Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 41 Röng vefsíða Í frétt um matsáætlun vegna Út- nesvegar í blaðinu í gær var rang- hermt að nálgast mætti tillöguna á vefsíðu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Hið rétta er að hana er einungis hægt að nálgast á vefsíðum Vegagerðarinnar og VSO. Þá má fá matsáætlunina hjá Skipulagsstofn- un. Fallið var frá málsókn Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær að erfingjar Einars heitins Sig- urðssonar útgerðarmanns hafi verið dæmdir í Hæstarétti til að greiða Samtökum um kvennaathvarf 4,5 milljónir króna vegna kaupa á hús- eigninni Bárugötu 2. Hið rétta er að málið var höfðað gegn Auði Einars- dóttur einni. Upphaflega var málið einnig höfðað gegn systkinum Auðar en fallið var frá öllum kröfum á hendur þeim undir rekstri málsins. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT LAXVEIÐI er enn fremur skrykkj- ótt og yfirleitt frekar lítið af stóra laxinum sem verið hefur tvö ár í sjó. Það glæðir þó veiðina að smá- lax er mjög víða farinn að sýna sig og þykir mönnum það í fyrra lagi og vita á gott í framhaldinu. Hítará opnaði nýverið og veiddist einn lax og nokkrar vænar sjó- bleikjur. Laxinn var vænn að sögn og fleiri sáust þótt ekki litu þeir við agni. Gott gengi Langár Gengi Langár er gott miðað við allt og allt. Fyrsta hollið með ellefu laxa og síðan hefur kroppast jafnt og þétt og síðast er við fregnuðum var komið vel á fjórða tug laxa á land. Þar í hópi var þó ekki tröllið sem lá í Glanna. Það færði sig ofar í ána eftir stuttan stans og hefur ekki sést síðan. Líflegt í Laugardalsá Byrjunin í Laugardalsá verður að teljast nokkuð góð. Hollið sem opnaði fékk tvo væna laxa, annan á maðk og hinn á flugu, en báðir veiddust neðarlega í ánni, í svoköll- uðu Nefi. Veiðimenn sáu þó laxa víðar, m.a. ofan við laxastiga. Núllað í Laxá Enginn lax veiddist í opnun í Laxá á Ásum og er það sama gengi og í fyrra. Hins vegar fór allt af lím- ingunum þegar kom fram í síðustu viku júní, er hörkugöngur skiluðu sér í ána. Hér og þar Það er bara kropp enn sem kom- ið er í Norðurá, Þverá/Kjarrá og víðar á Vesturlandinu. Nýlega var holl í Norðurá með 12 laxa. Á sama tíma sjá menn talsvert líf í Straum- unum þar sem sex laxar hafa veiðst síðustu fjóra dagana og margir slit- ið sig lausa. Eru menn að sjá þar laxa með halalús eftir hverja nótt, mest 3,5 til 5 punda smálaxa. Reyna menn nú mjög að magna regndansa í Borgarfirðinum. Fjórir úr Víðidalsá Veiði hófst í Víðidals á í Húna- vatnssýslu í fyrradag. Um hádegi í gær voru komnir fjórir laxar á land, 11 til 12 punda þungir. Smálaxar mæta með fyrra fallinu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FJÖLBRAUTASKÓLI Vesturlands á Akranesi brautskráði 49 nem- endur við hátíðlega athöfn á sal skólans á dögunum. Af þeim sem brautskráðust voru 38 með stúd- entspróf. Fyrir athöfnina lék Þjóð- lagasveit Tónlistarskólans á Akra- nesi undir stjórn Ragnars Skúlasonar. Hörður Ó. Helgason skólameistari ávarpaði sam- komugesti og afhenti útskrift- arnemum skírteini sín. Listamenn úr hópi nemenda og fyrrverandi nemenda komu fram með tónlist og söng. Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur eða störf að fé- lagsmálum. Bestum námsárangri náði Fríða Bjarnadóttir nýstúdent og hlaut hún viðurkenningu Efna- fræðifélags Íslands fyrir ágætan ár- angur í efnafræði og stærðfræði, viðskiptagreinum, dönsku og frönsku. Fríða hlaut ennfremur við- urkenningu skólans fyrir bestan ár- angur á stúdentsprófi á vorönn 2003 og þá hlaut hún námsstryk Akraneskaupstaðar sem Kristján Sveinsson bæjarfulltrúi afhenti. Einar Bragi Hauksson nýstúdent fékk viðurkenningu fyrir ágætan árangur í stærðfræði og tölvufræði, Erla Björk Gísladóttir, sem útskrif- aðist með stúdentspróf frá skól- anum í desember, hlaut viðurkenn- ingu fyrir störf að félagsmálum nemenda. Grétar Björn Halldórsson fékk viðurkenningu úr sjóði Elínar Írisar Jónasdóttur fyrir íslenskan stíl, Líney Hermannsdóttir nýstúd- ent hlaut viðurkenningar fyrir ágætan árangur í dönsku, þýsku, líf- fræði og náttúruvísindum Einnig fékk Líney viðurkenningu úr sjóði Elínar Írisar Jónasdóttur fyrir ís- lenskan stíl og verðlaun úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar á Sýru- parti fyrir framúrskarandi árangur í námi. Sigmundur Erling Ingimars- son, sem lauk burtfararprófi af starfsbraut, fékk viðurkenningu skólans fyrir góða ástundun og skemmtilega framkomu og Sylvía Hlynsdóttir nýstúdent viðurkenn- ingu fyrir störf að félagsmálum nemenda. Skólameistari veitti styrk úr minningarsjóði Karls Kristins Krist- jánssonar, fyrrum nemanda við skólann, sem lést af slysförum árið 2001. Sjóður þessi var gefin skól- anum af foreldrum Karls og að þessu sinni hlaut nemendafélag skólans styrkinn sem ætlað er að nota á næsta skólaári til að greiða kostnað við ræðunámskeið og styðja þátttakendur í tónlistarkeppni sem þurfa að greiða leigu fyrir æfinga- húsnæði. Dagbjört Friðriksdóttir færði skólanum gjöf til minningar um dóttur sína Kristbjörgu Sigurð- ardóttur sem útskrifaðist með stúd- entspróf frá skólanum í maí 1998 og lést skömmu síðar. Gjöfinni verður varið til kaupa á listaverki sem prýða mun húsa- kynni skólans og verða til minn- ingar um Kristbjörgu. Atli Harðarson aðstoðarskóla- meistari flutti annál vorannar 2003 og Elva Hrund Þórisdóttir nýstúd- ent flutti ávarp fyrir hönd útskrift- arnema. Hörður Ó. Helgason skóla- meistari ávarpaði útskriftar- nemendur í lok athafnarinnar, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Fjöl- brauta- skóla Vestur- lands slitið Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Útskriftarnemar á vorönn 2003 í Fjölbrautaskóla Vesturlands ásamt Herði Helgasyni skólameistara og Atla Harðarsyni aðstoðarskólameistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.