Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 48
Jóns- messu- ganga FJÖLDI íbúa á Seltjarn- arnesi tók þátt í Jóns- messugöngu á Seltjarn- arnesi í gærkvöldi. Orri Vésteinsson fornleifafræð- ingur leiddi hópinn og fræddi viðstadda um forn- leifar á Seltjarnarnesi. Undir lokin var staldrað við og göngumönnum boðið upp á kræsingar, hákarl og snafs og var ekki annað að sjá en að fólk kynni vel að meta þær. Á myndinni sjást göngumenn á leið út í Gróttu en blíðskaparveður var í gær á Seltjarnarnesi eins og víða á Suðvest- urhorni landsins og fallegt um að litast.Morgunblaðið/Halldór Kolbeins MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BAKKAVÖR Group hefur selt öll dótturfélög sín utan Bretlandseyja til nýstofnaðs félags, Fram Foods, á 3.440 milljónir króna. Eftir söluna á Bakkavör Group um átta milljarða í sjóðum en nýverið seldi félagið skuldabréf fyrir fimm milljarða. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavör Group, er félagið því vel í stakk búið til að takast á við ný verkefni og stækkun félagsins á nýjum mörkuðum. Undanfarið hefur Bakkavör leitað tækifæra til mögulegra fjárfestinga í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Ágúst segir að fjárfestingargeta Bakkavör Group sé á bilinu 200–300 milljónir punda, sem svarar til 25–37 milljarða íslenskra króna. Eigendur Fram Foods eru Zoo Holding, sem á 51%, en félagið er í eigu 16 lykilstarfsmanna Bakkavör Group, Kaupþing Búnaðarbanki á 30% en bankinn fjármagnaði kaupin og Bakkavör Group sem mun eiga 19% hlut í Fram Foods. Dótturfélög Bakkavör Group eru í Svíþjóð, Frakklandi, Íslandi, Dan- mörku, Finnlandi og Þýskalandi. Auk þess á félagið 42% hlut í sölu- skrifstofu í Chile. Með sölunni er Bakkavör Group komið út úr sjávarútvegsstarfsemi en grunnurinn að félaginu var í þeim geira. Bakkavör Group í Bretlandi framleiðir tilbúna kælda rétti, með- læti og ídýfur. Eftir söluna mun öll sala Bakkavarar vera í þessum vöru- flokkum en helsta hráefni sem er notað er hvítt kjöt og grænmeti. Að sögn stjórnenda félagsins er salan á sjávarútvegsstarfseminni lokaskrefið í þeirri umbreytingu á starfsemi Bakkavarar sem hófst með kaupunum á Wine & Dine í Birm- ingham á Bretlandi en með þeim kaupum færði Bakkavör sig inn á markaðinn fyrir ferska tilbúna rétti. Með sölunni á að færa reksturinn nær þeim hluta markaðarins sem vex hvað hraðast, en markmið Bakkavör Group hljóða upp á að árlegur vöxtur á næstu árum verði um 20–30%. Í kjölfar tilkynningar um söluna í gær hækkuðu hlutabréf Bakkavör Group um 8,1% í Kauphöll Íslands í tæplega 200 milljóna króna viðskipt- um. Bakkavör selur dótturfélög utan Bretlands Fjárfestingargetan 25–37 milljarðar  Bakkavör/24 STÆRSTI humar sem vitað er til að hafi komið á land á Íslandi var í afla Þorsteins GK-16 sem landað var fyrir helgi. Humarinn veiddist í Skeiðarárdýpinu og reyndist hann vera 81 mm samkvæmt mæliað- ferðum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Sú aðferð felur í sér að mæld er stærð haussins frá augnkróki að hala. Humarinn var 411 g að þyngd, heildarlengd hans með klóm var 46 cm; þar af voru klærnar 27 sm langar. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hrafnkatli Eiríkssyni hjá Hafrannsóknastofnun, sem hefur stundað rannsóknir á humri í mörg ár og einnig aflað gagna erlendis frá, þá var stærsti humarinn sem áður var vitað um 80 mm. Humarinn sem Þor- steinn GK kom með til Þorlákshafnar er því stærsti humar sem mældur hefur verið við Íslandsstrendur. Stærsti humar sem mældur hefur verið „FUNDURINN var vinsamlegur og gagnlegur. Hér er um fyrsta fund að ræða og gert er ráð fyrir því að þessar viðræður haldi áfram eins og efni standa til. Staður og stund hafa ekki verið ákveðin,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, eftir fund viðræðunefnda íslenskra og bandarískra stjórnvalda í gær um framtíð varn- arsamstarfs landanna. Fundurinn stóð í þrjá og hálfan tíma og fór fram í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Marisa Lino fór fyrir tíu manna bandarískri sendinefnd. „Við skiptumst á skoðunum um hvernig eigi að halda áfram samvinnu okkar í varnarmálum en þó alltaf með grundvallar- skuldbindingar okkar um varnir Íslands að leið- arljósi,“ sagði hún að fundi loknum. Gunnar Snorri Gunnarsson, formaður ís- lensku viðræðunefndarinnar, sagði að viðræð- urnar við fulltrúa Bandaríkjanna hefðu verið gagnlegar og næstu skref yrðu ákveðin í sam- ráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar. Halldór sagði að ekkert hefði beinlínis komið á óvart á þessum fundi. „Ég tel að hann hafi ver- ið vinsamlegur og les það þannig, að í því felist vilji til að ná ásættanlegri lausn. Það er ekkert meira um það að segja á þessu stigi.“ Spurður um það hvenær verði gerð grein fyr- ir þessum viðræðum efnislega segist Halldór ekkert geta sagt til um það. „Það hefur verið venjan í þessum bókunarviðræðum að það sé kynnt þegar niðurstaða er fengin. Ég tel að það verði að reka þessar viðræður með sama hætti.“ Halldór sagði að ákvörðun um næsta fund yrði tekin í samvinnu íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Ekki væri efni til annars en að halda þessum viðræðum áfram. „Það hafa engin tímamörk verið sett í þessu önnur en þau, að það er engin ástæða til annars en að reyna að ljúka málinu við fyrsta hent- ugleika,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Utanríkisráðherra segir engin tímamörk í viðræðum um Varnarliðið Fundurinn sýnir vilja til að ná viðunandi lausn Morgunblaðið/Júlíus Gagnleg skoðanaskipti MARISA Lino, sem fer fyrir bandarísku nefndinni, vildi lítið tjá sig að öðru leyti en því að fram hefðu farið gagnleg skoðanaskipti. BORGARYFIRVÖLD í Aþenu hafa sam- þykkt breytingu á lagaramma til að hægt sé að fjölga vændishúsum þar í borg úr 200 í 230 fyrir Ólympíuleikana sem fara fram þar árið 2004. Þetta kom fram í er- indi sem Mata Kaloudaki frá Grikklandi flutti á ráðstefnu um baráttuna gegn verslun með konur sem haldin var í Reykjavík í gær. Mata kallaði jafnframt eftir hjálp annarra Evrópulanda í barátt- unni gegn mansali og umfangi þess í Grikklandi. „Við lítum á sem verið sé að búa til nýja Ólympíuleika sem fara fram á sama tíma og hinir hefðbundnu og við kjósum að kalla „klám-Ólympíuleika“. Þessi ákvörð- un stingur í stúf við þá stefnu að taka á og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum,“ segir Mata og bendir á að álits hafi ekki verið leitað hjá samtökum femínista, kvennasamtökum eða starfandi jafnrétt- isráðum. Á málstofunni kom einnig fram í máli Sophie Wirtz Jekeler frá Belgíu að þar væri góður lagarammi varðandi mansal. Hún sagði nauðsynlegt að búa vel að kon- um sem stundað hefðu vændi og bjóða þeim aðstoð samfélagsins til að byggja upp eigið líf og gerast virkir þjóðfélags- þegnar. Vændishúsum fjölgað í Aþenu vegna Ólympíuleika Beðið um stuðning í baráttu gegn mansali  Löndin/miðopna FJÓRTÁN ára piltur brenndist illa á höndum og fótum á áttunda tímanum í gærkvöld þegar hann féll ofan í hver í Reykjadal. Drengurinn var í hópi fólks sem var í gönguferð um svæðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti drenginn og flutti á Reykjavíkurflug- völl þar sem sjúkrabíll beið hans og flutti á Landspítala – háskólasjúkra- hús. Fjórtán ára piltur féll í hver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.