Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 13 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINN ÞÚSUNDIR Írana hafa flykkst út á götur síðustu daga til að mót- mæla klerkaveldinu sem stjórnar landinu. Mótmælin hófust í höf- uðborginni Teheran að kvöldi dags 10. júní en hafa breiðst út til fleiri borga og bæja víðs vegar um land- ið. Ungir og reiðir borgarar spiluðu popptónlist í bílgræjunum sínum og dönsuðu á götunum þar sem umferð hafði verið stöðvuð. Unga fólkið, um 70% þjóðarinn- ar eru undir þrítugu, er orðið afar þreytt á að búa við hin ströngu, íslömsku lög sem gilt hafa í land- inu frá því klerkastjórnin velti keisaranum úr sessi í íslömsku byltingunni árið 1979. Það hefur fengið nóg af því að láta segja sér hverju má klæðast, hvað má lesa og hvernig má og má ekki hegða sér. „Háskólanemarnir gera ýmsar kröfur, láta sér annt um mannrétt- indi og pólitískt frelsi. Meirihluti unga fólksins myndi þó vera full- sátt bara ef það fengi meira per- sónulegt frelsi,“ segir Abdollah Momeini, meðlimur í einum af stúdentasamtökum landsins. Íbúar landsins gerðu sér vonir um meira frjálsræði þegar um- bótasinninn Mohammad Khatami var kjörinn forseti 1997 en hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því breytingar hafa gerst of hægt að þeirra mati. Mótmælin síðustu daga sýna að þolinmæðin er á þrotum. Þó er talið að þau séu ekki ógn við klerkana þar sem andstöðuna skortir foringja eða stjórn sem gæti skipulagt bylt- ingu. Stjórnvöld hafa brugðist við af hörku og hundruð manna hafa verið handtekin og margir særst í átökunum, nokkrir alvarlega. Íbú- arnir eru þreyttir á því hvernig stjórnvöld gera öll samskipti milli karla og kvenna erfið með tilskip- unum. Meðal þess sem hefur kynnt undir gremju voru nýlegar áætlanir um að flytja heimavist kvenna í háskólanum í Teheran frá heimavist karlanna á sérstakt, af- girt svæði skólalóðarinnar. Nú þegar eru kynin víða aðskilin, t.d. í strætisvögnum. Þá olli herferð strangtrúaðra fyrir því að reglum um klæðaburð kvenna væri framfylgt mikilli óánægju en konum í Íran er gert að hylja sig frá hvirfli til ilja. Síð- ustu þrjú árin hefur reyndar slaknað svo á reglunum að stuttir kyrtlar og víðar síðbuxur hafa tek- ið við af svörtu, síðu kyrtlunum og andlitsblæjunum. Þannig voru tískuvörubúðir fullar af litríkum vorfatnaði úr fallegum efnum þar til sveitir strangtrúaðra, íslamskra harðlínumanna réðust inn í búð- irnar í maí og rifu fötin í tætlur. Sást í náttfötum Faruda, sem er tvítugur nemi í stærðfræði við Isfahan-háskólann, lenti í klóm siðgæðisnefndar skól- ans í maímánuði fyrir að tala of mikið við karlmenn og klæða sig „ósæmilega“. Hún lýsir því hvern- ig hún fékk yfir sig þriggja tíma skammaræðu auk þess sem henni voru afhent 13 vers úr Kóraninum til að lesa en þau fjölluðu um hvernig konur ættu að klæða sig. „Ég hlustaði bara. Það þýðir ekk- ert að ætla að svara fyrir sig af því að þetta er Kóraninn.“ Karlar eru líka teknir fyrir. Þannig var námsmaður barinn og kallaður trúvillingur af liðsmönn- um Baseej-hersveitar íslamskra harðlínumanna sem styður ríkis- stjórninna. Hann hafði gerst sekur um að rölta niður ganginn á heimavist háskólans á náttfötun- um. Khatami og stjórn hans hafa reynt að auka persónulegt frelsi fólks með þeim árangri að trúar- lögreglan er hætt að smala saman ógiftum pörum sem sést hafa sam- an eða ráðast inn á skemmtanir og brúðkaup til að fylgja eftir banni við vestrænni tónlist og notkun á áfengi. En þótt frelsið hafi aukist lítillega þykir það ekki nóg. Fólk vill losna undan þeirri kvöð að eiga sífellt á hættu að vera áreitt, tekið höndum eða sektað fyrir brot eins og að vera með naglalakk eða hafa snældu með vestrænni tónlist í bílnum. Heimildir: New York Times og LATWP. Þolinmæðin gagnvart klerk- unum á þrotum AP Íranskir námsmenn gefa sigurmerki í mótmælum í Teheran. Klerkastjórn- in hefur brugðist hart við og fangelsað mótmælendur auk þess sem margir þeirra hafa slasast. Þeir hafa hrópað slagorð þar sem trúarleiðtoganum Khamenei er óskað dauða en slíkt orðbragð varðar fangelsun í Íran. NÝJASTA bókin um Harry Potter og sú fimmta í röð- inni, Harry Potter and the Order of the Phoenix, sló sölumet í bókabúðum í Bret- landi í gær. Á einum sólar- hring seldust 317.400 eintök í Tesco-verslanakeðjunni eða um 220 eintök á mínútu. Til samanburðar má nefna að síðasta bók, sem gefin var út fyrir þremur árum, seldist í 42.000 eintökum fyrstu vik- una eftir útgáfu hennar. „Bókin hefur slegið öll sölumet og verður án nokk- urs vafa söluhæsta bók sem við höfum boðið við- skiptavinum okkar,“ sagði innkaupastjóri bóka hjá Tesco, Caroline Ridding, í gær. Að sögn talsmanna stór- markaðakeðjunnar Asda, sem opnaði allar verslanir sínar á miðnætti aðfaranótt laugardags er bókin kom út, seldust þar 30.000 eintök á fyrsta klukkutímanum og í yfirlýsingu sem bókaversl- anakeðjan VH sendi frá sér í gær sagði að nýjasta bókin um Harry Potter seldist hraðar en nokkur önnur bók. Fyrstu fjórar bækur J.K. Rowlings, höfundar Harry Potter-seríunnar, hafa selst í 192 milljónum eintaka um allan heim. Þær hafa verið þýddar á 55 tungumál og gefnar út í 200 löndum. Harry Potter slær öll sölumet London. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.