Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 15 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval Stígvélaði kötturinn Skemmtanahaldarar, félagasamtök, bæjarfélög, fyrirtæki! Vantar skemmtiefni? Bjóðum 15 mínútna atriði úr hinni vinsælu sýningu „Stígvélaði kötturinn“ sem Sjónleikhúsið sýndi í vetur á Litla sviði Borgarleikhússins. Höfundur laga og söngtexta: Valgeir Skagfjörð Leikgerð: Valgeir Skagfjörð og Stefán Sturla Upplýsingar í síma: 896-4878 Stefán 862-0856 Jakob Netpóstur: thor.list@vortex.is G ey m ið a u g lý si n g u n a ÆFINGAR eru hafnar á nýju verki eftir Bjarna Jónsson, Vegurinn brennur, og verður það frumsýnt í haust í Þjóðleikhúsinu, Smíðaverk- stæðinu. Leikstjóri er Viðar Egg- ertsson. Leikendur eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurð- arson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Lýsing er í höndum Páls Ragn- arssonar, um leikmynd og búninga sér Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Vegurinn brennur er leikrit um ís- lenskt nútímafólk sem er staðráðið í að búa sem best í haginn fyrir sjálft sig og framkvæmir með hugsunina eina að vopni en veit ekki fyrr en til- finningarnar skella í bakið á því. Bjarni Jónsson hefur starfað sem höfundur, dramatúrg og þýðandi, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Nemenda- leikhúsið, Leikfélag Íslands og EGG- leikhúsið. Leikrit Bjarna eru Korkmann, sem hlaut 2.–3. verðlaun í leikrita- samkeppni LR 1989 og var leiklesið í Þjóðleikhúsinu 1992, Mark, sviðsett af Skagaleikflokknum 1994, og Kaffi sem Þjóðleikhúsið sýndi á litla sviðinu 1998. Uppsetningin á Kaffi var sýnd á evrópsku leikritahátíðinni Bonner Biennale þá um sumarið og leikritið flutt í vestur-þýska útvarpinu í Köln árið 2000. Bjarni var tilnefndur til norrænu leikskáldaverðlaunanna árið 2000. Borgarleikhúsið í Augs- burg fyrirhugar að frumsýna Kaffi í Þýskalandi. Morgunblaðið/Árni Torfason Leikarar og aðrir aðstandendur saman komnir á fyrsta samlestri á Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson. Æfingar hafnar á Vegurinn brennur 4 stk. í pakka verð kr. 2.300. Kanna í stíl kr. 2.995. 5 mismunandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 DARTINGTON GLÖS 1.995. 4 MEÐ þessum tveim bindum lýkur útgáfu á Sögu Reykjavíkur sem hófst árið 1991. Áhugamenn um sögu höf- uðborgarinnar höfðu beðið alllengi eftir útkomu þessara tveggja binda en ólíkt því sem almennt gerist í út- gáfu staðasagna af þessu tagi var Saga Reykjavíkur ekki gefin út í „réttri röð“, þ.e. að fyrsta bindi kæmi fyrst út og hið síðasta ræki lestina. Þvert á móti kom miðhlutinn, bindin sem ná yfir tímabilið 1870–1940, fyrst út, þá þau sem fjalla um árin eftir 1940, og nú síðast þau sem ná yf- ir lengsta skeiðið, frá landnámi til 1870. Ekki er mér kunnugt um, hvers vegna þessi háttur var á hafður, og reyndar skiptir það litlu máli. Aðal- atriðið er að öll bindin eru komin út og mynda góða heild, nánast ótrú- lega góða þegar þess er gætt að verk- ið er samið af þremur höfundum sem hljóta að teljast til þriggja og að ýmsu leyti ólíkra kynslóða íslenskra sagnfræðinga. Viðfangsefni þessara þriggja höf- unda eru um margt ólík og hlýtur það að móta öll efnistök þeirra og um- fjöllun um söguefnið. Þannig fjölluðu þau tvö bindi, sem fyrst komu út og Guðjón Friðriksson skrifaði, um það hvernig Reykjavík breyttist úr þorpi í bæ og síðan borg, en Eggert Þór Bernharðsson fékk það hlutverk að segja vaxtarsögu borgarinnar um hálfrar aldar skeið. Tímabilið, sem þessir tveir höfundar fjölluðu um, var um margt ákaflega viðburðaríkt og jafnframt vel afmarkað í söguleg- um skilningi. Höfundar höfðu einnig úr mörgum og góðum heimildum að moða, opinberum gögnum, blöðum og minningum ýmiss konar, auk þess sem þeir gátu farið um sögusviðið og virt það fyrir sér, skoðað byggingar sem settu svip á þann tíma er þeir fjölluðu um o.s.frv. Jafnframt gátu þeir í einhverjum mæli nýtt sér munnlegar heim- ildir, frásagnir fólks er lifað hafði a.m.k. hluta sögutímans og tekið þátt í ýmsum at- burðum. Aðstaða Þorleifs Óskarssonar er öll önnur að því er heim- ildir snertir. Tímabil- ið, sem hann fjallar um, er hið lang- lengsta en jafnframt hið viðburðasnauð- asta og fátækasta að heimildum. Í upphafi þess varð að sönnu sá stóratburður að fyrsti land- námsmaðurinn settist að í Reykja- vík, en síðan gerðist næsta fátt sögu- legt í Víkinni fyrr en með stofnun Innréttinganna um miðja 18. öld. Þá myndaðist fyrst þorp í Reykjavík, sem hélt svo áfram að vaxa og var orðið að dálitlum bæ þegar sögu- þráðurinn er felldur um 1870. Engum, sem eitthvað hefur fengist við íslenska byggðasögu, getur dulist að verkefni höfundar þessara binda var giska vandasamt. Að segja sögu margra alda, þar sem atburðarásin er um margt óljós og heimildir af skornum skammti, er allt annað en auðvelt viðfangsefni fyrir sagnfræð- ing, a.m.k. ef hann vill vera trúr heimildum sínum og hefðbundnum vinnubrögðum í fræðigreininni. Að minni hyggju hefur Þorleifi tekist vel að leysa þetta vandamál. Hann hefur frásögnina vitaskuld með því að segja frá komu Ingólfs Arnarsonar og hans fólks og gerir allrækilega grein fyrir því, sem ritað hefur verið um Ingólf og afkomendur hans og hlutverk þeirra og Reykja- víkur í sögu landsins fyrstu aldirnar eftir landnám. Eftir að Ingólfsniðjar hverfa af sviðinu er hins vegar fátt vitað með nokkurri vissu um gang mála í Reykjavík fyrr en kemur fram um aldamótin 1700. Þarna er 6–700 ára „gat“ í sögunni og í það reynir Þorleifur að stoppa með almennum lýsingum af atvinnu- og lifnaðarháttum. Það tekst honum að sönnu ágætlega, en hinu er þó ekki að neita, að sagan verður á köflum lands- saga fremur en Reykja- víkursaga. Við lestur þessa hluta fyrra bindis- ins hvarflaði það oft að mér, hvort ekki hefði allt eins mátt viðurkenna í verki þau takmörk sem heimildafæðin setur og gefa þessa þúsund ára sögu út í einu bindi. Eftir að kemur fram á 18. öld verða heimildirn- ar mun ríkulegri og helst svo allt til loka. Þá breytist og aðstaða höfund- arins og honum tekst ágætlega að segja sögu Reykjavíkur frá stofnun Innréttinganna og allt fram til 1870. Hann gerir glögga grein fyrir vexti Reykjavíkur og því hvernig hún varð höfuðstaður landsins og lýsir jafn- framt daglegu lífi og kjörum bæjar- búa, hárra sem lágra, á greinagóðan hátt. Þessi tvö bindi Reykjavíkursögu eru að öllu leyti ágætlega skrifuð og á köflum bráðskemmtileg aflestrar. Af heimildaskrám má sjá að höfundur hefur víða leitað fanga og stuðst við flestar þær heimildir, sem mestu máli skipta fyrir sögu Reykjavíkur. Nokkra athygli vekur þó að nokk- urra nýlegra rannsókna er ekki getið í skránum. Það mun þó stafa af því að bækurnar hafa beðið útgáfu um skeið og er þar ekki við höfundinn að sakast. Eins og fyrri bindi í Sögu Reykja- víkur eru þessi einkar glæsileg að öll- um frágangi. Þau eru í stóru broti, prentuð á vandaðan og fallegan pappír og prýdd miklum fjölda mynda. Bækurnar bera hönnuðum sínum og prenturum þannig fagurt vitni, eini gallinn er sá að vegna stærðar og þyngdar eru þær einstak- lega óhentugar í notkun. Þær verða helst lesnar við púlt – og alls ekki í rúminu. Reykjavík í þúsund ár BÆKUR Sagnfræði Þorleifur Óskarsson. Iðunn, Reykjavík 2002. VIII+435; VI+475 bls., myndir, kort. SAGA REYKJAVÍKUR – Í ÞÚSUND ÁR 870–1870. I–II Þorleifur Óskarsson Jón Þ. Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.