Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 9 undirfataverslun Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355 Frábært úrval af sundfötum Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Jakkapeysa 4.100 1.600 Bómullarpeysa m/rennilás 5.100 1.900 Hettupeysa 5.700 1.900 Dömuskyrta 5.200 1.400 Tunika 5.800 1.900 Gallajakki 6.600 1.900 Sumarkjóll 4.900 1.800 Sítt pils 5.500 1.700 Einnig úrval af dömu- og herrabuxum á kr. 900 60—90% afsláttur Ótrúlega lágt verð Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl. 10.00-18.00 Sími 567 3718 virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í sumar Opið stórar stærðir (40-54) Ti lboðsdagar 20% afsláttur FJÖLDI manns var sam- ankominn í blíðunni á Ak- ureyri í gær þegar kepp- endurnir í alþjóðlegu siglingakeppninni Skippers d’Islande lögðu af stað í þriðja og síðasta áfanga keppninnar. Frá Akureyri verður siglt til Paimpol í Frakklandi þar sem keppnin hófst þann 1. júní. Keppnin er haldin til að minnast franskra sjó- manna sem stunduðu veiðar við Íslandsstrendur á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. Á laugardag var haldið hóf til heiðurs siglingaköppunum í boði Akureyrarbæjar. Þar voru meðal annars mættir bæjarstjóri Akureyr- ar Kristján Þór Júlíusson og Jacques Saleun borgarstjóri Paimpol, en hann kom hingað til lands ásamt 40 öðrum til að kynnast landi og þjóð. Hópurinn kom hingað til lands 17. júní þar sem hann var viðstaddur þegar lagt var af stað í annan áfanga keppninnar. Daginn eftir flaug hóp- urinn til Egilsstaða og var farið til Fáskrúðsfjarðar þar sem kirkju- garður franskra sjómanna var heim- sóttur. Þar fann einn keppenda leiði afa síns, en hann hafði farist við veiðar, eins og fjögur til fimm þús- und aðrir franskir sjómenn og eng- inn í fjölskyldunni vissi hvort það hefði gerst hér á landi eða einhvers staðar annars staðar. Borgarstjóra Paimpol fannst þetta vera sérstök stund fyrir sig sem og aðra í hópnum. „Það er sama hvert við höfum farið, við fáum alls staðar sömu góðu móttökurnar. Við höfum séð minjar um horfna franska sjómenn og meðal annars fann einn úr hópnum leiði afa síns, en enginn vissi hvað hefði orðið um hann. Ég vil þakka fyrir okkur því eins og ég sagði áðan þá eru allir svo gestrisnir og taka vel á móti okkur.“ Joe Seeten skipstjóri forystuskút- unnar, Arcelor Dunkerque sem er jafnframt sú stærsta sem tekur þátt í keppninni sagði við Morgunblaðið að honum hefði litist mjög vel á hugmyndina að sigla til Íslands og sýna öðrum að þetta væri hægt. „Ég er atvinnumaður og fannst spennandi að koma hingað til lands. Þetta er ekki keppni fyrir báta eins og ég er á, 60 feta opinn bát, en ég fékk samt leyfi til að taka þátt. Ég nota þessa keppni til að æfa mig því ég tek þátt í mörgum öðrum keppnum í sumar. Ég mun meðal annars taka þátt í keppni þar sem siglt verður í kringum Bretlands- eyjar og því fannst mér þetta mjög góð aðferð til að æfa mig.“ Mikil þoka og rigning Í öðrum áfanga keppninnar, þeg- ar siglt var frá Reykjavík til Ak- ureyrar fóru skúturnar norður fyrir heimskautsbaug, en þetta er í fyrsta skipti sem slík keppni fer fram svo norðarlega. „Ferðin frá Reykjavík til Akureyrar var mjög erfið vegna þess að það var mikil þoka, það rigndi og ferðalagið var hættulegt vegna þess að það er svo fáar hafnir sem hægt er að fara til ef eitthvað kemur upp á. Það var lítill vindur á leiðinni og í raun hefði það verið hættulegra ef vindur hefði verið meiri, vegna fárra hafna sem hægt er fara til. Það var yndisleg tilfinn- ing að sigla yfir norðurheimsskauts- bauginn sérstaklega vegna þess að ég hef áður siglt yfir suðurheim- skautsbauginn, en það gerði ég þeg- ar ég sigldi einn hringinn í kringum hnöttinn,“ sagði Joe Seeten. Þessi keppni var fyrst haldin árið 2000 og stefnt er að því að halda hana á þriggja ára fresti, næst árið 2006. „Ég hef mikinn áhuga á því að koma aftur en þá verð ég með fleiri í áhöfn. Núna erum við bara tveir, en þetta er svo falleg leið að það verður að deila henni með fleirum. Þessi keppni mun örugglega auka áhuga annarra á að sigla á þessar slóðir. Ég sé ekki ástæðu til annars en að fólk komi hingað ef það langar til þess, því þetta er ekki það mikið mál. Það verður samt að búa yfir einhverri reynslu til að fara þessa leið og það er til fullt af sigl- ingamönnum í Evrópu sem búa yfir slíkri reynslu. Aðrir ættu að koma hingað til að ferðast um landið og skoða sig um, en þá bara með flug- vél,“ sagði Joe Seeten að lokum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jacques Saleun, borg- arstjóri í Paimpol, skála í kampavíni á laugardagskvöldið þegar bæj- arstjóri Akureyrar bauð keppendum og aðstandendum keppninnar í teiti. Joe Seeten, keppandi í Skippers d’Islande. Joe Seeten er einn þátttakenda í siglingakeppninni Skippers d’Islande Yndisleg til- finning að sigla yfir bauginn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skúturnar í siglingakeppninni Skippers d’Islande undirbúa brottför frá Akureyri um hádegisbil í gær. Þetta er Dunkerque sem hefur forystu. Nýjar vörur Hallveigarstíg 1 588 4848

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.