Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Formáli Ef hægt er að tala um að eitthvað í listum sé jaðarlist og þá ekki í nei- kvæðri merkingu, er vel við hæfi að bera þessa tvenna tónleika saman. Fyrri tónleikarnir voru kammertón- leikar, þar sem leikin og sungin voru verk eftir íslensk tónskáld. Í tónmáli þessara verka var glímt við nútíma- legan rithátt, þ.e. flóknar samsetning- ar hljóma, tónferlis, formgerða og blæbrigða og gerðar strangar kröfur til flytjenda og hlustenda, sem sagt, flutt tónlist er grundvallast á þekk- ingu og þjálfun. Á seinni tónleikunum var hins vegar um að ræða söng ungs skólafólks, sem er að hefja leit sína í listakistu tónlistarinnar og þar lifir leikurinn og sönggleðin en einnig var tekist á við alvarleg viðfangsefni. Söngfólkið í kór Flensborgarskólans stendur við þau vegamót, þaðan sem hver og einn velur sér leið sína til frægðar eða frama. Þeir sem hins vegar lögðu fram krafta sína á fyrri tónleikunum, hafa þegar haslað sér völl, aflað sér menntunar og þjálfað sig til átaka við hin erfiðustu verkefni tónlistarinnar. Þannig umvefja þessi jaðarsvið alla tónmennt þjóðarinnar og þegar litið er yfir völl, er full ástæða til að gleðjast og kvíða engu um framtíð tónlistar í landinu. Kammertónleikar Kammertónleikar „Bjartra daga“ sl. fimmtudag hófust á fjórum þáttum úr kantötu eftir Finn Torfa Stefáns- son, sem byggð er á 44. sálminum úr Passíusálmum Hallgríms Pétursson- ar. Um er að ræða tvo dúetta og tvær aríur. Hljóðfærarithátturinn er kontrapunktískur og mjög þéttur og hefði því þurft að leggja nokkra áherslu á mismun í styrk, t.d. á móti sönglínunum en í heild var hljóðfæra- leikurinn í nærri því sama styrk út allt verkið. Þetta var sérstaklega áberandi í fyrsta dúettinum, „Hróp- aði Jesús hátt í stað“, og aríunni „Einnig sýna þér orð hans klár“, sem Signý Sæmundsdóttir söng af öryggi en mátti hafa sig alla við á móti hljóm- sveitinni. Í tenoraríunni „Hönd þín drottinn hlífi mér“ fékk Einar Clau- sen meira hljómrými og söng aríuna í heild mjög vel og nærri því hnökra- laust, sem telst vel af sér vikið, því þó tónmál verksins sé í raun al-tónalt, er það sönglega mjög erfitt. Lokadúett- inn „Að morgni og kvöldi minnst þess vel“ var svolítið þreyttur í flutningi, bæði í hryn og blæmótun, þrátt fyrir annars ágætan flutning á köflum. Tónmál Finns Torfa er kontrapunkt- ískt og á tíðum mjög flókið, sem kallar á yfirvegaða mótun blæbrigða og markvissa túlkun, sem bíða verður betri tíma og lengri samvista við þessa flóknu tónlist. Annað viðfangsefnið var Concert- ino eftir Þórð Magnússon, sem hann samdi 1996 og var þá strax ljóst að Þórður er efnilegt tónskáld og hefur hann síðan sannað sitt mál, svo um munar, með frábærlega vel saminni kammertónlist. Verkið er samið fyrir átta hljóðfæraleikara og er í þremur þáttum. Sá fyrsti er langur og þraut- unninn en miðþátturinn er sérkenni- lega falleg kansóna fyrir selló, er var einstaklega vel flutt af Hrafnkeli Orra. Þrátt fyrir nokkuð flókinn rit- hátt er verkið oft mjög tónalt, þar sem heyra má tekist á við ýmiss kon- ar tónferlisleiki, er aðgreinir verkið í eins konar raðform. Þetta var sérlega áberandi í lokakaflanum. Í heild var verkið flutt á sannfærandi máta, þó kansónan fyrir sellóið sé eitthvað sem ekki lætur mann í friði. Lokaverk tónleikanna var Nætur- ljóð eftir John Speight, samið við ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Næt- urljóð, úr ljóðabókinni Dvergliljur (1968) og við þrjú ljóð, Skammdeg- isvísur I, II og III, úr ljóðabókinni Kyndilmessu (1971). John Speight velur þá leið að raða textanum eins og í kóralforspili, form þar sem hljóð- færaleikurinn er nærri því ráðandi með „kóral“-innskoti textans. Þannig er vitnað í fyrsta ljóðið, „Hve mjúklát er nóttin“, víða í verkinu en sem and- stæðu við hugljúfa stemmninguna í Næturljóðinu notar tónskáldið Skammdegisljóð, „Kuldi og myrkur“, en síðan í öðru ljóðinu glampar á sól- ina „… eins og minning um ljúfan sumardag“ og þá síðasta ljóðið úr Skammdegisvísum, „Ó, það hefur snjóað í nótt“. Allt þetta tengir John Speight mjög fallega saman og túlkar stemmninguna í hljóðfæraleiknum, sem var á köflum áhrifamikill, mildur þar sem það á við og hörkulegur ann- ars vegar, t.d. í kuldastefinu. Verkið er í heild tónalt, þar sem brugðið var upp tóntegundabundnum tónhend- ingum, eins og heyra mátti í ágætum sellóeinleik Hrafnkels Orra og einnig í öruggum og vel mótuðum söngnum hjá Einari Clausen, í frábærum sam- leik við ágætan flutning hljómsveit- arinnar, sem Oliver Kentish stjórnaði af röggsemi. Kórtónleikar Á seinni tónleikum „Bjartra daga“ sl. föstudag í Hafnarfirði, nánar til- tekið í Hafnarborg, söng kór Flens- borgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og hóf söng sinn með Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sig- urbjörnsson og þá varð strax ljóst, að kór Flensborgarskólans er góður kór og að Hrafnhildur Blomsterberg er góður kórstjóri. Þessu hélt fram í næstu þremur útsetningum á íslensk- um þjóðlögum, Grafskrift eftir Hjálmar H. Ragnarssonar, Þýtur í stráum eftir undirritaðan og Kvöld- vísum eftir Fjölni Stefánsson, er öll voru einstaklega vel flutt. Lítill kór eldri söngfélaga söng tvö lög, fyrst O vos Omnes, eftir Pablo Casals og I’m a train, hermilag eftir Hammond og Hazelwood. Þessi sönghópur er auð- heyrilega nýlega farinn að æfa sam- an, en gæti átt til að gera ýmislegt vel, með meiri æfingu. Tvö lög úr Sjö ljóð- um op. 62 eftir Brahms voru flutt af þokka og sama má segja um Fyrirlát- ið mér, sem er sálmur úr óperunni Galdra-Lofti. Þá var söngur unga söngfólksins sérlega fallegur í Brátt mun birtan dofna eftir Sigfús Einars- son og sem aukalag fyrir hlé söng kórinn, með miklum glæsibrag, Land míns föður landið mitt eftir Þórarin Guðmundsson. Eftir að hafa látið tónleikagesti syngja með kórnum listaverkið Ó, blessuð vertu sumarsól eftir Inga T. Lárusson sungu þrjár stúlkur, er kalla sig Tríó mania, tvö lög af léttari gerðinni við undirleik félaga sinna á píanó og bassa. Lögin, sem þær sungu mjög vel með fallegri og lifandi hljóman, voru Almost like being in Love eftir Fr. Loewe og hressilegt boogie woogie-lag eftir Don Raye og vakti söngur þeirra, sérstaklega í seinna laginu, mikla lukku. Cucú, cucú eftir Juan del Encina (1468–1529), spánskan leikritahöfund og skáld frá Salamanca, er samdi að- eins söngva við sín eigin leikrit, var næst á efnisskrá stóra kórsins og var þetta leikhúslag skemmtilega sungið. Fine knacks for ladies eftir John Dawland, enska þjóðlagið um Johnny Todd og þrjú ungversk þjóðlög útsett af Béla Bartók voru ekta kórviðfangs- efni og að mörgu leyti vel flutt. Í ball- öðunni um Johnny Todd sungu tveir kórfélagar sóló og gerðu það af smekkvísi. Mestu átaksverkefnin voru þrír negrasálmar, Elija Rock, Wade in the water og Sed down serv- ant, og þar tókst söngstjóranum að laða fram sterka hrynskerpu og þar fékk söngfólkið unga að syngja út en þessum frábæru tónleikum lauk svo með Maístjörnunni, sem var sérlega vel flutt með mögnuðu risi undir lok- in. Eftirmáli Kór Flensborgarskólans er vax- andi kór og býr að því að stjórnand- inn, Hrafnhildur Blomsterberg, er frábær kórstjóri. Auk þess má geta þess að Hafnarfjörður er til fyrir- myndar um kóramenningu, sem trú- lega byggist nokkuð á frumkvöðla- starfi Egils Friðleifssonar við Öldutúnsskólann. Nú er starfandi góður og vel útbúinn tónlistarskóli í Hafnarfirði, kammerkór, kirkjukór og ýmsir aðrir sönghópar, svo að segja má, að sungið sé í hverju horni í Hafnarfirði. Það er ekki aðeins, að kórstarf sé menntandi, heldur getur slík stofnun haft mikil félagsleg áhrif langt úr fyrir veggi skólans og þar sem vel er sungið, þar er mennilegt fólk og þann hróður ber Kór Flens- borgarskóla langt út fyrir Hafnar- fjörð. TÓNLIST Hafnarborg Bjartir dagar Flutt voru kammerverk eftir Finn Torfa Stefánsson, Þórð Magnússon og John A. Speight. Einsöngvarar voru Signý Sæmundsdóttir og Einar Clausen. Einleikari á selló: Hrafnkell Orri Egilsson. Stjórnandi: Oliver Kentish. Fimmtudagurinn 19. júní, 2003. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Finnur Torfi Stefánsson John Speight Þórður Magnússon Kór Flensborgarskóla undir stjórn Hrafn- hildar Blomsterberg söng íslensk og er- lend söngverk. Föstudagurinn 20. júní, 2003. SÓLSTÖÐUTÓNLEIKAR Þekking og sönggleði Í FORNUM ritum er fjallað um þær merkilegu loftsjónir þegar þrjár sólir sjást í einu. Sam- kvæmt fornri trú eru hinar tvær aukasólir úlfar tveir, annar á undan, hinn á eftir. Sú sól sem á undan fer er kölluð gíll en hin sem á eftir fer úlfur. Er talað um að sólin sé í úlfakreppu ef þessa náttúrufyr- irbrigðis gætir. Af því er dreginn málshátturinn: Sjaldan er gíll fyrir góðu, nema úlfur á eftir renni. Ekki er mér ljóst hversu mikla hliðsjón Sigurður Ingólfsson hefur af þessum fornu hugmyndum í nýrri ljóðabók sinni Þrjár sólir. En víst er að sólirnar þrjár eru miðlægt tákn í þeim rómantíska ljóðaheimi sem þar er dreginn. Bókin er í reynd ljóðabálkur, ljóð- in nafnlaus og flokkarnir tengdir árstíðum og illum vetrardraumum; Haust, Martröð, Vor og Við Gálga- klett. Ljóðheimur Sigurðar er mjög myndrænn. Skáldið sækir myndmál sitt til náttúrunnar og gæðir hana persónulegum eiginleikum með per- sónugervingum og alls konar skyn- blöndun: Rauðbirkinn röltir haustilmur inn um gluggann. Hann er með heilmikinn farangur og örugglega yfirvigt. Hann kemur sér þægilega fyrir. Eins og sannur ferðalangur tekur hann ekki allt upp úr töskunum bara eina og eina flík rauðgula liti og myndir. Ljóðaflokknum í heild er þó frem- ur ætlað að varpa ljósi á kenndir og tilfinningar en lýsa náttúrunni enda þótt náttúrumyndir séu notaðar til að túlka þessar tilfinningar. Skáldið fjallar í senn um fortíð, nútíð og framtíð, sorg, söknuð, ást og vonir. Í einu kvæðanna koma sólirnar fyrir sem í senn það sem liðið er og sem for- boðar. Skáldið horfir á þrjár sólir setjast framundan sér, „ang- an lífs / fortíðarsögur / og framtíðarmynd- ir“. Í tveimur fyrstu ljóðabálkunum um haustið og veturinn er fjallað um söknuð eftir undralandi æsk- unnar og sorg þess sem horfir á hinar liðnu bernsku- myndir, hinar þrjár sólir bernsk- unnar; móður, föður og bróður, sólir ,,sem virðast / að eilífu sestar“. Í kaflanum um vorið er aftur á móti veröldin bjartari þó að hún sé í reynd ef betur er að gáð eins og á hnífsoddi. Í tjörninni miðri glampa þrjár sólir, tveir strákar og móðir þeirra, í einum punkti og það er vor. Þetta einfalda táknmál gerir bók Sigurðar aðgengilega og skiljan- lega. Helsti kostur ljóða hans er einföld og hnitmiðuð myndsköpun sem sækir kraft sinn í náttúruna eins og í þessu kvæði sem er til- brigði við kunnuglegt stef úr heims- bókmenntunum þar sem tilfinningar og vera eru bundnar frostböndum og heljarkulda: Dagurinn er víðs fjarri og morgunninn fýkur burtu með vettlingunum sem eru enn að þvælast rétt utan seilingar og ég er eins fastur og frekast er unnt. Einhversstaðar veit ég af ilmandi hlýju og faðmi en mér halda klakabönd. Ljóðabókin Þrjár sólir er í heild sinni áferðarfallegt verk, ef til vill ekki stórbrotið, en vandaður skáld- skapur og aðgengilegur. BÆKUR Ljóð eftir Sigurð Ingólfsson, Sing, 2003 – 67 bls. ÞRJÁR SÓLIR Skafti Þ. Halldórsson Sigurður Ingólfsson Rauðbirkinn haustilmur ÞÓRA Þórsdóttir fær að þessu sinni styrk úr Listasjóði Guð- mundu S. Kristinsdóttur á sviði myndlistar. Sjóðinn stofnaði myndlistamaðurinn Erró til minn- ingar um frænku sína Guðmundu og er sjóðnum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Árlega er veitt framlag til listakonu sem þykir skara fram úr og er þetta í sjötta sinn sem veitt er úr sjóðn- um. Styrkupphæðin nemur 300.000 krónum. Það var Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykja- víkur og formaður sjóðsstjórnar, sem afhenti Þóru viðurkenn- inguna. Aðrir sem skipa sæti í stjórn sjóðsins eru Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, og Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri. Listasjóður Guðmundu S. Krist- insdóttur frá Miðengi var stofn- aður í tilefni af gjöf Errós á and- virði íbúðar að Freyjugötu 34, er Guðmunda hafði arfleitt hann að. Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur með því að veita ár- lega framlag til viðurkenningar og eflingar á listsköpun kvenna. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafn. Þær konur sem áður hafa hlot- ið viðurkenningu úr sjóðnum eru Ólöf Nordal, Finna Birna Steins- son, Katrín Sigurðardóttir, Gabrí- ela Friðriksdóttir og Sara Björns- dóttir. Þóra er fædd árið 1962 á Pat- reksfirði. Hún útskrifaðist úr höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og hefur frá þeim tíma unnið að list sinni með margvíslegum hætti hér á landi og erlendis. Þóra Þórsdóttir, styrkhafi Listasjóðs Guðmundu S. Kristinsdóttur. Þóra Þórsdóttir hlýtur styrk úr Listasjóði Guðmundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.