Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 25 RÚMLEGA 300 börn og unglingar fjölmenntu í félagsheimilið á Klifi í Ólafsvík á tónleika sem hin vinsæla hljómsveit Írafár hélt. Var greinilegt að Birgitta Hauk- dal átti hug og hjarta ungmenna á staðnum og færðu nokkrir harðir aðdáendur Birgittu fallegan blóm- vönd. Voru börnin frá sér numin með tónleikana, sungu og dönsuðu af innlifun er hljómsveitin flutti sín vinsælustu lög, og ekki var annað að heyra en börnin kynnu söngtext- ana utan að. Valdi Birgitta nokkur börn úr áheyrendahópnum til að koma upp á svið og syngja með hljómsveitinni og vakti það mikla lukku. Birgitta átti hug og hjarta ung- mennanna Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons FLÝTA á endurbótum á hringveg- inum um Skriðdal og er stefnt að því að hefja þær strax á næsta ári, í stað ársins 2006 eins og Vegagerðin hafði ráðgert. Þórisá verður sett í stokk undir veginn og einbreiðum brúm þannig fækkað um eina á hinum 22 km langa vegarkafla frá Sandfelli inn að Breiðdalsheiði. Einnig verður lagt um 3 km langt slitlag á veginn. Þessi niðurstaða fékkst eftir viðræður sveitarstjórna Austur-Héraðs og Djúpavogshrepps við Vegagerðina á Austurlandi, en þær höfðu ákveðið að beita sér fyrir að vegurinn yrði bættur sem fyrst. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hér beygir þjóðvegur 1 inn Skrið- dal. Í fjarska blasir Sandfellið við. Hringvegurinn um Skriðdal lagfærður Egilsstaðir SUMARSTARFSEMI Náttúru- gripasafnsins í Neskaupstað er haf- in. Að þessu sinni er boðið upp á nokkrar nýjungar í starfsemi safns- ins. En auk hefðbundinna sýninga á náttúrugripum verður þar vegg- spjaldasýning um náttúrufar í Hólmanesfriðlandi, sem verður 30 ára á þessu ári, fróðleikur um bjarg- dúfur og einkennisplöntur Austur- lands. Auk þess hefur verið komið upp barnahorni á safninu þar sem börnin geta skoðað og handfjatlað steina og litað myndir af fuglum og gert fleira skemmtilegt. Þá hefur aldagömul skóvinnu- stofa, sem er í viðbyggingu Náttúru- gripasafnsins, verið opnuð fyrir al- menning en hún hefur að mestu leyti staðið óhreyfð síðan skóviðgerðum var hætt þar fyrir 18 árum. Skó- vinnustofan var starfrækt af Sig- mundi Stefánssyni og börnum hans og er það skósmíðaverkstæði sem á sér hvað lengsta sögu á Austurlandi. Skóvinnustofunni var komið á fót ár- ið 1905 og var hún starfrækt samfellt til ársins 1985. Meðal muna sem eru til sýnis í skóvinnustofunni eru gaml- ar, handstignar saumavélar, kósu- vélar frá ýmsum tímum, skóvíkkar- ar, randingsaumingarvél og plukkarar. Náttúrugripasafnið verður opið alla daga í sumar frá 13–17 og að- gangur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Meðal þess sem sjá má á sýningunni er gamall skóvíkkari og kósuvél. Aldar- gömul skó- vinnustofa til sýnis Neskaupstaður ÞAÐ var engin smásmíði hjólhýsið sem stóð á tjaldsvæði Egilsstaða- bæjar. Tíu metra langt flykki og að sögn eigandans um 50 m² að innan- máli. Það voru þau Stefán Tómasson og Erla Jóhannsdóttir sem höfðu „tjaldað“ til einnar nætur á Egils- stöðum, með börn sín Arnar og Re- bekku. „Við erum úr Hafnarfirði og ferðumst mjög mikið,“ sagði Stefán þegar blaðamaður spurði um ferðir þeirra. Þau komu í smááföngum frá Seljavöllum og eru á leið til Ak- ureyrar, á sinni fyrstu ferð með hjólhýsið sem var keypt í fyrra. Hjólhýsið, sem er amerískt, gengur undir nafninu fimmta hjól- ið. Stefán segir bílinn sinn og húsið samanlagt 14,8 m á lengd og húsið sjálft 9,70 m. „Það eru komin sjö eða átta svona hjólhýsi á Íslandi á þremur árum. Hér er svefnpláss fyrir átta manneskjur, hjónarúm og sófar um allt, borðstofa, sturta og klósett, ísskápur, eldavél, bakarofn og örbylgjuofn, tvö sjónvörp og annað þeirra 27". Svo er fjögurra kílóvatta rafstöð ef maður kemst ekki í rafmagn.“ Hjólhýsið er ekki dregið í beisli eins og venja er, heldur sett á stól á pallinum á Ford F350 pallbíl. Stef- án segir að vissulega þurfi töluvert öflugan bíl til að draga hjólhýsi af þessari stærð. „Fordinn er 325 hestöfl, með stóra dísilvél.“ Hann segist komast nokkuð hratt upp brekkur og að það sé ekki erfitt að aka með hjólhýsið aftan í. „Það heldur alveg ferðinni og maður keyrir bara eins og maður vill keyra og finnur lítið fyrir þessu aft- an í bílnum. Það var samt dálítið ævintýri að fara yfir Breiðdalsheið- ina, bæði upp og niður,“ sagði Stef- án að endingu og bætti við að hugs- anlega yrði 17. júní tekinn heima í Hafnarfirði, það færi eftir veðri og vindum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þau voru býsna ánægð með 50m² hjólhýsið sitt, Erla Jóhannsdóttir og Stef- án Tómasson með börn sín Rebekku og Arnar. Fjölskyldan hafði viðkomu á Egilsstöðum í veðurblíðunni og var ferðinni heitið til Akureyrar. Ekkert mál að draga tíu metra langt hjólhýsi Egilsstaðir MIKLAR endurbætur hafa staðið yfir í vetur í Norska húsinu í Stykk- ishólmi. Jarðhæð hússins hefur verið færð til upprunalegs horfs, tekinn hefur verið þar í notkun nýr sýning- arsalur og Krambúð safnsins hefur verið færð í stærra og betra rými. Hitaveita hefur og verið tekin inn í húsið. Að framkvæmdum loknum hefur safnið verið opnað almenningi. Í nýja sýningarsalnum er sýning með hátt í 40 verkum, nýjum og eldri, olíu- myndir, vatnslitamyndir, teikningar, glerverk og vefnaður eftir á annan tug listamanna sem búa eða hafa bú- ið í Stykkishólmi. Undirbúningur og uppsetning sýningarinnar var í höndum Jóns Svans Péturssonar, Steinþórs Sigurðssonar og Aldísar Sigurðardóttur. Á annarri hæð er sýningin „Heldra heimili í þéttbýli á 19. öld.“ Þar er stuðst við heimildir sem til eru um innbú og heimilis- hætti Árna og Önnu Thorlacius sem létu byggja Norska húsið. Norska húsið var byggt árið 1832 og er nú byggðasafn Snæfellinga. Norska húsið er elsta húsið á Snæ- fellsnesi og er alfriðað. Húsið er opið daglega frá júní til september kl. 11– 17. Sumarstarf Norska hússins hafið Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason 40 verk eftir Hólmara eru á fyrstu sýningunni í nýjum sal í Norska húsinu. Þessir listamenn eiga verk á sýning- unni: Ingibjörg Ágústsdóttir, Ester Hansen, Gunnar Gunnarsson, Lára Gunnarsdóttir, Sjöfn Haraldsdóttir, Atli Ingvarsson, Aldís Sigurðardóttir safnstjóri, Ægir Jóhannsson, Steinþór Sigurðsson og Jón Svanur Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.