Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 B 11 ferðalög Í SUMAR skipta Halldór Leifsson og Ingibjörg Ólafsdóttir um húsnæði við útlendinga í sjötta sinn, að þessu sinni ætla þau að dvelja í húsi í Pýr- eneafjöllunum Frakklandsmegin. Þau eru meðlimir í Homelink-sam- tökunum. „Við byrjuðum að skipta svona á húsnæði áður en við gengum í Homelink og það var fyrir daga tölvutækninnar með auglýsingu og í gegnum kunningsskap. Síðar fór ég svo á Netið að skoða hvað væri í boði og fann þar þessi al- þjóðlegu samtök sem heita Home- link en þau eru stærstu samtökin sem eru með svona húsnæðismiðl- un,“ segir Halldór. „Í sumar erum við semsagt að fara í annað sinn á vegum Homelink en við höfðum farið fjórum sinnum þeg- ar við gengum í samtökin.“ Halldór segir að hlutirnir virki þannig að fólk skráir sig og húsnæð- ið sem það býr í, hvenær það vill fara í frí og hvert það langar að fara. Það er líka hægt að hafa alla möguleika opna með áfangastaði ef þannig ligg- ur á fólki. Mikill áhugi á Íslandi „Við fundum strax fyrir miklum áhuga á Íslandi og höfum ekki haft undan að taka við tilboðum frá fólki víða um heim. Í ár höfum við fengið yfir 50 tilboð um húsnæðisskipti frá íbúum landa eins og Hollands, Belgíu, Þýska- lands, Bandaríkjanna, Kanada, Frakklands, Írlands, Englands, Austurríkis, Sviss, Ítalíu og Spánar.“ Hann segist hafa orðið var við að margir reki tvö heimili og því þurfi skiptin ekki endilega að vera á sama tíma hjá báðum aðilum. „Fyrir nokkrum árum fórum við til dæmis til Danmerkur í þrjár vikur en hjónin sem áttu húsið voru bara á Íslandi í tvær vikur og dvöldu á hinu heimilinu sínu þessa viku sem við vorum í húsinu þeirra.“ – Hafa húsin sem þið hafið gist í yfirleitt litið vel út? „Já það er reynsla okkar og sér- staklega eftir að við fórum að skoða og panta á Netinu. Á Homelink eru allar upplýsingar mjög aðgengileg- ar, yfirleitt eru myndir af húsunum og ítarlegar upplýsingar.“ – Hvað með muni sem fólk vill kannski ekki að aðrir séu að skoða? „Við höfum aldrei séð ástæðu til þess að hafa eitt eða tvö herbergi læst en það er hægt að gera það ef því er að skipta og setja þar hluti sem fólk vill ekki að aðrir hafi not af. Auðvitað vilja allir koma í hreint hús og við höfum bara gert jólahrein- gerninguna á sumrin áður en við för- um í frí og sinnt viðhaldi sem þarf þá.“ Í morgunkaffi úti í garði En hvað er það sem heillar þau við þennan ferðamáta? „Upphaflega var það af fjárhags- ástæðum, það kom einfaldlega betur út fyrir okkur að þurfa bara að kaupa farseðlana og vera svo með íbúð og bíl með þessum hætti. Í dag finnst okkur þetta algjör lúxus. Við njótum þess miklu betur en að vera á hóteli. Við erum yfirleitt með rúm- gott hús fyrir okkur og garð og jafn- vel bíl og dettum beint inn í daglegt líf þar sem við búum í miðju íbúðar- hverfi. Húsráðendur hafa undirbúið komu okkar með gagnlegum upplýs- ingum um skemmtilega staði í ná- grenninu til að skoða og það er fátt sem jafnast á við það í fríi að vakna að morgni í útlandinu og geta rölt út í fallegan garð með kaffibollann sinn.“ Húshjálpin fylgdi með Halldór segir að í fyrra hafi þau lent í ævintýri því þau hafi fengið upp í hendurnar stóran herragarð rétt hjá Bordeaux í Frakklandi. „Við vorum nú hálfsmeyk í fyrstu við að taka þessu tilboði, sáum okkur í anda með tuskuna á lofti allan dag- inn að halda þessu húsi þokkalega hreinu. Það kom á daginn að vistarverurn- ar voru stórar en húshjálpin fylgdi með svo það þurfti ekki að hafa áhyggjur af þrifum og umsjónarað- ilinn á landareigninni sá um að hreinsa sundlaugina fyrir okkur á morgnana. Á eigninni, sem er tíu hektarar, var líka tennisvöllur. Húsið sjálft var á þremur hæðum með kjallara og á veggjum verk eftir þekkta listamenn og glæsikerrur í bílskúrnum. „Fólkið sem skipti við okkur á húsnæði var yfir sig hrifið þótt það hefði farið víða um lönd og vildi dvelja lengur eða í allt að þrjá mán- uði en við vorum ekki búin undir slíka útiveru.“ Þegar Halldór er spurður hvort þau hafi náð að kynnast fólki vel sem þau hafa skipt á húsnæði við segir hann að í síðustu þrjú skipti hafi þau náð að kynnast fólkinu vel og þau hafa farið í heimsókn til þessa fólks og það er sömuleiðis velkomið hing- að. En hafa þau aldrei verið hrædd um að þau væru að kaupa köttinn í sekknum eða að fá til sín fólk sem tæki hluti ófrjálsri hendi? „Nei. Þegar komið er að ferðalag- inu er fólkið búið að vera í sambandi bæði í síma og á Netinu og með því að tala við fólkið, fá myndir af því og húsnæðinu og kynna sér bakgrunn þess myndast gagnkvæmt traust.“ Halldór bendir á að húsið sem maður tekur við í fríinu eigi að vera eins og maður kemur að því þegar því er skilað. – Hvert á að halda í sumar? „Við skiptum við hjón í Pýrenea- fjöllunum Frakklandsmegin í þrjár og hálfa viku og hlökkum mikið til þess ferðalags.“ Voru í vellystingum á stórum frönskum herragarði í fyrra Fengu yfir 50 tilboð um húsnæðisskipti Í fyrra gistu Halldór og Ingibjörg á frönskum herragarði og höfðu við húsið einkasundlaug og tennisvöll. Umsjónarmaður kom og hreinsaði laugina daglega. Ingibjörg Ólafsdóttir og Halldór Leifsson ásamt dótturinni Katrínu Rut. haft beint samband við þau heimili sem vekja áhuga. Þegar búið er að velja heimili til að skipta við er vaninn að skrifa und- ir samning um hús- næðisskiptin. Á Netinu er hægt að sjá hvernig slíkur samningur er bú- inn til. Fólk þarf einnig að taka ákvörðun um hvort það vill skipta á bílum líka og ef svo er þá er einnig samningur gerður þar að lútandi. Að lokinni dvöl eru meðlimir síð- an beðnir um að taka þátt í könnun hjá samtökunum þar sem þeir eru beðnir um að gefa húsnæðinu sem þeir dvöldu í umsögn sína. HOMELINKer nafnið á samtökum sem hafa í fimmtíu ár verið með skrá yfir fólk víðs vegar um heim sem vill skipta áheimili við aðra í fríinu sínu. Í ár eru um 11.000 heimili í yfir fimmtíu löndum á skrá hjá Homelink samtökunum. Arne Haukeland sem sér um Homelink- samtökin í Noregi og víðar á Norðurlöndum segir að það kosti fólk um fimm þúsund krónur að gerast meðlimur í eitt ár. Í augna- blikinu eru fimm íslenskar fjöl- skyldur skráðar í Homelink sem Arne segir allt of lítið miðað við spurnina eftir heimilum á Íslandi. Hann bendir á að samtökin stækki ár frá ári og nú eru þau stærstu samtök í heimi sem miðla upplýsingum um fólk og heimili þeirra sem vilja skipta á húsnæði í fríinu sínu. Meðlimir samtakanna fá sendan heim veglegan bækling þar sem allar upplýsingar eru tíundaðar og hægt að skoða heimili víða um heim sem eru tilbúin í skipti. Meðlimir setja inn upplýsingar um sín heimili með mynd og hvert þeir vilji fara og hvenær. Veittar eru upplýsingar um síma- númer, tölvupóstföng og heimilis- föng þeirra sem eiga aðild að sam- tökunum og áhugasamir geta þá  Allar nánari upplýsingar fást hjá norskum armi Homelink sem heitir Norsk BoligBytte (HomeLink Norway) Tømmerneset 5 5730 Ulvik Noregur. Íslendingar geta gerst með- limir gegnum norsku skrif- stofuna en vefslóðin þeirra er www.boligbytte.no og síma- númerið er 0047 56526616. Tölvupóstfang: norway@homelink.org Skipst á húsnæði í sumarfríinu Vantar Íslendinga á skrá Sumartónleikar - Sund - Kajak - Golf - Jónsmessuganga á Drápuhlíðarfjall 23. júní - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Velkomin í Stykkishólm!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.