Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 23 Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Mínar fyrstu minn- ingar eru um þig, Daddi, stóri bróðir minn. Þú varst alltaf svo kátur og fjörmikill. Þú spilaðir svo listavel á trompet með lúðra- sveit Akureyrar í fallega bláa bún- ingnum þínum. Ég heyrði þig æfa á hverjum degi og það heyrðu allir nágrannar okkar líka, þótt þú not- aðir hljóðdeyfi. Það eru líka margir skátar alls staðar af landinu sem eiga þá minningu frá skátamótum að vera vaktir eldsnemma með lúðraþyt. Um tíu ára aldur byrjaðir þú í skátahreyfingunni og varst skáti alla tíð. Allt í herberginu þínu og áhugamál minntu á skátastarfið. Skildir og stórir skátastafir með gæru, kögri og fallegum merkjum KRISTJÁN MARINÓ FALSSON ✝ Kristján MarinóFalsson fæddist á Akureyri 15. júlí 1956. Hann lést á heimili sínu 5. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Höfðakapellu á Ak- ureyri 12. mars. frá landsmótum. Mjög spennandi í mínum augum. Stundum hannaðir þú líka merki fyrir mót og vandaðir þig ákaf- lega mikið. Teiknaðir aftur og aftur þangað til þú varst ánægður með handbragðið. Tólf ára slasaðist þú illa, þegar verið var að hlaða brennu fyrir gamlárskvöld. Hluti úr brennunni hrundi yfir höfuð þitt. Þrautseigja þín og styrkur kom þér heim. Þótt ég væri bara fjög- urra ára kallaði ég á pabba þegar þú komst gangandi í áttina til mín og sagði honum að fara með þig strax á sjúkrahúsið, þú værir meiddur. Þegar ég sá þig næst var höfuð þitt allt reifað. Þú varst fyrsti sjúklingurinn sem ég hjúkraði. Dag- lega keypti mamma maltöl sem ég gaf þér að drekka með röri. Það var ekki gaman að fara og skilja þig eft- ir. Mig langaði að hafa þig heima. Það var kraftaverk að þú skyldir lifa. En þú heyrðir aldrei aftur með öðru eyranu og annað augað var illa farið. Ég var samt svo glöð þegar umbúðirnar fóru, hvað eru nokkur saumaspor? Þú varst alveg jafngóð- ur fyrir því. Ég hefði ekki getað átt betri bróður, á hverjum degi fórstu með mig í hjólatúr og stoppaðir stundum í sjoppu til að kaupa smánammi handa mér fyrir vasapeninginn, en fékkst þér ekkert sjálfur. Seinna þegar ég stækkaði hlust- uðum við alltaf saman á útvarps- leikritið á fimmtudagskvöldum og spiluðum svo saman fram á kvöld. Alltaf gastu fundið einhvern tíma fyrir mig, þótt þú værir að læra til stúdents í MA, í skátunum og hefðir svo eignast nýtt áhugamál sem átti eftir að fylgja þér alla tíð síðan, lyft- ingar. Þú varst alltaf mjög sterkur og lagðir mikið á þig við æfingar. Margfaldur Akureyrar- og Íslands- meistari í lyftingum og kraftlyfting- um. Allir verðlaunapeningarnir þín- ir, flestir gylltir, bera afrekum þínum merki. Það var oft kátt heima eftir mót, húsið fullt af sterk- um, glöðum og svöngum lyftinga- mönnum, góðum vinum þínum. Já, þú áttir marga vini, þín létta lund og góðmennska laðaði að. Í gegnum skátana kynntist þú mörgum erlendum skátum sem urðu vinir þínir fyrir lífstíð. Margir þeirra voru Finnar sem vöktu áhuga þinn á landi og þjóð. Mamma veiktist og lést 1980, það var þér þungbær raun. Þú ákvaðst að breyta til og fluttir til Finnlands, þar sem þú varst í fimm ár. Í tvö ár varstu við háskólanám í ensku og finnsku. Málakunnáttan var mikil og þú varst vel gefinn námsmaður. Þetta erfiða mál, finnsku, talaðirðu reiprennandi og ortir jafnvel á því máli líka. Ég saknaði þín, þegar þú bjóst úti, en við skrifuðumst alltaf á. Sund var líka meðal áhugamála þinna. Það eru ekki mörg ár síðan ég sá þig synda í sjó eins og ekkert væri. Þegar bera fór á þunglyndissjúk- dómi var það jafnaðargeð þitt og húmorinn, sem aldrei var langt und- an, sem léttu marga þraut. Síðari árin hrakaði líkamlegri heilsu þinni líka, hjarta þitt var orðið veilt og sjúkdómar farnir að hrjá það. Oft sátum við og töluðum saman í marga klukkutíma um allt milli him- ins og jarðar. Það var svo notalegt að koma á heimili þitt sem þú hafðir fegrað með fallegum munum. Þú varst fagurkeri í þér. Allt í röð og reglu nema bréfaskriftirnar, sem voru í skipulegri óreglu eins og þú sagðir og brostir. Aldrei hef ég séð nokkra manneskju skrifa eins mikið af bréfum og þig. Pennavinir í öllum heimshornum og ljóð hér og þar. Þú rifjaðir oft upp gamla daga þegar þú varst hjá ömmu á Sand- inum á sumrin og þegar ég var lítil. Ekki varstu gamall þegar þú rog- aðist með mig í fanginu og lagðir mig í rúmið, þegar ég hafði sofnað á gólfinu. Þú sýndir oft væntumþykju þína með óvæntum gjöfum og það þurfti heldur ekki mikið til að gleðja þig. Enginn hefur sagt eins oft við mig hversu vænt honum þætti um mig og þú. Þó að þetta sé fátæklegt hjá mér vona ég að skrif mín ylji góðum vin- um þínum um hjartarætur. Þeim færi ég mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir vináttu þeirra og kær- leik í þinn garð. Elsku Daddi minn, það er mín vissa að allt sem við ger- um í þessu lífi muni enduróma í því næsta. Því veit ég að þú ert nú á frábærum stað. Elsku bróðir, þökk sé þér, þá ást og hlýju er gafstu mér. Ef eitthvað skyldi bjáta á sannur vinur varstu þá. (SHF.) Kveðja, Sigríður Hrönn Falsdóttir. Þegar ég nú kveð ástkæran og elskulegan bróður minn eru mér efst í huga allar þær góðu og skemmtilegu minningar sem ég á frá okkar björtu og yndislegu æsku- árum. Fyrir þær og hversu góður bróð- ir, frændi og mágur hann var verð ég og fjölskylda mín alltaf þakklát. Guð blessi minningu hans. Sigurvina Kristjana Falsdóttir. Elsku Maja mín, þú skilur eftir stórt skarð sem erfitt er að fylla. Mér finnst erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þér, þú varst svo stórbrot- inn persónuleiki. Það er svo ótal- margt sem kemur upp í hugann, t.d. hvað þú varst einstaklega hlý og góð, hvað þú lagðir mikla alúð við allt ungviði, hvort sem það voru lömb, folöld, hvolpar eða börn. Svo var þessi óþrjótandi áhugi á ævistarfinu sem var bú- skapurinn, þar varstu á heimavelli, gekkst í öll störf af heilum hug og fullum krafti. Þú hafðir svo mikla ánægju af bústörfunum og sér- staklega, að ég held, þeim stund- um sem þú áttir í fjósinu, þar var þitt einkasvæði. Ekki varstu nú minni húsmóðir en bóndi. Á heim- ilinu var allt nýtt til hins ýtrasta, úr mjólkinni bjóstu til þitt eigið smjör og súrmjólk, rjóma, skyr og allt það sem þú hugsanlega gast gert. Þú hugsaðir um heimilið af miklum myndarskap. Ég man líka hvað það var gam- an að sitja og spjalla við þig. Þú vissir svo margt, þú gast sagt mér svo mikið frá gamla tímanum og þú þekktir svo marga, vissir hvernig allir voru skyldir og þar fram eftir götunum. Við gerðum ýmislegt saman, manstu t.d. þegar ég lét þig keyra bíl? Þeir feðgar höfðu nú ekki mikla trú á þér sem bílstjóra, en þú sagðir þeim að þú gætir það vel og auðvitað gastu það eins og allt annað, sem þú tókst þér fyrir hendur. Við fórum rúnt yfir í Ytra-Áland og hlógum alla leiðina. Svona mætti lengi telja. En elsku Maja mín, nú veit ég að þú ert á góðum stað og Guð hef- ur losað þig undan þjáningum veikinda. Nú siturðu uppi hjá engl- unum og vakir yfir okkur hinum. Ég bið góðan Guð að geyma þig og gefa Vigga, Óla, Karen og barna- börnunum tveimur styrk til þess að takast á við sorgina. MARÍA JÓHANNSDÓTTIR ✝ María Jóhanns-dóttir fæddist í Hvammi í Þistilfirði 6. desember 1931. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Nausti á Þórshöfn 9. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Svalbarðs- kirkju 14. júní. Takk fyrir allar stundir sem við áttum saman. Ég veit að ég er betri manneskja eftir að hafa kynnst þér. Hildur Salína. Þegar ég sem strákur hitti Maríu frænku heillaðist ég svo af þessari glað- legu og skemmtilegu konu að mig langaði til að fá að vera hjá henni í sveit. Loks kom að því ég átti að fá að fara og vera í vikutíma, sú vika átti eftir að breyta lífi mínu mikið, því upp frá því vildi ég helst hvergi annars staðar vera en á Syðra-Álandi hjá Maju og Vigga. Síðan þá eru vik- urnar sem ég hef dvalið þar orðnar óteljandi. Á svona stundu koma margar minningar upp í kollinn, eins og þegar frænka gaf mér fyrstu kindina, botnótta gimbur með heil- rifumarkinu hennar, sagði hún að bestu kindurnar væru með því marki. Alltaf þegar ég vaknaði á morgnana beið hafragrauturinn og súra slátrið á borðinu, enda var frænka yfirleitt búin að vera lengi á fótum áður en aðrir á bænum vöknuðu. Hún þurfti nefnilega að mjólka kúna sína og búa til allar hugsanlegar afurðir úr mjólkinni. Það var fátt matarkyns sem frænka gat ekki búið til, reyndar þurfti hún sárasjaldan í kaupstað. Ég var alltaf viss um að frænka yrði háöldruð kona, því maður gat varla ímyndað sér heilbrigðara líf- erni en hennar, þó að hún hafi allt- af unnið mikið. Það var hennar líf og yndi að baka, elda og snúast í kringum kindurnar. Krafturinn í þessari konu var alveg ótrúlegur, henni féll aldrei verk úr hendi. Hvernig komst hún eiginlega yfir þetta allt saman? Þegar svo fréttin um veikindi hennar barst mér var eins og kaldri vatnsgusu væri skvett fram- an í mig, ég hélt alltaf að ekkert gæti stöðvað hana. Mikið var sárt að horfa upp á það, hvernig hún smám saman gat ekki sinnt þeim verkum sem hún hafði alltaf gert og hafði svo mikið yndi af. Síðan þegar ég kom í sauðburðinn í vor þá var engin Maja frænka til að taka á móti mér brosandi í dyr- unum, mikið var það skrítið og bærinn svo tómlegur án hennar. En svona er lífið og maður verður að taka því og reyna að hugsa bara um allar stundirnar sem við áttum saman; þær voru ómetanlegar. Fyrir þær vil ég þakka, það var svo margt sem hún kenndi mér. Ef ég hefði ekki kynnst henni liti ég lífið örugglega öðrum augum. Þús- und þakkir fyrir allt saman. Kristján Ingi (Kiddi ráðsmaður). Hún er fallin háa eikin prúða. Þessi ljóðlína kom mér í hug er ég heyrði lát vinkonu minnar Mar- íu Jóhannsdóttur Syðra-Álandi. Ég átti því láni að fagna að vinna með henni að félagsmálum kvenna um margra ára skeið, en hún var lengi formaður Kven- félagasambands Norður-Þingey- inga. Í huga mínum var hún og verður alltaf ímynd fjallkonunnar, hávaxin og glæsileg í íslenska þjóðbúningn- um, djörf í máli, hafði ákveðnar skoðanir og var ófeimin að láta þær í ljós. Hún var mikið náttúrubarn, unni landinu sínu og bújörðinni heitt og bar velferð lands og þjóð- ar fyrir brjósti. Það er ávinningur hverri manneskju að fá að kynnast svo heilsteyptri konu sem María var. Fyrir hönd Kvenfélagasambands Norður-Þingeyinga vil ég færa henni hugheilar þakkir fyrir störf hennar þar, sem öll voru unnin af einstökum dugnaði og heilindum. Aðstandendum votta ég einlæga samúð. María Pálsdóttir, Vogum. Við þökkum samfylgd þína í þessi fjölmörgu ár. Blessi þig allir englar og alfaðir tignarhár. Um eilífðar brautir þér beini blessaður frelsarinn. Ljósið á himninum logar ENGILBERT GUÐMUNDSSON ✝ Engilbert Guð-mundsson fædd- ist á Stokkseyri 8. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 29. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu 12. maí. og ljómi um veginn þinn. Börnin þín Jesús blessi, býður þeim faðminn sinn, þá veistu að Guð er góð- ur og gefur þér viðhorf ný. Í frelsarans náðar faðmi þú fagnar á himins grund, yfir þér englar hans vaka hverja einustu lífsins stund (Á. H.) Elsku Inger og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Sigrún Pálsdóttir. Gunnar B. Ólafs, tengdafaðir minn, sem lést 92ja ára að aldri, hafði á sinni löngu ævi ferðast um allan heiminn. Það var löngu áður en ég kynntist honum. Fólk segir að ferðalög hafi verið eitt af því sem honum var mikilvægast. En hann talaði næstum aldrei um það sem hann sá og upplifði á ferð- um sínum. Kannski taldi hann það ekki nógu áhugavert, enda fannst honum lítið til þess koma þegar fólk var leiðinlegt, montið eða upp- tekið af eigin visku. Hann lagði einungis eitthvað til málanna ef það hitti kjarna málsins, var fynd- ið, eða hvort tveggja. En jafnvel þegar hann var þögull, voru björtu, bláu augun hans jafn skýr og frískandi og íslenski sjórinn og himinninn sem hann elskaði næst- um eins mikið og fjölskylduna. Þá, skyndilega, sagði gamli maðurinn eitthvað hnyttið eða fyndið og GUNNAR B. ÓLAFS ✝ Gunnar B. Ólafsfæddist í Mýrar- húsum á Seltjarnar- nesi 18. apríl 1911. Hann lést 20. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 27. maí. maður skammaðist sín sárlega fyrir að hafa talið hann vera gaml- an mann. Í stað þess hefði maður átt að sjá í honum sannan að- alsmann, mann sem létt og áreynslulaust notaði hæfileika sína og innsæi. Óháð oki aldursins, sem allir verða að bera, var hann alltaf í útliti einn „elegant- asti“ maðurinn sem ég hef hitt og gæddur náttúrulegu stolti. Í þessu fólst að hann kvartaði aldrei né bar leynd- armál hjarta síns út á torg. Og auðvitað giftist hann konu sem hann gat sjálfur verið stoltur af. Því að smekkur hans var óbrigðull. Ég segi því ekki meira um einkalíf Gunnars, heldur vitna í óþekkt kvæði sem hann hefði sennilega svarað með ef einhver hefði spurt hann hvað það væri að vera maður. – En vitanlega bar hann ekki slíkt út á torg: Uppi dregur ellin grá æskuna í lokin. Ekkert stendur eftir þá eilífðin er fokin. Eva Klingenstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.