Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTAFRÆÐINGARNIR Jón Karl Helgason og Jón Özur Snorrason ganga með gestum um stræti borgarinnar í Jóns- messugöngu á þriðjudagskvöld. Gangan er í boði Borgarbókasafns Reykjavíkur í tilefni afmælisárs safnsins og útkomu vegvísis um þessar slóðir sem safnið hefur unn- ið og kemur út á íslensku og ensku í bæklingaröð Höfuðborgarstofu sama dag. Í vegvísinum er staldrað við á nokkrum stöðum í miðborg- inni og næsta nágrenni og skyggnst inn í verk íslenskra höfunda sem hafa þessa staði að sögusviði. Jón Karl Helgason og Jón Özur hafa kynnt sér borgina í bók- menntum frá ólíkum sjón- arhornum. Þá munu Sjón og Stein- unn Sigurðardóttir, sem bæði eiga texta í vegvísinum, lesa upp úr verkum sínum á „söguslóðum“ þeirra. Safnast verður saman í aðalsafn- inu í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, kl. 20 og gengið þaðan um miðborg- ina í eina til tvær klukkustundir. Séð yfir Þingholtin. Gengið um götur Reykjavíkur FÁTT er svo með öllu illt … Þannig hefst alþekkt máltæki og sannast á þeim fjölmörgu skrifum sem birst hafa í kjölfar samninga Reykjavíkurborgar við Pétur Ara- son út af Safni hans og Rögnu konu hans við Laugaveginn. Allt í einu er eins og listamenn hafi vaknað upp af værum blundi og fundið að þeir gætu stungið niður penna til að láta í ljósi álit sitt á málefnum mynd- listar. Það væri vissulega fagnaðar- efni ef þessi skyndilega umræðu- gleði væri komin til að vera en einskorðaðist ekki við þennan eina atburð. Fjölmargt situr enn á hak- anum varðandi þarfir íslenskrar myndlistar og veitir ekki af breiðum stuðningi í formi skriflegrar um- ræðu til að þoka því til betri vegar. Eins og fram hefur komið í skrif- um þeirra listamanna sem mundað hafa pennann að undanförnu eru það bágborin afkoma og aðstaða greinarinnar sem mestum áhyggj- um veldur. Það eru í raun engin ný- mæli, og heldur ekki dæmigert fyrir myndlistina eina. Ekki er langt síð- an Vladimir Ashkenazy kom hér við og trúði varla eigin augum; að enn bólaði ekkert á marglofuðu tónlist- arhúsi í Reykjavík. Þótt við eign- umst hvern afbragðsmanninn af öðrum á sviði tónlistar, og sumir þeirra verði ekkert minna en heims- frægir, skánar aðstaða greinarinnar ósköp lítið hér heima. Hið sama má herma upp á myndlistina. Hún er of oft tekin fyrir einbert tómstunda- dútl örfárra sérvitringa en ekki skoðuð sem fjölmenn og fullgild starfsgrein. Þó eru tugir myndlist- armanna útskrifaðir ár hvert úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu upp á vasann. Varla halda menn að allt það góða, unga fólk sé að eyða dýrmætum tíma og fjármunum í einskært tómstundagaman? Samt eru boðskiptin í íslensku samfélagi þess eðlis að listir eru ekki teknar með þeim alvöruþunga sem vera ber. Afleiðingarnar eru þær að þjóð sem lengstum hefur verið hrjáð af of fábreyttu athafna- lífi nýtir sér aðeins að takmörkuðu leyti möguleika atvinnugreinar sem hundruð manna stunda og þúsundir njóta. Þegar talað er um grósku og vöxt í íslensku athafnalífi eru listir aldrei nefndar á nafn. Það er mikið gert úr hvers kyns vaxtarbroddum atvinnulífsins í hvert sinn sem ein- hverri nýsköpun er hrundið úr vör. Það gildir einu hvort slík nýsköpun er á algjöru tilraunastigi eða eigi langt í land með að sanna ágæti sitt. Slíku átaki er fylgt úr hlaði með miklum bjartsýnisviðtölum, árnað- aróskum og veglegum fréttaskotum, enda hefur fyrirtækið ávallt verið blessað í bak og fyrir með veglegum styrkjum úr nýsköpunarsjóðum landsmanna. Aldrei eru listir með í slíkum fréttapakka. Það þykir svo sjálfsagt að á þeim bænum sé unnið kaup- laust, af sjálboðaliðum í fullkominni áhugamennsku, við vonlausar kring- umstæður og algjört öryggisleysi, að framámönnum kemur nánast aldrei til hugar að það þurfi að styrkja listrænt framtak, hvað þá að þeir telji að það eigi rétt á stuðningi líkt og önnur nýsköpun í landinu. Oftar en ekki heyrist fleygt þeirri úreltu hégilju að listirnar þrífist best þegar listamenn eru við hung- urmörkin. Ef til vill er þó ekki við athafnalífið sjálft að sakast þegar þetta landlæga sinnuleysi er annars vegar. Það er miklu nær að spyrja listamenn og þá sem vinna við listir hverju sæti það langlundargeð sem sættir þá við lélegar aðstæður, litla peninga og skerta vaxtarmöguleika. Undirritaður er í þeim efnum hvergi undanþeginn sjálfsagðri nafla- skoðun. Ástæðan fyrir bágbornum innvið- um íslensks listalífs – sem meðal annars kemur fram í skorti á veg- legu, alhliða tónlistarhúsi og fjár- skorti listasafna, listhúsa og leik- félaga – virðist sumpart vera skammsýni og sumpart þröngsýni. Listamenn og þeir sem starfa við listir virðast of uppteknir af nánustu tilveru sinni innan greinarinnar til þess að eygja raunverulegar þarfir hennar, vaxtarmöguleika og þann sess sem henni ber. Með öðrum orð- um: Eitt er að skapa list, annað er að gagnrýna hana og hið þriðja er að finna henni verðugan samastað svo að tryggja megi merkingu hennar og gildi innan samfélagsins, sem og meðal samfélags þjóðanna ef svo ber undir. Segja má að við Íslendingar höf- um rækt tvö fyrstu atriðin með ágætum en þriðja atriðið liggur enn óbætt hjá garði. Þrátt fyrir góðan ásetning og ágætan vilja höfum við ekki megnað að sanna gildi íslenskr- ar listar fyrir því samfélagi sem við byggjum. Þar sem það hefur ekki tekist sem skyldi eru íslenskir lista- menn sömuleiðis afar illa kynntir ut- an landsteinanna, og verk þeirra næstum ósýnileg þótt alltaf sé verið að reyna að halda þeim á lofti úti í hinum stóra heimi. Þrátt fyrir mikil umsvif – mun meiri en í flestum öðrum löndum – er staða íslenskra lista, meðal inn- lendra atvinnugreina, harla bág- borin og snöggtum óljósari en víðast hvar í Evrópu. Gott dæmi þess er fölsunarmálið margumtalaða, sem Ólafur Jónsson forvörður telur að hafi kostað þolendur um eitt hundr- að milljónir í beinhörðum peningum, að ótöldum öllum þeim óbeina skaða fyrir íslenska myndlist sem hlaust af málinu. Svo að eitthvað sé tekið til viðmiðunar þá er upphæðin fimmt- ungi hærri en féð sem fara mun í Safn þeirra Péturs og Rögnu næstu fimm árin. Þó stungu fáir niður penna til þess að lýsa yfir vandlæt- ingu sinni á svo botnlausri sóun. Eitt sannaði skaðinn þó ótvírætt: Það skortir ekki fjármuni til íslenskrar myndlistar, aðeins holla ráðgjöf og listræna hvatningu svo að fjár- munum sé varið sem best. Falsanatollurinn og umræðan Stórar borðrústir heitir þetta verk eftir Dieter Roth (1930–1998), en hann vann að því þrjátíu síðustu ár ævinnar. Dieter er heygður undir Jökli, nán- ar til tekið að Hellnum. Enn ber hann hróður landsins út um heim þótt Ís- lendingar viti fæstir deili á honum eða list hans. Eftir Halldór Björn Runólfsson Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands. FJÖLBREYTILEGT landslag Mý- vatnssveitar og nágrennis er meginþema 20. einkasýningar Sólveigar Illugadóttur sem nú stendur yfir í Sel-hóteli Mývatni. Þar getur að líta landslags- myndir og blómamyndir en lista- konan hefur mikinn áhuga á um- hverfi sínu og þeim óteljandi litbrigðum sem náttúra landsins hefur upp á að bjóða. Auk þessarar sýningar er að koma út geisladiskurinn „Töfrar“ sem hefur að geyma átta frum- samin lög eftir Sólveigu auk þriggja laga eftir aðra höfunda sem hún syngur og verður hann til sölu á hótelinu en hann fer í dreifingu hjá Eddu – miðlun. Útsetningarnar gerðu Magnús Kjartansson og höfundur en upp- takan fór fram í MK hljóðveri í Hafnarfirði. Aðalsöngkonan á diskinum er Jóhanna Seljan sem er Mývetningur en Þorvaldur Þorvaldsson og Sigrún Eva Ár- mannsdóttir syngja sitt lagið hvort. Um undirleikinn sjá þeir Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjónsson, Gunnlaugur Briem, Ásgeir Óskarsson og Kristján Edelstein. Sólveig spilar sjálf á píanó í tveimur lögum. Sólveig Illugadóttir, sem er fædd og uppalin í Mývatnssveit, var við nám í Orgelskóla þjóð- kirkjunnar í Reykjavík þar sem hún lærði söng, orgelleik og söngstjórn. Þá lærði hún klass- ískan söng þegar hún var við nám við Forneby-lýðháskólann í Sví- þjóð auk þess sem myndlist- aráhugi hennar vaknaði þar en hún var þá með mjög góðan myndlistarkennara. Hún lærði hjúkrunarfræði og starfaði á þeim vettvangi með hléum í yfir 30 ár. Eftir illkynja krabbamein í skjaldkirtli 1989 kom tónlistin á fullum krafti inn í líf hennar og fór hún þá að semja lög. Fyrsta lag hennar var „Töfrar“ og orti Hákon Að- alsteinsson ljóð við það en þar er fjallað um töfra Mývatnssveitar. Síðan komu fleiri lög á eftir. Sólveig sneri sér alfarið að myndlist árið 1996 þegar hún gat ekki lengur verið á vinnumarkaði og hafði hún verið á nokkrum námskeiðum, m.a. hjá Sigrúnu Jónsdóttur kirkjulistakonu. Auk einkasýninga sinna hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. „Þegar ég mála set ég gjarnan plötu á fóninn,“ segir Sólveig en það gefur henni mjög mikið að fást við liti og tónlistin er fylgi- fiskur hennar, eins og hún segir sjálf. Hún var sex ára gömul þeg- ar hún byrjaði að spila á hljóð- færi, gítar og orgel, og raddsetti sjálf og söng með. Frá tíu ára aldri var hún með í kórum og um tíma í Liljukórnum í Reykjavík undir stjórn Jóns Ásgeirssonar tónskálds. Sýning Sólveigar stendur til 30. júní nk. og er opin daglega. Töfrar í mynd- um og tónum Laxamýri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Atli Sólveig Illugadóttir við verk sín á sýningunni í Mývatnssveit. FRÁ byrjun mánaðarins hefur stað- ið yfir menningar- og listahátíðin Bjartir dagar í Hafnarfirði. Hátíð- inni lýkur í dag, mánudag, með fjöl- breyttri dagskrá. Í Hellisgerði og nágrenni verður Jónsmessuævintýri frá kl. 19 til 23.30. Við Bókasafnið verður grill- veisla og DJ Mikki og DJ Andri spila tónlist fyrir gesti. Grillveislan hefst kl. 19 og stendur til 21. Götulistahópur Vinnuskólans bregður á leik með litríku glensi og gríni en Heilsubúðin býður upp á áruljósmyndun og árulestur við austurinngang Bókasafnsins allt kvöldið. Í Hellisgerði mun Súfistinn vera með fjölbreytta fjölskyldudagskrá. Fram koma: Bardukhasveitin og færeyska söngkonan Eivör Pálsdótt- ir, Kór Flensborgarskólans og Kvennakór Hafnarfjarðar, Tríó Manía og hafnfirski dúettinn Acus- tik. Kynnir kvöldsins er Stefán Karl. Súfistinn verður með veitingar á staðnum og býður öllum börnum upp á Hlunk íspinna. Dagskráin í Hellisgerði hefst kl. 20:30 og lýkur kl. 23:30. Lokaviðburðir Bjartra daga SIGURRÓS Þorgrímsdóttir, for- maður Lista- og menningarráðs Kópavogs, opnaði nýlega nýja heimasíðu Bókasafns Kópavogs: www.bokasafnkopavogs.is. Þar er að finna upplýsingar um safnið, þjónustu þess, starfsemi og sögu auk frétta af þeim sýningum og viðburðum sem eru í gangi í safninu á hverjum tíma. Deildir safnsins hafa hver sína síðu í vefnum og þar eru tengingar á ýmsar vefsíður sem tengjast efni deildanna notendum til hægðarauka. Hönnuður vefjarins er Jóhann Ís- berg. Bókasafn Kópavogs opnar nýja heimasíðu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.