Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 41 Í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins býður afmælisnefnd öllum að leika golf án endurgjalds alla föstudaga í júní 2003. Völlurinn okkar er krefjandi og margbreytilegur níu holu völlur með ögrandi, náttúrulegum hindrun- um, má þar nefna Varmá og Sauðá. Auk þeirra eru hverir, hraun og tré sem torvelda leiðina. Verið vel- komin á einstaklega skemmtilegan völl og njótið hans með okkur. Stjórn og afmælisnefnd GHG Afmælistilboð Golfklúbbs Hveragerðis Golfmót Víkings og Austurbakka verður haldið á einum glæsilegasta golfvelli landsins Oddfellowvellinum við Urriðavatn þann 29. júní nk. Mótið er punktamót. 1. 2. og 3 verðlaun verða veitt bæði fyrir karla og konur auk tvennra nándarverðlauna á par 3 holum. Rástími frá kl. 13. Panta þarf rástíma. Vinsamlega skráið ykkur í tíma í Víkinni, sími 581 3245 eða hjá Erni í síma, 896 6462 eða orngu@simi.is, Jóhannesi s. 564 1695 eða Sigurði Inga s. 896 3940. Golfmót Víkings og Austurbakka Fulltrúaráð Víkings  AUÐUN Helgason var útnefndur besti leikmaður Landskrona þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Helsing- borg í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Auðun lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar.  ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar voru á meðal áhorfenda til að skoða Auðun sem síðast fékk að spreyta sig með landsliðinu í 3:0 ósigrinum á móti N- Írum í Belfast haustið 2001. „Auðun stóð vel fyrir sínu. Hann var fastur fyrir og gerði fá mistök,“ sagði Logi við Morgunblaðið.  HJÁLMAR Jónsson lék allan tím- ann í stöðu vinstri bakvarðar hjá Gautaborg sem gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Sundsvall.  VICENTE del Bosque, þjálfari Real Madrid, fékk þau skilaboð í gær að samningur hans við félagið yrði ekki endurnýjaður en Madridarliðið fagnaði Spánarmeistaratitlinum í 29. sinn í fyrrakvöld. Undir stjórn del Bosque vann Real Madrid Meistara- deildina tvívegis, 2000 og 2002, og Spánarmeistaratitilinn árin 2001 og 2003.  MIKE Newell, fyrrv. leikmaður Blackburn Rovers, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska 2.deildarliðs Luton Town. Newell tekur við af Joe Kinnear sem sagt var upp störfum að loknu nýafstöðnu leiktímabili.  JUAN Sebastian Veron, leikmaður Manchester United, hefur sagt að sér myndi ekki koma á óvart ef hann yrði seldur aftur til Ítalíu. Vitað er að Juv- entus hefur hug á að fá Verón til liðs við sig en líklegast er að leikmaðurinn fari til Inter Milan fari hann frá Man- chester United á annað borð.  HECTOR Cuber, þjálfari Inter Mil- an, hefur löngum verið mikill aðdá- andi landa síns. Cuber vill fá Verón til liðs við Inter til að stjórna miðjuspili liðsins.  KNATTSPYRNUMAÐURINN Teddy Sheringham hefur ákveðið að ganga til liðs við Portsmouth. Samn- ingur Sheringhams við Tottenham rann út í vor og því var leikmanninum frjálst að fara án greiðslu. Shering- ham er 37 ára gamall framherji og hefur gert yfir 300 deildamörk á afar farsælum ferli. FÓLKGUÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi þjálfari ís-lenska landsliðsins og Stoke City í knattspyrnu, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur í hyggju að eignast enska 2. deildarliðið Barnsley. Guðjón staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðjón vildi sem minnst láta hafa eftir sér en játti því að hafa átt langan fund með Peter Doyle, stjórnarformanni Barnsley á laugardag ásamt hugsanlegum fjárfestum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða hóp enskra og íslenskra fjárfesta. Guðjón og félagar eru ekki einir um að vilja fjárfesta í Barnsley því Peter Risdale, fyrrverandi stjórnarformaður Leeds United hefur einnig verið í viðræðum við Peter Doyle, stjórnarformann Barnsley. Haustið 1999 leiddi Guðjón hóp íslenskra fjár- festa í kaupum á Stoke City sem þá var í 2. deild. Guðjón kom liðinu í 1. deild vorið 2002 en var ekki boðinn nýr samningur í kjölfarið. Barnsley er skuldum vafið og vegur þess inn- an vallar hefur legið niður á við undanfarin ár en liðið lék í úrvalsdeildinni veturinn 1997/1998. Hins vegar er völlur félagsins glæsilegur sem og æfingaaðstæðan sem er fyrsta flokks. Guðjón fer fyrir hópi sem vill kaupa Barnsley Guðjón Þórðarson á meðan hann var við stjórnvölinn hjá Stoke City. Steingrímur frá í 3 vikur vegna höf- uðhöggs STEINGRÍMUR Jóhann- esson, framherji ÍBV í knatt- spyrnu, getur ekki leikið með sínum mönnum næstu þrjár vikurnar. Steingrímur fékk þungt höfuðhögg í leiknum gegn FH í Vest- mannaeyjum í fyrradag eftir samstuð við Ásgeir Ásgeirs- son varnarmann FH-inga og eftir leikinn var ákveðið að senda hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þar gekkst hann undir rannsókn og var útskrifaður eftir hádegi í gær. Að sögn Jónu Dísar Krist- jánsdóttur, eiginkonu Stein- gríms, sem Morgunblaðið spjallaði við í gær kom í ljós að hljóðhimna í eyra Stein- gríms sprakk auk þess sem sprunga myndaðist í höf- uðkúpu fyrir aftan eyrað og fyrirskipuðu læknar að hann mætti ekki spila knatt- spyrnu næstu þrjár vik- urnar. Steingrímur missir af deildarleikjum ÍBV á móti Þrótti, KR og ÍA og af bik- arleik Eyjamanna á móti Grindvíkingum í næstu viku. Morgunblaðið/Árni Torfason Olga Færseth, framherji ÍBV-liðsins, er hér umkringd af þremur fyrrverandi félögum sínum í KR, Emblu Grétarsdóttur, Sólveigu Þórarinsdóttur og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, á KR-vellinum í gærkvöld þar sem KR-ingar lögðu Eyjakonur örugglega, 3:0. ENSKA 3. deildarliðið Northampton hefur sýnt áhuga á að kaupa íslenska landsliðsmanninn Ívar Ingimarsson frá Wolves. Enska blaðið Express- &Star greinir frá því að Northampton hafi í vetur spurst fyrir um Ívar og fengið þau skilaboð að hann væri falur fyrir 50.000 pund eða rúmar 6 milljónir króna en nú hafa forráðamenn Úlfanna sagt söluverð Ív- ars vera 250.000 pund eða ríflega 30 milljónir ís- lenskra króna. Martin Wilkinson, knatt- spyrnustjóri Northamp- ton, segir í Express&Star að hann sé mjög óhress með framkomu Úlfanna en að málið sé ekki dautt af sinni hálfu. Ívar gekk í raðir Wolves í fyrra og gerði þriggja ára samning við félagið. Hann lék 12 deildarleiki með lið- inu í 1. deildinni á síðustu leiktíð en fékk eftir það fá tækifæri og var lánaður til Brighton þar sem hann lék þrjá síðustu mánuðina á tímabilinu. Northampton vill fá Ívar Heimsmeistarar Brasilíu- manna féllu úr leik í Álfu- keppninni í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir gerðu 2:2 jafntefli við Tyrki í stórskemmtileg- um leik í St. Etienne. Tyrkir og Brasilíumenn hlutu fjögur stig í öðru sæti á eftir Kamerúnum en markatala Tyrkjanna var betri. Tyrkir mæta Frökkum í undanúrslitun- um og í hinni viðureign- inni eigast við Kamerún, sem gerði markalaust jafntefli við Bandaríkja- menn í gær, og Kólumbía. Brassarnir voru miklu sterkari í fyrri hálfleik og Adriano skoraði eina mark hálfleiksins. Í síðari hálfleik bitu Tyrkirnir svo sannarlega frá sér og heimsmeistararnir áttu í vök að verjast. Gokdeniz Karadeniz og Okan Yili- maz komu þeim yfir en á lokamínútu leiksins jafn- aði Alex metin fyrir Brassana. Ronaldino fékk svo að líta rauða spjaldið rétt áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Tyrkir slógu út Brassana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.