Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 51 KRAFTAKEPPNI í anda skosku hálandanna verður haldin á Flúð- um næstkomandi sunnudag, 22. júní. Keppnin kemur strax í kjölfar keppninnar um sterkasta mann Ís- lands þar sem undrabarnið Bene- dikt Magnússon vann frækilegan sigur. Nú er að sjá hvort hinn tvítugi kraftaköggull getur skákað keppi- nautum sínum fjórum í hálanda- leikum. Að sögn Hjalta Úrsusar Árnason- ar, eins aðstandenda keppninnar, verður blandað saman kraftlyft- ingagreinum og fornum keppn- isgreinum sem eiga uppruna sinn í hálöndum Skotlands. Keppt verður í staurakasti, lóð- kasti yfir rá og hleðslugrein. Einnig etja menn kappi í bændagöngu og sleggjukasti – en sleggjan sem kast- að er er með skafti og þyngri og meiri en þekkist úr ólympískum greinum: „Þeir þurfa að sveifla henni eins og í Braveheart,“ segir Hjalti. Til að skapa ekta stemningu verða keppendur í skotapilsum. „Við munum sjá þarna hvernig Benedikt gengur að aðlagast meiri tæknihreyfingum en hann verður að læra þetta til að vera gjald- gengur í framtíðinni,“ segir Hjalti. Kraftakarlakeppnin Uppsveitatröllið haldin á Flúðum á sunnudag Benedikt Magnússon, sterkasti mað- ur Íslands, verður meðal keppenda. Kraftatröll- in takast á Keppnin Uppsveitatröllið fer fram á Flúðum sunnudaginn 22. júní við Límtrésverksmiðjuna. Keppnin hefst kl. 14. Nánari upplýsingar um kraftakeppnir á www.kraftsport.is. MENNINGAR- og listahátíðin Bjartir dagar hefur staðið yfir í Hafnarfirði frá byrjun mánaðarins. Kennt hefur margra grasa og hafa bæjarbúar og gestir átt kost á að sækja listsýningar, tónleika og ýmsa aðra viðburði í tengslum við hátíðina. Logi Karlsson er skipuleggjandi tónleikanna: „Hugmyndin með tón- leikunum er að leyfa yngri hljóm- sveitunum að spila með þeim eldri. Þetta eru grasrótartónleikar – ef svo má segja – sem vonandi örva nýrri böndin til dáða. Það eru margar hljómsveitir hér í Hafnar- firði sem æfa mikið en fá sjaldan tækifæri til að spila fyrir áheyr- endur og getur oft verið vandkvæð- um bundið að koma nýrri hljóm- sveit á framfæri.“ Á tónleikunum, sem hefjast kl. 15 munu spila jafnt óþekkt bílskúrs- bönd, bönd sem eru komin nokkuð áleiðis eins og Dáðadrengir og loks sjóaðri hljómsveitir á borð við Botnleðju og Jet Black Joe. „Svo verða tvær hljómsveitir sem ég vil frekar kalla gestahljómsveitir en hafnfirskar: Írafár og I Adapt,“ segir Logi. Allt í allt segir Logi að von sé á 16 böndum og munu þau spila allt hvað af tekur fram á kvöld, en vænta má að tónleikarnir standi sleitulaust fram undir miðnætti. Auk áðurtalinna hljómsveita koma fram: Lada Sport, Elekt, Pan, Tríó negrakossanna, Fíkn, Diplomatics, Fendrix, Manhattan, HanSolo, Vígspá og Tube. Logi hefur sjálfur starfað við fé- lagsmiðstöðvar í Hafnarfirði um nokkurt skeið og því átt nokkuð auðvelt með að finna hljómsveitir: „Það hefur þó gengið misjafnlega, því oft geta bílskúrsbönd verið skammlíf og á tímabilinu hafa nokk- ur bönd sem upphaflega stóð til að fá flosnað upp – en á móti kemur að ný bönd hafa myndast.“ Þeir yngstu sem stíga á svið verða 14 ára gamlir en meginþorri hljómsveitamanna verður að sögn Loga á hinum dæmigerða bílskúrs- bandaaldri, í fimm ára radíus frá tvítugu: „Margir eru að stíga sín fyrstu skref og sumir hafa jafnvel aldrei komið fram áður.“ Tónleikarnir í kvöld marka að nokkru leyti lok listahátíðarinnar Bjartra daga og segir Logi gott að bjóða upp á viðburð af þessu tagi: „Það vill oft verða að menningarhá- tíðir verða full hámenningarlegar, sem höfðar misvel til almennings. Þessir tónleikar höfða hins vegar vel til flestra og tilvalið fyrir fólk að koma með börnin og hlusta á Íra- fár, fara síðan með þau heim í hátt- inn og koma aftur seinna og rokka með Jet Black Joe.“ Morgunblaðið/Björg Nýliðar sem gamlar kempur troða upp á tónleikunum í kvöld. Meðal annars munu Dáðadrengir bregða á leik en þeir unnu í Músíktilraunum Tónabæjar í haust. Einnig mun hafnfirska bandið Botnleðja skemmta bæjarbúum. Tónleikarnir verða á Norðurbakk- anum í Hafnarfirði í dag, laugardag, og hefjast kl. 15 og standa fram eftir kvöldi. Hafnfirskir rokk- arar sameinist Morgunblaðið/Brian Sweeney Grasrótartónleikar undir berum himni á Björtum dögum Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.16 YFIR 17.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 Martröðin er raunveruleg! Ertu myrkfælin? Þú ættir að vera það. Mögnuð hrollvekja! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! FRUMSÝNING Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  SV MBL www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! YFIR 17.000 GESTIR! NICHOLSON SANDLER Frábær njósnamynd fyrir alla fjölskylduna með hinum vinsæla Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! FRUMSÝNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.