Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Irena Arctica, Örfir- isey RE, A’Rosa Blu, Saga Rose og Delphin. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Sel- foss og Bootes. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinustofa kl. 13, söngstund á morgun kl. 14. Gróð- ursetningarferð í Brú- arlund í Hvammsvík í Hvalfirði á morgun, þriðjudag. Skráning í síma 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 samverustund. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16, félagsvist kl. 14, kl. 9–12 hárgreiðsla. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Fé- lagsvist kl. 13.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. S. 575 7720. Kl. 9–16.30 fjölbreytt sumardagskrá í boði. Á morgun kl. 13 boccia. Allir velkomnir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–12. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, heitt á könnunni, Fé- lagsvist kl. 20.30. Hraunbær 105. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 13 frjáls spilamennska. Fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fóta- aðgerð, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13–16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, hand- mennt og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia, kl. 13 handmennt, opin vinnustofa og spilað. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, mánudaginn 23. júní, kl. 10 í Safamýri og kl. 14 á Njálsgötu. Á morgun, þriðjudaginn 24. júní, kl. 10 í Brekkuhúsum. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380, Jónína Högna- dóttir, Esso-verslunin, Ísafirði, s. 456 3990, Jó- hann Kárason, Engja- vegi 8, Ísafirði, s. 456 3538, Kristín Karvels- dóttir, Miðstræti 14, Bolungarvík, s. 456 7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Blómabúðin Bæj- arblómið, Húnabraut 4, Blönduós, s. 452 4643, Blóma- og gjafa- búðin, Hólavegi 22, Sauðárkróki, s. 453 5253, Blómaskúrinn, Kirkjuvegi 14b, Ólafs- firði, s. 466 2700, Haf- dís Kristjánsdóttir, Ólafsvegi 30, Ólafsfirði, s. 466 2260, Blómabúð- in Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212, Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Ak- ureyri, 462 2685, Bóka- búðin Möppudýrið, Sunnuhlíð 12c, Ak- ureyri, s. 462 6368, Penninn Bókval, Hafn- arstræti 91-93, Ak- ureyri, s. 461 5050, Blómabúðin Akur, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri, s. 462 4800, Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garð- arsbraut 9, Húsavík, s. 464 1234, Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík, s. 464 1178, Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópa- sker, s. 465 2144, Rannveigar H. Ólafs- dóttur, Hólavegi 3, 650 Laugum, s. 464 3181. Í dag er mánudagur 23. júní, 174. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífs- ins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. (Jóh. 6,35.)     Í Morgunpósti VG erfjallað um ummæli Guðmundar Árna Stef- ánssonar í Morgun- blaðinu, þess efnis að hann telji að Samfylk- ingin eigi að bjóða fram sér í öllum kjördæmum í sveitarstjórnakosningum. Höfundur er efins um það fyrirkomulag að samstarfsflokkarnir eigi þá að aðstoða Samfylk- inguna við að styrkja stöðu hennar í kerfinu fram að kosningum.     Næst víkur pistlahöf-undur að ummælum Ingibjargar Sólrúnar, um að hún hafi ekki snúið baki við Reykjavíkurlist- anum og kjósendum hans og aldrei gefið sig út fyr- ir að vera fulltrúi „óháðra“ á listanum. Það hafi verið framsóknar- menn og Vinstri-grænir sem hafi tekið þá ákvörð- un að hún yrði að standa upp úr stóli borgarstjóra til að samstarf Reykja- víkurlistans gæti haldið áfram.     Þá spyr höfundur:„Hvernig stóð á því að Ingibjörg Sólrún, jafn afgerandi merkt Sam- fylkingunni og raun ber vitni, neitaði að taka sæti á R-listanum sem fulltrúi hennar? Af hverju krafð- ist hún þess að vera óháður frambjóðandi? Er það eðlilegt að óháður frambjóðandi og borg- arstjóri kosninga- bandalags standi upp á miðju kjörtímabili og fari í kosningabaráttu gegn samstarfsaðilum sínum í kosningabandalaginu? Nei, það er með öllu óeðlilegt og það sem Ingibjörg kallar hand- hæga söguskýringu er hvorki meira né minna en staðreynd málsins – rétt og sönn lýsing á því sem gerðist.“     Að síðustu vitnar hann íorð Ingibjargar: „Formaður Vinstri- grænna virðist líta á það [...] sem verkefni Sam- fylkingarinnar að standa vörð um hagsmuni Vinstri-grænna. En póli- tík er engin sunnudaga- skóli, eins og Jón Baldvin sagði svo réttilega.“     Það er aukinheldurljóst á orðum Ingi- bjargar að heilindi og traust eiga ekki við í pólitík, hún sé enginn sunnudagaskóli. Með þeirri líkingu vitnar hún til orða Jóns Baldvins, sem á eftirminnilegan hátt klauf síðustu vinstri- stjórn á Íslandi. Í pólitík Samfylkingarinnar gildir því óheft hentistefna, þar sem samkomulögum og loforðum er rift eftir hentugleikum. Ingibjörg og Samfylkingin hafa komið óheiðarlega fram og það er kjarni málsins. Það fóru allir undan í flæmingi þegar flokk- urinn reyndi að hoppa upp í ríkisstjórnarrúmið. Af hverju? Svarið er aug- ljóst: Það treystir enginn svona stjórnmálamönn- um.“ STAKSTEINAR Er kominn brestur í samstarfið? Víkverji skrifar... VÍKVERJI hafði nú ekki ýkjagaman af því að horfa á beina út- sendingu frá afhendingu íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, sl. mánudagskvöld. Einhvern veginn leið honum eins og hann væri kom- inn inn á gafl í jólaboði hjá svolítið stórri fjölskyldu. Finnst Víkverja svolítið óþægilegt að verða vitni að slíkum uppákomum fólks sem hann ekki þekkir og tengist honum ekk- ert. Kannski mótast þessi afstaða Vík- verja af því að hann hefur ekki farið í leikhús í háa herrans tíð og þekkti því ekki þau verk, sem verið var að verðlauna. Á hinn bóginn er rétt að taka fram að Víkverji vill í sjálfu sér veg íslensks leikhúss sem mestan. Hann veltir því þó fyrir sér hvort einhver sérstök ástæða sé fyrir því að Ríkissjónvarpið sýni beint frá svona faglegri samkundu eins tiltek- ins hóps í menningarlífinu? x x x NÚ hillir loks undir endalok fram-kvæmda í Bankastræti og víðar í Miðbænum. Vakti hins vegar at- hygli að ekki skyldi hafa tekist að ljúka verkinu fyrir hátíðahöldin 17. júní, sem Víkverji heldur þó að hljóti að hafa verið markmiðið. Gaman væri að vita hvort dagsektum hafi verið beitt, sé það rétt að stefnt hafi verið að lokum framkvæmda fyrir þjóðhátíðardaginn. Nú er kannski ekki ástæða til að vera að amast meira við þessum framkvæmdum – þó að þær hafi sannarlega tekið tímann sinn og ver- ið íbúum miðbæjarins til óþæginda, sem og væntanlega verslunareig- endum og öðrum þeim sem sækja miðbæinn. Þegar hér er komið sögu er sennilega best að gerast bara já- kvæður og fagna því að nú hilli loks undir að miðbærinn verði flottur sem aldrei fyrr. Má Víkverji þó nota þetta tæki- færi til að lýsa þeirri ósk sinni að ekki verði allt sett á annan endann á þessum slóðum enn einu sinni að ári liðnu? Mál er að linni. x x x EINU sinni var Víkverji harðurFrammari. Minna fer fyrir því í seinni tíð að hann mæti á völlinn en það vakti þó athygli hans að stjórn Fram sá einhverra hluta vegna ástæðu til þess fyrir nokkrum dög- um að segja þjálfaranum, Kristni R. Jónssyni, upp störfum. Næsta deild- arleik töpuðu Frammarar hins veg- ar 0–5 (fyrir ÍBV) og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort stjórnin hafi e.t.v. verið of fljót á sér. Morgunblaðið/ArnaldurFrá afhendingu Grímunnar. Öllum til ánægju, engum til ama LAUFEY hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að kettir væru yndislegar skepnur sem ættu að vera öllum til ánægju og yndis- auka. Sagðist hún ekki skilja að fólk væri að agnú- ast út í þessi dýr, þau gerðu engum illt og væru mein- laus. Dónaskapur hinna bleiku kvenna ÞAÐ hefði einhvern tíma þótt dónaskapur að velja kvenmanni heitið tík, en þessar bleiku konur virðast ekki kunna mannasiði og ættu þær að líta í Orðabók Menningarsjóðs. Þar stendur að orðið tík merki í fyrsta lagi kvendýr hunds- ins, öðru lagi leiðinlegur kvenmaður og í þriðja lagi lélegt farartæki. Þorgerður Katrín er allt of flott kona til að hljóta slíkan titil og geta þessar bleiku kallað sjálfar sig tíkur ef þær vilja. Þetta er hreint ekki fyndið. Guðleif K. Jóhannesdóttir. Þakkir fyrir veitta aðstoð GAMLI bíllinn minn varð rafmagnslaus á bílastæði við Sólheima í Grímsnesi sl. sunnudag. Mig langar að þakka því góða fólki sem aðstoðaði mig beint og óbeint. Ég náði einu nafni, Valdimar, þjónustustjóri. Kær kveðja, Svala. Söknuður vegna útvarpsstöðva KONA nokkur hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að mikill missir væri að út- varpsstöðvunum Djassrás- inni og Klassík FM. Fossvogskirkjugarður UNDIRRITUÐ átti leið um garðinn nýlega og var það ófögur sjón sem við blasti. Svo virðist sem þeir aðilar sem umsjá garðsins hafi með höndum, anni því verki engan veginn. Eftir miðjan júní leit garðurinn út nánast eins og hann væri að koma undan vetri; hvort sem um var að ræða þann gróður sem er í eigu garðs- ins eða leiðin sem eru mörg hver að hruni komin. Gróð- ur á leiðum er látinn vaða uppi óáreittur þannig að hann leggst yfir nærliggj- andi leiði og skapar þeim, sem hafa aðstæður til að hirða um leiði látinna ætt- ingja, óþarfa fyrirhöfn við hirðingu óviðkomandi leiða, sem hreint ekki allir hafa tök á eða krafta til. Ólík er umhirða kirkjugarða er- lendis, hrein unun að fara um marga þeirra, mættum við Íslendingar taka vinnu- brögð þeirra okkur til fyr- irmyndar í umhirðu um okkar kirkjugarða. Hulda M. Valdimarsdóttir. Dýrahald Kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar fást gefins, tvær læður og tveir högnar. Kettlingarnir eru kassavanir og auk þess af- skaplega myndarlegir og vanir börnum. Upplýsingar gefur Sæunn í síma 823 4148. Kettlingar fást gefins FJÓRIR átta vikna gamlir kettlingar fást gefins gegn því að verða sóttir á Sel- foss. Þeir eru kassavanir. Upplýsingar í síma 482 3703. Kanínuungar fást gefins SEX kanínuungar fást gef- ins. Ljósbrúnir að lit. U.þ.b. tveggja mánaða gamlir. 565 8814 eða 661 6010. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 fyllir þverúð, 8 ferma, 9 sjávarrót, 10 streð, 11 sakleysi, 13 fugls, 15 sverðs, 18 þvo, 21 frí- stund, 22 gorti, 23 styrk- ir, 24 spaugilegt. LÓÐRÉTT 2 ástæða, 3 falla, 4 bera á, 5 starfið, 6 kássa, 7 frjáls, 12 þegar, 14 stormur, 15 ástand, 16 duglegur, 17 verk, 18 hvell, 19 griðlaus, 20 hina. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bræla, 4 kúgar, 7 nýtni, 8 tígur, 9 nei, 11 asni, 13 bana, 14 lindi, 15 þjál, 17 körg, 20 urg, 22 skart, 23 rægir, 24 rúnar, 25 forði. Lóðrétt: 1 benja, 2 ættin, 3 alin, 4 kuti, 5 gegna, 6 rýrna, 10 Einar, 12 ill, 13 bik, 15 þusar, 16 áraun, 18 öfgar, 19 gervi, 20 utar, 21 gröf. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.