Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ANN segist vera „orginal Skagfirðingur í allar áttir“. Foreldrar hans, Val- gerður Krist- jánsdóttir og Þorvaldur Þórhallsson, hafa búið á Þrastarstöðum á Höfðaströnd síðan hann man fyrst eftir sér. En hvað man hann helzt úr skag- firzkri bernsku og æsku? „Það eru yfirhöfuð forréttindi að fá að alast upp í sveit, að ég tali nú ekki um í Skagafirði! Það er svona ein heildarmynd sem festist við mann; nálægðin við nátt- úruna og landið í þessari sterku og áhrifamiklu umgjörð, sem Skaga- fjörðurinn gefur þeim, sem þar búa.“ Skólagangan byrjaði í Hlíðarhús- inu, litlum skóla í Óslandshlíð. Skóla- börnunum var ekið til og frá skóla, og Valgeiri þá framhjá Hofsósi. Þótt nærtækast hefði verið fyrir hann að ganga í Hofsósskólann, þá voru þetta tvö sveitarfélög og tveir skólar og maður sótti ekki skóla í annað sveit- arfélag. Heldur sátu þeir krakkar, sem lengst áttu að fara, í skólabíln- um þetta tvo og hálfan, þrjá tíma á dag. Svo sameinuðust sveitarfélögin og skólarnir og þá fór Valgeir í skólann á Hofsósi. „Ég velti því mjög snemma fyrir mér að verða læknir eða prestur. Eftir landspróf í Varmahlíðarskóla var stefnan sett á Menntaskólann á Akureyri, þar sem ég ætlaði með stúdentsnáminu að velja í milli þess- ara tveggja lifibrauða.“ Með hamar í annarri hendi En enginn fær ráðið örlögum sín- um. Valgeir Þorvaldsson nam ekki við Menntaskólann á Akureyri og er því hvorki læknir né prestur í dag. „Þannig var, að ég fótbraut mig illa á skíðum í Hlíðarfjalli og ein- hverra hluta vegna hraus mér hugur við að fara á annarri löppinni í menntaskóla. Ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og fara í iðnnám, sem mér fannst aðgengilegra að geta stundað á Sauðárkróki. Það varð úr að ég lærði húsa- smíði.“ Valgeir lærði húsasmíðina hjá byggingafélaginu Hlyni, þar sem Björn Guðnason var hans lærifaðir. Valgeir segist hafa virt hann mikils. „Ég fann, að hann hafði ákveðið uppáhald á mér, sem hinir strákarnir skildu reyndar aldrei. En Björn var sjálfur ættaður af Hofsósi og austan vatna og ég held að hann hafi einfald- lega staðið í þeirri trú, að af því svæði kæmu betri menn en annars staðar frá!“ En skyldi Valgeir einhvern tíma hafa séð eftir því að taka sér ham- arinn í hönd, en ekki lyfseðil eða biblíuna? „Eftir á að hyggja, ef mað- ur hugsar sem svo að hverjum sé markaður einhver farvegur í lífinu og ég velti fyrir mér þessari breyt- ingu, þá hef ég alltaf verið sáttur við minn hlut. Smíðakunnáttan hefur komið sér vel, hvort heldur fyrir salti í grautinn eða ég hef notað hana til að smíða ut- an um mig hús. Ég hef líka hitt margt fólk og komið mínum boðskap á framfæri við fleiri en mér hefði tek- izt í hálftómri kirkju. Allt snýst þetta um að gleðja og gera til hæfis og ég hef verið svo lán- samur að uppskera mikið þakklæti og margar hlýjar hugsanir.“ Árin á Sauðárkróki urðu fimm. „Þar varð ég ekki einasta útlærður húsasmiður, heldur eignaðist ég líka mína góðu konu; Guðrúnu Þorvalds- dóttur, sem hefur látið sig hafa það að búa með mér síðan. Ég segi oft að menn fari ekki til Sauðárkróks nema eiga þangað er- indi og mér fannst henta að sækja bæði smíðaréttindi og konu í sömu ferðinni! Við keyptum gamalt hús á Sauð- árkróki, sem ég gerði upp, en við er- um bæði sveitafólk að upplagi og ein- hvern veginn var það aldrei inni í okkar lífsmunstri að búa til framtíð á Sauðárkróki. Foreldrar mínir voru þá með aðra jörð á leigu; Vatn. Hana keyptum við. Við vorum um það bil ár að end- urbyggja húsin á Vatni með fullri vinnu á Sauðárkróki. Gluggar, hurð- ir, innréttingar og annað var smíðað á kvöldin og svo var brælt í sveitina um helgar og hlutirnir settir upp. Á endanum varð þetta gott hús og við hófum búskap að Vatni.“ Náttúran og landið eru sterk við Vatn. Jörðin liggur að Höfðavatni, sem er stærsta vatn Skagafjarðar, og Þórðarhöfði leggur til landsins. Í Þórðarhöfða er stærsta álfa- byggð landsins. Þar sem heita Búða- brekkur sjá menn kirkju, verzl- unarhús og íbúðir huldufólks og menn, sem hafa sofnað í brekkunum, Svona verður útsýnið frá hótelinu ofan við Vesturfarasetrið. Ólýsanleg þörf „Orginal“ Skagfirðingur í allar áttir; Valgeir Þorvaldsson. Horft til hafs frá Vesturfarasetrinu. Ljósmynd/ Þröstur S. Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.