Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 33 KEFLAVÍK kl. 8 og 10. Bi. 12 AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Bi. 12 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.15. KRINGLAN Kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 Bein t á to ppin n í US A! Svalasta mynd sumarsins er komin. POWE R SÝNIN G KL. 10 .15. Í SAM BÍÓUN UM Kring lunni I . . . Í Í ri l i  KVIKMYNDIR.IS KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 ÚTITÓNLEIKAR voru haldnir við Hard Rock í Kringlunni á laug- ardag. Tónleikarnir voru fyrir til- stuðlan Pepsí en þeir mörkuðu endalokin á svokölluðum Popp- kortaleik þar sem fólki gafst kostur á að safna 100 myndum af mörgum skærustu stjörnunum í poppinu á Íslandi í dag. Böndin sem tróðu upp voru Bú- drýgindi, Igor, Á móti Sól, Írafár og Í svörtum fötum. Svo mættu þeir Sveppi og félagar frá Popptíví og voru samir við sig í skrípalátunum. Vegleg verðlaun voru í boði í kortaleiknum og fékk aðalsig- urvegarinn ferð á tónleika í Eng- landi með hljómsveitinni Blue, með Jónsa í Svörtum fötum sem far- arstjóra. Einnig voru í verðlaun farsímar, risaplaggöt, gos og snakk og margt fleira. Sú merkilega tilviljun átti sér stað að þeir sem hrepptu fimm efstu vinningana eru allir skyldir. Um var að ræða annars vegar tvö og hins vegar þrjú systkin sem voru systkinabörn hinna. Að sögn Kristins Jóhannessonar, föður tveggja barnanna, skýrist þetta af þeim mikla áhuga sem skapaðist hjá þeim fyrir keppninni en sigur í leiknum réðst ekki hvað síst af því að fylla safnmöppurnar sem allra fyrst og voru þau óvenjufljót að því. Tónleikar voru haldnir í Kringlunni vegna Pepsí Poppkortaleiksins Poppað á planinu Sprelligosarnir hjá PoppTíví voru á staðnum og veittu krökkunum eiginhandaráritanir. Fjöldi banda spilaði og söng fyrir nærstadda við Kringluna. Meðal annars mátti sjá Búdrýgindi og Írafár. Hér skemmta Á móti Sól. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigurvegararnir í Poppkortaleiknum. Sævar Falk Hermundarson, Herdís Eva Hermundardóttir, Sóldís Dröfn Kristinsdóttir og fyrir framan Elísa Rún Hermundardóttir og Kristinn Andri Kristinsson. UPPI varð fótur og fit þegar í ljós kom að óboðinn gestur hafði náð að komast óhindrað í afmælisboð Vil- hjálms Bretaprins sem haldið var í Windsor-höllinni á laugardag. Prinsinn ungi stóð uppi á sviði og hélt þar ræðu frammi fyrir 300 gest- um, þar á meðal ömmu sinni Elísa- betu og Karli föður sínum. Þá óð upp á svið maður, hrifsaði hljóðnemann af prinsinum og hóf háreysti og ösk- ur í hljóðnemann. Rannsókn fór strax af stað á því hvernig þessi boðflenna komst í gleðskapinn en þar var margt fyr- irmenna og öryggisgæsla eftir því, og raunar enn strangari í ljósi hryðjuverkahættu. Boðflennan hef- ur verið nafngreind sem Aaron Barschak, 36 ára grínisti sem titlar sjálfan sig hryðjuverka-húmorista. Aaron þessi framdi ekki ósvipaðan hrekk fyrr á árinu þegar hann hrifs- aði hljóðnema úr hendi borgarstjóra Lundúna á mótmælafundi gegn stríði og hafði uppi svipuð skrípalæti. Afmælisboð Vilhjálms gekk að öðru leyti áfallalítið fyrir sig. Boðið var haldið með Afríkuþema en prins- inn ungi virðist hafa tekið ástfóstri við heimsálfuna og leggur stund á swahili-nám. Hryðjuverka-grínisti gerir óskunda í afmælisveislu prinsins Reuters Fyrir utan afskiptasemi boðflenn- unnar átti Vilhjálmur ágætan af- mælisdag en hér æfir prinsinn með afrískri hljómsveit fyrir afmælið sem haldið var með Afríkuþema. Boðflenna í af- mæli Vilhjálms REYKJANESBÆR efnir til söng- lagasamkeppni í tilefni Ljósanætur 2003. Leitað er eftir lagi og texta sem getur orðið einkennislag fyrir menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt. Það er þó ekki skilyrði að yrkisefnið verði Ljósanóttin sjálf. Lagið skal vera með íslenskum texta og öllum er heimil þátttaka. Lag eða texti mega ekki hafa birst eða verið flutt opinberlega áður og hámarkslengd lagsins er 4 mínútur. Síðasti skiladagur er 8. júlí 2003. Að- alverðlaunin eru kr. 400.000, 2. verð- laun kr. 150.000 og 3. verðlaun kr. 100.000. Tíu lög verða valin úr hópi inn- sendra verka af sérstakri fagdóm- nefnd. Lögin verða útsett af Jóni Ólafssyni, tónlistarstjóra keppninn- ar og gefin út á geisladisk í byrjun september n.k.. Föstudaginn 5. sept- ember verða öll lögin flutt í Stap- anum við hátíðlega athöfn og þar verður vinningslagið valið. Þá verður almenningi gefinn kostur á að hlýða á lögin og kjósa á www.tonlist.is. Lögunum skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir 8. júlí n.k. Lag- inu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og text- anum á blaði, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi. Í fyrra var lag Ásmundar Arnar Valgeirssonar „Velkomin á Ljósa- nótt“ hlutskarpast í keppninni um Ljósalagið. Leitað að Ljósalagi Morgunblaðið/Jim Smart Rúnar Júlíusson átti lag í Ljósalags- keppninni 2002. TENGLAR ..................................................... www.tonlist.is www.ljosanott.is LEIKKONAN Goldie Hawn verð- ur brátt amma. Dóttir hennar, leikkonan Kate Hudson, er með barni og á að eiga snemma næsta árs. Í fyrra töluðu þau Hudson, sem er 24 ára, og eiginmaður hennar, Chris Robinson, 36 ára, rokkari úr hljómsveitinni The Black Crowes, um að ættleiða fremur en að eignast sjálf barn. Þá sögðu þau að það myndi henta frama þeirra og annasömu lífi mun betur að ættleiða dreng sem væri í kringum fimm ára gamall. Eitt- hvað virðist þeim því hafa snúist hugur. Þau gengu í það heilaga áramótin 2000 … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.