Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frosti. „Hvort sem fólki finnst það gott eða slæmt erum við ánægðir með útkomuna. Við þurftum ekkert að vanda okkur við það að breyta um stíl. Við bara héldum áfram að gera það sem við vorum að gera,“ segir hann. Bara fimm manna klíka Krummi bendir á að þrjú ár séu liðin frá síðustu plötu. „Við höfum haft þennan tíma til að eldast og þróast. Við ætlum ekki að vera að gefa út sömu plötuna tvisvar.“ „Þegar við byrjuðum vorum við frá 17 ára upp í 20 ára, núna erum við allir fullorðnir menn,“ segir Frosti. Mínus-liðar skapa tónlistina í sam- einingu. „Tónlistin verður öll til í æf- ingarhúsnæðinu okkar. Þetta er allt gert í sameiningu,“ segja þeir. „Við erum bara fimm manna klíka og þess vegna, með þessa plötu, vildum við ekki vera partur af einhverri senu heldur búa til okkar eigið dæmi. Og halda þeim fána hátt uppi eins lengi og við getum,“ segir Krummi. Mikil breyting hefur orðið á söngnum á milli platna. „Það er eig- inlega stökkbreytingin,“ segir Frosti og tekur Krummi undir það. „Ég hef alltaf viljað reyna á mig sem söngv- ara,“ segir Krummi og bætir við að aðeins sé hægt að komast ákveðið langt með þeim söngstíl sem var ráð- andi á fyrstu tveimur plötunum, söngstíl sem einhverjir myndu líkja við öskur. Verður að trúa á hljómsveitina Upptökuferlið er krefjandi. „Það er alltaf erfitt að taka upp plötu, sér- staklega þegar miklar væntingar eru gerðar til manns. Og við setjum okk- ur enn hærri markmið,“ segir Krummi. „Við vildum gera plötu sem hljóm- aði miklu betur en síðasta plata,“ segir Frosti og bætir við að hljóm- sveitin verði að hafa sjálfsöryggi í því sem hún gerir. „Þú verður að trúa á hljómsveitina og trúa á það sem þú ert að gera,“ tekur Krummi undir. „Við vissum að værum með gott efni í höndunum en vorum hræddir um að það myndi ekki hljóma eins vel og við vildum,“ segir Frosti. Bibbi Curver og Ken Thomas, sem stýrðu upptökum, hjálpuðu þeim að koma barninu í heiminn, heilbrigðu barni, sem foreldrarnir eru ánægðir með. Þeir segja að Bibbi hafi lagt á sig mikla vinnu við að gera plötuna og að samstarfið hafi verið gott. „Og okkur líður vel í kringum hann og að vinna með honum,“ segir Krummi og þeir leggja áherslu á að hann sé fús HLJÓMSVEITIN Mínussendi nýlega frá sér plöt-una Halldór Laxness viðgóðan orðstír. Sveitin er enn fremur nýkomin úr tónleika- ferðalagi frá Bandaríkjunum, sem varð reyndar þremur vikum styttra en áætlað var vegna handleggsbrot- ins bassaleikara. „Bassaleikarinn okkar slasaði sig upphaflega í Bret- landi í apríl. Þetta leit ekki allt of vel út en við fórum samt til Ameríku og honum versnaði þar,“ segir Frosti gítarleikari, en ástandið lýsti sér með bólgum og ígerð og læknir í Texas vísaði honum umsvifalaust heim. Þetta var þó engin fýluferð vestur um haf. Sveitin var búin að vera í þrjár vikur á tónleikaferðalaginu og spila á um 20 tónleikum en þar á undan heimsótti hún Bretland, nán- ar tiltekið í apríl. „Það var miklu fleira fólk á tónleikunum í Banda- ríkjunum en Bretlandi en harð- kjarnasenan þar er stór,“ segir Frosti en bæði gott og slæmt fylgir senunni. Ofbeldi á tónleikum „Það var rosalega mikið ofbeldi á tónleikunum og „macho“ gaurar að koma á staðinn og sýna hversu mikl- ir töffarar þeir eru,“ segir Krummi söngvari en hann og Frosti taka að sér að svara fyrir hönd hjómsveit- arinnar. „Fólk fékk ekki alltaf tæki- færi til að njóta tónlistarinnar. Mað- ur varð virkilega niðurdreginn þegar maður sá þetta,“ segir Frosti. Þeir segja samt að fólk hafi verið rólegra þegar þeir spiluðu og fylgst betur með tónlistinni enda hafi hún skorið sig úr. Eins og margir vita hefur Mínus tekið stefnubreytingu frá síðustu plötu enda þrjú ár síðan Jesus Christ Bobby kom út en fyrsta platan sem strákarnir sendu frá sér var Hey Johnny! árið 1999. Þeir segja að hluti tónleikagest- anna hafi þekkt eldra efni þeirra en Halldór Laxness kom ekki út í Bandaríkjunum fyrr en 17. júní. „Það voru einhverjir sem stóðu fremst við sviðið og voru að garga textana,“ segir Frosti. Þeir segja að nýja efnið hafi farið vel í áhorfend- urna, ekki síst hjá þeim sem þekktu til sveitarinnar fyrir. „Við blönduðum gömlu lögunum við nýju lögin,“ segir Krummi. „Við höfðum ekkert spilað af gamla „stöffinu“ úti áður,“ segir hann. Leggjum okkur alla fram „Við erum búnir að fá jákvæð við- brögð á þessa stílbreytingu, eins og sumir segja að þetta sé,“ segir Frosti. „Við stefndum alltaf á að gera eitthvað sem við gætum verið stoltir af,“ segir hann. „Það þýðir ekkert að gera þetta með hangandi hendi,“ segir Krummi. „Þegar við gerum eitthvað sem hljómsveit leggjum við okkur alla fram og gerum það 110%, reynum að gera þetta af einlægni,“ segir hann. „Mér finnst það skýrt á þessari plötu að þetta sé okkar eigið „stöff“, þetta er engin eftiröpun,“ segir til að stunda tónlistartilraunir, sem er þeim að skapi. Ken Thomas kem- ur síðan með reynsluna inn í upp- tökuferlið. „Reynsla hans mætir til- raunamennskunni hjá Bibba og það blandast vel,“ segir Frosti. Hlátur og grátur á ferðalögum Tónleikaferðalög eru nauðsynleg hverri hljómsveit, eða það finnst Mínus allavega. „Alveg sama með hvaða manneskju þú ert, hvort sem það er systir þín eða mamma þín. Ef þú ert með einhverjum allan sólar- hringinn í fleiri vikur þá gerist ým- islegt. Það er hlátur og grátur og allt saman,“ segir Frosti um nálægðina sem myndast á ferðalögunum. „Þetta styrkir hljómsveitina líka mikið,“ segir Krummi. „Við verðum nákomnari hver öðrum,“ bætir hann við og segir það hjálpa hvað tónlist- ina varðar. „Það er algjörlega nauð- synlegt fyrir hljómsveit að gera þetta,“ segir hann. „Á svona ferðum þá annaðhvort springur allt og þið verðið verstu óvinir og hljómsveitin hættir eða þið verðið bestu vinir,“ útskýrir Frosti. Sem betur fer fyrir Mínus og ís- lenska rokktónlist koma Mínus-liðar úr svona ferð sem bestu vinir. Strákarnir viðurkenna samt að þegar heim sé komið taki þeir stutt hlé frá hver öðrum og blandi meira geði við vini, kærustur og fjölskyldu, allavega í fyrstu. „Og síðan er bara byrjað að vinna aftur í æfing- arhúsnæðinu,“ segir Frosti. Mínus er því í pásu sem stendur og er ekkert á döfinni strax enda kláraðist túrinn fyrr en ella. Stefnt er að því að gera myndbönd og enn fremur heldur Mínus útgáfutónleika á næstunni. Stefnt á útgáfu víðar í Evrópu Halldór Laxness er komin út í Bandaríkjunum, Englandi og Íslandi en leitað er leiða til að gefa hana út víðar. „Eins og er erum við að skoða leiðir til að gefa hana út í Evrópu,“ segir Frosti en þeir segjast vera farnir að hugsa meira um við- skiptalegu hliðina heldur en áður. „Við erum að reyna að hugsa aðeins um okkar hag, meira en plötufyr- irtækisins,“ segir Krummi. Dómarnir sem Halldór Laxness hefur fengið hafa verið góðir, 8/10 í NME, 9/10 í Metal Hammer og fullt hús stiga í Kerrang!. Mínus tekst líka að vera rokkspámenn í eigin föð- urlandi. „Sem rokkplata kemur Hall- dór Laxness ... eins nærri því að verða fulkomin og íslensk rokkplata hefur komist,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson í dómi í Morgun- blaðinu. „Það er alltaf gaman að fá kredit, það finnst öllum listamönnum þótt þeir vilji ekki viðurkenna það,“ segir Krummi. „En við pössum okk- ur að gleyma okkur ekki í þessum góðu dómum heldur erum niðri á jörðinni,“ segir hann. Monroe og Campbellsdósir „Manni þykir líka vænst um ís- lenskar umsagnir,“ segir Frosti og tekur Krummi undir það. Nafn plötunnar er vægast sagt óvenjulegt. „Þetta er þessi „pop-art“ stefna eins og Andy Warhol stund- aði,“ segir Frosti og minnist á mynd- ir Warhol af Marilyn Monroe og Campbellsdósum í þessu sambandi. „Þetta er líka til heiðurs Halldóri Laxness,“ bætir Krummi við en Sjálfstætt fólk er í uppáhaldi hjá þeim báðum. „Sjálfstætt fólk er eins og Mínus-plöturnar, þungt „stöff“,“ segir Frosti. Útgefandinn var ekkert hrifinn af hugmyndinni í fyrstu en það bara styrkti strákana í þeirri ákvörðun að kalla plötuna Halldór Laxness. „Við gerum bara það sem við viljum og treystum á okkar dómgreind og eðl- isávísun,“ segir Krummi. „Mínus væri ekki Mínus nema af því að við höfum treyst okkur sjálf- um 100% og hlustum ekki á neinn annan,“ segir Frosti. „Við náðum líka að sanna fyrir útgefandanum að þetta væri góð hugmynd,“ segir Krummi. Myndir af líkamshlutum strák- anna í hljómsveitinni prýða plötu- umslagið, sem er óvenjulegt eins og nafnið, en á þeim má sjá líkamshluta í nálægð, eins og auga eða kok. Börk- ur Sigþórsson tók myndirnar en strákarnir hafa mikið unnið með honum. „Þær eru skemmtilega óþægilegar þessar myndir, segir Krummi. „Við erum líka skemmti- lega óþægileg hljómsveit.“ Strákarnir í Mínus komnir úr tónleikaferðalagi Skemmtilega óþægileg hljómsveit Hljómsveitin Mínus sendi frá sér plötuna Halldór Laxness í vor. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Frosta gítarleikara og Krumma söngvara um handleggsbrot, stefnubreytingu, háleit markmið, góða dóma, Andy Warhol og að verða fullorðinn. Ljósmynd/Börkur Sigþórsson Fimm mínusar eru plús: Bjössi trommuleikari, Frosti gítarleikari, Krummi söngvari, Þröstur bassaleikari og Bjarni gítarleikari er hinn samheldni félagsskapur sem gengur undir nafninu Mínus. TENGLAR ..................................................... www.noisyboys.net ingarun@mbl.is ’ Við þurftumekkert að vanda okkur við það að breyta um stíl. Við bara héldum áfram að gera það sem við vorum að gera. ‘ lau 21. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisfirði. Forsala á Seyðisfirði í síma: 8617789 www.sellofon.is Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR FORSÝN. ÞRI. 24/6 miðav. 1.500 ÖRFÁ SÆTI FORSÝN. MIÐ. 25/6 miðav. 1.500 UPPSELT FRUMSÝN. FIM. 26/6 - KL. 20.00 UPPSELT 2. LAU. 28/6 - KL. 15.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SUN. 29/6 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. FIM. 3/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. FÖS. 4/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. SUN. 6/7 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.