Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 21 Elsku langamma. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért far- in, en við vitum að þú ert alltaf hjá okkur og allir englarnir taka vel á móti þér og passa þig fyrir okkur. Minning um þig mun lifa í hjarta okkar alltaf. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þínar Karen og María. HINSTA KVEÐJA svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ástarkveðjur Hafdís, Arnþór, Guðrún og Ragnar. Það er erfitt að þurfa að kveðja jafn yndislega konu og hana ömmu okkar. Í huga okkar koma upp fullt af góðum minningum um góða konu. Á þessum erfiða tíma yljum við okkur við minn- ingarnar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til afa og ömmu í Nesi, bæði þegar þau voru þar og einnig þegar þau voru flutt í Hafnarfjörðinn enda stóð heimili þeirra okkur alltaf opið og var tekið á móti okkur með opnum örmum. Alltaf svignaði borðið undan kræsingum og var ömmu umhugað um að allir borðuðu nóg, það fór aldr- ei neinn svangur þaðan út. Í hugann koma upp minningar um ljúffengu pönnukökurnar, bananakökuna og konungssættina sem enginn gerði eins og hún, og minningar um ömmu drekkandi kaffi úr litla bollanum sín- um. Amma fylgdist vel með öllu sínu fólki og fylgdist alltaf vel með því hvað við systkinin vorum að taka okk- ur fyrir hendur hverju sinni. Og henni var umhugað um að öllum liði vel. Þegar einhver var veikur var alltaf gott að heyra röddina í ömmu þegar hún hringdi til að athuga með okkur og minna okkur á að láta okkur ekki verða kalt. Amma var dugleg, ósér- hlífin, sterk kona sem aldrei kvartaði, alveg sama hvað bjátaði á. Við vitum að allir eru sammála um að góð- mennska og ástúð hennar hafi gert öllum svo auðvelt að þykja vænt um hana enda ekki annað hægt og vonum við svo sannarlega að við höfum erft eitthvað af þessu.Okkur systkinunum er efst í huga þakklæti að fá að njóta návistar við hana alla okkar barn- æsku og fram á fullorðinsár og erum við viss um að fyrir vikið erum við betri manneskjur að hafa þekkt þessa einstöku konu. En nú er amma sofnuð svefninum langa og hefur flutt sig um set en við vitum öll að hún fylgist áfram með okkur og eftir standa fallegar minn- ingar um góða konu sem nú hefur fundið friðinn. Elsku afi, við vitum hvað þið amma voruð samrýnd og miklir félagar, megi góður Guð styrkja þig á þessum erfiða sorgar- tíma. Ef tár mín gætu þig úr helju heimt, svo hjá mér dveldir þú um litla stund, ég skyldi með þeim fylla heimsins höf það er svo margt, sem get ég ekki gleymt, er grefur djúpt í hjarta sára und, því líkami þinn liggur nár í gröf. En þó ég gráti, geta engin tár mér gefið framar stund á jörð með þér, því þú ert farin – heim í himininn. Með það í huga þerra ég votar brár og þakka vissu, er býr í hjarta mér, að eilífðin er okkar, vinur minn. (Sólveig Kristjánsdóttir.) Guðbjörg, Hulddís, Hermann og Hafrún. Elsku langamma, í dag kveðjum við þig með söknuði. Mikið var alltaf gaman að koma til ykkar langafa. Alltaf varstu með fullt borð af kökum og alltaf gafstu okkur nammi. Þér fanst svo gaman að gefa, þú varst svo góð. Við vitum að þú sofnaðir, og engl- arnir sóttu þig og fóru með þig til Guðs. Nú situr þú á skýi og horfir á okkur að leik. Elsku langamma, nú líður þér vel. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við fengum að eiga með þér. Minning þín mun lifa í hjarta okkar um ókomin ár. Elsku langafi, við biðjum góðan Guð að styrkja þig í þinni miklu sorg. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elís Kjaran, Dagrún Tinna og Dagbjört Rut. Það var alltaf svo gott að koma til langömmu og langafa, langamma bakaði oft pönnsur fyrir mig og ég mátti setja fullt af sykri á, það þótti okkur langömmu svo gott. Langamma var svo góð við mig og ég sakna hennar mikið, stundum spiluð- um við veiðimann þegar mamma kom að klippa langafa og ég vann eiginlega alltaf, svo fórum við í lyftuleikinn. Þá lokuðum við okkur inni í forstofu og þóttumst vera í lyftu. Langömmu fannst alltaf gaman að syngja og við kenndum hvor annarri lög, það fannst henni gaman. Hún kenndi mér líka um puttana; temmeltott, sleikipott, langimann, ílibrann og litli putti spila- mann, þetta man ég alltaf. Síðan varð langamma voða veik og fór á spítal- ann. Ég fór stundum að heimsækja hana og gaf henni stórt knús og strauk henni um kinnina og sagði hvað mér þætti vænt um hana, þá brosti hún voða fallega. Ég lánaði henni líka kremið mitt því henni var svo illt í húðinni. Stundum var langamma í gluggan- um á spítalanum og vinkaði okkur mömmu þegar ég var að fara í leik- skólann, þá hljóp ég alveg að gluggan- um og við sendum hvor annarri fing- urkoss. En nú er langamma komin til Guðs og bakar og syngur fyrir hann og englana og henni er líka alveg batnað og ég sendi henni bara fing- urkoss upp í himininn. Takk, langamma, fyrir hvað þú varst alltaf góð, ég sakna þín og ég verð alltaf rosa góð við langafa svo hann verði ekki einmana. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Þín Kolbrún Marín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Í dag verður lögð til hinstu hvílu elskuleg systir (uppeldissystir) mín, Hulda Pálsdóttir. Með henni er geng- in merk kona, sannkölluð hetja, sem vann verk sín hljóð, nema hvað hún söng oft við vinnu sína, enda hafði hún mjög fallega söngrödd. Hún var alin upp í stórum systk- inahópi á Bæ í Reykhólasveit. Oft var glatt á hjalla, sungið, spilað og dans- að. Unga fólkið í sveitinni kom oft á æskuheimili okkar. Þar var alltaf eitt- hvað um að vera og von um glaða stund. En sorgin gleymir engum. Í æsku urðum við fyrir því þunga áfalli að móðir okkar (uppeldismóðir Huldu) deyr frá sjö ungum börnum. Hulda, sem var elst, var þá aðeins 15 ára gömul. Það segir sig sjálft hve margt verkið hvíldi á hennar herðum, enda var hún snemma mjög ábyrgð- arfull gagnvart okkur yngri systkin- unum. Fóstra okkar, sem gekk okkur í móðurstað, var ljósmóðir í sveitinni. Var það einnig mjög krefjandi starf, og þurfti hún því oft að vera í burtu frá heimilinu. Tók Hulda þá á sig stjórn þessa stóra heimilis, en systk- inin voru orðin níu, eftir að hálfbræð- ur okkar fæddust. Í heild taldi heim- ilið þó ofast uppundir 20 manns, auk mikils gestagangs og barna frá öðrum bæjum sem dvöldu þar tímabundið vegna skólafræðslu. Var Hulda harð- dugleg og myndarleg í öllum sínum verkum, og vann hún heimilinu af al- úð og ósérhlífni. Hulda var heima fram undir tví- tugt. Veturinn 1941–42 fór hún ásamt Siggu systur okkar á húsmæðraskól- ann á Staðarfelli. Næstu tvo vetur á eftir var hún í vist hjá góðu fólki í Reykjavík, en heima á sumrin og þá ráðskona í vegavinnu hjá pabba. Hinn 13. apríl 1946 giftist Hulda unnusta sínum, Hafliða Breiðfjörð Guðmundssyni frá Hafrafelli. Þau bjuggu fyrst á Kambi í sambýli við Sesselju Stefánsdóttur og Jón Brandsson, en vorið 1948 fluttu þau að Hafrafelli með ungan son og annað barn í vændum. Þau bjuggu fyrst í sambýli við foreldra Hafliða, en reistu síðan nýbýlið Hafrafell II. Á meðan á þeim framkvæmdum stóð veiktist Hafliði, og var þá orðið þungt fyrir fæti. Eiginmaðurinn var oft rúmliggj- andi vegna veikinda, börnin orðin fimm og Hulda gekk með það sjötta. Um vorið 1955 fór Hafliði til Reykja- víkur að leita sér lækninga, en í ljós kom að hann var með illkynja sjúk- dóm. Fór hann í uppskurð, en ekki reyndist þó unnt að komast fyrir meinið. Hann kom heim í stuttan tíma yfir sumarið, en varð að fara aftur á sjúkrahús um haustið. Hann barðist hetjulegri baráttu og vonaðist alltaf eftir að komast heim fyrir jólin. En sú von brást, og hinn 29. nóvember 1955 kvaddi hann þennan heim, aðeins 33ja ára gamall, frá eiginkonu og sex ung- um börnum, það yngsta á fyrsta ári en elsta 9 ára. Það var ekki hægt að höggva öllu nær en þetta. En hvernig systir mín, blessunin, stóð í þessari hræðilegu sorg var engu líkt og aðdá- unarvert. Eftir lát eiginmannsins bjó Hulda áfram með börnum sínum á Hafrafelli II. Foreldrar Hafliða reyndust henni vel og vöfðu börnin ást og umhyggju. Þá var Hulda ávallt þakklát fyrir aðstoð sem hún hlaut frá föður okkar á þessum tíma. En fyrst og fremst var það þó ótrúlegum dugn- aði Huldu sjálfrar að þakka að henni tókst með glæsibrag að ala upp allan barnahópinn sinn og koma þeim vel til manns. Öll eru þau mikið myndar- og dugnaðarfólk og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Eftir að börnin voru uppkomin tók elsti sonurinn, Jóhann Magnús, við búi á Hafrafelli II. Hulda fór að vinna utan heimilis, í Króksfjarðarnesi og víðar. En systir mín fann hamingjuna á ný. Hún kynntist elskulegum manni, Halldóri Jónssyni frá Garps- dal. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 8. janúar 1972. Þetta varð þeim báðum mikið gæfuspor. Halli, eins og við köllum hann alltaf, um- vafði börnin hennar hlýju og barna- börnin öll kalla hann afa og elska hann og virða, eins og hann á svo sannarlega skilið. Hulda og Halli bjuggu í Króksfjarðarnesi til ársins 1995 að þau fluttu í Hafnarfjörð, og hefur heimili þeirra verið þar síðan, nú síðast á Álfaskeiði 64. Þann tíma sem þau bjuggu í Króksfjarðarnesi og síðar var heimili þeirra sem miðstöð fyrir stórfjölskylduna, vini og aðra ferðalanga sem þar bar að garði, ekki síst þá sem fluttir voru úr sveitinni, en leituðu gjarnan í heimahagana í frí- um. Munu margir minnast þessa með þakklæti, enda voru þau bæði gestris- in og velviljuð og vildu hvers manns vanda leysa. Hvað mig persónulega varðar vil ég láta þess getið að eftir að ég missti eiginmann minn hefur enginn sýnt mér meiri umhyggju og elsku en Hulda mín og Halli. Alltaf hafa þau fylgst með mér daglega og viljað vita um mína líðan. Börnin hennar öll hafa verið mér eins góð og væru þau mín eigin börn. Síðastliðin ár hafa verið systur minni erfið vegna veikinda, en hún greindist með illkynja æxli í lungum. Hún tók þessu með sama dugnaði og öðrum erfiðleikum í lífinu, kvartaði aldrei og sagði jafnvel að sér liði bara vel þótt oft væri hún sárþjáð og auð- séð að hverju stefndi. Þurfti hún oft að fara á sjúkrahús, einkum St. Jós- epsspítalann í Hafnarfirði. Þar fékk hún góða umönnum og er hér með þakkað fyrir það. Hún andaðist síðan hinn 16. júní sl., umvafin umhyggju eiginmanns síns, barna og fjölskyldu. Sjálfri finnst mér það huggun að hafa fengið að vera með þeim þessa síð- ustu daga. Öll höfum við misst mikið en sárastur er söknuðurinn hjá Halla mínum sem unni konu sinni mjög heitt og vildi hennar ráð í einu og öllu. Guð styrki þig í sorginni, elsku Halli minn. Ég votta einnig börnum henn- ar, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Samúðar- kveðjur og þakkir færi ég einnig frá systkinum mínum og allri fjölskyld- unni. Með sárum söknuði kveðjum við þessa góðu hetju og biðjum Guð að varðveita sálu hennar. Minninguna geymum við í hjarta okkar. Arndís Magnúsdóttir (Dísa systir.) Mig langar að minnast með fáein- um orðum móðursystur minnar, Huldu Pálsdóttur, en hún andaðist hinn 16. þ.m. Raunar var Hulda upp- eldissystir móður minnar og því ekki um blóðbönd að ræða. Ég og systkini mín nefndum hana þó ávallt Huldu frænku. Hygg ég að svo hafi einnig verið með flest börn annarra uppeld- issystkina hennar. Ég kynntist þessari mætu konu mjög vel þegar á unga aldri. Trúlega var ég níu ára gamall þegar Hulda bauð mér að dvelja hjá sér og börnum sínum sex á heimili þeirra að Hafra- felli II í Reykhólasveit. Var þetta raunar í fyrsta sinn sem ég var í lengri tíma í burtu frá foreldum mín- um. Það var því áreiðanlega ekki auð- velt að þóknast þessu borgarbarni sem meðal annars var eigi lítið mat- vandur. Hjá mér stendur þessi tími þó í minningunni sem einstaklega ánægjulegur og eftirminnilegur. At- læti frænku minnar og barna hennar allra var með þeim hætti að mér varð það ákaflega fljótt og vel ljóst að ég var sérlega velkominn á þetta heimili. Á þessum tíma, fyrir röskum fjöru- tíu árum, hafði ég sem barn vafalaust takmarkaðan skilning á aðstæðum á þessu heimili og þeirri erfiðu lífsbar- áttu sem Hulda og börn hennar háðu. Hulda bjó þá ein ásamt sex börnum sínum og stunduðu þau búskap. Mann sinn, Hafliða, hafði hún misst um sjö árum áður, frá ungum börn- um. Jörðin var lítið nýbýli úr Hafra- felli, þaðan sem Hafliði var. Mér varð síðar ljóst að búið var lítið, efnin rýr og húsakostur þröngur. Þótt ótrúlegt kunni að virðast gerði ég mér þó á þessum tíma aldrei grein fyrir þessu. Var það vegna þess hlýja og jákvæða andrúmslofts sem ríkti á heimilinu. Frænka mín geislaði ávallt af lífsgleði og þennan dýrmæta eiginleika höfðu börn hennar öll erft eða lært. Allir á heimilinu hjálpuðust að og undu glað- ir við sitt. Við mig var svo sannarlega dekrað á þessu heimili. Aldrei varð ég þess raunar var að aðra skorti þar nokkuð heldur. Var svo fyrir að þakka dugnaði og ósérhlífni þessarar elju- sömu konu, sem jafnan gekk brosandi til allra verka. Hafi einhvern skort eitthvað var sem minnst um það rætt, en Hulda fann sínar leiðir til þess að öllum liði vel.Mér finnst ánægjulegt að rifja upp þennan tiltölulega skamma tíma sem ég dvaldi í skjóli frænku minnar og hafði mikla ánægju af samvistum við börn hennar. Auk margra gleðistunda finnst mér, með auknum aldri og þroska, þessi tími hafa verið mér dýrmæt lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Þótt hæglát og lítillát væri gaf Hulda mik- ið af sér sem persóna. Hygg ég að fáum hafi dulist það sem henni kynntust hvaða mann hún hafði að geyma. Það hefur sannarlega verið mér hollt veganesti í lífinu, ekki síst þegar eitthvað smávægilegt hef- ur bjátað á, að minnast jákvæðs lífs- viðhorfs þessarar mætu konu, sem jafnan tókst á við erfiðleika lífsins með bros á vör. Það mun ég ekki síður gera, nú eftir að hún hefur kvatt þennan heim. Ég votta eiginmanni Huldu, öðling- num Halldóri Jónssyni, börnum hennar og öðrum vandamönnum inni- lega samúð. Bið ég Guð að blessa minningu hennar. Guðlaugur Stefánsson. Elsku amma, það var svo gaman að koma til ykkar afa í heimsókn, en sér- staklega þegar þið áttuð heima á Hafrafelli og við fórum út að tína ber, þú, ég og mamma. Það var svo gam- an. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Berglind Dís. En einhverra hluta vegna lifir líka sú minning þegar hann flutti inn bamb- usstangir og geymdi þær á svölunum hjá sér og ömmu. Ekki er gott að segja hvers vegna sú minning er svona sterk en sennilega hefur mér þótt það óskaplega merkilegt hjá honum. Nú kveð ég hann í síðasta sinn og vona að við hittumst einhvers staðar, einhvern tímann aftur. Ég bið hann að hvíla í friði og vaka yfir ömmu og okkur hinum. Jóhann Geir. Genginn er yfir á annað svið til- verunnar tengdafaðir minn, Jóhann Kristinn Guðmundsson. Hann and- aðist föstudaginn 13. júní á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni í Reykjavík. Jóhann fæddist 3. mars 1921, son- ur hjónanna Margrétar Sigurðar- dóttur frá Ísafirði og Guðmundar Jó- hannssonar, togaraskipstjóra frá Ytri-Njarðvík á Suðurnesjum. Systkini hans eru Baldur (1925– 1999), Gísli (1926–1994), Sigurður (1930–1999) og Guðbjörg (1928). Jó- hann ólst upp í Reykjavík, Skerja- firðinum og í Fífuhvamminum í Kópavogi og á tímabili flutti fjöl- skyldan til Bretlands en þá var Guð- mundur faðir hans skipstjóri á breskum togara. Innan við tvítugt hleypti Jóhann heimdraganum og fór til Bretlands og lærði verslunarfræði og starfaði þar lengst af við að kaupa og selja fisk á uppboðsmörkuðum og þá að- allega í Fleetwood. Sagði hann mér marga söguna frá þeim tíma er hann dvaldi ytra, t.d. hvernig stirtlunni á steinbítnum var breytt í dýran Do- wer-sólkola sem borgaði upp kostn- aðinn á öllum fiskinum eða frá frostavetrinum mikla á stríðsárun- um, líklega ’42, þegar fraus í öllum koppum innanhúss. Hann starfaði ytra öll stríðsárin en hélt þá heim eftir stríðið. Eftir heimkomuna starfaði Jóhann mest við verslunar- störf og þá mest við innflutning hjá Garðari Gíslasyni & co og síðar við sitt eigið fyrirtæki, Sandvík hf., þar sem hann fékkst við að flytja inn vörur til fiskveiðiflotans, s.s. net, toghlera, víra og fleira. Á Ísafirði hitti hann konuefni sitt, sæmdarkonuna Guðríði (Gurru), dóttur Mathíasar Sveinssonar, kaup- manns á Silfurtorgi, og Bergþóru Árnadóttur, konu hans, og giftust þau 1949. Hófu þau búskap syðra og bjuggu lengst af á Melabraut á Sel- tjarnarnesi og síðar í Sólheimum 45 og nú síðast í Sóltúni 28 í Reykjavík. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið; elst er Erna Elísabet og á hún fjóra syni og þrjú barnabörn, þá Bergþóra Margrét sem á tvær dæt- ur og tvo syni og tvö barnabörn, svo Matthías Árni sem á tvær dætur og einn son. Jóhann stundaði golfíþróttina af kappi og náði oft góðum árangri í keppni en varð um síðir að leggja hana á hilluna vegna parkinson-sjúk- dómsins sem hrjáði hann hin síðari ár en þó ekki á mjög háu stigi. Skák- in var honum einnig hugleikin og tókumst við oft á við skákborðið. Jó- hann var víðlesinn og fróður og kom maður aldrei að tómum kofunum, það var nánast sama hverju maður bryddaði upp á, alltaf var hann heima í hlutunum og alltaf gat hann bætt við og sagt manni sögu og ein- hvern fróðleik. Að lokum vil ég þakka þær stundir sem ég fékk að vera með honum Jó- hanni og og dreypa á þekkingar- brunni hans og hvernig tekið var á móti mér þegar ég kom á heimili hans og Gurru og bjó þar um tíma. Var mér tekið eins og ég væri þeirra eigin sonur alla tíð. Elsku Gurra, Erna, Bergþóra, Matthías og börnin, megi minningin um góðan dreng lifa með okkur og styrkja. Erling Rafn Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.