Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 47 FJÓRAR stúlkur þurfa ekki að vakna snemma í dag til að taka þátt í 16 manna úrslitum á Íslands- mótinu í holukeppni sem fram fer í Leirunni um helgina. Ástæðan er að stúlkurnar eru það fáar að fjórar þeirra sitja hjá í fyrstu umferð og þurfa því ekki að mæta til leiks fyrr en í átta manna úrslit eftir hádegi. Stúlkurnar léku 18 holu höggleik í gær til að raða niður fyrir holu- keppnina og þar lék Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR best, lék á 75 höggum eða þremur yfir pari, og situr hjá ásamt Þórdísi Geirsdóttur úr Keili, Helgu Rut Svanbergs- dóttir úr Keili og Ingibjörgu Ósk Einarsdóttur úr GR. Herborg Arnarsdóttir úr GR, nú- verandi holumeistari, ætlaði að vera með en boðaði forföll í fyrra- dag. Hún er nýorðin móðir og hefur í mörg horn að líta. Karlarnir léku 36 holur í gær til að ákvarða hvaða 16 kylfingar kæmust áfram í holukeppnina sjálfa. Niðurstaðan varð sú að Sig- urjón Arnarson lék best og mætir hann Hauki Jónssyni sem varð í 16. sæti. Aðrir sem mætast í 16 manna úrslitum í dag eru: Sigurpáll Geir Sveinsson (2) og Willy Blumenstein (15). Sigmundur Másson (3) og Ingvar Ingvarsson (14). Hlynur Geir Hjartarson (4) og Örlygur Helgi Grímsson (13). Guðmundur R. Hallgrímsson (5) og Birgir Vigfús- son (12). Gunnar Þór Gunnarsson (6) og Davíð Jónsson (11). Haraldur H. Heimisson (7) og Tryggvi Traustason (10). Heiðar D. Braga- son (8) og Magnús Lárusson (9). Fjórar sitja hjá í fyrstu umferð Íslandsmótsins í holukeppni JÓN Oddur Halldórsson vann í gær önnur gullverðlaun sín á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum þegar hann kom fyrstur í mark í 100 m hlaupi í flokki spastískra, T35. Jón Oddur hljóp á 13,46 sekúndum. Á mið- vikudaginn vann Jón Oddur gull- verðlaun í 200 m hlaupi í sama flokki. Heimsmethafinn, heims- og Ól- ympíumeistarinn Lloyd Upsedell, frá Bretlandi, tók ekki þátt í hlaupinu í gær vegna meiðsla sem hann hlaut í keppni í 200 m hlaupi þar sem hann laut í lægra haldi í keppni við Jón Odd. Jón Oddur vann annað gull á EM Leikurinn fór vel af stað og sam-spil var lipurt, það vantaði að- eins fleiri góð skot að marki. Fljót- lega náðu Blikar undirtökunum með því að gefa leik- mönnum HK aldrei færi á að byggja upp sinn leik. Hvort lið fékk tvö ágæt færi og HK-menn vildu fá víta- spyrnu þegar boltinn hrökk að því er virtist í hönd Blika inn í teig en af því varð ekki. Eftir hlé var ekki eins mikil yfirvegun en í staðinn vantaði ekki færin. Blikar voru atkvæða- meiri og Olgeir Sigurgeirsson skor- aði af stuttu færi á 61. mínútu. Kristófer Sigugeirsson bætti um betur 7 mínútum síðar er Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði HK, mis- tókst að sparka frá marki og boltinn rann rétt út fyrir teig. Leikmenn HK vöknuðu af værum blundi og fóru að skipta sér af leiknum. Reyn- ir Bjarni Egilsson minnkaði mun- inn 7 mínútum fyrir leikslok eftir frábæra sendingu Gunnars Arnar Helgasonar en þar við sat. „Ég er mjög ánægður nema hvað við duttum aðeins út síðustu tíu mínúturnar en mér fannst við betri allan leikinn,“ sagði Jón Þórir Jóns- son, þjálfari Blika, sem stýrt hefur liðinu í tveimur leikjum og unnið báða. „Við ætluðum að stöðva þá við eigin vítateig og það gekk enda vissum við að markvörður þeirra ætti í erfiðleikum með að sparka frá markinu vegna meiðsla en hann varði samt oft ótrúlega.“ Þorsteinn Sveinsson var eins og klettur í vörninni og Hákon Sverrisson kom til þegar leið á leikinn. Í framlín- unni voru Hörður Bjarnason og Kristófer Sigurgeirsson iðnir við að hrella varnarmenn og markvörð HK. Fyrirliði HK, Guðbjartur Har- aldsson, var ekki eins kátur. „Við vorum aldrei tilbúnir til að spila þennan leik. Það var mikil stemmn- ing fyrir leikinn og við byrjuðum með látum en vorum síðan ekki til- búnir þegar á reyndi, vorum alltaf á eftir þeim og þeir sýndu meiri vilja til að vinna og gerðu það. Við vorum bara með skotæfingar fyrir ákveðna leikmenn okkar og þeir gerðu ekki það sem fyrir þá var lagt,“ sagði Guðbjartur. Það er hægt að taka undir það, leikmenn náðu sér engan veginn á strik og að- eins Hörður Már Magnússon sýndi lipra takta auk þess að Ásgrímur Albertsson tók á í vörninni. Gunn- leifur varði oft mjög vel. Maður leiksins: Þorsteinn Sveinsson, Breiðabliki. Morgunblaðið/Jim Smart Tveir reyndir eigast við í Kópavogsslagnum í gærkvöldi, Kjart- an Einarsson hjá Breiðabliki og Haraldur Hinriksson hjá HK. Blikasigur í nágrannaslag YFIRBURÐIR Blika voru afgerandi þegar nágrannaslagur við HK fór fram á Kópavogsvelli í gærkvöld. Mótspyrna HK var snemma brotin á bak aftur og Blikar gengu á lagið en það var ekki fyrr en eftir hlé að markastíflan brast. Breiðablik skoraði tvö en mótherjar þeirra náðu upp spennu með því að taka duglega við sér í lokin og minnka muninn, en 2:1 sigur Breiðabliks var sanngjarn. Stefán Stefánsson skrifar Þór byrjaði betur og Ingi Hrann-ar Heimisson komst í gott færi á 6. mínútu en skaut í hliðarnetið. Síðan tóku Víkingar smám saman völdin og spiluðu mun bet- ur. Hins vegar voru þeir mjög sparir á markskotin og skoruðu raunar úr eina skoti sínu að marki í fyrri hálf- leik. Stefán Örn Arnarson fékk þá knöttinn óvaldaður rétt utan mark- teigs og skoraði örugglega. Þetta var á 17. mínútu og héldu gestirnir stöðuyfirburðum meðan heimamenn beittu löngum sendingum fram. Á 36. mín. stakk Jóhann Þór- hallsson sér inn fyrir vörn Víkinga og skoraði en markið var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Um- deildur dómur. Kapp hljóp í Þórs- ara við þetta og fóru þeir loks að bíta frá sér en tókst ekki að jafna. Alexander Santos átti skot í þverslá á 41. mín. Seinni hálfleikur var jafn framan af en lítið um færi. Jóhann Þór- hallsson fiskaði vítaspyrnu á 70. mín. og skoraði úr henni sjálfur. Eftir þetta voru Þórsarar sterkari og pressuðu stíft síðustu mínúturn- ar og voru í tvígang nálægt því að skora en inn vildi boltinn ekki og Víkingar halda því 2. sætinu en Þórsarar eru áfram í 3. sæti deild- arinnar. Jóhann var að vanda skeinuhætt- ur í liði Þórs og Hlynur Birgisson afar traustur. Hjá Víkingum var Bjarni Hall öflugur í fyrri hálfleik og þeir Stefán Örn Arnarson og Daníel Hafliðason áttu góða spretti. Maður leiksins: Jóhann Þórhalls- son, Þór. Þórsarar lán- lausir heima Stefán Þór Sæmundsson skrifar LIÐ Þórs hefur iðulega átt góðu gengi að fagna á heimavelli en nú ber svo við að þessu er öfugt farið. Þórsarar hafa sigrað í útileikjum sínum en eru án sigurs heima. Í gær komu Víkingar í heimsókn og lyktaði leiknum með jafntefli, 1:1. Heimamenn pressuðu ákaft í lok- in og sköpuðu sér færi en heppnin var ekki með þeim. Víkingur missti þar með efsta sætið í hendur Keflvíkinga og Þór færðist nið- ur í þriðja sæti 1. deildar. Stjarnan og Njarðvík skildu jöfnþegar liðin áttust við í Garða- bænum í gærkvöld. Stjörnunni hafði ekki enn tekist að landa fyrsta sigrinum og ekki varð breyting á því í gær. Lokatölur leiksins 1:1. Heimamenn fengu óskabyrjun þegar Brynjar Sverrisson kom Stjörnunni yfir. Sigurður Sigurðs- son, markmaður Njarðvíkur, ætlaði að hreinsa hættulítinn bolta frá marki, en varð fyrir því óhappi að skjóta knettinum í Snorra Má Jóns- son samherja sinn með þeim afleið- ingum að boltinn féll fyrir fætur Brynjars sem skilaði honum í autt mark gestanna. Snorri Már var aft- ur í sviðsljósinu á 16. mínútu þegar hann jafnaði metin fyrir Njarðvík með skalla eftir hornspyrnu. Eftir markið náðu Njarðvíkingar smám saman tökum á leiknum en færin létu þó á sér standa og því var jafnt þegar flautað hafði verið til leik- hlés. Í upphafi seinni hálfleiks sóttu liðin á víxl og aðeins klaufaskapur upp við mörk andstæðinganna kom í veg fyrir að staðan breyttist. Besta færi hálfleiksins fékk Brynj- ar Sverrisson en skot hans af mark- teig fór rétt framhjá marki Njarð- víkur. Eftir því sem líða tók á hálfleikinn hresstist sóknarleikur Stjörnunnar til muna og héldu þeir mikilli pressu að marki gestanna. Mörkin létu hins vegar á sér standa. Á lokamínútum leiksins fengu bæði lið færi á að gera út um leikinn en klaufaskapur kom í veg fyrir að fleiri mörk væru skoruð og niðurstaðan því jafntefli, 1:1. Valdimar Kristófersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ósáttur með leik sinna manna: „Ég tel að þetta hafi verið ágætis leikur hjá okkur. Seinni hálfleikurinn var okkar eign, við áttum mörg færi, en ef menn vilja tala um einhverja lukku þá er hún ekki okkar megin þessa stund- ina. Það vantar kannski eitthvað upp á sjálfstraustið hjá okkur, en leikur okkar er samt að batna. Við vorum miklir klaufar að nýta ekki þau færi sem við fengum, vonandi fer það að lagast svo við getum far- ið að hala inn einhver stig.“ Stjarnan enn án sigurs Benedikt Rafn Rafnsson skrifar  KRISTINN Björgúlfsson, hand- knattleiksmaður úr ÍR, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu/KR. Kristinn, sem er 21 árs leikstjórnandi, hefur ekki verið mikið í byrjunarliði ÍR-inga en þó spilað talsvert með liðinu síðustu árin. Hann lék 24 af 26 leikjum ÍR í 1. deild í vetur og skoraði 31 mark.  JEB Ivey, bandarískur körfuknatt- leiksmaður, hefur samið við KFÍ frá Ísafirði, nýliðana í úrvalsdeildinni. Hann er 23 ára gamall bakvörður og hefur leikið með háskólaliði Portland og er samkvæmt upplýsingum um hann mikil þriggja stiga skytta.  ÚRSLITIN í einvígi Real Madrid og Real Sociedad um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu ráðast á morgun. Real Madrid leikur á heimavelli gegn Athletic Bilbao, og verður meistari með sigri. Misstígi stórveldið sig hirða Baskarnir í Real Sociedad titilinn af þeim, takist þeim að sigra Atletico Madrid á heima- velli.  KAUP Real Madrid á David Beck- ham hafa truflað undirbúning liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. „Þetta er erfitt, en við verðum að hafa í huga hve mikið er í húfi á sunnudag. Við verðum að hugsa um leikinn við Bilbao og ekkert annað. Þetta var ekki góður tími til að tilkynna kaupin á Beckham,“ sagði Michel Salgado, varnarmaður Real Madrid, í gær.  XABI Alonso, miðjumaður Real Sociedad, sagði að úrslitin væru hvergi nærri ráðin. „Vissulega er þetta ekki í okkar höndum lengur, en við erum vissir um að leikmenn Bilbao geta náð í stig á Bernabeau. Þeir þurfa að sigra til að komast í UEFA-bikarinn og munu leggja sig alla fram,“ sagði Alonso.  BARCELONA þarf að treysta á að erkifjendurnir í Real Madrid sigri Bilbao til að eiga möguleika á UEFA-sæti. Þá þarf Barcelona að vinna heimaleik sinn við Celta Vigo en þar með kæmist Katalóníuliðið upp í 6. sæti sem væri sárabót eftir afspyrnu slakt tímabil.  DAVID Seaman, fráfarandi mark- vörður Arsenal, ber mikið lof á knattspyrnustjórann Arsene Weng- er, fyrir hvernig hann brást við brotthvarfinu frá félaginu. „Hann sagði mér einfaldlega hvað hann hefði upp á að bjóða og að ef ég myndi ekki taka því myndi hann virða mína ákvörðun. Það er ekki hægt að koma heiðarlegar fram en það,“ sagði Seaman, sem leikur með Manchester City næsta vetur.  SEAMAN, sem verður fertugur í ár, hefur spilað með Arsenal í 13 ár. Wenger tjáði honum í vor að hann myndi kaupa markvörð í fremstu röð í sumar þannig að hann ætti ekki vísa stöðu í liðinu næsta vetur. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.