Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hulda Pálsdóttirfæddist í Sunndal í Bjarnarfirði 17. september 1922. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 16. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefanía Elín Jóns- dóttir og Páll Helgi Jónsson. Albróðir Huldu, Guðmundur, er látinn. Hálfbróðir sammæðra er Tryggvi Bjarnason. Á þriðja ári fluttist Hulda með móður sinni til hjónanna Jóhönnu Há- konardóttur og Magnúsar Ingi- mundarsonar á Bæ í Króksfirði. Þau urðu fósturforeldrar hennar. Uppeldissystkin hennar eru Sig- ríður, Lúðvík, Arndís, Erlingur (látinn), Ingimundur (látinn), Há- kon (látinn), Ólafur og Gunnlaug- ur. Hulda giftist 13. apríl 1946 Haf- liða Breiðfjörð Guðmundssyni, f. 4. f. 18. ágúst 1943, og eiga þau fjög- ur börn. 5) Hjálmfríður, f. 13. jan- úar 1954, gift Guðbrandi I. Her- mannssyni, f. 12. júní 1947, og eiga þau fjögur börn. 6) Einar Valgeir, f. 9. apríl 1955, kvæntur Svandísi B. Reynisdóttur, f. 13. janúar 1959, og eiga þau fjögur börn. Hulda og Hafliði reistu nýbýlið Hafrafell 2 og bjuggu þar og hún áfram með börnin eftir lát hans. Hulda á 24 langömmubörn. Hún giftist 8. janúar 1972 eftirlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Jóns- syni frá Garpsdal, f. 20. nóvember 1916. Foreldrar hans voru Guð- björg Jónsdóttir og Jón Jóhanns- son. Fósturforeldrar hans voru Haflína Guðjónsdóttir og Júlíus Björnsson, ábúendur í Garpsdal. Hulda og Halldór bjuggu lengst af í Króksfjarðarnesi en fluttust til Hafnarfjarðar árið 1995. Hulda hlaut hefðbundna skólagöngu og auk þess stundaði hún nám við hús- mæðraskólann á Staðarfelli. Hún var í vist sem ung stúlka í Reykja- vík en að mestu helgaði hún sig heimilisstörfum, bæði á eigin heim- ili og hjá öðrum. Auk þess var hún ráðskona í mötuneytum í mörg ár. Útför Huldu verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. janúar 1922, d. 29. nóvember 1955. For- eldrar hans voru Guð- rún Guðmundsdóttir og Guðmundur Er- lendsson, ábúendur á Hafrafelli. Hulda og Hafliði eignuðust sex börn, þau eru: 1) Jó- hann Magnús, f. 18. júlí 1946, fyrri kona Inga Þ. Sæmundsdótt- ir, f. 17. nóvember 1946. Þau eiga tvo syni og fyrir átti Inga dóttur. Þau skildu. Seinni kona hans er Sigrún Kristinsdóttir, f. 1. ágúst 1953, og á hún þrjú börn. 2) Guð- rún, f. 22. ágúst 1948, gift Snorra R. Jóhannessyni, f. 17. júní 1937, og eiga þau fjögur börn. 3) Guð- mundur, f. 31. mars 1950, kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 26. apríl 1954, og eiga þau fjögur börn og fyrir átti Guðrún tvær dætur. 4) Sigríður Friðgerður, f. 13. mars 1952, gift Kristjáni Kristjánssyni, Mig langar til að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar með ör- fáum orðum. Ég kynntist Huldu fyrir um það bil fjörutíu árum þegar við Systa, elsta dóttir hennar, fórum að vera saman. Þá strax var mér tekið opnum örmum á heimili hennar, Hafrafelli 2 í Reykhólasveit, þar sem hún bjó með börnin sín sex. Mér hef- ur alla tíð síðan fundist eins og ég væri eitt af börnunum hennar. Hulda var mikil dugnaðar- og myndarkona. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir og ekki hefur henni veitt af dugnaðinum því erfitt hefur það verið að missa manninn sinn og verða ekkja aðeins 33 ára gömul með sex ung börn, það elsta níu ára og það yngsta á fyrsta ári. En hún átti góða að sem studdu hana í erfiðleikunum, annars hefði þetta að sjálfsögðu aldrei gengið. Ég ætla nú ekki að fara að rekja lífshlaup Huldu; ég veit að það munu aðrir gera miklu betur. Það var mikið gæfuspor fyrir Huldu þegar hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Jónssyni frá Garpsdal. Þau voru svo samhent og samrýnd og máttu ekki hvort af öðru sjá alla tíð. Enda uppruninn eins hjá báðum, hvorugt hafði neitt af for- eldrum sínum að segja en þau ólust upp hjá góðum fósturforeldrum. Hulda var mikil húsmóðir eins og áður segir. Alltaf var gott að koma til Huldu og Halla enda bæði mjög gest- risin. Hulda bjó til góðan mat og bak- aði mikið. Alltaf voru heimabakaðar kökur með kaffinu á meðan kraftar hennar entust. Og sem betur fer hafa margir af afkomendum hennar fengið myndarskapinn í arf. Maður varð oft undrandi á því að gestirnir voru varla sestir við borðið hjá henni þegar hún hafði snarað fram sannkölluðu köku- hlaðborði. Kleinurnar hennar voru frægar innan fjölskyldunnar og ekki að ástæðulausu að sum langömmu- börnin hennar kölluðu hana ömmu kleinu. Þegar einu langömmubarninu var sagt að hún væri dáin þá sagði sú litla að nú yrði alltaf nóg af kleinum hjá englunum. Fjölskyldan missir mikið með frá- falli Huldu. Hún hélt fjölskyldunni saman og allir gátu hist hjá henni og Halla og spjallað yfir kaffi og fengið fréttir af öðrum í fjölskyldunni. En missir þinn, Halli minn, er samt mest- ur og vona ég að Guð gefi að þú kom- ist sem fyrst yfir sorgina. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Að síðustu þakka ég elskulegri tengdamóður minni allt það sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Snorri Jóhannesson. Okkur langar til þess að minnast elskulegrar ömmu okkar með örfáum orðum. Tilhlökkunin var ávallt mikil þegar átti að leggja af stað til ömmu og afa í Nesi. Þar var okkur tekið opn- um örmum og með mikilli hjarta- hlýju. Sem börn minnumst við þess að hafa haldið að ísinn yxi í frystikist- unni og ávallt voru borðin hlaðin kræsingum. Uppáhaldsgóðgæti hvers og eins var ávallt á borðum og fannst henni ekkert tiltökumál að fara eftir duttlungunum í okkur. Nýir meðlimir fjölskyldunnar áttu vart orð til að lýsa þeim móttökum sem þeir fengu hjá ömmu og afa og fundu strax hve velkomnir þeir voru á þeirra heimili, kærleikurinn var því- líkur. Amma var ótrúlega minnug og mundi afmælisdaga allra í fjölskyld- unni og hvað var í uppáhaldi hjá hverjum og einum og var það ekki auðvelt því hópurinn hennar er stór. Gestrisnin og umstangið var ekkert minna eftir að amma og afi fluttu suð- ur þó svo að við hefðum oftar litið inn, alltaf var okkur tekið opnum örmum, látin setjast við veisluborð og góðgæti stungið upp í börnin okkar. Þau höfðu unun af að heimsækja langömmu og langafa og urðu öll mjög hænd að þeim. Þau sýndu þeim alltaf mikla ástúð og víluðu ekki fyrir sér að setjast á gólfið til að leika við þau ef svo bar undir. Amma fylgdist með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún tók þátt í gleði okkar og sorgum, hringdi daglega ef einhver var veikur; svona fylgdist hún grannt með öllum sínum. Blessaði okkur í bak og fyrir ef við gerðum eitthvert viðvik fyrir hana. Allt til hinstu stundar spurði hún um fólkið sitt og ekki brást minn- ið. Nú eru þjáningar ömmu á bak og burt og erum við þess fullviss að hún hafi fengið móttökur að sínum hætti. Elsku afi, þú hefur misst mikið. Guð gefi þér styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hilmar, Brynhildur, Jóhanna, Hulda og fjölskyldur. Elsku amma. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur systkinin að þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Nú er komið að kveðjustund og minningarnar um þig eru okkur af- ar kærar. Það er okkur ómetanlegt veganesti í lífinu að hafa fengið að vera þennan tíma með þér. Þú varst okkur svo kær. Þú fylgdist alltaf svo vel með okkur, hvar við værum stödd í lífinu, og ef eitthvað bjátaði á var ekki erfitt að leita til þín. Þegar við hugsum til baka er við vorum börn, koma ótal góðar minningar upp í huga okkar. Það var svo gaman þegar við heimsóttum ykkur afa í Nes á sumrin. Þú tókst svo vel á móti okkur. Alltaf með yfirfullt af mat og öllum kökunum þínum einstöku, sem biðu okkar þegar við komum í heimsókn. Alltaf var jafn spennandi að fara með þér upp í búð til afa, þá var gjarnan laumað einhverju til okkar. Jafn nota- legt var líka og eftirvæntingin mikil þegar þið komuð vestur til okkar á sumrin. Alltaf var jafn spennandi að sjá hvað kæmi upp úr veskinu þínu, en yfirleitt var það svo stórt í sniðum að það var haft í öðrum hirslum en veskinu. Einnig gleymum við því aldrei er við höfðum farið suður til að kaupa okkur föt fyrir skólann. Stopp- aði rútan þá alltaf í bakaleiðinni á pósthúsinu í Nesi og amma kom upp í rútuna til að athuga með okkur, hvort ekki væri allt í lagi. Þá fengum við alltaf nesti sem hún hafði útbúið handa okkur. Og aldrei var það skorið við nögl. Þið afi voruð afar samrýnd og ein- stakt að sjá þá umhyggju sem afi sýndi þér í veikindum þínum. Við ósk- um þess að góður Guð styrki afa í þessari miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, HULDA PÁLSDÓTTIR ✝ Jóhann KristinnGuðmundsson fæddist í Reykjavík 3. mars 1921. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Jóhannsson skipstjóri, f. í Ytri- Njarðvík 4. apríl 1886, d. 11. septem- ber 1974, og Mar- grét Vilborg Sig- urðardóttir, f. á Ísafirði 4. október 1897, d. 22. júní 1985. Jóhann var elstur fimm systkina, systkini hans eru Baldur, f. 4. mars 1925, d. 27. janúar 1999, Gísli, f. 4. nóvember 1926, d. 16. apríl 1994, Guðbjörg Ásthildur, f. 21. júlí 1928, og Sigurður Halldór, f. 21. júlí 1930, d. 4. apríl 1999. Hinn 18. október 1949 kvæntist Jóhann Guðríði Matthíasdóttur, f. 20. ágúst 1923. Foreldrar hennar voru hjónin Matthías Garðar Viðarsson og eru börn þeirra Agnes Margrét og Natan Rafn; b) Sindri Már, f. 1980; c) Árni Freyr, f. 1983; og d) Guð- ríður Sunna, f. 1985, unnusti Jó- hann Gylfason; 3) Matthías Árni, f. 26. febrúar 1960, kvæntur Guð- rúnu Þórsdóttur. Börn þeirra eru: a) Þór, f. 1983, b) Sara, f. 1989, og c) Hera, f. 1992. Jóhann ólst upp í Reykjavík en fluttist til Englands 16 ára ásamt fjölskyldu sinni þar sem faðir hans starfaði sem skipstjóri á enskum togur- um. Fjölskylda hans flutti aftur heim vegna stríðshættu en Jó- hann var áfram í Englandi við nám og störf samtals í um 10 ár, lengst af í Fleetwood. Jóhann æfði sund með sunddeild KR á yngri árum og spilaði golf frá ungaaldri og meðan heilsa leyfði. Einnig hafði hann mikla ánægju af skák og ferðalögum. Eftir að Jóhann fluttist aftur heim til Ís- lands starfaði hann hjá Heild- verslun Kristjáns G. Gíslasonar hf., Jóni Loftssyni hf. og Marco hf. Hann stofnaði síðan eigið inn- flutningsfyrirtæki, Sandvík, sem seldi útgerðarvörur, og rak það meðan heilsa leyfði. Útför Jóhanns fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sveinsson, kaupmað- ur á Ísafirði, frá Hvilft í Önundarfirði, f. 16. október 1892, d. 9. maí 1971, og Bergþóra Árnadóttir, f. á Ísafirði 22. des- ember 1898. Jóhann og Guðríður eignuð- ust þrjú börn. Þau eru: 1) Erna Elísabet, f. 21. ágúst 1951, gift Jóni Rúnari Krist- jónssyni og eiga þau fjóra syni: a) Jóhann Geir, f. 1972, sam- býliskona Álfheiður Sif Jónasdóttir; b) Davíð Krist- jón, f. 1975, sambýliskona Erla Guðmundsdóttir og eru börn þeirra Guðmundur Jón Stefáns- son, Sonja Rut og Aron Jarl; c) Árni Ólafur, f. 1980; og d) Gunn- ar Jarl, f. 1983; 2) Bergþóra Mar- grét, f. 10. júlí 1956, sambýlis- maður Björn Olsen. Börn hennar og fyrri manns hennar, Erlings Rafns Sveinssonar, eru: a) Anna Björk, f. 1979, sambýlismaður Tengdafaðir minn, Jóhann Guð- mundsson, er látinn eftir erfið og langvarandi veikindi. Hann er vafa- laust hvíldinni feginn eins og heilsu hans var komið síðustu mánuði. Kynni okkar hófust fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég kynntist Ernu dóttur hans. Ég er ekki viss um að honum hafi litist mjög vel á þennan síðhærða og krullaða unga mann, sem fór að venja komur sínar á heim- ili hans. En smám saman held ég að mér hafi tekist að vinna traust hans. Jóhann var að sumu leyti dálítið íhaldssamur og taldi nauðsynlegt að hafa í heiðri hin gömlu góðu gildi. Ég man t.d. að hann hafði miklar áhyggjur af því að við værum ekki gift þegar elsti sonurinn var á leið- inni. Við vildum ekki valda honum óþarfa hugarangri og giftum okkur áður en barnið fæddist. Maður gekk ekki bónleiður til búð- ar þegar Jóhann var annars vegar. Viljugri mann var vart hægt að finna. Er mér sérstaklega minnis- stætt frá fyrstu búskaparárum okk- ar Ernu en þá bjuggum við í Hafn- arfirði og tveir elstu drengirnir voru fæddir. Bifreið heimilisins var ekki alveg ný af nálinni og þurfti oft á verkstæði. Þegar þannig stóð á taldi Jóhann það ekki eftir sér að sækja alla hersinguna til Hafnarfjarðar að morgni og skila okkur aftur heim að kvöldi. Þær voru ófáar ferðirnar hans Jóhanns til Hafnarfjarðar þennan veturinn. Ef okkur vantaði pössun fyrir strákana þurfti einungis að hringja inn í Sólheima og var svarið alltaf það sama: „Hafið ekki áhyggjur af því, við sjáum um þetta.“ Jóhann var víðlesinn og um marga hluti fróður. Sérstaklega hafði hann gaman af mannkynssögu og trúar- bragðasögu, hann hafði lesið bæði Biblíuna og Kóraninn og vitnaði hann oft í þessi rit. Jóhann fékk ung- ur æviáskrift að National Geography og var áskrifandi í 60 ár og það kom greinilega fram í samtölum við hann að þetta rit var uppspretta mikils fróðleiks fyrir hann. Jóhann hafði gaman af að spjalla og gat verið glettinn og gamansam- ur. Þótt við værum ekki sammála um alla hluti og hiti kæmist oft í umræð- urnar voru þær væringar fljótar að gleymast. Áhugamál Jóhanns fyrir utan fjöl- skylduna og vinnuna voru golf og skák og einnig spilaði hann á árum áður sundknattleik með KR. Jóhann var myndarlegur maður á velli, hann átti því láni að fagna að eignast yndislega konu, Guðríði Matthíasdóttur, og var hjónaband þeirra farsælt og gæfuríkt. Jóhann var heilsuhraustur lengst af og varð ekki misdægurt, en um 67 ára aldur greindist hann með Park- insonveiki og síðar þjáðist hann einnig af astma. Hann tókst á við þessi veikindi af æðruleysi. Framan af háðu veikindin honum ekki mikið en síðustu árin voru honum erfið. Tíð astmaköst tóku sinn toll og skert hreyfigeta og tjáning af völdum Parkinsonveikinnar gerðu honum erfitt fyrir. Guðríður stóð eins og klettur við hlið hans og má segja að hann hafi verið lengur heima en stætt var. Síðastliðið ár dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og naut þar góðrar aðhlynningar. Að endingu vil ég þakka Jóhanni fyrir samfylgdina í gegnum árin. Blessuð sé minning hans. Jón Rúnar. Ég er viss um að það er líf eftir dauðann. Þú veist að ég elskaði þig innilega og mun alltaf sjá þig við hlið mér og einhvern part af þér í börn- unum þínum og barnabörnunum. Þegar ég heyrði að þú værir far- inn á friðsælan stað þá fannst mér að ég væri að brotna öll. Ég labbaði inn í Sóltún og sá ömmu í sófanum að horfa út um gluggann, það minnti mig á þegar við vorum saman um áramótin. Þú og amma voruð að horfa á mig og Heru vera með stjörnuljós fyrir kvöldmatinn. Já, margar og góðar minningar. Ég vona að þú vakir yfir ömmu og að við hittumst einhvern tímann aft- ur. Ég gekk inn til þín en sá þig hvergi. Ég leitaði alls staðar. Skyndilega heyrði ég rödd segja „ég er hér uppi“ og þá sá ég engil með silfurvængi sem sagði „bless, sjáumst aftur“. Þitt barnabarn, Sara Matthíasdóttir. Nú er hann afi minn dáinn. Þó svo hann hafi verið lasinn lengi, þá brá mér mikið að sjá hvað hann var illa á sig kominn þegar ég kom til Íslands um páskana. En mikið er ég feginn að hafa komist og náð að kveðja hann. Þá vonaðist ég til að hitta hann aftur þó ég gerði mér grein fyrir því að svo yrði kannski ekki. Það voru blendnar tilfinningar, bæði gleði yfir að sjá hann eftir næstum tveggja ára fjarveru en líka sorg yfir því hve erf- itt hann átti með að tjá sig. Verst þótti mér að hugur og hönd fylgdust ekki lengur að; hann sagði sögur og brandara eins og hann var vanur en orðin komu ekki skýrt fram. Ég verð að viðurkenna að það vottaði fyrir reiði og gremju hjá mér yfir því. Það hefði að sumu leyti verið auðveldara ef hann hefði verið jafn illa haldinn andlega og líkamlega. En nú þarf ég ekki að ergja mig meira á því; nú hef- ur hann fengið hvíld. Þegar ég hugsa til baka til æskuáranna, þá sé ég hann fyrir mér í sófanum í stofunni eða í hægindastólnum að fá sér há- degisblund. Það voru staðirnir hans. JÓHANN KRISTINN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.