Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 C 7 Staða aðstoðarskólastjóra við Heiðarskóla Borgarfirði Staða aðstoðarskólastjóra við Heiðar- skóla í Leirársveit er laus til umsóknar Leitað er að umsækjanda með:  Kennaramenntun og kennslureynslu.  Stjórnunarhæfileika.  Lipurð í mannlegum samskiptum.  Metnað í starfi og áhuga á skólaþróun og nýbreytni. Æskilegt er að umsækjandi sé með framhalds- menntun á sviði stjórnunar og/eða í uppeldis- og kennslufræðum. Umsókn fylgi yfirlit um nám og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2003. Umsóknir sendist í Heiðarskóla, 301 Akranes. Ráðið verð- ur í starfið frá og með 1. ágúst 2003. Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Nánari upplýsingar veita Haraldur Haraldsson, skólastjóri, í síma 433 8920 og 893 9920, net- fang harhar@ismennt.is og Jón Haukur Hauks- son, formaður Byggðasamlags, í síma 433 4400, netfang jonhaukur@logvest.is . Heiðarskóli er einsetinn grunnskóli með um 115 nemendur í 1.-10. bekk. Nemendum er ekið í skólann og við hann er starfrækt mötu- neyti. Fjögur sveitarfélög sunnan Skarðsheiðar eru með Byggðasam- lag um rekstur Heiðarskóla. LAUS STÖRF • Leikskólasérkennara eða annan upp- eldismenntaðan starfsmann í leikskólann Efstahjalla • Umsjónarkennara í 7. – 8. bekk Salaskóla • Starfsmanns við kerfisumsjón í Upp- lýsingadeild • Umsjónarkennara á unglingastig Snæ- landsskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Reykjavík Viltu vera sjálfs þíns herra? Óskum eftir duglegu og sjálfstæðu fólki til starfa á fasteignasölu í Reykjavík. Námskeið og þjálfun í boði fyrir starfsmenn. Árangurstengdar greiðslur. Spennandi starf og miklir tekjumöguleikar. Umsóknir sendist á netfang kopsson@remax.is Þingholt - Geirsgötu 9 - Sími 590 9500 Sölumenn Hefurðu góð sambönd, ertu skipulagður og viltu vinna sjálfstætt og uppskera eins og þú sáir? Við erum að leita að dugmiklum, sjálf- stæðum einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að vinna sjálfstætt sem sölumenn. Mjög miklir tekjumöguleikar í boði. Umsóknir ásamt ferilskrá með mynd af um- sækjanda skal senda til augldeildar Morgun- blaðsins merktar: „B — 12“ fyrir 29. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað. Tónlistarskóli Árnesinga Píanókennari Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa píanókennara í fullt starf á Þorláks- höfn og á Selfossi (sbr. auglýsingu í Morgun- blaðinu 1. júní sl.) Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 483 3488 eða 861 3884. Umsóknarfrestur framlengist til 29. júní. Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til tonar@sudurland.is . Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með starfsemi á 12 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 600 og starfa 30 kennarar við skólann. Öxarfjarðarhreppur Skólastjóri Tónlistarskóli Öxarfjarðarhéraðs, sem rekinn er af Öxarfjarðarhreppi og Kelduneshreppi, óskar eftir að ráða skólastjóra í fullt starf frá og með 15. ágúst nk. Skólastjóri skipuleggur störf skólans og er ábyrgur fyrir daglegri starfsemi tónlistarskól- ans og þjónustu við íbúa og viðskiptavini. Tón- listarskólastjóri samræmir störf þeirra sem starfa við skólann, í samráði við skólanefnd og skólastjóra grunnskóla þar sem starf skól- anna kemur saman. Í Öxarfjarðarhreppi eru um 350 íbúar, þar af um 130 á Kópaskeri og í Kelduneshreppi eru ríflega 100 íbúar. Húsnæði er á Kópaskeri en þar er önnur af tveimur starfsstöðvum skólans. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann skólanefndar (Iðunn) í síma 465 2161/ 864 7813 eða sveitarstjóra Öxarfjarðarhrepps (Elvar) í síma 465 2188/860 2188 eftir 3. júlí. Umsóknir skulu berast fyrir 10. júlí. Sveitarstjóri Fjarðabyggð Lausar stöður kennara við grunnskóla Fjarðabyggðar  Við Grunnskóla Reyðarfjarðar: Kennsla 1. bekkjar, íþróttakennsla, heimilisfræði auk kennslu í upplýsinga- og tæknimennt (smíðar). Upplýsingar veita skólastjórar í símum 474 1247 og 863 1247.  Við Grunnskóla Eskifjarðar vantar kennara á yngsta stig. Við grunnskólana þrjá í Fjarða- byggð, sem allir eru einsetnir, starfa um 80 manns og nemendur eru um 500. Skólarnir hafa mikið samstarf sín á milli, m.a. um innra mat á skólastarfi. Fjarðabyggð býður flutningsstyrki og hag- stæða húsaleigu. Upplýsingar veitir jafnframt Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, í síma 470 9092, netfang gulli@fjardabyggd.is Heimasíða: www.fjardabyggd.is . Flúðaskóli auglýsir eftir Skólastjóra í forföllum næsta skólaár og kennara á yngsta stig Flúðaskóli telur yfir 180 frábæra nemendur í 1. - 10. bekk. Í Flúðaskóla er unnið metnaðar- fullt starf af nemendum og öllu starfsfólki. Í vetur hefur verið unnið mikið þróunarstarf í anda Fjölgreindarkenningar Gardners og eru því spennandi tímar framundan. Á Flúðum er gott að búa. Hér er að finna alla almenna þjón- ustu, s.s. kjörbúð, banka, pósthús, sundlaug, hótel o.fl. Öflugt tónlistarstarf er iðkað á staðn- um og ýmsar íþróttagreinar stundaðar af kappi. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Jóhönnu Vilbergsdóttur, skólastjóra, í síma 486 6601 - 892 9449 eða Þorleif Jóhannesson, formann fræðslunefndar, í síma 486 6714 - 896 4252. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Tónlistarskólinn á Akranesi Við skólann er laus staða fiðlukennara ½ - ¾ staða. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Skúlason, aðstoðarskólastjóri í síma 551 8224 og GSM 821 8224. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Sviðstjóri menningar- og fræðslusviðs. Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Bolungarvíkur skólaárið 2003-2004. Um er að ræða:  Almenna bekkjarkennslu á yngsta stigi.  Tónmenntakennslu. Einnig vantar þroskaþjálfa til starfa við skólann. Grunnskóla Bolungarvíkur er einsetinn og stunda um 140 nemendur nám við skólann í 1.-10. bekk. Einn bekkur er í árgangi og er nemend- afjöldi í bekk um 14. Skólinn er vel tækjum búinn, góð vinnuaðstaða er fyrir kennara og gott kennsluhúsnæði. Verið er að vinna eftir nýrri stigsnámskrá. Í Bolungarvík er gott mannlíf og jákvæður andi ríkir gagnvart skólan- um. Samstarf er á milli leikskóla, tónlistarskóla og grunnskóla. Veittur er flutningsstyrkur og leiga á húsnæði er lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Anna Guðrún Edvardsdóttir í síma 456 7249 (vinna), 456 7213 (heima), netfang: arun@bolungarvik.is og aðstoðarskólastjóri Halldóra Kristjánsdóttir í síma 456 7129 (vinna) og 456 7372 (heima). Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um skólann á heimasíðu hans, www.bolungarvik.is/skoli . Matreiðslumaður óskast strax Við leitum að matreiðslumanni sem kann fyrir sér í veislu- og heimilismat. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Jón næstu daga frá kl. 14.00-18.00, sími 555 4477.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.