Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í GREINARGERÐ sem Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Há- skóla Íslands og sérfræðingur í Evr- ópurétti, hefur unnið fyrir Landssam- band veiðifélaga, og verður birt á næstu dögum, kemur fram að Íslend- ingar eigi ákveðna viðspyrnu gegn því að taka upp tilskipun frá Evrópusam- bandinu (ESB) um fiskeldi. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur innflutningur á lifandi eld- isfiski, seiðum og frjóvguðum hrogn- um frá Íslandi til Bretlands verið stöðvaður. Bannið er til komið vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki leitt í lög tilskipun frá ESB um fisk- eldi. Innflutningur til annarra aðild- arlanda ESB gæti því einnig verið í hættu. Vilja innflutningsbann áfram „Þegar þetta frumvarp kom fram í vor óskuðum við eftir að fá málið til skoðunar og umsagnar,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssam- bands veiðifélaga (LV), „og landbún- aðarnefnd varð við því.“ Óðinn segir að LV hafi látið fara fram mjög ítarlega úttekt á þessu máli. „Stefán Már Stefánsson, okkar helsti sérfræðingur í Evrópurétti, hefur gert þessa úttekt fyrir okkur. Á næstu dögum mun liggja frammi greinargerð frá honum þar sem kem- ur fram að við eigum ákveðna við- spyrnu gegn því að taka upp þessa til- skipun sem um ræðir.“ Að sögn Óðins er umrædd við- spyrna í 13. grein samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Einnig sé fyrirvari í sjálfri tilskipuninni þar sem segi að ákvæði hennar taki ekki til innlendra lagaákvæða sem stuðli að verndun tegunda. Innflutningsbannið í lax- og silungsveiðilögunum á lifandi laxi sé ótvírætt slíkt verndarákvæði. Hann leggur ríka áherslu á að LV muni leita allra ráða til þess að við- halda því innflutningsbanni. „Við ætlum okkur á næstu dögum að kynna þessa álitsgerð sem Stefán Már hefur unnið fyrir okkur bæði fyr- ir ráðuneytinu og landbúnaðarnefnd alþingis. Við munum eindregið fara fram á að þær undanþágur verði nýtt- ar sem við eigum ótvírætt rétt á bæði samkvæmt samningnum, að okkar mati, og einnig sem kveðið er á um í tilskipuninni.“ Óðinn segir að það eigi ekki að leiða til banns við útflutningi hrogna og seiða frá Íslandi enda sé það ekki markmið LV. Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar alþingis, segir að málið hafi ekki verið afgreitt frá landbúnaðarnefnd sl. vetur aðallega vegna mikils ágreinings hagsmuna- aðila. „Málið kom mjög seint fram og það var mjög mikill ágreiningur hags- munaaðila. Við vildum fá meiri um- ræðu um málið og erum tilbúin að taka það upp aftur þegar á þarf að halda.“ Hún segir að andstæðingar frumvarpsins haldi því fram að með því að opna fyrir innflutninginn megi flytja til landsins allt hvað eina sem mundi skapa stórhættu fyrir íslenska laxfiska. Drífa leggur áherslu á að málið hafi komið það seint fram að ekki hafi ver- ið viðlit að afgreiða það fyrir þinglok. „Nefndin var algjörlega sammála um að það yrði að vinna það betur og ég vísa beint í landbúnaðarráðuneytið út af þessu máli. Það kom alltof, alltof seint fram til þess að hægt væri að vinna það af einhverri skynsemi.“ Hún segir að þegar svo stór hags- munasamtök sem Landssamband veiðifélaga vari við málinu verði að hlusta á þeirra rök, ekki sé hægt að hlusta á annan málsaðilann eingöngu. Skilningsleysi ESB „Það er rétt, málið kom seint fram,“ segir Guðmundur B. Helga- son, ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu. „Það var um að ræða frumvarp bæði af hálfu landbúnaðar- ráðherra og sjávarútvegsráðherra og frumvarp sjávarútvegsráðherra fékk afgreiðslu á þessum tíma en ekki það sem að okkur sneri.“ – Af hverju var málið lagt fram svona seint? „Málið krafðist ákveðins undirbún- ings hjá okkur,“ segir Guðmundur, „en það hefur verið gríðarlega erfitt mál alveg frá upphafi að sjá þessa undanþágu okkar renna út og skiln- ingsleysi, að okkar mati, Evrópusam- bandsins á þeim aðstæðum sem hér ríkja þannig að þetta er ekki létt mál að fara fram með.“ Guðmundur segir að þegar lögin verði lögleidd geti Íslendingar fengið allar þær viðbótartryggingar sem svo kallast sem þessi reglurammi gerir ráð fyrir, þ.e. viðurkenningu á góðri stöðu fisksjúkdómamála hér. „Okkar færustu sérfræðingar hafa farið gaumgæfilega yfir málið og telja að þarna séu öll þau vopn sem þurfa að vera til þess að hægt sé að standa á verði um gott ástand fisksjúkdóma á Íslandi.“ Viðspyrna mögu- leg gegn tilskipun ESB um fiskeldi HEFJA mátti loðnuveiðar á sumar- vertíð 20. júní sl. Fyrst leituðu skipin úti fyrir Austurlandi en ekkert var að hafa þar og var þá haldið vestur á Halann. Þar fannst loðna og eru skipin nú að fylla sig hvert af öðru. Það var gott hljóðið í Grími Jóni Grímssyni, skipstjóra á loðnuskipinu Antares VE 18 frá Vestmanna- eyjum, upp úr hádegi í gær þegar Morgunblaðið náði tali af honum á Halanum. „Það er búin að vera ágætis veiði hér í nótt. Ætli við séum ekki með um þúsund tonn og það er svolítið eftir í nótinni. Við erum að bíða eftir Kapinni, við ætlum að gefa henni það sem eftir er. Síðan förum við í Krossanes [í Eyjafirði] með þetta.“ Aflann fengu þeir í sex köstum og segir Grímur að óskaplega erfitt sé að finna loðnuna, skilyrðin séu þannig „... en ef maður finnur eitt- hvað þá gefur það vel, maður sér þetta eiginlega ekki, hún kemur ekki á tækin nema að óskaplega litlu leyti.“ Grímur segir að loðnan sé ágæt utar en í kantinum sé hún smærri. – Eru margir að veiðum? „Kap er hérna og Björg Jóns- dóttir var að koma og það hljóta fleiri að fara að koma. Beitir er far- inn og ég sé að Víkingur er að fara.“ – Hvernig er veðrið hjá ykkur, Grímur? „Það er rosalega fallegt veður, al- veg sléttur sjór og þetta er eins ynd- islegt og það getur verið – svona á það að vera og aldrei öðruvísi!“ Sumarloðnan komin á Halann ÚR VERINU UM LEIÐ og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, setti fund samtakanna um hátt gengi krónunnar í gær, lýsti hann þeirri skoðun sinni að skortur væri á samstillingu í efnahagsstjórninni, vöxtum væri haldið háum um leið og framkvæmdum hins opinbera væri flýtt. Hann sagði hátt gengi nú koma á óvart og að menn hefðu búist við því síðar. Iðnaðinum væri ógnað ef geng- ið héldist hátt næstu fjögur til fimm árin. Aðalhagfræðingur Seðlabank- ans og forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans sögðu eðlilegt að væntingar um hækkun gengis vegna stóriðjuframkvæmda hefðu áhrif nú. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræð- ingur samtakanna, sagði í erindi sínu að annar iðnaður færi illa út úr háu gengi krónunnar. Fórnarkostnaður þess væri meiri viðskiptahalli á næstu árum og erlendar skuldir gætu á árunum 2003–2007 hækkað aukalega um 55 milljarða króna vegna hás gengis krónunnar. Þorsteinn sagði bestu vörnina gegn háu gengi felast í ábyrgri efna- hagsstjórn. Seðlabankinn hefði keypt mikinn gjaldeyri síðustu mánuði og það hefði átt sinn þátt í lækkun krón- unnar að undanförnu. Þorsteinn lagði áherslu á þátt opinberra fjár- mála, bæði ríkis og sveitar. Hann sagði mikið hafa áunnist á því sviði síðasta áratug, en meira þyrfti til. Þorsteinn hefur lagt mat á áhrif af fjármálum ríkis og sveitar á hag- sveifluna með tilliti til þess hvort þeim hafi verið beitt til að vinna gegn sveiflunni eða hvort þau hafi ýtt und- ir hana. Hann sagði að þótt sveitar- félögin fari aðeins með um fjórðung samanlagðra opinberra fjármála hafi þau ýtt undir hagsveifluna og haft mest áhrif á hana, en ríkissjóður hafi verið að mestu hlutlaus í þessu tilliti. Að mati Þorsteins þarf að draga úr vexti samneyslunnar og jafnvel að minnka hana á komandi árum. Stjórnvöld þurfi að sýna skýra við- leitni til að samræma hagstjórn og það muni stuðla að lækkun gengisins. Aðhald hjá hinu opinbera Bolli Þór Bollason, forstöðumaður Efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins, fjallaði um hagstjórn og ríkisfjármál. Hann sagði hagvaxtar- skeið hafið og að vöxtur geti farið yfir 5% á næstu árum að teknu tilliti til mótvægisaðgerða hins opinbera, annars yrði vöxturinn enn meiri. Bolli Þór sagðist sammála Þor- steini um að ríkisfjármál hljóti að verða í lykilhlutverki í hagstjórn á næstu árum. Ástæðan sé sú að líta megi á stóriðjuframkvæmdirnar sem skammtímahnykk og slíkar aðstæður krefjist mikils aðhalds í fjármálum hins opinbera. Hann sagði grundvall- aratriði að markmiðssetning væri skýr og að skilningur skapaðist á þessum sjónarmiðum, þ.e. að ekki væri hægt að halda uppi óbreyttum opinberum umsvifum meðan fram- kvæmdirnar stæðu yfir. Bolli Þór sagði sjálfgefið að draga yrði úr opinberum framkvæmdum á næstu árum, en einnig þyrfti að halda aftur af samneysluútgjöldum. Mikil- vægt væri meðal annars að launa- stefna hins opinbera tæki mið af þessum markmiðum, sem fæli það í sér að launabreytingar ríkisstarfs- manna mættu ekki undir neinum kringumstæðum fara fram úr launa- breytingum á almenna markaðnum. Hann sagði þessi sjónarmið verða höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð fyrir næsta ár, en í ríkisfjármálum væri einnig horft lengra fram í tím- ann. Unnið gegn hækkun gengis Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, fjallaði um hátt gengi krónunnar og peningastefnu Seðlabankans. Hann sagði það mis- skilning að stóriðjuframkvæmdir geti ekki haft veruleg áhrif á gengið nú vegna þess hve langt sé í hátopp þeirra, sem verði á árunum 2005– 2006. Aðalatriðið sé að toppurinn komi og vitað sé hvenær það verði. Þess vegna séu nú þegar komnar fram væntingar um hærra gengi og hærri vexti og það komi strax fram í gengi og langtímavöxtum. Már sagði ekki rétt að aðhaldssöm peningastefna skýrði hátt gengi. Vextir hafi verið lækkaðir verulega síðustu mánuði og sama eigi við um vaxtamun við útlönd, ef undan séu skildar síðustu vikur, en þá hafi gengi krónunnar reyndar heldur lækkað, af öðrum ástæðum þó. Bindiskylda hafi verið lækkuð og Seðlabankinn hafi keypt mikinn gjaldeyri, þannig að ekki sé hægt að segja að Seðlabank- inn hafi stuðlað að hækkandi gengi. Már sagði að til væru leiðir til að draga úr hækkun raungengis á fram- kvæmdatímanum án þess að fórna verðbólgumarkmiði og efnahagsleg- um stöðugleika. Leiðirnar væru eink- um aðhald í opinberum fjármálum og niðurskurður opinberra fram- kvæmda, auk þess að auka framboð á erlendu vinnuafli og öðrum fram- leiðsluþáttum. Mikil gjaldeyriskaup Verðbólgumarkmið Seðlabankans þolir að sögn Más að gengi krónunn- ar verði á næstunni eitthvað lægra en það er nú. Hann sagði þó að erfitt væri fyrir Seðlabankann að gera nokkuð frekar en gert hefði verið til að lækka gengið. Erfitt væri að rök- styðja vaxtalækkun í ljósi síðustu verðbólguspár og nýjustu talna um hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi. Þar að auki mætti færa fyrir því rök að vaxtalækkun nú hefði lítil áhrif vegna væntinga um hærri vexti í framtíð- inni. Bankinn hefði líka keypt mikið af gjaldeyri og í ár myndu kaupin nema 42 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar 19. júní. Þessi gjald- eyriskaup jafngildi öllu áætluðu hreinu gjaldeyrisinnstreymi vegna Fjarðaáls og Norðuráls og tengdra virkjana á þessu ári, næsta ári og stærstum hluta innstreymis ársins 2005. Þessi kaup kunni að eiga þátt í lækkun gengisins undanfarna daga, en sýnt hafi verið fram á að inngrip sem fari ekki saman við breytingu á stýrivöxtum hafi engin langtíma- áhrif. Már vék að stöðu sjávarútvegsins og sagði framlegð hans á fyrsta árs- fjórðungi hafa lækkað frá síðasta ári, að hluta til vegna hækkunar geng- isins. Gengið hækki líklega um 1%–2% á öðrum fjórðungi ársins og það muni rýra afkomu sjávarútvegs- ins frekar. Á móti komi auknar veiði- heimildir á nýju fiskveiðiári og því sé ekki víst að afkoman versni þegar líð- ur á árið eins og oft vilji verða. Þá hafi árin 2001 og 2002 verið afar góð í sjávarútvegi og afkoman í ár gæti orðið betri en árið 2000. Eiginfjár- staða sjávarútvegsins sé einnig betri en hún hafi verið um árabil og sjávar- útvegurinn ráði því betur við sveiflur en áður. Það séu því miklar ýkjur að láta eins og hann sé í einhverju kalda- koli. Hagvöxtur með lágu gengi Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, sagði mikla áskorun felast í því að vilja bæði mikinn vöxt, sem alla jafna leiði til hærra gengis, og um leið lægra gengi. Væntingar væru um hátt gengi og ekki væri óeðlilegt þó markaðurinn brygðist við þeim strax. Edda Rós sagði að krónan hefði lengi verið að styrkjast en á síðustu dögum hefði sú þróun verið rofin. Þetta geti þó verið tímabundið ástand og flöktið í genginu sé tölu- vert. Inngrip Seðlabankans, þ.e. kaup hans á gjaldeyri, eru það sem veldur lækkun gengisins nú, að mati Eddu Rósar. Hún segir að fyrst í stað hafi lánahreyfingar verkað sem mót- vægi við gjaldeyriskaup bankans, en nú séu áhrifin að koma fram. Edda Rós fjallaði einnig um skuldabréfakaup útlendinga og áhrif þeirra á gengið. Hún sagði þá ekki taka gengisáhættu, þeir vildu ís- lenska vexti en ekki gengisáhættuna. Þess vegna væru kaup þeirra að stórum hluta fjármögnuð með lánum, aðallega endurhverfum lánum Seðla- bankans. Í raun væri því um vaxta- skiptasamninga að ræða og áhrifin á gengið væru lítil, ef einhver. Hún sagði að þegar fram í sækir kunni gengisvarnirnar að verða of dýrar og þá séu þrír kostir í stöðunni fyrir er- lendu fjárfestana. Þeir geti í fyrsta lagi tekið á sig tapið og vonast eftir betri tíð, í öðru lagi selt bréfin, en þá muni þeir líta til þess að markaðurinn er grunnur og mikil sala hefði áhrif á verðið, og í þriðja lagi hætt að verja sig og tekið gengisáhættuna. Edda Rós sagði gjaldeyriskaup Seðlabankans skila árangri en um leið væri gerð krafa á hendur stjórn- valda um aðhald í opinberum fjár- málum. Hún sagði kröfuna vera að ekki verði farið út í eftirspurnar- hvetjandi aðgerðir, að ekki verði ráð- ist í framkvæmdir sem keppa við at- vinnulífið um vinnuafl og að jafnvægi verði á ríkissjóði á mælikvarða hag- sveifluleiðréttrar afkomu. Ef þetta gengi eftir væri þörfin fyrir vaxta- lækkun mjög takmörkuð og styrking gengis krónunnar yrði minni en ella, enda væru þá ekki efnahagslegar for- sendur fyrir frekari styrkingu. Væntingar valda háu gengi krónunnar nú Morgunblaðið/Árni Sæberg Væntingar um aukið gjaldeyrisinnstreymi vegna ál- og raforkuvers- framkvæmda eru þegar komnar fram í hærra gengi krónunnar. Skiptar skoðanir eru um það hvort hátt gengi krón- unnar þurfi að koma á óvart ’ Sveitarfélöghafa ýkt hagsveifl- una en ríkissjóður verið hlutlaus ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.