Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 B 13 bíó HINN stóri og stæðilegi Irving„Ving“ Rhames er fæddur ogalinn upp í illræmdu Harl- em-hverfinu á Manhattan, en í guðsótta og góðum siðum sem héldu honum blessunarlega frá sollinum sem gleypti marga æsku- vini hans. Rhames er afburða náms- maður og enskukennari í mennta- skóla hreifst svo af upplestri, rödd og mælsku þessa nemanda síns að hann kom Rhames inn í virtan Listaskóla New York-borgar. Það- an lá leiðin í hinn kröfuharða Juilli- ard-listaháskóla og þaðan lauk hann leiklistarprófi með láði árið 1983. „Ving“ (það var skóla- og her- bergisfélagi hans, Stanley Tucci, sem gaf honum gælunafnið) hóf göng- una eftir framabrautinni á hefð- bundinn hátt í Go Tell It on the Mountain, sjónvarpsmynd byggðri á skáldsögu James Baldwin. Þaðan lá leiðin á Broadway þar sem hann lék á móti Matt Dillon, öðrum gæða- leikara, í The Winter Boys. Við tóku mismögur ár í hjakki smá- hlutverka á sviði, í sjónvarpi og bíómyndum þar sem Rhames festist að mestu í hlutverkum þorpara. Í algjörri þversögn við þann trúaða, tilfinningaríka og mjúka mann sem hann er sagður vera undir stór- karlalegum skrápnum. Dillon útvegaði Rhames hlutverk lögreglurusta í The Saint of Fort Washington (’93), vanmetinni og fáséðri mynd þar sem maður minn- ist leikarans helst. Ótrúlegir hlutir gerðust meðan á kvikmyndatöku stóð, en myndin gerist mikið til í athvörfum fyrir útigangsmenn New York-borgar. Í einu slíku örreytiskoti mannlífsins fann Rhames eldri bróður sinn sem hafði slitið sambandi við fjölskyld- una á tímum Víetnamstríðsins, sem hafði farið það illa með hann á sál- inni að hann treysti sér ekki til að hverfa aftur inn í samfélagið. Val- mennið Rhames studdi hann aftur út í lífið og bjó honum og foreldrum sínum nýtt og fallegt heimili. Ári síðar lenti Rhames í lukku- pottinum þegar nánast óþekktur leikstjóri bauð honum frábært hlutverk í nýju myndinni sinni. Þetta var Quentin Tarantino, myndin Pulp Fiction og framhaldið er skráð stórum stöfum á síður kvik- myndasögunnar. Eins og flesta rekur minni til var ótrúlegt leik- araval í þessari kolsvörtu gaman- mynd, bæði frægir og fallnir. John Travolta fékk uppreisn æru enn eina ferðina og þá hressti myndin upp á hnignadi gengi Bruce Willis. Þeir sem „stálu senunni“ að margra mati voru hinsvegar þeir „bræður“, Samuel L. Jackson og Ving Rhames. Síðan hefur leikarinn haft ærinn starfa og staðið fyrir sínu, jafnvel í misjöfnum myndum á borð við Striptease (’96), Con Air (’97) og Undisputed (’01). Það sópar að honum í Kiss of Death (’95) – sem ég hvet alla unnendur góðra mynda til að sjá; Mission: Im- possible-myndbálknum, Out of Sight (’98) og Entrapment (’99) og hann er bæði magnaður og nánast óþekkjanlegur í óvenjulegu hlut- verki í Bringing Out the Dead (’99) eftir Martin Scorsese. Og nú er röðin komin að Dökkbláum. Rhames er væntanlegur í fjölda forvitnilegra mynda á næstunni. Í sumar verður frumsýnd Öfund (Envy), nýjasta mynd Barrys Levin- sons, þar sem hann leikur m.a. á móti Ben Stiller, Jack Black, Christopher Walken og Rachel Weisz. Hann fer með aðalhlutverkið í endurgerð Uppvakninga við sólarupprás (Dawn of the Dead), hrollvekju George Romeros, og tökur hefjast í sumar á þriðju myndinni kenndri við Mission: Impossible. Síðast en ekki síst fer Rhames með eitt aðal- hlutverkanna ásamt Johnny Depp og John Turturro í Secret Window, Sec- ret Garden, forvitnilegri mynd eft- ir David Koepp, byggðri á langri smásögu eftir Stephen King. Tvær síðasttöldu myndirnar verða frum- sýndar að ári. Rumurinn og valmennið Rhames Sæbjörn Valdimarsson SVIPMYND NÚ Á maður á hættu að fástöðumælasekt þar sem áðurstóð Stjörnubíó og búið að leggja Bíóborgina/Austurbæjarbíó niður sem kvikmyndahús. Maður lifir þetta allt saman af, merkilegt nokk. Slátrun bíóanna var ekki síst fyrirkvíðanleg sökum þess að þar með voru 101-bíóin komin í eintölu. Slíkt er dapurlegt, ekki aðeins fyrir okkur sem búum innan byggileg- asta hverfis höfuðborgarsvæðisins, heldur liður í þeirri líflegu þróun að gera hlut „miðbæjarins“ sem flat- neskjulegastan. Hann hefur orðið illa úti sökum fjölsalabíóa/ verslunarklasa og undarlegri pólitík borgaryfirvalda. Árangurinn er sá að hann er líklega sá eini í hinum vestræna heimi þar sem ekki þrífst fjölþjóðlegur hamborgarastaður. Hverfið, sem áður státaði af sex kvikmyndahúsum (Gamla, Nýja, Hafnar- og Tjarnarbíó), til viðbótar þeim tveimur sem áður er getið, býður nú upp á Regnbogann einan. Og þá er komið að góðu tíðind- unum: Regnboginn, sem var upp- haflega hróflað upp af vanefnum í húsnæði ætluðu undir allt aðra starfsemi, er nú orðinn mönnum bjóðandi. Gott betur, því kvik- myndahúsið er orðið notalegt eftir gagngerðar breytingar, komið á sama gæðastall og önnur bíó borg- arinnar. Laugarásbíó er nýuppgert í hólf og gólf og óhætt að mæla með öllum sölum hússins, líkt og í Smárabíói og Kringlubíói. Salir Bíóhallarinnar eru ágætlega hann- aðir fyrir bíógesti og þar er líklega þægilegasti lúxussalur landsins. Svo lengi sem ég fæ uppáhalds- sætið mitt í stóra salnum í Há- skólabíói er hann hafinn yfir gagn- rýni og minni salirnir sómasamlega heppnaðir. Bíóþjóðin þarf því ekki að kvarta undan aðbúnaðinum. Þrátt fyrir neikvæða umræðu hef ég á tilfinningunni að framboðið sé að aukast á myndum af öðrum mál- svæðum en engilsaxneskum. Kvik- myndaklúbbarnir hafa verið iðnir við að bjóða upp á merkilegar kvik- myndahátíðir í vetur í samvinnu við fyrirtæki og menningarstofnanir og heimildamyndahátíðin var ein besta veisla sem haldin hefur verið til þessa og endurspeglar vaxtar- broddinn í líflegum geira. Kvikmyndahátíðum mætti gjarn- an fjölga og þessar litlu og skemmtilegu ættu að verða fastur liður í bíómenningunni. Vonandi fáum við svo kræsingar í haust á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur; nasasjón af því hvað fjarlægar þjóðir eru að fást við í vinsælustu listgrein samtímans frekar en sam- safn mynda sem kvikmyndahúsin telja „varasamar“ á almennar sýn- ingar sökum listræns metnaðar. Það er því ánægjulegra en nokkru sinni fyrr að fara í bíó og unglingarnir, sem jafnan eru í al- gjörum meirihluta í gestahópnum, eru sér og öðrum til fyrirmyndar. Brandarakarlar eru nánast hættir að ergja mann með frammíköllum, þá sjaldan ég hef verið truflaður umtalsvert á undanförnum árum er það sökum blaðurs, og í fáein skipti vegna drykkjuláta í harðfullorðnu fólki. Auglýsingatíminn á undan sýn- ingu hefur lengst, sem er nokkuð hvimleitt, einkum þar sem sumar þeirra verða afar leiðinlegar þegar maður hefur séð þær í marggang. Bíóauglýsingar eiga ekki að taka sig hátíðlega heldur að leika á léttu nótunum. Þá er fjöldi sýnishorna úr næstu myndum oft á tíðum með ólíkindum þannig að myndir byrja oft ekki fyrr en 10 mín. +, eftir auglýstan sýningartíma. Nú erum við að sigla inn í tíma fisléttra sumarmynda þar sem allt er lagt upp úr skemmtanagildinu og margar lofa góðu. Ég hef á til- finningunni að við eigum eftir að upplifa gott bíósumar. Bíóþankar Umhverfið er sífelldum breytingum und- irorpið, yfirleitt án þess að maður taki eftir því nema í einhver augnablik. Við höfum meðfædda hæfileika til að aðlag- ast hlutunum og til lítils að sýta orðinn hlut. Gleymskan er gulls ígildi. Morgunblaðið/Golli REGNBOGINN. Eina bíóið í miðbænum þar sem áður stóðu sex. SJÓNARHORN Eftir Sæbjörn Valdimarsson Auk þess að vera í miklum metum sem sterkur skap- gerðarleikari þykir Ving Rhames einkar orðheppinn maður. Meðal fleygra gullkorna: „Gættu þín: Tærnar sem þú treður á í dag geta verið tengdar afturendanum sem þú þarft að kyssa á morgun!“ Reuters saebjorn@mbl.is Vegur blökkumanna hefur aukist til muna síðustu áratugi í kvikmyndaiðnaðinum og var mál til komið. Einn þeirra sem hafa tryggt sér sess með áberandi hætti er Ving Rhames. Enda minnisstæður maður í sjón og reynd. Hann fer með eitt hlut- verkanna í Dökkblár (Dark Blue), sem hefur göngu sína um helgina Ving Rhames og Tom Cruise ásamt mótleikurum við frumsýningu Mission: Impossible 2. Tökur hefjast í ágúst á þriðja kaflanum í þessum ofurvinsæla myndbálki. Ving Rhames

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.