Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 25 BJARNA Jónssyni fannst í bréfi til Morgunblaðsins 21. júní undir- rituð á botninum og hafa farið „of- fari“ með staðhæf- ingu sinni um trúleysi barnaníð- inga og þar með móðgað stóran hóp fólks sem trúleys- ingjar eru og „verði að biðjast afsökunar á þessum orðum sínum eða leggi ella fram sannanir fyrir því að barnaníð- ingar séu upp til hópa trúleysingjar“. Hann fullyrðir að ég telji hann skorta siðferði vegna þess að hann sé trúlaus og vegna þess að ég telji að barnaklám sé trúleysi. Bjarni! Ég þekki þig ekki neitt! Ég get hinsvegar fullvissað þig um að bæði biskup Íslands og ég erum fyllilega meðvituð um að siðfræði kom til um leið og Guð skapaði heim- inn, þ.e. langt á undan fæðingu Jesú Krists, sem þú virðist, eins og svo margir, rugla saman við kristna kirkju og jafnvel KFUM og Óháða söfnuðinn. Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að draga mannréttindabaráttu samkynhneigðra inn í þessa um- ræðu, þótt hún hvíli augljóslega þungt á þér, en það ættir þú að tjá þig um í sjálfstæðri grein. Ég fagna umræðu um homma og lesbíur, Bjarni, en sú umræða teng- ist á engan hátt helsjúkum, trúlaus- um, siðlausum og illum mönnum sem ráðast á börnin okkar. Eða hvað finnst þér? Þú villt sönnun þess að barnaníð- ingar séu trúlausir. Mér finnst þú vanvirða mig með þessari bón því auðveldara verkefni hef ég nú ekki fengið síðan ég dró andann í fyrsta sinni, nýfædd. Sönnunin er augljós þeim sem trú- ir, en ávallt falin trúleysingjum þó svo að þeir séu ekki siðlausir. Í ljósi þess að Bjarna hefur ekki tekist að finna Guð hefur sagan kennt okkur að hann veit ekki hvað trú er. Þess vegna verð ég að álykta að hann viti ekki heldur hvað trúleysi sé. Trúleysingjar sem tileinka sér sið- ferði guðlegra kenninga hvaðan sem þær koma, drekka vatnið, sem betur fer, en hafa ekki fundið uppsprett- una. Borða ávextina en sjá ekki ræt- urnar. Ruglast oftast á trú og trúar- brögðum og ætla fólki einhverskonar aðild að ákveðinni skor, eins og Bjarni virðist hafa skráð mig í ís- lensku þjóðkirkjuna. Guð hefur frá fyrsta degi leitt manninn frá siðleysi með skilaboðum sínum til þjóða og einstaklinga. Þess- um skilaboðum kemur Guð aug- ljóslega til mannsins í gegnum sendi- boða sína. Bjarni má kalla þá heimspekinga því þeir eru það svo sannarlega líka. Tökum dæmi: Hindúismi: Hin sanna regla er að fara með hluti annarra eins og þú ferð með þína eigin. Gyðingatrú: Hvað sem sem þú óskar ekki að nágranni þinn geri þér, það skalt þú ekki gera honum. Zoroastertrú: Eins og þú gerir, svo mun þér gert verða. Búddismi: Þú skalt sækjast eftir sömu hamingju fyrir aðra og þú sæk- ist eftir fyrir sjálfan þig. Kristni: Hvað svo sem þér viljið að aðrir gjöri yður, svo skuluð þér og þeim gjöra. Íslam: Látið engan ykkar koma svo fram við bróður, sem ykkur lík- aði ekki að væri gert ykkur sjálfum. Bahá’i: Ef þið metið einhverja réttvísi, þá kjósið fyrir aðra það sem þið kjósið fyrir sjálfa ykkur. Þeir sem þora, vilja og geta við- urkennt trú sína á Guð leitast við að gera gott vegna trúar sinnar á Guði. Hvernig svo hinu breyska holdi tekst til er önnur saga, löng og blóðug og oft á tíðum trúnni ekki til fram- dráttar heldur trúarfélögunum sjálf- um og þeim eintaklingum innan trú- félaganna sem eru trúleysingjar og hafa ekki heldur séð uppsprettuna eða ræturnar. Svo er annað mál hvernig lög og reglur taka á þeim sem skrikar fótur og hvar þolinmæði trúarinnar og fyrirgefningin tekur enda. Persónulega finnst mér barna- níðingar vera úti á ystu nöf. Trúleysingjar sem viðurkenna sið- fræði allra tíma en hafa ekki fundið trúna eru ekki endilega barnaníð- ingar og er mér alfarið ómögulegt að sjá hvert Bjarni er að fara. Það að barnaklám sé trúleysa merkir ekki að trúleysingjar leiti kynferðislega á börn. Ég vil í raun biðja Bjarna afsök- unar á því að skilja hann ekki. Hvorki bréfið hans né trúleysi hans, nema ef vera kunni að hann sé að al- hæfa um að trú séu trúarbrögð eða alhæfi um að ég sé að tala um KFUM eða kristni, en það er af og frá. Trú, eða sú merking sem ég legg í orðið, er að finna sig í því góða sem heitir í mínum huga Guð eða, á nútímamáli, þau kerfi sem Guð réttir manninum til þess að lífvænlegt sé í ríki hans. Ég skil Bjarna að því leyti að þetta getur verið fjandanum erfiðara. Það eru algeng mistök trúleys- ingja að blanda saman trúnni á Guð alvaldan og svo tilbúnum trúfélögum ýmissa hópa, þjóða og jafnvel stjórn- málaflokka. Trúleysinginn gerir í sjálfu sér trúleysi sitt að einum slík- um vanmáttugum hópi. Hinsvegar skil ég ekki hugsunina hjá Bjarna, að sjá ekki að í setningu minni er talað um trúleysi, ekki trúarbrögð og siðleysi, en ekki trú- leysingja. Það að ég trúi því að barnaníð- ingar séu trúlausir merkir ekki endi- lega að þeir séu ekki meðlimir í söfn- uði. Það merkir frekar að þeir hafi ekki fundið hinn guðlega tilgang sem er að hluta til siðferðið sem Bjarni el- ur börnin sín við. Svo auðvitað kem- ur upp náungakærleikurinn, en þetta eru sjúklingar. En er ekki einhver á launum í þessu landi við að tryggja að slíkir gangi ekki lausir? Hinsvegar langar mig að benda Bjarna á að siðfræði var ekki til á undan Guði því hann kom fyrstur. Og trúarbrögðin hafa ekki alltaf verið í takt við skynsemi mannsins. Ba- háú’lláh, spámaður Bahá’i- trúarinnar skrifar í New Area, Esslemont, kafli XII. „Hvað eina sem skynsemi manns fær ekki skilið, það ættu trúar- brögðin ekki að tileinka sér. Trú og vísindi haldast í hendur og trú sem er andstæð vísindum er ekki sönn.“ Bjarni minn, fyrirgefðu en ég skil ekki hvernig skemmdir bananar, harðir tómatar og trénaðar appels- ínur geta misboðið safamiklum gul- rótum. Ég bíð spennt eftir grein frá þér um tilvistarbaráttu samkyn- hneigðra innan trúarbragðahópa því ég er sannfærð um eitt; að þeir sem misnota börn kynferðislega eru ekki sáttir við kynferði sitt. Maður sem skilur ekki kynferði sitt verður alltaf trúleysingi því sársaukinn er slíkur að það góða frá Guði hlýtur að vera hulið honum. Kynferði hefur frá fyrsta degi skipt sköpum enda hlut- verkin skilgreind þegar bitið var í eplið löngu fyrir Krist. Málið er ann- að í dag, því að nú éta menn ekki epli heldur börn. Lifandi börn! Slíkir menn eru siðlausir trúleysingjar, en ekki eru allir trúleysingjar siðlausir menn. Lítil börn sjá oft bara hálfan heiminn þegar þau horfa út um gluggann, svo vaxa þau inn í restina. Þetta er í raun tilgangur lífsins. Börn líkt og samkynhneigðir eiga rétt á því að vaxa, sama hvað trúleys- inginn er sjúkur. Fyrirgefðu, Bjarni Eftir Jónínu Benediktsdóttur Höfundur er íþróttafræðingur. ÞEIR atburðir sem áttu sér stað í Bandaríkjunum hinn 11. september 2001 hafa orðið til þess að beina at- hygli manna að ör- yggisgæslu við ýmsa atvinnustarfsemi þar sem líklegt má telja að menn, sem hafa að markmiði að valda ótta, skelfingu eða tjóni með hryðju- verkum, gætu látið til sín taka. Al- þjóðlegar siglingar er dæmi um at- vinnustarfsemi þar sem beita má hryðjuverkum, hótunum eða ógn- unum með áhrifaríkum hætti. Skip flytja alls konar varning, þar á meðal varning, sem í höndum slíkra manna getur beint eða óbeint ógnað öryggi mannslífa og mannvirkja eða um- hverfisverðmætum. Þá má nota eitt skip til þess að gera fyrirvaralausa atlögu að öðru skipi. Eru þegar mörg dæmi um slíkar árasir á skip, þó að í flestum tilvikum hafi markmið slíkra aðgerða fremur verið skipsrán en hryðjuverk. Á fundi Alþjóðasiglingastofnunar- innar, IMO, í desember 2002 voru samþykktar tillögur sem miða að því að koma í veg fyrir eða minnka líkur á því að skip verði vettvangur hryðju- verka. Þessar tillögur gera kröfur um öryggisráðstafanir sem hafa þann til- gang að takmarka eða hindra óheftan aðgang manna að skipum í höfnum, að höfnunum sjálfum og að farmi sem bíður flutnings með skipum. Tillögur þessar gera jafnframt ráð fyrir að öll grunsamleg umferð um eða við hafn- arsvæði og um borð í skipum og allir grunsamlegir atburðir á hafi úti séu tilkynntir viðeigandi yfirvöldum. Við- brögð við slíkum tilkynningum skulu samræmd og samhæfð milli ein- stakra landa og milli skipa og hafna. Við slíkar aðstæður er höfnum og skipum skylt að grípa til viðeigandi fyrirbyggjandi ráðstafana svo sem að sýna aukna aðgæslu og árvekni í öllu því er lýtur að hugsanlegum ógn- unum við öryggi skipa, hafna og manna. Þær ráðstafanir, sem samþykkt IMO í desember 2002 fela í sér, eru um margt hliðstæðar þeim sem á undanförnum árum hafa tekið gildi alþjóðlega í flugsamgöngum og sem flugfarþegar kannast við sem vopna- leit, þegar farið er inn í flughöfn, gegnumlýsingu á handfarangri, ráð- stöfunum til að hindra að spengjur eða hættuleg efni séu skilin eftir í flugvélum eða flugstöðvum o.s.frv. Samheiti slíkra ráðstafana og að- gerða kallast nú í daglegu tali flug- vernd. Markmið tillagna IMO er að koma á tilteknu öryggisstigi í öllum höfnum og öllum skipum sem falla undir al- þjóðlegar siglingar. Tillögur IMO fela í sér ráðstafanir varðandi skipu- lag, verklagsreglur, áætlanagerð, eft- irlit, vöktun svæða, samskipti og við- bragðsaðgerðir sem sameiginlega falla undir hugtakið siglingavernd. Ráðstafanir þessar gera ráð fyrir að öll umferð skipa, bíla og manna um hafnir sé undir eftirliti og verði veru- legum takmörkunum háð þannig að aðeins þeir sem eiga erindi inn í hafn- ir og geta gert grein fyrir sér og er- indi sínu fái aðgang að hafn- arsvæðum og þeim skipum, sem þar liggja. Þá er gerð krafa um að farmur sé gegnumlýstur og að við tilteknar aðstæður sé bæði skylt að leita í far- angri þeirra sem koma inn á hafnar- svæði eða á þeim sjálfum. Verði þessum kröfum Alþjóðasigl- ingastofnunar ekki framfylgt hér á landi munu skip sem koma frá Ís- landi ekki fá heimild til að koma inn í hafnir erlendis né heldur munu er- lend skip hafa áhuga á að koma til hafnar á Íslandi. M.ö.o allir sjóflutn- ingar að og frá Íslandi munu stöðv- ast. Ljóst er kostnaður við þær aðgerð- ir sem alþjóðasamfélagið hefur hér samþykkt að leggja á hafnir og kaup- skipaútgerðir um allan heim nema hundruðum milljörðum króna. Að- gerðir þessar leiða af sér aukinn til- kostnað við alþjóðlegar siglingar. Nú þegar berast tilkynningar frá höfn- um í Evrópu um álagningu sérstaks „öryggisgjalds“ á hverja vörueiningu sem er losuð eða lestuð, frá borði/eða um borð í skip á þeirra umráðasvæði. Gera má ráð fyrir að kostnaður sam- fara gildistöku siglingaverndar hér á landi muni nema tugum millj. kr í stofnkostnað að viðbættum umtals- verðum árlegum kostnaðarauka í rekstri skipa og hafna. Við aðlögun að þessum nýju alþjóðlegu reglum verður lögð rík áhersla á að þær ráð- stafanir sem gripið verður til í höfn- um landsins séu markvissar og taki mið af aðstæðum í viðkomandi höfn- um. Þessar nýju alþjóðakröfur munu til lengri tíma litið hafa á áhrif á starf- semi íslenskra hafna og starfsemi kaupskipaútgerða hér á landi. Þær hafnir, sem hingað til hafa lagt áherslu á að taka á móti erlendum farþegaskipum og skemmti- ferðaskipum, þurfa nú að koma á við- eigandi öryggisráðstöfunum þegar slík skip koma þar til hafnar. Þær kröfur sem gerðar eru til slíkra hafna liggja nú þegar fyrir, en eftir er að skoða og meta með hvaða hætti þeim kröfum verður fullnægt. Samgönguráðherra hefur nýlega skipað stýrihóp til að gera tillögur um með hvaða hætti ákvæðum sigl- ingaverndar verði framfylgt hér á landi. Þar sem ákvæði þessi skulu hafa komið til framkvæmda eigi síðar en 1. júlí 2004, og þar sem ákvæði þessi eru þess eðlis að þau krefjast mikils og vandaðs undirbúnings, þurfa tillögur og niðurstöður stýri- hópsins að liggja fyrir í öllum megin dráttum eigi síðar en í lok september næstkomandi. Ótti við hryðju- verk leiðir til nýrra alþjóðlegra ákvæða um siglingavernd Eftir Ólaf J. Briem Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra kaupskipaútgerða og á sæti í stýrihóp um siglingavernd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.