Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 12
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Nicole Kidman hefur tekið forystuna sem eftirsóttasta kvikmyndaleikkona samtímans.  Franski kvikmyndaleikstjórinn Jean-Pierre Jeunet og landi hans, leikkonan Audrey Tautou, sem gerðu Amelie í sameiningu, vinsælustu kvikmynd Frakka á síðari árum, eru að hefja samstarf á nýjan leik. Að þessu sinni varð Afar löng heitbinding (Un Long Dimanche de Fiancailles) fyrir valinu, rómantísk og hádramatísk saga með átök fyrri heimsstyrj- aldarinnar í bakgrunni. Segir af Mathilde, ungri konu sem neitar að trúa því að unnusti hennar hafi fallið í valinn í „einskismannslandinu“ á milli víglínanna. Hún fer á stúfana til að komast til botns í málinu sem er hið leyndardóms- fyllsta. Framleiðandinn segir að efnið sé á svipuðum nótum og Dr. Zhivago, hið epíska stórvirki Boris Pasternaks sem David Lean kvik- myndaði með eftirminnilegum árangri. Frumsýning er áætluð í jólamánuði að ári. Jeunet og Tautou vinna saman á ný Audrey Tautou  Leikstjórinn Spike Lee hefur staðið í ströngu fyrir dómstólum að undan- förnu. Tilefnið er að Via- com (sem m.a. á Paramo- unt Pictures) ákvað að skíra kapalmyndaarm sinn Spike TV. Það var meira en leikstjórinn þoldi og krafði fjölmiðlaveldið um ógn- vænlegar skaðabætur. Það mátti greiða honum 17 milljónir dala í miska- bætur fyrir ókurteisina og þóttist sleppa vel! Spike Lee í málaferlum Spike Lee man), sem misst hefur mann sinn. Hún kynnist litlum strák, yfirnáttúrlegir hlutir liggja í loftinu og hún sannfærist um að þarna er bóndi henn- ar endurfæddur. Mannval kemur við sögu, þ. á m. Lauren Bacall, Anne Heche og Peter Stormare en Jo- nathan Glazier (The Sexy Beast) annast leik- stjórnina. Margar í vinnslu Engin grið eru gefin í toppbaráttunni því Kid- man er byrjuð að vinna við nýja kvikmyndagerð Eig- inkvennanna í Stepford (The Stepford Wifes), þekktrar sögu Ira Levin um dularfulla atburði í litlum auðmannabæ í Connecticut. Leikhópurinn er ekki af verri endanum því auk Kidman fara þau Bette Midler, Glenn Close, Christopher Wal- ken og Matthew Broderic með burðarhlutverk. Tvær síðastnefndu myndirnar verða frumsýndar að ári, líkt og Herra og frú Smith (Mr. and Mrs, Smith, þar sem Brad Pitt leikur á móti Kidman undir stjórn Dougs Limans. Hann vakti verðskuldaða athygli með óháðu mynd- unum Swingers og Go og afgreiddi The Bourne Identity, sitt fyrsta alvöruverk- efni í kvikmyndaborginni, með miklum glæsibrag í fyrra. Þá er enn ógetið stórmyndarinnar Al- exanders mikla, þar sem þau sameina krafta sína að nýju, Kidman og landi hennar, leikstjórinn Baz Luhrman (Moulin Rouge). Tökur eiga að hefjast í nóvember en forvinnan er komin á fullt skrið. Um er að ræða 150 milljón dala stórmynd með Leonardo DiCaprio í tit- ilhlutverkinu en frumsýningin verður – ef allt fer samkvæmt bókinni – jólin 2005. Þá er það rúsínan í pylsuendanum. Í síðustu viku þáði Kidman titilhlutverkið í Einkastríði Emmu: Ástir, svik og dauði E FTIR að Kidman lauk við verð- launaleik í kvikmyndinni Stund- irnar (jólamynd í Vesturheimi 2002) hafa hlutverkin hrannast upp á framtíðaráætlunum leikkon- unnar. Þar að auki í þeim styrkleikaflokki að starfssystur hennar hugsa henni sjálfsagt þegjandi þörfina. Nýjasta mynd Kidman af þeim átta sem hún er viðriðin í dag er Dogville, eftir danska leikstjórann og handritshöfundinn Lars von Trier. Myndin var fumsýnd í Cannes í síðasta mánuði við blendnar mót- tökur gesta og gagnrýnenda. Hvað sem því líður er aðalhlutverk í von Trier-mynd eft- irsótt stöðutákn í kvikmyndaheiminum og skipar þeim útvöldu í þungaviktarflokkinn. Mótleikarar er úrvalsmannskapur sem telur m.a. Harriet Anderson, Lauren Bacall, James Caan, Ben Gazzara og John Hurt. Dogville verður sýnd hér á landi með haust- inu. Tvær myndir með Kidman eru tilbúnar til sýninga. The Human Stain kemur á mark- aðinn 26. september, rómantískt drama um fortíðarleyndarmál og undarlegan samdrátt roskins háskólaprófessors (sir Anthony Hopkins) og ræstingarkonu (Kidman) við háskólann. Auk þeirra fara Ed Harris og Gary Sinise með stór hlutverk undir stjórn Roberts Benton (Kramer vs. Kramer, The Late Show, Places in the Heart). Cold Mountain, ein jólamyndanna í ár, er dýr og mikil stórmynd sem gerist við lok Þrælastríðsins. Jude Law leikur bónda sem yfirgefur býlið sitt í N-Karólínu og verðandi eiginkonu (Kidman) til að berjast með sunn- anmönnum. Hann slasast og kemst hægt yf- ir en kynnist fjölda litríkra einstaklinga á heimleiðinni. Á meðan situr konuefnið á býli föður síns og lærir að stjórna búinu með að- stoð flækingskonu (Renée Zellweger). Með önnur hlutverk fer einstakur hópur, t.d. Natalie Portman, Philip Seymour Hoffman, Ray Winstone, Giovanni Ribisi, Brendan Gleeson og Donald Sutherland. Þegar það er svo enginn annar en Joseph Minghella (The English Patient, The Talented Mr. Ripley), sem stjórnar og skrifar handritið, koma Óskarsverðlaunin ósjálfrátt upp í kollinn ... Um þessar mundir er tökum að ljúka á Fæðingu (Birth), mynd sem fjallar líkt og Hinir, um dularfulla atburði í lífi konu (Kid- í Súdan (Emma’s War: Love, Betrayal and Death in the Sudan). Hlutverkið er talið eitt það bitastæðasta sem fram hefur komið um árabil. Það er byggt á sönnum atburðum í lífi bresku ævintýra- og hugsjónakonunnar Emmu McCune, sem ung hélt til hjálp- arstarfa í Austur-Afríku. Emma vakti þegar mikla athygli fyrir óvenjulega fegurð og glæsileika og ekki leið á löngu uns umheim- urinn kom auga á mannkostina. Dugnað og einlægan vilja til að láta gott af sér leiða í barnahjálp í þessu stríðshrjáða og fátæka landi þar sem hungursneyð hefur verið land- læg í áratugi. Enginn var hinsvegar tilbúinn að kyngja fréttum af því er Emma giftist innfæddum stríðsleiðtoga og illræmdum uppreisnarmanni í Suður-Súdan; manni sem virtist standa fyrir allt það sem hún barðist gegn. En Emma lét álit um- heimsins ekkert á sig fá og snerist á sveif með bónda sínum. Handritið er byggt á samnefndri bók Deborah Scroggins og kom út hjá Knopf í fyrrahaust en höfundurinn dvald- ist í Súdan á meðan hún var í vinnslu. Emma er sögð lýsa ótrú- legu lífi sínu á meðal ofbeldis- fullra byltingarsinna í lengsta borgarastríði sem háð hefur verið í álfunni. Þar herja upp- reisnarmenn í suðri gegn valdhöfunum í norðri, mús- limum, sem m.a. studdu Osama bin Laden, sem frægt er orðið. Emma segir frá maka- lausu ástaræv- intýri í miðjum darr- aðardansi stríðsins, rán- um herjanna á hinni alþjóðlegu matvælaaðstoð í miðri hungur- sneyðinni, þráskák stríðsaðilanna um landið, olíuna, þrælamarkaðinn. Leikstjórn Einkastríðs Emmu verður í færum höndum Tonys Scott (Crimson Tide). Skjótur frami Kidman, sem varð 36 ára sl. föstudag, er fædd inn í vel stæða fjölskyldu virtra vísindamanna en áhugi hennar snerist fljótlega að listum. Hún nam ballet og leiklist, þar sem Nic, eins og hún er kölluð, var óspart hvött til dáða af skólasystur sinni og verðandi kvikmyndaleikstjóra, Jane Campion. 16 ára fékk hún fyrsta hlutverkið í kvik- myndinni Bush Christmas (’83).Það færði henni hlutverk í BMX Bandits (’83) og sjón- varpsþáttunum Víetnam (’86), þar sem leik- konan sló í gegn í fyrsta sinn og hlaut fyrir frægð og leiklistarverðlaun áströlsku kvik- myndastofnunarinnar. Þar með var athygli Hollywood vakin og Kidman hélt til kvikmyndaborgarinnar ásamt rjómanum af kvikmyndagerðar- mönnum álfunnar á þessum árum. Fyrsta myndin var Dauðalogn (Dead Calm) (’89), sem varð vel heppnað, minni háttar kassa- stykki. Kidman blómstraði í myndinni sem vakti m.a. athygli hasarmyndaframleiðand- anna Simpsons og Bruckheimers – og Tom Cruise, sem var stjarna þessarar háværu og auðgleymdu kappakstursmyndar. Þau Cruise giftu sig í desember 1990 og Kidman var orðin prinsessa í Hollywood eft- ir tveggja ára viðdvöl. Hjónakornin léku saman í stórmynd Rons Howard Far and Away (’92) og allt lék í lyndi. Kidman puntaði upp á Batman að ei- lífu (’95), en ótvíræðir leiklistarhæfileikar komu í ljós í túlkun aðalhlutverks tæfunnar Suzanne í Allt fyrir frægðina (To Die For) (’95). Sannaði að hún var ekki aðeins glæsi- leg heldur jafnframt snjöll leikkona með hrífandi persónuleika og mikla útgeislun. Næsta verkefni var Mynd af hefðarkonu (Portrait of a Lady) (’96), sem var þurr mynd um aðalsmenn á Englandi, byggð á sögu e. Henry James, gerð af vinkonu henn- ar, Jane Campion. Hasarmyndinni Frið- arboðinn (Peacemaker) (’97) vegnaði lítið skár en vakti mikla athygli sem fyrsta bíó- mynd DreamWorks, nýs dreifingarfyrir- tækis Spielbergs og félaga. Þau hjónakornin hurfu almennings- sjónum í ein tvö ár á meðan meistari Kubr- ick vann með þeim að kynlífstryllinum Gal- lokuð augu (Eyes Wide Shut) (’98). Hún varð hans síðasta verk og markaði einnig endalokin í hjónabandi aðalleikaranna. Þau ættleiddu tvö börn, dreng og stúlku, árið ’93 og ’95. Síðan Cruise hóf búskap með fegurðardís- inni Penelope Cruz hinni spönsku hefur Kid- man blómstrað á tjaldinu. Tvær afburða- myndir, Rauða myllan og Hinir (The Others), glöddu kvikmyndahúsgesti og gagnrýnendur árið 2001 og síðan kom myndin Stundirnar ári síðar. Kidman slær ekki feilnótu í neinni þeirra og hafa hlut- verkin þrjú lagt endanlega grundvöllinn að yfirburðastöðu hennar nú um stundir í kvik- myndaiðnaðinum. Hitt og þetta Hollywood hefur ekki aðeins veitt Kidman frægð og frama heldur fylgifiskana, völd og auðæfi. Hún er komin upp í 31. sæti á lista Premier yfir valdahróka kvikmyndanna, úr því 83. árið 2002. Hvar stendur hún að ári? Hún er ekki rík, heldur moldrík, eins og maðurinn sagði. Kidman er ein af 20 efn- uðustu Ástralíumönnum og fær 15 milljónir dala fyrir leik í Konunum í Stepford, tvöföld þau laun sem hún þáði fyrir Stundirnar (’02). Meðal hlutverka sem leikkonunni standa til boða er aðalhlutverkið í kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttunum Göldrótt (Be- witched) og titilhlutverkið um Hollywood- mellumömmuna frægu, Heidi Weiss. Kidman söng dúett með Robbie Williams, lagið Something Stupid, sem var ekkert sér- lega gáfulegt heldur. Þetta er lag Sinatra- feðginanna. Hún er á lausu! Nicole tekur forystuna Reuters Hvergi bangin við Virginíu Woolf. Nicole Kidman sýnir hvers hún er megnug, gjörsamlega óþekkjanleg í hlut- verki skáldkonunnar í Stundunum. Uppskar Ósk- arsverðlaunin í ár fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Kidman prýðir allt til að drottna á toppnum næsta áratuginn. Hæfileikar, gáfur og glæsileiki. Nicole Kidman er eftirsóttasta nafnið í kvikmyndaheiminum í dag. Eftir tilnefningu fyrir Rauðu mylluna árið 2001 hirti hún Óskarsverðlaunin í ár fyrir magnaða túlkun á rithöfundinum Virginiu Woolf í Stundunum – The Hours. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að hún lepur rjómann af hlutverkaframboðinu, J.Lo, Julia Roberts, C.Z. Jones og allar hinar eru komnar aftur fyrir hið rauðhærða man í valröðinni. saebjorn@mbl.is  Aðdáendur Harrys Potter eru búnir að bíða lengi eftir nýju bókinni um átrúnaðargoðið og þeir verða einnig að þreyja heilt ár til viðbótar eftir þriðju bíómyndinni. Búið er að ákveða 4. júní 2004 sem frumsýningardag Harr- ys Potter og fangans í Azkaban, sem þýðir tæplega tveggja ára bið á milli annarrar og þriðju myndarinnar, eða helmingi lengri en á milli tveggja fyrstu. Það reynir því á ung þolrif tugmilljóna Potter-fíkla og vonandi að biðin verði þess virði. Chris Columbus, leikstjóri mynda 1. og 2., er fjarri góðu gamni en í hans stað er kominn Mexíkóinn Alfonso Cuaro. Að öðru leyti er svipaður mannskapur bæði frammi fyrir sem aftan við tökuvélar þriðju mynd- arinnar. Þriðja Potter-myndin að sumri Harry Potter í bíó að sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.