Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við grunnskóla Akureyrar eru lausar eftirfarandi stöður: Þroskaþjálfi - bekkjarkennari - heimilisfræði - textílmennt - danska - íslenska - íþróttir Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Akureyrar: http://www.akureyri.is/ Grunnskólar Akureyrar eru sex, þeir eru allir einsetnir og heildstæðir með 1.-10. bekk. Hlutfall fagmenntaðra starfs- manna er yfir 90%. Óskað er eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til starfa. Mikilvægt er að þeir eigi auðvelt með mannleg samskipti og séu tilbúnir til að taka þátt í umbótum á skólastarfi og þróunarvinnu næstu skólaár. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2003. Skóladeild Akureyrar Glerárgata 26 Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Arkitekt — byggingafræðingur Arkþing ehf. - teiknistofa arkitekta leitar að dug- legum arkitekt eða byggingafræðingi til starfa sem fyrst. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á sviði utan- og innanhússhönnunar, ásamt verkefnum á sviði ráðgjafar og skipulags og ef þú hefur góða kunnáttu og reynslu í notk- un teikniforrita (auto-cad), gerð verklýsinga og getur unnið sjálfstætt að frágangi verkefna, vilj- um við gjarnan heyra frá þér. Skriflega umsókn skal senda til Hjartar Pálsson- ar, fyrir 27. júní nk. á póstfang: Arkþing ehf - arkitektastofa, Bolholt 8, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfang: hp@arkthing.is Starf hjá hitaveitu Óskað er eftir starfsmanni hjá Hitaveitu Rang- æinga. Starfið felst m.a. í nýlögnum, viðhaldi og eftirliti með dælubúnaði og veitukerfum. Starfsreynsla við rafsuðu og logsuðu nauðsyn- leg. Vélvirkja- eða vélstjóramenntun ásamt verkstjórnareynslu æskileg. Nánari upplýsingar veitir Ingvar Baldursson, hitaveitustjóri, í símum 487 5109 og 892 8680. Netfang er hitaveita@rang.is. Skriflegar umsóknir skulu berast Hitaveitu Rangæinga, Eyjasandi 9, 850 Hellu, í síðasta lagi 5. júlí nk. Félagsþjónusta A—Hún Félagsmálastjóri A-Hún. Við erum að leita að félagsráðgjafa eða ein- staklingi með sambærilega menntun, í 100% stöðu félagsmálastjóra. Félagsmálastjóri hefur sér til fulltingis verkefnastjóra í 50% stöðugildi. Stöðunni fylgir rekstarleg ábyrgð, gerð árs- áætlana, mannaforráð (10 stöðugildi), öll dag- leg umsýsla, ábyrgð á flestum þeim málaflokk- um sem einkenna hefðbundna félagsþjónustu auk barnaverndar. Einnig er félagsmálastjóri yfirmaður í málefnum fatlaðra í samræmi við byggðasamlagssamning við félagsmálaráðu- neytið. Laun eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra félagsráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2003 og er æski- legt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hannes Jónas Eðvarðsson, félagmálastjóri, sími 863 5013, felahun@simnet.is Umsóknir skulu sendar til Félagsþjónustu A-Hún., Flúðabakka 2, 540 Blönduósi. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar eftir að ráða aðstoðarmann sjúkraþjálfara til starfa á Æfingastöð félagsins Flestir skjólstæðingar stöðvarinnar eru börn. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í því að taka á móti skjólstæðingum, aðstoða sjúkraþjálfara við þjálfun og aðstoð í og við sundlaug. Umsækjandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum. Vinnutími er frá kl. 10.00—16.00. Nánari upplýsingar um Æfingastöðina er að finna á heimasíðu félagsins, www.slf.is . Upplýsingar um starfið gefur Áslaug Jóns- dóttir, yfirsjúkraþjálfari í síma 535 0906, netfang: aslaug@slf.is . Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólinn Hlíð Leikskólakennari og leikskólasérkennari óskast til starfa við leikskólann Hlíð næsta skólaár (ágúst 2003). Áherslur í leikskólastarfi eru: Skapandi starf og listmenning. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir hafi samband Jóhönnu S. Hermannsdóttur, leikskólastjóra, í símum 566 7375 og 861 2957. Leikskólastjóri. Frá Seljalandsskóla Kennarar — Kennarar — Kennarar Hjá okkur eru einmitt lausar stöður. Kennsla yngri barna, sérkennsla, heimilis- fræði, hand- og myndmennt og enska. Nánari upplýsingar eru að fá hjá Guðjóni Árnasyni skólastjóra í síma 898 1129. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. júní nk. á netfang seljalandsskoli@xnet.is eða á póstfang Seljalandsskóli, 861 Hvolsvöllur. Sveitarfélagið Skagafjörður Íþróttakennarar Grunnskólana á Hofsósi og Hólum vantar íþróttakennara næsta skólaár. Ódýrt húsnæði í boði og aðstoð við flutninga. Upplýsingar veita Björn Björnsson í s. 453 7344 og 453 5254 og Jóhann Bjarnason í s. 453 6601. Sjúkraþjálfari Seljahlíð - heimili aldraðra, Hjallaseli 55, aug- lýsir laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara. Um er að ræða 56% starf. Vinnutími er frá kl. 8.30—13.00 virka daga og afnot af aðstöð- unni til einkareksturs utan þess tíma gegn leigugjaldi. Í Seljahlíð búa 83 einstaklingar, þar af 28 í hjúkrunarrýmum. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfé- lags. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2003. Allar nánari upplýsingar veita Margrét Á. Ósvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur, netfang: margretos@fel.rvk.is og María Gísladóttir, for- stöðumaður, netfang:mariagi@fel.rvk.is á staðnum, Hjallaseli 55, eða í síma 540 2400 milli kl. 10.00 og 14.00 alla virka daga. Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Sólvangur Hjúkrunarfræðingar Sumarvinna Bráðvantar hjúkrunarfræðing í 70% vinnu tíma- bilið 7. júlí til 18. ágúst nk. Möguleiki fyrir fleiri að skipta með sér hlutfallinu, eins tímabilinu. Ýmsir valkostir í boði . Hafi hjúkrunarnemar áhuga eru þeir einnig velkomnir. Fleiri vaktir vantar en það eru kvöldvaktir 14. 23. og 24. júlí og næturvaktir fyrir allt húsið 3.—9. júlí. Hjartanlega velkomin á góðan og gefandi vinnustað. Allar nánari upplýsingar gefur Sigþrúður Ingi- mundardóttir hjúkrunarforstjóri s. 555 6580 sigtrud@solvangur.is . Kennarar Lifa — leika — læra Þannig hljóma einkunnarorð Árskóla á Sauðárkróki. Við getum enn bætt við okkur áhugasömum kennurum í byrjendakennslu, ensku og/eða stærðfræði á unglingastigi, sem eru tilbúnir að vinna með þessi einkunnarorð að leiðar- ljósi. Nánari upplýsingar veita skólastjórnend- ur í símum 455 1100/864 5745 Árskóli er staðsettur á Sauðárkróki. Í skólanum eru 470 nemendur í 1.—10. bekk. Skólinn er einsetinn og að hluta til endurbyggður, en starfar í tveimur skólahúsum. Í Árskóla er ágætlega búin sérdeild og einnig er aðstaða í tölvu- og upplýsingatækni með því besta sem gerist í grunnskólum. Við skólann er skólavistun fyrir nemendur í 1.—3. bekk. Síðastliðin 3 ár höfum við unnið að sjálfsmati eftir skosku kerfi sem aðlagað hefur verið að íslenskum aðstæðum og nefnist „Gæðagreinar“. Skólinn er einnig móðurskóli í eineltismálum og vinnur eftir Olweusaráætluninni. Sauðárkrókur býður upp á góða þjónustu, öflugt íþróttastarf, leikskóla og fjölbrautaskóla. Heimasíða skólans: http://www.arskoli.is Frá Snælandsskóla • Umsjónarkennari óskast á unglingastig í 100% starf. Aðal kennslugreinar tölvu- kennsla og samfélagsfræði. Laun samkv. kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í símum 554 4911, 863 4911 og 865 9332. Starfsmannastjóri Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.