Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 43
HLUTAVELTA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú kýst snertingu við allar hliðar lífsins og kynnist heiminum frá mörgum sjón- arhornum. Þú ert mikil til- finningavera og nýtur þess að fræðast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt búast við því að heimili þitt og fjölskylda þurfi meiri athygli en ella. Nú er einnig góður tími til þess að huga að málum er tengjast fasteignum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú þýðir ekkert að húka heimafyrir. Farðu út og gerðu eitthvað upp- byggilegt þér til dægra- styttingar! Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Án vafa eru peningar þitt helsta áhyggjuefni. Þú leit- ar leiða við að afla þeirra og eyða þeim. Nýjar áherslur í peningamálum eru í nánd. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er tímabært að safna kröftum og endur- skipuleggja sig fyrir það sem eftir er af árinu. Til hamingju! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú verður að virða þörf þína til hvíldar og afslöpp- unar. Þú getur ekki gert allt fyrir alla. Reyndu, þrátt fyrir áreiti, að hvílast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinsældir þínar aukast til muna á næstu misserum. Fólk er áfjáð í félagsskap þinn. Njóttu þess. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vera þín í sviðsljósinu á sér margar ástæður. Fólk tek- ur eftir þér! Sökum þessa verður þú að leika þitt hlut- verk af kostgæfni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú mátt búast við því að lenda í hringiðu útgáfu- mála, lagaþrætna og öllu því sem tengist ferðamálum og framandi löndum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tryggingar, eignir og hvað- eina sem þú átt með öðrum mun vera í brennidepli í ná- inni framtíð. Það er mik- ilvægt að skilgreina hver ber ábyrgð á hverju. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vegna stöðu himintungl- anna er hvíldin mikilvæg. Samtöl við ættingja og vini eru innileg á þessum tíma. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Skipulagning er orð dags- ins. Taktu þig á hvað það varðar, bæði í vinnu og heimafyrir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ást, rómantík og flótti frá hinu daglega amstri ein- kenna komandi daga. Ú, la, la! Gerðu hvaðeina sem gerir þér kleift að tjá sköp- unargleði þína. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VERÖLDIN OG ÉG Ég hljóp syngjandi út í sumarregnið til að gefa öllum hlutdeild í gleði minni og fögnuði yfir fegurð lífsins, til að segja öllum, hve mér væri heitt um hjarta og hamingjan unaðsleg. En enginn hlustaði á mig, fremur en ég væri ekki til. Nú æpi ég afturgenginn úti í hauststorminum um bölvun lífsins og brigð, og allir hlusta á mig agndofa af skelfingu. Bragi Sigurjónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ára afmæli. Mánudag-inn 23. júní verður áttræð frú Einhildur Þóra Sigurðardóttir, húsmóðir, Barónsstíg 11, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Jóhannes Guðmundsson, húsgagnasmiður, ætla að taka á móti ættingjum og vin- um í félagsheimili starfs- manna Orkuveitu Reykjavík- ur í Elliðárdal sunnudaginn 22. júní kl. 14–17. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 21. júní, er níræð Ingibjörg Kristjánsdóttir, Tjarnar- braut 5, Hafnarfirði. Hún er nú vistmaður á Sólvangi í Hafnarfirði. EIN af snjöllustu brids- konum heims, Kerri Sanborn, er við stýrið í spili dagsins. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 10975 ♥ KG2 ♦ DG6 ♣ÁG7 Vestur Austur ♠ D86 ♠ G4 ♥ 43 ♥ D109 ♦ 10954 ♦ ÁK732 ♣9854 ♣KD10 Suður ♠ ÁK32 ♥ Á8765 ♦ 8 ♣632 Spilið kom upp á fyrri stigum parasveitakeppn- innar í Menton, þar sem Sanborn spilaði í sveit Rose Meltzer með Peter Weich- sel sem makker. Í andstöð- unni eru Ítalirnir Lanz- arotti og Gianardi: Vestur Norður Austur Suður Lanzarotti Weichsel Gianardi Sanborn – – – 1 hjarta Pass 1 grand * Pass 2 lauf * Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass Weichsel fer í gegnum kröfugrand til að sýna 11– 12 punkta geimáskorun með þrílit í hjarta, en San- born afþakkar gott boð, enda með lágmarksopnun. Lanzarotti kom út með smáan spaða og Sanborn tók gosa austurs með ás. Sanborn svínaði strax hjartagosa, sem austur drap og spilaði spaða um hæl. Nú blasa við fimm tapslagir: Einn á spaða, einn á tromp, einn á tígul og tveir á lauf. En Sanborn lét einn þeirra gufa upp. Hún drap með spaðakóng, tók kóng og ás í hjarta, og spilaði síðan tígli á drottn- ingu blinds. Austur átti slaginn og spilaði laufkóng, en það var aðeins tíma- bundin lausn, því Sanborn dúkkaði. Nú voru austri all- ar bjargir bannaðar og í ör- væntingu reyndi Gianardi að taka slag á tígul. En Sanborn trompaði og gat svo hent laufi niður í tíg- ulgosa. Á hinu borðinu spiluðu Ítalir fjóra spaða í NS, sem fóru einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Tvíburarnir Þórhalla Mjöll og Rakel Sif Magnúsdætur og vinkonur þeirra, Helga Liv Gísladóttir og Ásgerður Arn- ardóttir, færðu Barnaspítala Hringsins kr. 7.500 sem þær söfnuðu með því að halda tombólu. Stelpurnar óska eftir að peningarnir verði notaðir til tækjakaupa. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 21. júní, er áttræð Sólveig Kristjánsdóttir frá Sauðár- króki, Nökkvavogi 42, Reykjavík. Hún verður að heiman í dag. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. 0–0 Dc7 9. De2 Rf6 10. b3 Be7 11. Bb2 0–0 12. Hae1 Bb7 13. f4 c5 14. exd5 c4 15. Bxc4 Bc5+ 16. Kh1 exd5 17. Bd3 Bb4 18. Rd1 Re4 19. c3 Bc5 20. f5 Hfe8 21. Dh5 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti ein- staklinga sem lauk fyrir skömmu í Ist- anbúl. Pólski stór- meistarinn Pavel Jaracz (2.549) laut hér í lægra haldi gegn rússneska of- urstórmeistaranum Sergei Rublevsky (2.670) sem hafði svart. 21 … Rg3+! 22. hxg3 Hxe1 23. Hxe1 Dxg3 24. He2 Dxd3 25. Rf2 Db1+ 26. Kh2 Bd6+ 27. g3 d4 28. Dh4 h5 29. Dxh5 d3 30. Hd2 Df1 31. Dh3 De1 32. Bc1 Dxc1 33. Hxd3 Bc5 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. Hið sí- vinsæla Mjóddarmót Tafl- félagsins Hellis hefst í göngugötunni í Mjódd kl. 14.00 í dag, 21. júní. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FRÉTTIR Þetta gerðist þegar ég var á útsölunni … FIMMTÁN manna hópur ungs fólks af ís- lenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum kom til landsins á sunnudag til að taka þátt í sex vikna fjöl- breyttri dag- skrá Snorra- verkefnisins sem hefur það að markmiði að tengja þau fast- ar böndum við gamla landið. Snorraverkefn- ið er samstarfs- verkefni Nor- ræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslend- inga. Þetta er í fimmta sinn sem hópur kemur hingað til lands á vegum verk- efnisins og fara vinsældir þess sívaxandi. Aldrei hafa jafn margir þátttak- endur komið frá Banda- ríkjunum, en að þessu sinni eru sjö þátttakend- ur þaðan og átta frá Kan- ada. Karlkyns þátttak- endum fer einnig fjölgandi, en að þessu sinni eru þeir sex. Fjöldi stúlkna í verkefninu hefur alltaf verið í meirihluta. Svonefndir ,,Snorrar“ tóku þátt í hátíðarhöldum 17. júní í Hafnarfirði sem endaði með kvöldverði hjá formanni Snorrasjóðs, Almari Grímssyni, þar sem ungu Vestur-Íslending- arnir gæddu sér á hangikjöti og pönnukökum. Þar voru einnig þátt- takendur í svokölluðu Snorri-West verkefni, fimm íslenskar stúlkur sem munu dvelja sex vikur í byggðum Vestur-Íslendinga í Manitoba í sumar. Þátttakendur Snorraverkefnisins og Snorri-West munu svo fá tækifæri til að hittast að nýju á Íslendingadeginum í Gimli nú í sumar. Næstu tvær vikurnar munu þátttakendur Snorraverkefnisins sækja náms- og menningardagskrá í Reykjavík með áherslu á nám- skeið í íslensku, sögu vesturfar- anna og sögu og menningu Íslands. Dagskráin er skipulögð í samstarfi við Stofnun Sigurðar Nordals. Eftir dvölina í Reykjavík fer unga fólkið út á land og dvelur þá hjá ættingjum sínum. Í þær þrjár vikur sem ,,Snorrarnir“ eru á landsbyggðinni taka þeir þátt í starfsþjálfun. Meðal þeirra fyrir- tækja sem styrkja þann hluta verkefnisins eru Akureyrarbær, Útgerðarfélag Akureyringa, ÍTR, Kaupþing, Vopnafjarðarhreppur og ýmsir fleiri aðilar. Að lokum fara þau í viku ævintýraferð um landið. Ungt fólk af íslenskum ættum í heimsókn Valgerður Stella Kristjánsdóttir, Jóhanna Katrín Frið- riksdóttir og Aðalheiður Dóra Albertsdóttir eru á leið á Íslendingaslóðirnar í Manitoba í lok mánaðarins. Heather, Kristin Hillman, Crystal og Kristjan Adam Heimir skemmtu sér vel á þjóðhátíðar- deginum í Hafnarfirði. Sögur og leikir Nokkur pláss laus á 5 daga námskeiðunum sem hefjast 23. og 30. júní Háteigskirkja - Sími 511 5400 HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494 Áskorun hugljómunar (Enlightenment intensive) í Bláfjöllum 26.-29. júní. Magnað fyrir þá sem þrá að kynnast sannleikanum um sjálfan sig, lífið og aðra. Kynningarkvöld sunnudaginn 22. júní kl. 20.00 hjá: Hómópatar og heilsulausnir, Ármúla 17, 3. hæð. www.friddi(a)hn.is • Fáðu sendan bækling • sími 562 0037 og 869 9293. Leiðbeinandi: Guðfinna S. Svavarsdóttir SÖGUSÝNING LÖGREGLUNNAR Síðasta sýningarhelgi Sýningin er á Skúlagötu 21, Reykjavík, jarðhæð (í sömu byggingu og ríkislögreglustjórinn) Opið frá kl. 11-17 daglega til 22. júní 2003 Aðgangur ókeypis. Ríkislögreglustjórinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.