Morgunblaðið - 24.06.2003, Side 1

Morgunblaðið - 24.06.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 168. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ógnin og ástin mörgu j essum e inföldu l jóðlínu íðasta ljó ðsins: daglega fal la turnar úti í heimi í fáeinum rj óðrum er allt krök kt af ást annars fátt nýtt Ógnin og ástin (o g ótal af b ) u óu md Túlípanafallhlífar Sigurbjargar Þrastardóttur | Listir 22 Eivör hitar upp Færeyska söngkonan vinnur að nýrri plötu Fólk 42 INNFLUTNINGUR á lifandi eldisfiski, seiðum og frjóvguðum hrognum frá Íslandi til Bretlands hefur verið bannaður. Bannið er tilkomið vegna þess að íslenzk stjórnvöld hafa ekki leitt í lög til- skipun um fiskeldi frá Evrópusambandinu. Málið stöðvaðist í landbúnaðarnefnd Alþingis á síðasta þingi. Því getur komið til þess að innflutningur til allra landa innan ESB verði bannaður. Málið mun nú þegar vera komið inn á borð forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofn- fisks, segir þetta mjög alvarlegt mál, sem geti, verði ekki brugðizt strax við, haft alvarleg áhrif fyrir þróun fiskeldis í landinu og rústað afkomu Stofnfisks og Fiskeldis Eyjafjarðar, sem flytji út mikið af laxahrognum og lúðuseiðum. Tilskipunin sem um er að ræða er lagarammi um inn- og útflutning á lifandi eldisfiski, hrognum og seiðum. Í gildandi lögum er ákvæði sem bann- ar allan innflutning á lifandi eldisfiski. Samkvæmt tilskipuninni verður innflutningur hins vegar heimill en með það ströngum skilyrðum, að sögn Gísla Jónssonar fisksjúkdómafræðings, að þau gilda nánast sem bann. Ekki verði leyfilegt að flytja inn lifandi fisk eða hrogn frá löndum eða svæðum sem búi við fleiri fisksjúkdóma en hér eru. Staðan hér á landi sé með því bezta í heim- inum. Því sé alls ekki verið að opna fyrir innflutn- ing eins og margir virðist telja. Hættan ljós í nokkur ár „Þetta hefur legið fyrir lengi og hættan verið ljós í nokkur ár. Það er því með ólíkindum að ekk- ert skuli hafa verið gert í tíma. Frestur okkar til að löggilda tilskipunina er runninn út,“ segir Gísli Jónsson. Vigfús Jóhannsson segir þetta grafalvarlegt mál og það þurfi að kippa þessu þegar í liðinn. Það sé með ólíkindum að landbúnaðarnefnd Alþingis hafi ekki afgreitt málið frá sér fyrir þinglok, því nefndarmönnum hafi verið fyllilega kunnugt um afleiðingar þess að binda tilskipunina ekki í lög. „Þetta er mjög alvarlegt fyrir okkur í Stofn- fiski, sem seljum töluvert af hrognum til landa innan Evrópusambandsins. Þetta er einnig mjög alvarlegt mál fyrir Fiskeldi Eyjafjarðar sem er að hefja sölu á lúðuseiðum til Skotlands. Þetta sinnu- leysi stjórnvalda getur orðið okkur óskaplega dýrkeypt,“ segir Vigfús Jóhannsson. Kannað hvað hægt sé að gera Guðmundur Helgason, ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu, segir að breyta þurfi lögum til að tilskipunin geti tekið gildi. Það verði ekki mögulegt fyrr en þing komi saman í haust. Þar til verði kannað hvaða aðilar hafi tekið ákvörðun um bannið í Bretlandi og hvers vegna. Þá verði skoð- að hvað sé hægt að gera til að það verði afnumið eða gildistöku frestað þar til Alþingi hafi sam- þykkt nauðsynlegar lagabreytingar. Bannað að flytja lifandi eldisfisk til Bretlands Getur orðið okkur mjög dýrkeypt, segir framkvæmdastjóri Stofnfisks Berjast gegn frið- helgi fyrir Berlusconi Róm. AFP. ÍTALSKIR stjórnarand- stöðuþingmenn hófu í gær her- ferð sem miðar að því að hindra að umdeild lög- gjöf um frið- helgi ráða- manna við saksókn komist til framkvæmda þannig að Silvio Berlusconi forsætisráðherra geti setið óáreittur á valdastóli. Þingmenn úr röðum kommún- ista og græningja og fulltrúar borgararéttindasamtaka hafa hrint af stað undirskriftasöfnun til að freista þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lögin umdeildu, en þau hafa nú þegar orðið til þess að frysta í raun rétt- arhöld í spillingarmáli þar sem Berlusconi er meðal sakborninga. „Við verðum að berjast til að tryggja að allir séu jafnir fyrir lögunum,“ sagði Marco Rizzo, flokksleiðtogi ítalskra kommún- ista. Hið umdeilda frumvarp var samþykkt í efri deild ítalska þingsins sl. miðvikudag en Ítalir taka um næstu mánaðamót við formennskuhlutverkinu í Evrópu- sambandinu. Tveir af hverjum þremur Ítöl- um eru mótfallnir friðhelgilögun- um skv. niðurstöðum skoðana- kannana. Tveir fyrrverandi forsetar Ítalíu og ýmsir lögfræð- ingar hafa dregið í efa að hin nýja friðhelgilöggjöf samræmist stjórnarskrá ítalska lýðveldisins. Berlusconi Uppruninn aðeins í Afríku Steingerðar 16 þúsund ára höf- uðkúpur rannsakaðar Erlent 15 ÞÚSUNDIR manna komu saman fyrir framan ráð- húsið í bænum Ciutadella á spænsku eynni Menorca í gær, þar sem haldin var hátíð heilags Jóhanns, en hún hefur verið haldin reglulega síðan á fjórtándu öld. Meðal atriða í hátíðahöldunum er hópreið knapa sem eru táknrænir fulltrúar hefðbundinna stétta í Ciutadella fyrr á öldum, aðalsmanna, presta, hand- verksmanna og bænda. Reuters Hátíð í Ciutadella ÓVÆNT úrslit urðu í 1. umferð á Wimbledon-mótinu í tennis sem hófst í Lundúnum í gær þegar meistari síðasta árs, Ástralinn Lleyton Hewitt, beið lægri hlut fyrir Króatanum Ivo Karlovic. Hewitt vann fyrstu lotuna, 6:1, en Króatinn næstu þrjár, 7:6, 6:3 og 6:4. Á myndinni takast tenniskapparnir í hendur eftir leikinn og eins og sjá má er stærðarmunurinn tölu- verður enda Karlovic engin smásmíði, 2,08 metrar á hæð. AP Meistarinn úr leik  Hewitt úr leik/39 ♦ ♦ ♦ BANDARÍSKIR hermenn í Írak lentu í átökum við sýrlenska landamæraverði í síð- ustu viku og særðu fimm þeirra, þegar gerð var árás úr lofti og á landi á bílalest sem tal- ið var að í væru háttsettir íraskir embætt- ismenn. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í gær. Ekki var í gær vitað hversu margir féllu í árásinni á bílalestina, er gerð var á fimmtu- dagsmorgun, en bandarískir embættis- menn sögðu ekkert benda til að meðal þeirra sem féllu hefðu verið háttsettir Írak- ar. Átök við sýr- lenska landa- mæraverði Washington. AFP.  Ráðist á bílalest/14 Karlmenn verða eldri en konur ÞESS er ekki langt að bíða að karlmenn lifi að meðaltali lengur en konur, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir þar- lendum sérfræðingum í gær. Fram að þessu hefur meðalævi kvenna verið lengri en karla. Telja þeir, að miklar reykingar kvenna, drykkja og streita muni smám saman verða til þess að stytta meðalævi þeirra. Haldi fram sem horfir muni karlmenn, sem fæddir eru á þessari öld, verða að með- altali eldri en konur. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðing- anna hefur ævi karlmanna lengst að með- altali á undanförnum árum og þótt með- alævi kvenna hafi líka lengst hefur ævi karlanna lengst meira. Haldi þessi þróun áfram muni karlarnir innan skamms lifa lengur en konur að meðaltali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.