Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 B 3 hafa borið þaðan dáindisgripi, sem ekki voru gjörðir af mennskum höndum. Ég spyr Valgeir, hvort hann kunni eitthvað af þessum nágrönnum sín- um að segja. „Ég held að þeir séu út um allt, eðlilegur hluti af tilverunni. Ég spái ekkert sérstaklega í þetta, sé þá ekki. En mér finnst ég vita af þeim. Og mér hefur alltaf fundizt til bóta að hafa félagsskap!“ Bóndinn á Vatni var alltaf með hamar í annarri hendinni. „Jörðin er lítil og við ætluðum að búa með sauðfé. Á þeim tíma var verið að breyta úr búmarkinu yfir í fram- leiðslurétt og okkar hlutur varð held- ur rýr. Það var því ljóst, að afkoman yrði ekki tryggð með búskapnum einum saman. Við urðum að snúa okkur í aðrar áttir og hjá mér var nærtækast að setja á mig smíða- svuntuna. Ég setti upp lítið verk- stæði á Hofsósi, þar sem ég sinnti ákveðinni þjónustu fyrir staðinn og nærsveitirnar. Og heima á Vatni helltum við okkur út í ferðaþjónustu; reistum fjögur sumarhús, sem við leigðum út og líka hesta og báta. En nú ráðgerum við að selja sum- arhúsin, því áherzlurnar hafa allar færzt til Hofsóss.“ Þar leigir Ferða- þjónustan á Vatni út uppgerð íbúðar- hús og rekur lítið gistihús.“ – En hvað kom til að þú veðjaðir á Vestur-Íslendinga? „Í gegnum smíðavinnuna á Hofs- ósi kviknuðu hugmyndir um að bjarga gömlu húsunum. Það byrjaði allt saman með því, að ég fékk vinnu við viðgerð á Pakkhúsinu fyrir Þjóð- minjasafnið. Þar kynntist ég tveimur stórsnillingum frá Siglufirði; Ágústi Stefánssyni og Hjálmari Jóhann- essyni, sem eru skíðagöngugarpar og Íslandsmeistarar í timb- urhúsasmíði þori ég að fullyrða. Ég hef verið svo lánsamur, að þessir heiðursmenn hafa fylgt mér í gegn um súrt og sætt í uppbyggingu húsanna á staðnum. Hús með reisn og hús í sorg Í ferðaþjónustunni á Vatni urðum við vör við Vestur-Íslendinga og það var ljóst, að enginn leit á það sem sitt hlutverk að sinna sérstaklega þessu fólki, sem hafði mjög ákveðnar sér- þarfir. Því var vísað út og suður, fram og aftur um ráðuneyti, ráð og nefndir og enginn vissi í raun, hvað ætti að gera við þetta fólk. Mitt fólk fór í stórum stíl vestur um haf og satt að segja munaði ekki nema hársbreidd að ég yrði Vestur- Íslendingur! Systkini langömmu minnar fóru öll og hennar foreldrar, en hún var þá orðin nógu fullorðin til að geta staðið á því að fara ekki. Mikið af mínu föðurfólki flutti líka vestur um haf. Flest þetta fólk höfum við fundið og samband við afkomend- ur þess er mikið og gott. Þegar viðgerð á pakkhúsinu lauk, kom strax margt fólk til að skoða það. Þessi gestagangur kallaði á við- brögð, því menn þurftu að komast á klósett og vildu kaupa sér kaffibolla. Móðurbróðir minn, Sigmundur Frans Kristjánsson, keypti þá Vil- helmshúsið, eða gamla hótelið, og það var gert upp. Þar er nú veitinga- stofan Sólvík. Þegar þessi tvö hús höfðu endur- heimt sína fyrri reisn og voru orðin glöð aftur, stóðu nokkur hús í kring um þau í mikilli sorg. Þá áttuðu menn sig á því, að þarna var til óvenjulega heillegur þorpskjarni, sem bauð upp á ákveðin tækifæri til ferðaþjónustu. Því varð að skoða hvaða starfsemi væri hægt að setja í húsin. Hús, sem hefur ekkert hlutverk, er dauða- dæmt, því enginn nennir að hugsa um það. Málið var því að koma öflugri starfsemi inn í húsin.“ Valgeir var þá í tengslum við ferðaþjónustu bænda og komst að því, að það væri ákveðin starfsemi í gangi hjá nokkrum Evrópuþjóðum um vesturferðir og vesturfararann- sóknir. „Það voru til stofnanir sem unnu afurð úr vesturferðunum með því að búa til menningartengda ferðaþjón- ustu. Mér varð fljótt ljóst að vesturfara- verkefnið passaði ákaflega vel inn í þann ramma, sem gamli þorpskjarn- inn á Hofsósi gaf.“ Valgeir fór til Írlands og skoðaði þessi mál með þeim Þórdísi Egils- dóttur, starfsmanni ferðaþjónustu bænda, og Sigríði Sigurðardóttur hjá Byggðasafni Skagfirðinga. „Við Ljósmynd/ Þröstur S. Valgeirsson að sjá hlutina gerast Morgunblaðið/Kristján Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í júlí á hreint ótrúlegu verði. Nú er sumarstemmningin í hámarki á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í júlí frá kr. 19.950 með Heimsferðum Benidorm - 2. og 9. júlí Verð frá kr. 29.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 31.460. Rimini - 15. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Costa del Sol - 9. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960. Barcelona - 10. og 17. júlí Verð frá kr. 29.950 Flugsæti með sköttum. Almennt verð kr. 31.450. Verona - 5. júlí Verð frá kr. 19.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1, 5. júlí. Almennt verð kr. 20.950. Mallorka - 7. júlí Verð frá kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Almennt verð kr. 41.960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.