Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 2
 SJÖ SÆTA TOURAN NÝR MITSUBISHI LANCER  FORMÚLA 1 GAUI ÞÓRÐAR Á TOUAREG  ÞOLAKSTUR  CAYENNE V6  BMW Z4-SPORTBÍLL FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun BÓLUSETNING Yfir 70 þúsund börn og unglingar á aldrinum 6 mánaða til 19 ára hafa verið bólusett hér á landi vegna meningókokka C í átaki sem hófst 15. október sl. Frá því að átakið hófst hafa aðeins þrír einstaklingar greinst með meningókokka C og einn með meningókokka B, sem er mun lægri tala en undanfarin ár. Varnarliðið vill lögsögu Varnarliðið hefur óskað eftir að fá lögsögu yfir bandarískum varnar- liðsmanni sem er í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungu í Hafnarstræti en þá færu réttarhöld fram fyrir banda- rískum herdómstól. Jafnframt vill varnarliðið fá manninn framseldan en þá yrði hann í gæslu bandaríska hersins. Ríkislögreglustjóri hefur hvorki fallist á kröfur um að afhenda manninn né að afsala sér lögsögu í málinu. Sex Bretar falla í Írak Sex breskir hermenn féllu og átta særðust í tveimur árásum í Írak í gær. Málið vakti óhug í Bretlandi en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar verða fyrir mannfalli síðan stríðinu lauk. Margar árásir hafa hins vegar verið gerðar á Bandaríkjamenn und- anfarið en í gær felldu þeir fimm íraska andspyrnumenn í átökum. Ísland í uppáhaldi Lesendur The Guardian, The Ob- server og Guardian Unlimited hafa valið Ísland „uppáhalds Evrópu- landið“. Titillinn er veittur árlega og vekur jafnan nokkra athygli. 24 þús- und lesendur tóku þátt í könnuninni en í henni er metin sú þjónusta sem þeir hafa fengið á ferðalögum sínum. Biðst afsökunar Innanríkisráðherra Bretlands hefur beðið bresku konungsfjöl- skylduna afsökunar á því að grínista tókst að gerast boðflenna í afmælis- boði Vilhjálms prins. Mikill brestur virðist hafa verið á öryggisgæslu. Þakkar fyrir sig George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur heitið að veita Pak- istönum jafnvirði 225 milljarða króna í fjárhagsaðstoð í þakkarskyni fyrir stuðning við Bandaríkjamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, er í heimsókn í Hvíta húsinu. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Úr verinu 12 Staksteinar 29 Viðskipti 12/13 Viðhorf 30 Erlent 14/16 Minningar 30/36 Höfuðborgin 17 Bréf 38 Akureyri 18 Dagbók 10/41 Suðurnes 19 Íþróttir 42/45 Landið 20 Fólk 46/49 Listir 21/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * All taf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.800 kr. VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli hefur óskað eftir lögsögu yfir bandarískum varnarliðsmanni sem er í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungu- máls í Hafnarstræti í Reykjavík, en þá færu réttarhöld fram fyrir banda- rískum herdómstól. Jafnframt vilja yfirmenn þess að maðurinn verði framseldur til varnarliðsins og hann hafður í gæslu bandaríska hersins. Utanríkisráðuneytið hefur fyrir sitt leyti fallist á þessar óskir en hjá ráðu- neytinu fengust þær upplýsingar að ríkissaksóknari hafi hvorki fallist á að láta manninn í hendur varnarliðsins né að afsala sér lögsögu í málinu. Sturla Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, segir að afdráttarlaust sé kveðið á um að ráðuneytið beri ábyrgð á framkvæmd og túlkun varn- arsamningsins. Ráðuneytið skuli því taka ákvörðun um hver fari með lög- sögu yfir manninum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að beiðnin sé til skoðunar hjá embættinu. Formleg ákvörðun liggi ekki fyrir enda sé mál- ið enn í rannsókn. Hann telur að er- indinu hljóti að eiga að svara hjá emb- ættinu hafi það verið sent því til umsagnar en vildi ekki tjá sig um það frekar. Varnarliðsmaðurinn var handtek- inn í kjölfar þess að ungur Keflvík- ingur hlaut lífshættulegar hnífstung- ur í hópslagmálum í Hafnarstræti 1. júní sl. Hann játaði að hafa beitt hnífi í átökunum og var í kjölfarið úrskurð- aður í gæsluvarðhald sem rennur út í dag. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn sagði í gærkvöldi að lög- reglan í Reykjavík hefði ekki tekið ákvörðun um hvort farið yrði fram á lengra varðhald. „Til vinsamlegrar athugunar“ Í fylgiskjali við varnarsamninginn frá 1951 segir m.a. að ef lögsaga fellur undir bæði ríkin hafa „hervöld“ Bandaríkjanna lögsögu yfir mönnum í liði Bandaríkjanna ef brot beinast gegn eignum Bandaríkjanna, mönn- um í liði þeirra, skyldfólki eða eignum eða eru framin við framkvæmd starfskyldu. Önnur brot falla undir lögsögu íslenskra stjórnvalda. Þegar annað hvort ríkið telur það mjög miklu máli skipta geta þau farið fram á að fá lögsögu og skuli stjórnvöld taka beiðni hins aðilans til „vinsam- legrar athugunar“. Sturla Sigurjónsson segir að ráðu- neytið hafi fallist á ósk varnarliðsins um lögsögu enda sé það meginreglan að verða við slíku og í samræmi við varnarsamninginn. Jafnframt hafi formleg ósk varnarliðsins verið send dómsmálaráðuneytinu sem hafi sent hana áfram til ríkissaksóknara. Það- an hafi ekki borist formlegt svar en ríkissaksóknari hafi tjáð þeim með óformlegum hætti að ekki yrði fallist á afsal lögsögu. Réttað í Bandaríkjunum? Sturla minnir á að það hafi verið herlögreglan á Keflavíkurflugvelli sem handtók manninn og í kjölfarið afhent hann lögreglunni í Reykjavík. Varnarliðið hafi því sýnt fullan sam- starfsvilja sem byggi á áralangri sam- vinnu og trausti. Samkvæmt upplýsingum frá varn- armálaskrifstofunni er herdómstóll á Keflavíkurflugvelli sem fjallar um minni háttar brot. Hnífstungumálið er á hinn bóginn talið alvarlegt. Fái bandarísk stjórnvöld lögsögu yfir manninum færu réttarhöldin því lík- lega fram þar í landi. Varnarliðið vill lög- sögu í hnífstungumáli Ríkissaksóknara og utanríkisráðu- neytið greinir á BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Apple Computer fór í gær fram á að lögbann yrði sett á dreifingu Aco- Tæknivals á hugbúnaði sem er not- aður til þess að aðlaga Apple Mac- intosh-tölvur íslensku umhverfi að sögn Hróbjarts Jónatanssonar, lög- manns bandaríska tölvufyrirtækis- ins Apple á Íslandi. Hróbjartur sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mat Apple að AcoTæknival hefði dreift ólög- mætri útgáfu af þessum hugbúnaði með þeim Apple-tölvum sem seldar eru í verslunum AcoTæknivals. Að sögn Hróbjarts féllst sýslumaðurinn í Reykjavík á lögbannskröfuna í gær. Aðspurður segir Hróbjartur fram- haldið það að á næstu dögum verði gefin út stefna þar sem höfðað verð- ur staðfestingarmál og gerðar til- teknar efniskröfur í málinu sem lúta að þessum ágreiningi, þar með talin skaðabótakrafa. „Síðan verður hugs- anlega lögð fram beiðni um opinbera rannsókn til lögreglunnar,“ segir Hróbjartur Jónatansson. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu eru þrír fyrrverandi starfsmenn AcoTæknivals eigendur umboðs Apple-tölva á Íslandi frá því fyrr á þessu ári en áður var Aco- Tæknival með Apple-umboðið. Almar Örn Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri AcoTæknivals, segir að þessar aðgerðir komi ekki á óvart. „Þetta mál er í raun hluti af herferð þessara manna, sem tóku með sér dreifingarsamninginn okkar án greiðslu. Þeir vinna að því hörðum höndum, víðs vegar um heiminn, að hefta samkeppni í viðskiptum með Apple-vörur á Íslandi.“ Almar segir aðgerðirnar ekki hafa mikið áhrif. Lögbann sett á dreif- ingu hugbúnaðar LÍTILS háttar aukning hefur orðið á litlum jarðskjálftum í Ölfusi sem gæti verið vísbend- ing um stærri skjálfta. Að sögn Ragnars Stefánssonar, for- stöðumanns jarðeðlissviðs Veð- urstofu Íslands, þótti rétt að gera Almannavörnum viðvart. „Það er rétt að taka það fram að þetta er veik vísbending og litlar breytingar á skjálftavirkni en við töldum þó rétt að huga að því hvernig bregðast ætti við ef kæmi til stærri skjálfta. Al- mannavarnir og nefndir innan þeirra rifja nú upp viðbúnaðar- áætlanir sínar á svæðinu.“ Ragnar telur mikilvægt að vísindamenn fylgist vel með þessu svæði. Ef kæmi til stærri jarðskjálfta í Ölfusi getur hann haft nokkur áhrif á næstu byggðir. „Áhrifin yrðu þó vænt- anlega mun minni en í Suður- landsskjálftanum árið 2000. Samt gæti skjálftinn valdið tjóni. Ef skjálftinn yrði nálægt Hveragerði myndi maður hafa áhyggjur af hugsanlegum breytingum á hverunum í kring,“ segir Ragnar. Aukin skjálfta- virkni í Ölfusi ÞAÐ voru margir ungir Skagamenn búnir að telja niður dagana í margar vikur eftir því að fá að fara á fyrstu „alvöru“ fótboltaæfinguna hjá 8. flokki. Enda er þolinmæði ekki helsti styrkur þeirra sem eru aðeins fimm og sex ára. Íslenska sumarið lét sig vanta í gær þegar drengirnir mættu á æfinga- svæði ÍA við Jaðarsbakka. Rok og mikil úrkoma hafði lítil áhrif á knattspyrnumennina ungu sem sýndu góð tilþrif. Þegar stund gafst á milli stríða var hópnum safnað saman og voru sumir íbyggnir á svip er þeir sátu á knettinum en aðrir ræddu glæsileg skot, mörk og tilþrif í markinu. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Fyrsta alvöruæfing ungra Skagamanna Akranesi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.