Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 5 Í BRESKUM fréttum í gær var frá því greint að eigendur Beano og Dandy-teiknimyndasöguút- gáfunnar styðji Tim Waterstone í hugsanlegu tilboði í ráðandi hluti í verslanakeðjunni Haml- eys. Yfirlýsing kom frá hollenska bankanum ING skömmu fyrir lokun markaða á föstudaginn um að Waterstone hygðist gera til- boð í félagið en stjórn þess hefur þegar samþykkt tilboð frá Baugi Group. Eignir Thompson-fjölskyld- unnar, sem á Beano og Dandy- útgáfuna, eru metnar á 280 millj- ónir punda; tæplega 35 milljarða íslenskra króna. Thompson-fjölskyldan hefur áður aðstoðað Tim Waterstone við fjármögnun, t.d. við stofnun Waterstone-bókaverslanakeðj- unnar og kaup á Daisy & Tom barnafatakeðjunni.Í frétt á vef- síðu The Daily Telegraph er greint frá því að í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnenda Hamleys og Baugs um hugsanlega yfir- töku Baugs á félaginu komi fram að ef samningaviðræður hefjast við aðra aðila þurfi Hamleys að greiða Baugi 440 þúsund pund (ríflega 54 milljónir króna). Samkeppni um yfirtöku á verslanakeðjunni Hamleys Eigendur teiknimynda- blaðs styðja yfirtöku EITT af séreinkennum Íslands, kleinan, var í aðalhlutverki á Safn- asvæði Akurnesinga s.l. laugardag er fyrsta Landsmót kleinusteiking- arfólks fór fram samhliða Jóns- messuskemmtum á Akranesi. Úr- valslið víða að af landinum gerði sitt allra besta við kleinubaksturinn í sérstöku tjaldi á Safnasvæðinu. Að auki hljómuðu ljúf dægurlög sem lipur harmonikkuleikari lék fyrir keppendur sem og gesti á þeim tveimur tímum sem Landsmótið stóð yfir. Reynsla Jakobínu Jónasdóttur frá Hvanneyri í kleinusteikingum hefur líkast til gert gæfumuninn en hún var elsti þátttakandi Lands- mótsins, 74 ára gömul. Dómnefnd keppninnar var sammála því að kleinur Jakobínu bæru af að þessu sinni en alls voru 10 þátttakendur. Í öðru sæti urðu kvenfélagskonur frá Hellissandi, þær Ingibjörg Steinsdóttir og Erla Laxdal Gísla- dóttir og í því þriðja Guðný Að- algeirsdóttir frá Akranesi. Um 700 manns komu og fylgdust með keppninni og sporðrenndu gestir um 2000 kleinum með kaldri mjólk – að sjálfsögðu. Að loknu Landsmóti í klein- usteikingum fór fram keppni á milli vinnustaða á Akranesi þar sem keppt var um titilinn: „Besti, fljót- asti og skipulagðasti vinnustað- urinn á Akranesi“. Markmið var að finna stöðvar sem merktar voru á kort og staðfesta fundinn með þar- tilgerðum klippum á sem skemmst- um tíma. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Þórólfsson Jóna Adolfsdóttir og Guðrún Viggósdóttir báru sig fagmannlega að á fyrsta landsmóti kleinusteikingarfólks sem haldið var á Akranesi um helgina. Kleinur Jakobínu þóttu bera af Akranesi. Morgunblaðið. UM 20 klukkustundir tók að gera við einn af ofnum Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga sem bilaði á laugardaginn með þeim afleiðingum að öskugrá reyksúla steig upp frá verksmiðjunni. Sást hún víða að. Ingimundur Birnir, framkvæmda- stjóri framleiðslusviðs verksmiðj- unnar, segir að reykhreinisbúnaður hafi bilað með þeim afleiðingum að kísilryk blandaðist við reykinn. Kís- ilryk er selt á Japansmarkað og hef- ur verið notað á Íslandi frá því á átt- unda áratugnum í sement til að vinna gegn alkalískemmdum í stein- steypu. Ingimundur segir kísilryk ekki hættulegt umhverfi á neinn hátt, hvorki fólki né dýrum. „Hins vegar er þetta sjónmengun og við er- um að tapa peningum á því að sleppa þessu út,“ segir Ingimundur. Járnblendiverksmiðjan Reykur steig til himins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.