Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 17 UTANRÍKISMÁLANEFND breska þingsins samþykkti 3. júní sl. að rannsaka hvort breska leyniþjón- ustan og breska rík- isstjórnin hefðu beitt þingið og þjóðina blekkingum, er tekin var ákvörðun um að Bretar tækju þátt í stríðinu gegn Írak. Breska leyniþjónust- an hélt því fram, að Írakar byggju yfir gereyðingarvopn- um og að Saddam Hussein gæti beitt þessum vopnum með þriggja kortera fyrirvara. Var þetta ein röksemd Blairs fyrir aðild Breta að stríðinu. Engin gereyðingarvopn hafa fundist! Samþykkt utanríkismálanefndar breska þingsins um rannsókn vakti mikla athygli og var Blair lítt að skapi. En hann kvaðst þó mundu greiða fyrir rannsókninni. Við rann- sóknina hefur utanríkismálanefnd breska þingsins víðtækt vald og getur m.a. yfirheyrt ráðherra bresku stjórnarinnar fyrir opnum tjöldum. Sams konar athugun og hér er lýst er nú einnig til meðferðar í bandaríska þinginu. Í Bandaríkjunum telja margir, að beitt hafi verið blekk- ingum, þegar ákvörðun um stríð gegn Írak var tekin. M.a. hafa háttsettir menn í Bandaríkjunum sagt, að olíu- hagsmunir hafi verið aðalástæða stríðsins en ekki gereyðingarvopnin. Ákvörðun utanríkismálanefndar breska þingsins um rannsókn í máli þessu leiðir hugann að ákvörðun rík- isstjórnar Íslands um að styðja inn- rásina í Írak. Sú ákvörðun varð til þess að nafn Íslands var sett á lista þeirra „staðföstu“ ríkja, sem studdu Bandaríkin í árás þeirra á Írak. Ráðamenn Íslands tóku ákvörðun um að styðja innrásina í Írak án þess að bera það undir utanríkismálanefnd Alþingis og án samráðs við Alþingi. Utanríkisráðherra Íslands hélt því fram, að Írakar réðu yfir gereyðing- arvopnum og að gera þyrfti innrás í Írak til þess að afvopna Sadam Huss- ein. Engin gereyðingarvopn hafa fundist og bendir allt til þess, að tal ráðamanna í Bandaríkjunum, Bret- landi og hér á landi um slík vopn hafi verið blekkingar einar. Það er því full ástæða til þess að Alþingi skipi rann- sóknarnefnd til þess að rannsaka hvernig ákvörðun um stuðning Ís- lands við innrásina í Írak var tekin. Hvaða upplýsingar hafði utanrík- isráðherra um gereyðingarvopn Íraka? Var ákvörðun Íslands tekin á löglegan hátt? Átti að bera málið und- ir utanríkismálanefnd? Átti að leggja málið fyrir Alþingi? Hvers vegna var nafn Íslands á lista hinna „staðföstu ríkja“ en ekki t.d. nafn Noregs? Var íslenska þjóðin beitt blekkingum, þegar henni var skýrt frá ákvörðun ráðamanna hennar um að styðja ætti árás á Írak? Öllum þessum spurn- ingum þarf að fá svarað í rannsókn, sem æskilegt væri að Alþingi léti fara fram. Það er jafn mikil þörf á rann- sókn hér á landi eins og í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Sannleikurinn þarf að koma í ljós. Það er alvarlegt mál, ef íslenskir ráðamenn hafa látið Ís- land styðja árás á annað ríki á fölsk- um forsendum. Þegar Ísland ákvað að styðja árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak var það brot á þeirri utanríkisstefnu, er Ísland hafði fylgt allt frá því Ísland gerðist aðili að NATO. Við aðildina að NATO lýsti Ísland því yfir, að Ísland hefði engan her, ætlaði sér ekki að koma á fót her og mundi ekki taka þátt í neinum hernaði. Þessi sérstaða Íslands var samþykkt. NATO er varnarbandalag og Ísland gerðist að- ili að því sem varnarbandalagi en ekki til þess að taka þátt í árásarstríði. Það bar því enga nauðsyn til þess að Ís- land færi að styðja árásarstríð á Írak. Í rauninni var það fráleitt. Ég tel, að ef ráðamenn Íslands vildu styðja slíkt árásarstríð hafi þeim borið skylda til þess að leggja málið fyrir utanrík- ismálanefnd og Alþingi. Það var ekki gert. Þess vegna þarf að rannsaka málið. Alþingi skipi rannsóknarnefnd Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. KOMIÐ sumar og kosningar nýaf- staðnar. Og hvað hefur breyst? Ekk- ert segja stjórnarsinnar en andstæð- ingarnir híma í mótstreyminu, and- varpa og safna kröft- um. Ég upplifi áhrifa- leysið sterkara en áður! Ég sem kjós- andi hef í raun lítið með stefnu þjóð- arskútunnar að gera. Við sameinum, stækkum og höfum gefist upp á að lifa sem einstaklingar í nánd við lífið sjálft. Við lifum ekki í samræmi við hver við erum, stærð okkar eða getu. Og þegar okkur líður illa gerum við hagstæðan tækjaeign- arsamanburð við milljónaþjóðirnar. Við erum með inngróna minnimátt- arkennd sem leiðir okkur í stöðugar ógöngur og endurtekin mistök. Við sameinum og einkavæðum banka og fyrirtæki vegna sam- anburðar við útlönd sem er skilj- anlegt. En njótum ekki góðs af sam- einingunum í sambandi við þjónustugjöld, vöruverð og fleira! Sameining er líka tískuorðið varð- andi heilbrigðis- og opinberar þjón- ustustofnanir. En um þessi málefni gildir einfaldlega ekki sama lögmálið. Hér á ekki að láta markaðslögmál um hagnað gilda. Í heilbrigðisþjónust- unni er það smæðin og persónulega nándin sem er dýrmætust en um leið er erfitt að leggja mat á hana. Lög- málið í heilbrigðisþjónustunni á að vera „okkur er ekki sama um þig“. Hver er árangur sameiningar þriggja sjúkrahúsa í Reykjavík? Það að rekstrarkostnaður hafi ekki hækkað á milli ára er ekki ýkja merkilegur ár- angur. Ekki þarf sameiningu til að sjá til þess að ákveðnar og dýrar sértæk- ar aðgerðir séu ekki framkvæmdar á þrem stöðum. Það að einhverjir bið- listar hafi styst um einhver prósent er ekki málið! Málið er hvaða áhrif hefur sameining sjúkrahúsanna á okkur sem verðum að sækja heim risabáknið. Hafa boðleiðir styst, finn ég meira öryggi á stóru sjúkrahúsi? Úr hverju í hvað hafa biðlistar styst? Hvernig þjónustu og viðmót fær fólk sem bíður? Og síðast en ekki síst hvernig líður starfsmönnum á stóra sjúkrahúsinu? Sameining er ekki leiðin að per- sónulegri þjónustu í heilbrigðiskerf- inu eða ánægðara starfsfólki. Stað- reyndin er sú að stærðin skiptir hér máli! Viljum við risastórar ópersónu- legar afgreiðslustofnanir sem af- greiða okkur eins og hvern annan bú- pening? Þrjár sjúkrastofnanir sem sinna ákveðinni sérhæfingu auk al- mennrar þjónustu við þá sem búa á svæðinu er betri og persónulegri þjónusta við almenning. Boðleiðir brenglast í risabákni sem veit ekki hvort það er að koma eða fara. Bákn- ið bólgnar sífellt út og gleypir allt sem nálægt því kemur. Hver ræður og hver ber í raun ábyrgð á núverandi skorti á festu og þessu manneskjuleysi? Það heitir ein- földun sem er í gangi en ég sé bara flókið samskiptamynstur sem ekki gengur upp. Starfsmannalýðræði Landspítala Háskólasjúkrahúss byggist á flóknu samskiptaneti og dreifingu ábyrgðar. En fæstir ef nokkur virðast rata um þetta net þannig að þetta verður einfaldlega lýðræði þeirra sem efst sitja. Per- sónuleg og ábyrg starfsmannastjórn- un víkur eðlilega fyrir kerfinu eins og allt annað. Húmanisminn, mann- hyggjan er horfin inn í kerfið og hér er auglýst eftir henni! Það er ekki of seint að bregðast við og snúa af villu þessarar leiðar. Litlar sértækar aðgerðir innan hvers sjúkrahúss skipta stóru máli. Sjúk- lingarnir sem skipta öllu máli eru eins og peð í biðlista- og sameiningartafli stjórnmálamanna. Tafli sem sanna á ágæti þessarar samþjöppunar hjúkr- unar. Valdi sem er þess valdandi að einstaklingurinn sogast inn í kerfið og týnist. Við, þessi ágæta fámenna þjóð, tökum höndum saman og nýtum smæð okkar. Förum okkar leið, ekki leið hinna stóru týndu þjóða. Þar er manneskjan sjálf að týnast í hraða og græðgi nútíma „menningar“. Við þurfum ekki að glata þessari per- sónulegu nánd sem er okkur svo mik- ilvæg sem manneskjur. En stefnan í dag er öll í eina átt. Það er verið að draga úr persónulegum nánum sam- skiptum milli fólks. Við erum að vinna meira til þess að geta keypt meira. En þrátt fyrir allt sem við eignumst einkennir stöðugur tímaskortur líf okkar og ávinningur þessa alls er meiri einangrun. Það er nauðsynlegt að líta á fámennið hér á landi sem kost. Við skulum hætta að biðjast afsökunar á smæð okkar eða nota hana í vafasömum minnimátt- arhöfðatölusamanburði. Verum stolt og nýtum fámenni okkar sem leið til að marka sérstöðu okkar. Og ferskasta hugmyndin er einn allsherjar Háskóli Íslands. Af hverju er ekki hægt að selja lítinn háskóla í útlandinu? Skóla sem hefur algjöra sérstöðu vegna smæðar sinnar og nýtir sér það til framdráttar. Háskól- ar erlendis geta örugglega séð kosti persónulegra tengsla og dýrmæti nándarinnar í smæð okkar, en við sjáum ekkert! Fljótum blind að feigð- arósi. Við kunnum ekki lengur að tala saman og leitum skyndilausnar í áfengi og lyfjum. Ja hérna, ég veit ekki lengur hvert lýðveldið stefnir. Veist þú það? Gefum okkur tíma til að hlusta og þolinmæði til að sjá hlutina þroskast og verða til. Allt hefur sinn tíma og sína stund og fámennið er kostur sem við eigum að nýta til hagsbóta fyrir okkur. Við skiptum öll máli, hvert og eitt okkar. Að vera stór er afstætt hugtak. Það stóra býr innra með hverjum og einum okkar. Sameinumst – sameinum ekki (alltaf) Eftir Percy B. Stefánsson Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi. ÞAÐ VÆRI ekki ónýtt ef Banda- ríkjamenn felldu þessa ríkisstjórn. Íslendingar þurfa að losna við hana og aðstoð Banda- ríkjamanna er vel þegin og gott verk af þeirra hendi. Þegar við gengum í NATO 1949 var því lýst yfir af hendi Bjarna Benedikts- sonar utanrík- isráðherra fyrir hönd Íslendinga að við legðum NATO til aðstöðu á Ís- landi til varna en hér yrði ekki er- lendur her að óþörfu. Þetta staðfesti þáverandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna Dean Acheson með yfirlýs- ingu enda var Dean Acheson vitur, virðulegur og mjög hæfur stjórn- málamaður. Hér var á ferð seinustu daga Eliza- beth Jones aðstoðarráðherra frá Bandaríkjunum en hún fer með mál- efni Evrópu o.fl. Hún færði okkur þær óskir og hugmyndir forseta Bandaríkjanna George W. Bush að dregið yrði á næstunni úr umsvifum varnarliðsins á Íslandi. Sérstaklega er talað um að flytja burtu orustuþot- urnar og lið þeim tilheyrandi. Aug- ljóslega er rétt að flytja orustuþot- urnar og rekstrarlið þeirra til staða þar sem meiri þörf er fyrir liðið og vélarnar við ný verkefni. Þarna ráða Bandaríkjamenn og eiga að gera það. Íslendingar ættu að taka þessari ósk Bandaríkjamanna vel og sam- þykkja að þessi hluti varnarliðsins fari. Í framhaldi af því verður að líta til þess hvaða ný verkefni og nýja at- vinnu má finna fyrir það fólk sem vinnur þá ekki lengur hjá varnarlið- inu og tengdum aðilum. Við erum varla svo aumir sem þjóð að næga at- vinnu verði ekki hér að fá þótt hluti hersins fari. Þá reynir á að rík- isstjórnin hafi dug til að stjórna land- inu og finni öllum þægileg og góð störf. Til þess er hún kosin. Annars ætti ríkisstjórnin að segja af sér þar sem sú stefna hennar að þvinga Bandaríkjamenn til að hafa hér áfram orustuþotur hefur alveg beðið skipbrot. Þessar þotur eru fluttar til þar sem þörf er mest fyrir þær hverju sinni. Er augljóst mál. Samið var um það við upphaf NATO 1949 milli utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í fullri vin- áttu og virðuleik að hér væri ekki her að óþörfu og aðeins til nauðsynlegra varna. Núverandi ríkisstjórn á Íslandi hefur engan metnað fyrir hönd landsins eða virðuleik. Hún liggur nánast flöt á maganum og heimtar af Bandaríkjamönnum að þeir hafi hér orustuþotur áfram að óþörfu til að stór hópur Íslendinga hafi áfram vinnu hjá hernum. Svo eiga þeir hinir sömu að kjósa áfram ríkisstjórnina sem bersýnilega hélt í herinn og skaffaði þannig meiri hervinnu áfram. Um það snýst málið. Veiða skal atkvæði. Aðstoðarráðherrann Elizabeth Jones frá Bandaríkjunum á þakklæti fyrir að hafa bent Íslendingum á það með kröfunni um brottflutning or- ustuvélanna að fleira er gott en að vinna hjá hernum. Svo verða Íslend- ingar örlítið að bera ábyrgð á sjálfum sér en liggja ekki uppi á öðrum. Ís- lendingar hafi eigin metnað. Bezt væri ef þetta yrði til þess að orustuþoturnar færu. Svo segði rík- isstjórnin til viðbótar af sér vegna niðurlægingar sinnar í málinu. Það væri enn betra. Svo er það rúsínan í þessum pylsu- enda að allar líkur eru á að or- ustuþoturnar og hluti varnarliðsins fari til Bagdad eða endi alla vega í Írak á komandi árum þar sem Bandaríkjamenn ætla samkvæmt nýjum opinberum fréttum að byggja upp mikinn og sterkan her á næst- unni til varnar olíunni. Þetta mun allt koma í ljós í fréttum og verða hæfi- legur endir á herför utanrík- isráðherra til Íraks sem hann tók þátt í og lofaði svo mjög. Var einhver að segja að laun heimsins væru vanþakklæti? Hættir ríkis- stjórnin og fara orustuþoturnar? Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. FLEIRA var það sem vakti gleði greinarhöfundar við lestur stefnu- yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar. Margt kemur þar fram sem sýnir vilja Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks til að efla heilbrigða samkeppni í at- vinnuumhvefinu og tryggja jöfn skilyrði Íslendinga til menntunar. En hvað skyldi vekja áhuga greinarhöfundar á þessum ákveðnu málefnum? Málið er einfalt en jafnframt aðkallandi. Tími er til breyt- inga á lögum um lögmenn (nr. 77/1998). Líkt og flestum er kunnugt sem sýnt hafa máli þessu áhuga þóttu það mikil vonbrigði fyrir laganema Háskólans í Reykjavík að frum- varpi Sólveigar Pétursdóttur, þáverandi dóms- og kirkju- málaráðherra, um breytingar á lögum um lögmenn skyldi sópað undir teppi fyrir slit Alþingis síðastliðið vor. En það var ekki ein- ungis laganemum Háskólans í Reykjavík sem þóttu málsatvik miður. Greinarhöfundi gafst færi á að sækja fund Björns Bjarnasonar í húsa- kynnum HR, undir yfirskriftinni „Stríðið í Írak“, fáeinum dögum eftir að ljóst varð að frumvarpið til breytinga á lögmannalögum yrði ekki afgreitt. Það vakti undrun og ánægju að Björn opnaði þar fundinn með alls óskyldu málefni og lýsti yfir vonbrigðum sínum og furðu yfir að umrætt frumvarp skyldi ekki hafa fengið farsælan endi. Jafnframt taldi hann breytingar á lögmannalögum nauðsynlegar til að þeir sem þetta mál varðar muni sitja við sama borð í upphafi leiks. Aldrei er góðum liðsmanni ofaukið og ber að fagna því að Björn skuli nú gegna embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. Af þessu leiðir að grein- arhöfundur setur traust sitt á Björn að hann haldi áfram ötulli baráttu sinni fyrir auknum valmöguleikum til náms og sigli skipi réttlætis í höfn. Breytingar á lögmannalögum, og reyndar dómstólalögum, eru nauðsyn- legar svo þeim sem leggja stund á laganám sé gert jafnhátt undir höfði, hvort sem þeir kjósa að stunda laganám við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík eða við aðra sambærilega háskóla. Ekki má fresta því sem fram á að ganga. Ekki má fresta því sem fram á að ganga Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur Höfundur er laganemi við Háskólann í Reykjavík. Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.