Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ  DON Nelson sem hefur verið þjálfari Dallas Mavericks í NBA- deildinni undanfarin ár hefur greint frá því að hann muni örugg- lega þjálfa liðið næstu þrjú árin. Nelson náði góðum árangri á síð- asta tímabili með Mavericks en lið- ið hefur aldrei sigrað í jafnmörgum leikjum á tímabili og það gerði á síðustu leiktíð.  TOM Pappas tugþrautarmaður bætti sinn fyrri árangur í tugþraut um 199 stig þegar hann bar sigur úr býtum í greininni á bandaríska meistaramótinu um liðna helgi. Pappas fékk 8.784 stig, en áður hafði hann mest önglað saman 8.585 stigum í þrautinni í Götzis í Austurríki fyrir þremur vikum þar sem hann hafnaði í öðru sæti, næst á undan Jóni Arnari Magnússyni.  PAPPAS fékk m.a. 4.691 stig á fyrri keppnisdegi. Annar í þraut- inni á bandaríska meistaramótinu varð Bryan Clay með 8.482 stig og Paul Terek varð þriðji með 8.275 stig. Bandaríkjamenn verða því greinilega með sterka sveit tug- þrautarmanna á heimsmeistara- mótinu í París í lok ágúst.  GAMLA brýnið Kip Janvrin læt- ur engan bilbug á sér finna og varð fimmti með 7.918 stig. Janvrin hef- ur tekið þátt í 81 tugþraut á ferl- inum og náð að ljúka keppni í öll- um nema tveimur, sem er einstakur árangur. Janvrin er 38 ára gamall.  LENNOX Lewis hélt heims- meistaratitli sínum í hnefaleikum aðfaranótt síðastliðins sunnudags þegar hann lagði Úkraínumanninn Vitali Klitschko á tæknilegu rot- höggi í sjöttu lotu. Klitschko hafði þó haft yfirhöndina í öllum lotun- um fram að því. Skurður kom á augabrún Klitschko sem mjög blæddi úr og stöðvaði dómarinn þá bardagann.  KLITSCHKO ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, stökk upp og hrópaði: Nei, nei, nei, og hljóp síð- an í áttina til Lewis eins og hann vildi halda bardaganum áfram. Dómararnir þrír voru sammmála um að Klitschko hefði yfir á stig- um, 58:56, þegar þetta gerðist en læknir keppninnar skoðaði skurð- inn á Klitschko og skipaði Lou Moret hringdómara að stöðva bar- dagann. Áhorfendur voru ekki sáttir við þessa niðurstöðu og púuðu stöðugt þegar Lewis fagnaði titlinum.  KLITSCHKO sagði að Lewis hefði verið hægur og í lélegu formi og heimtaði að þeir myndu mætast aftur sem fyrst í hringnum. Lewis tók ekki illa í það og sagði að hann gæti vel hugsað sér að berjast aft- ur við Klitschko. Lewis sagði samt að það yrði að borga honum háar fjárhæðir til þess að stíga í hring- inn aftur á móti Klitschko. FÓLK Ég held að allir hérna geri sérgrein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að sigra íslenska mótherja og í okkar herbúðum verður ekki um neitt vanmat að ræða. Það hefur verið mikið fjallað um Grindavík og Ísland síðan dregið var á föstudag- inn og þjálfarinn okkar vill fá sem ítarlegastar upplýsingar um liðið. Það er ekki ólíklegt að hann fari fljótlega til Íslands til að fylgjast með Grindvíkingum í leik. Fyrir mig er að sjálfsögðu skemmtilegt að fá í fyrsta skipti tækifæri til að spila með mínu félagsliði heima á Íslandi, en það sem skiptir mestu máli er að við stöndum okkur vel í keppninni og náum að sigra og komast áfram. Fyrri leikurinn er á heimavelli okk- ar í Klagenfurt og það er ákaflega mikilvægt að við vinnum þar góðan sigur, annars gætum við átt mjög erfitt verkefni fyrir höndum í Grindavík,“ sagði Helgi. Lið hans kom saman til æfinga í byrjun síðustu viku og dvelur þessa dagana í æfingabúðum skammt frá Klagenfurt. Keppni í austurrísku úrvalsdeildinni hefst 16. júlí og Kärnten byrjar þá á sannkölluðum stórleik, heima gegn tvöföldum meisturum Austria Vín, en liðin mættust einmitt í úrslitaleik bikar- keppninnar um liðin mánaðamót. Austria sigraði þá, 3:0, en Kärnten vann hins vegar Austria með sömu markatölu í úrvalsdeildinni skömmu áður. Kärnten verður búið með fjóra deildaleiki áður en Grindvík- ingar sækja liðið heim til Klagen- furt 14. ágúst en seinni leikurinn verður í Grindavík tveimur vikum síðar. Helgi Kolviðsson um mótherjana í UEFA-bikarnum „Ekkert vanmat gagn- vart Grindvíkingum“ AUSTURRÍSKIR fjölmiðlar telja að lið Kärnten hafi verið heppið að dragast gegn Grindavík í for- keppni UEFA-bikarsins í knatt- spyrnu. Líkurnar á að Kärnten komist áfram í 1. umferð keppn- innar séu yfirgnæfandi. For- ráðamenn Kärnten hafa verið varkárari í ummælum sínum og Helgi Kolviðsson, leikmaður fé- lagsins, sagði við Morgunblaðið í gær að þar á bæ litu menn ekki á Grindavík sem léttan and- stæðing. Helgi Kolviðsson í leik með íslenska landsliðinu. Forráðamenn norska knatt-spyrnufélagsins Lillestrøm sjá fyrir sér enn frekari fjárútlát ef Arne Erlandsen, þjálfari liðsins, teflir Ríkharði Daðasyni reglulega fram í sumar og haust. Ríkharður fékk sig losaðan undan samningi hjá Stoke City síðasta sumar, en með þeim formerkjum að enska Íslend- ingafélagið fengi ákveðnar greiðslur sem miðuðust við leikjafjölda með Lillestrøm. Fyrir skömmu fór Ríkharður yfir fyrsta áfangann og þá fékk Stoke um 3,5 milljónir króna frá Lillest- røm. Nú þarf félagið að greiða sömu upphæð þegar Ríkharður verður bú- inn að spila sex leiki til viðbótar. Eft- ir það kemur einn tíu leikja áfangi til viðbótar en ljóst er að úr þessu næst hann ekki á þessu tímabili. Ríkharður var ekki í leikmanna- hópi Lillestrøm þegar liðið mætti Sogndal á sunnudaginn en forráða- menn félagsins bera af sér allar sak- ir í málinu. „Við vissum ekki að Rík- harður væri ekki í hópnum fyrr en við mættum á völlinn, og það er því engin pressa frá okkur. Hinsvegar verða allir hjá félaginu að hugsa um fjármálin og þegar þjálfarinn hefur tvo áþekka leikmenn að velja á milli eins og í þessu tilfelli er val hans ein- falt,“ sagði Per Mathisen, stjórnar- formaður Lillestrøm, við Nettavisen í gær. Lillestrøm er í miklum fjárhags- örðugleikum og það þarf því ekki að koma á óvart þótt Erlendsen hugsi um pyngjuna og tefli Ríkharði að- eins fram fimm sinnum til viðbótar í þeim 15 umferðum sem eftir eru í norsku úrvalsdeildinni. Til þess þurfa þó aðrir sóknarmenn liðsins að fara að skora reglulega en Lillest- røm hefur aðeins unnið tvo af fyrstu ellefu leikjum sínum og skorað fæst mörk allra liða í deildinni, tíu talsins. Ríkharður hefur komið fjórum sinn- um inn á sem varamaður í fyrstu 11 umferðum deildarinnar en ekki náð að skora ennþá. Ríkharður er enn sparaður Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjárhagserfiðleikar Lilleström koma í veg fyrir að Ríkharður Daðason leiki oftar með liðinu en raun ber vitni. WIMBLEDON, eitt af fimm stóru tennismótunum sem fram fara ár hvert, hófst í gær. Það sem vakti mikla at- hygli á fyrsta degi mótsins, fyrir utan óvænt úrslit, var að samtök tennisspilara hóta því að sniðganga stórmótin á næsta ári verði verðlaunafé ekki aukið verulega. Forráðamenn stóru mót- anna segja að allur ágóði af þeim renni til grasrót- arinnar, til þróunarstafs og kynningar á íþróttinni um allan heim. Tennisspilarnir eru ekki sáttir við það og vilja meira í eigin vasa. Verðlaunafé á Wimbledon í ár er sem nemur 1,1 milljarði króna og verðlaunafé fyrir sigur í einliðaleik var hækk- að um 9,5% á milli ára. Sig- urvegarinn í einliðaleik karla fær um 400 milljónir króna en fyrir sigur í einliða- leik kvenna fær viðkomandi 335 milljónir. Á Opna franska mótinu, sem fram fór fyrir tveimur vikum, kröfðust samtök tennisspilara 150% hækk- unar á verðlaunafé og svipað er upp á teningnum í Eng- landi núna. Tennis- stjörnurn- ar vilja meira MEISTARAFLOKKSLIÐ karla hjá Stjörnunni í handknattleik er að fá liðsstyrk þar sem pólskur markvörður hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið. Pólverjinn er 28 ára gamall og hefur leikið undanfarið í Pól- landi. Gústaf Bjarnason, aðstoð- arþjálfari Stjörnunnar, telur að markvörðurinn muni verða Stjörnumönnum góður liðs- styrkur. „Þessi markvörður er stór; ég er búinn að skoða myndbönd með honum og hann virkar sem sterkur markvörður. Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, hefur leikið með pólskum mark- verði í Þýskalandi og sá hefur hælt markverðinum sem er að koma til okkar,“ sagði Gústaf við Morgunblaðið. Gústaf er ánægður með þann mannskap sem er fyrir hendi í Garðabænum. „Við erum með stóran og sterkan mannskap og ég reikna ekki með að við reyn- um að fá fleiri leikmenn til liðs- ins. Við ætlum að byggja á ungu leikmönnunum sem fyrir eru og leyfa þeim að öðlast reynslu. Við erum með mikið af ungum og efnilegum strákum í Stjörnunni og ég treysti þeim til þess að skila góðu hlutverki á næsta tímabili.“ Stjarnan fær pólskan markvörð JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður úr Breiðabliki, tók ekki þátt í Evrópubikarkeppn- inni með íslenska landsliðinu í Árósum um liðna helgi vegna meiðsla. Var það skarð fyrir skildi fyrir íslenska landsliðið. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Arnar að meiðslin væru ekki alvarleg. Aðeins hefði verið um lítils háttar tognun að ræða. Hins vegar hefði ekki verið for- svaranlegt að taka áhættu á að meira yrði úr meiðslunum með því að keppa í Evrópubik- arkeppninni. Jón Arnar tekur þátt í alþjóðlegu tugþrautarmóti í Ratingen í Þýskalandi 12. og 13. júlí. Þá leggur hann áherslu á að vera upp á sitt besta, enda er mótið liður í stigakeppni Al- þjóðafrjálsíþróttasambandsins, en í henni stendur Jón Arnar vel að vígi þegar eitt mót er að baki, tugþrautarmótið í Götzis og er í þriðja sæti. „Undirbúningur hefur gengið vel og þessi smámeiðsli tefja mig væntanlega ekki neitt,“ sagði Jón Arnar og horfir bjartsýnn fram á veginn. Jón Arnar er annar tveggja Íslendinga sem hafa tryggt sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í París í lok ágúst. Hinn er Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. Meiðsli Jóns Arnars ekki talin alvarleg Jón Arnar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.