON, Skeiðarvogi 101, Reykjavík. Jónína Ben. á botninum Frá Bjarna Jónssyni: Í GREIN undir fyrirsögninni „Alcoa byggir upp álver í Brasilíu“ í Við- skiptablaði Mbl. fimmtudaginn 12. júní kemur fram að Alcoa greiðir í dag sem svarar 22 bandaríkjadölum fyrir raforku á hverja megawatt- stund í Brasilíu. Þetta verð er 37,5% hærra en það sem Alcoa hefur samið um vegna Reyðaráls. Nú háttar svo til að vegna gróður- húsaáhrifanna og fleiri þátta er nokkuð gefið að verðmæti orku í heiminum á eftir að aukast. Að und- irbjóða orkuverð í dag með langtíma- samningum getur því tæpast þýtt annað en að verið sé að hlunnfara ís- lenska þjóð, bæði nú og til frambúð- ar. Ef þetta er rétt þá standa hinir vísu sérfræðingar hjá Landsvirkjun sig mjög vel við að tryggja hag okkar í framtíðinni. Snjallt að leyfa banda- rískum auðhringum að arðræna okk- ur og börnin okkar! Samtímis er reynt að halda í smá aura með áframhaldandi veru banda- rísks hers. Kemur sá her til með að verja okkur gegn Bandaríkjunum? Man enginn Nixon, Pinochet, Chile og koparinn? Allende var kjörinn lýð- ræðislegri kosningu! Og hvað með það? HILMAR HARÐARSON, Sléttahrauni 29, 220 Hafnarfirði. Góð frammistaða Friðriks Sophussonar Frá Hilmari Harðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.