Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 1
mánudagur 23. júní 2003 mbl.is Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Fallegir munir Sýning fjögurra íslenzkra hönnuða á hús- gögnum og fleiri munum í Bella Center í Kaupmannahöfn hefur kallað fram jákvæð viðbrögð erlendis. 2 // Gæði loftsins Það er hægt að mæla gæði andrúmsloftsins. En það er ekki aðeins maðurinn, sem mengar loftið. Það gera flest efni einnig, þar á meðal þau efni sem eru á gólfum og í lofti. 38 // Útsýnishús Hjá fasteign.is er nú til sölu endaraðhús við Bakkastaði 121. Húsið lagar sig að landslag- inu og stórir gluggar, opnanlegir að hluta, snúa til vesturs með miklu útsýni. 40 // Klæðningar Flotlagnir ehf. í Mosfellsbæ hafa hafið inn- flutning á múrklæðningum frá enska fyr- irtækinu Weber SBD. Nota má þessar klæðn- ingar á hvers konar byggingar. 42 Góðar lausnir, vandaðar vörur         ! " # $         $                      ! #   "     &'() ( )  * +,-  . )/ 0 * 1 2  3 (4  3 (4 #( ' 3 (4  3 (4 55 6 6 65 $ $7 66 %5 $$ $5   6$ 65       % 6 8 8  555 6$55 6555 $55 555 $55 !" !  # $" % $!% !" & '      6766 5$ 67 6 (    ( ( )  ) (  $  6 Á FÖSTUDAGINN kemur rennur út frestur til þess að skila kaup- tilboðum í byggingarétt í fyrsta áfanga Norðlingaholts. Þar er um að ræða sex lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 200–217 íbúðum, tvær lóðir fyrir samtengd tvíbýlishús með samtals 26 íbúðum og 22 lóðir fyrir einbýlishús. Samtals tæplega 300 íbúðir. Norðlingaholt liggur fyrir austan Seláshverfi, í austurjaðri borgar- innar. Í næsta nágrenni eru vinsæl útivistarsvæði eins og Elliðaárdal- ur, Rauðhólar og Heiðmörk, auk Elliðavatns og Rauðavatns. Skipulag hverfisins er unnið af Tark Teiknistofunni ehf. fyrir Reykjavíkurborg og Rauðhól ehf., sem eru í samstarfi um skipulag og uppbyggingu hverfisins. Í hverfinu fullbyggðu verða rúm- lega 900 íbúðir, grunnskóli, leik- skólar, verslun og önnur þjónusta fyrir hverfið. Þá er gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði meðfram Suður- landsvegi og Breiðholtsbraut, sem jafnframt því að nýta öflugar teng- ingar við þessar stofnbrautir, mun einnig skýla íbúðabyggðinni og skerma hana af. Gert er ráð fyrir að bygginga- rétti í hverfinu verði ráðstafað á næstu 3–4 árum. Í fyrsta áfanga eru boðnar lóðir fyrir einbýlishús sem marka suðausturhluta hverf- isins og liggja næst ánni Bugðu, auk lóða fyrir samtengd tvíbýlishús og fjölbýlishús. Gatnagerð vegna 1. áfanga hverfisins er þegar hafin og reikn- að er með að lóðir í þessum áfanga verði byggingahæfar fyrir lok þessa árs. Samkvæmt framansögðu skal skila kauptilboðum í fyrsta áfanga til skrifstofu borgarverkfræðings fyrir kl. 16 föstudaginn 27. júní nk. og fyrir sama tíma skulu bjóðendur hafa greitt tilboðstryggingu sem er 150.000 kr. Lóðir fyrir nær 300 íbúðir í Norðlingaholti Gatnagerð vegna 1. áfanga stendur nú sem hæst og er gert ráð fyrir, að lóðir þar verði byggingarhæfar fyrir lok þessa árs. Í þessum áfanga eru boðnar út sex lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 200–217 íbúðum, tvær lóðir fyrir samtengd tvíbýlishús með samtals 26 íbúðum og 22 lóðir fyrir einbýlishús. UPPBYGGINGIN í 1. áfanga Valla í Hafnarfirði stendur nú sem hæst, en þetta hverfi er rétt fyrir ofan Reykjanesbraut, skammt frá íþróttahúsi Hauka. Í þessum áfanga er gert ráð fyrir rúmlega 200 íbúðum. Stutt er síð- an fyrstu íbúðirnar fóru í sölu, en viðbrögð hafa verið góð. „Það er mjög breiður hópur sem sækist eftir þessum íbúðum, enda er þarna um mjög fjölbreyttar íbúðir að ræða,“ segir Þorbjörn Helgi Þórðarson hjá fasteignasölunni Hraunhamri. „Þetta eru 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir og einnig stórar íbúðir á tveimur hæðum. Sumar íbúðirnar eru án bílskúrs, sumar með bíl- skýlum og enn aðrar með bíl- skúrum. Í sumum fjölbýlishúsunum er sérinngangur en stigagangur í öðr- um. Það má því segja, að flestir geti fundið íbúðir við sitt hæfi í þessum fyrsta áfanga Valla, þrátt fyrir mis- munandi smekk og óskir.“ 26 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vellir í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.