Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 27 ÁNÝAFSTÖÐNUM fundi Al-þjóðahvalveiðiráðsins vartekist á um málefni semkoma til með að móta fram- tíð hvala og hvalveiðimanna. Auk efn- islegra umræðna, þ.e. sem varða hval- veiðar, ber mikið á pólitískri og hugmyndafræðilegri umræðu á þessum vettvangi, en Berlínarfrumkvæðið margumrædda sýnir berlega þann ágreining sem er milli þeirra ríkja, sem vilja vernda hvern einasta hval, og hinna, sem vilja vernda hvalastofna. Í þessu felst, að mínu mati, aðal- ágreiningsefnið, hvort ráðinu beri að vernda hvalastofna svo að hægt sé að nýta þá eins og aðrar auðlindir sjávar- ins eða hvort þessar skepnur eigi sér sérstöðu í dýraheiminum og vernda beri hvert einasta dýr. Nær jafnstórir hópar Þessi hugmyndafræðilegi ágrein- ingur kemur berlega fram í atkvæða- greiðslu innan ráðsins. Þegar verið er að greiða atkvæði á þessum fundi skiptir minnstu hvort um er að ræða menn eða málefni, ráðinu er skipt í tvo næstum því jafn stóra hópa og hvor- ugum verður nokkuð ágengt. Ísland er í hópi þeirra þjóða sem vilja nýta hvali og hvalaafurðir, með Norðmönnum, Japönum og fleirum, en á móti eru þjóðir eins og Ástralía, Nýja Sjáland og Bretland, sem skilgreina sig sem hvalaverndunarsinna, þótt hvalfrið- ungar séu nær lagi miðað við tillögur þeirra innan ráðsins, nema þegar um frumbyggjaveiðar er að ræða. Alþjóðahvalveiðiráðið telur nú 51 þjóð, sá nýjasta – Belize – gekk í ráðið á miðjum fundi miðvikudaginn 18. júní, þegar aðildarbréf sem sent var 26. maí barst loksins réttri skrifstofu í utanrík- isráðuneyti Bandaríkjanna. 52. ríkið, Fílabeinsströndin, komst ekki inn í ráðið að þessu sinni, því aðildarbréf þeirra (sem var sent 13. maí) barst ekki í tæka tíð til Bandaríkjanna. Þessar þjóðir, auk nokkurra annarra sem talið er líklegt að muni ganga í ráðið á næstunni, sátu fundinn sem áheyrnaraðilar. Í upphafi fundar tóku nokkrar þjóðir sér tíma til þess að mótmæla aðild Íslands enn á ný, en í allt hafa 18 þjóðir mótmælt aðild Ís- lands með fyrirvara gegn hvalveiðum. Með þessum mótmælum neita viðkom- andi þjóðir einungis að mynda tvíhliða samband við Ísland á þeim vettvangi sem Alþjóðahvalveiðiráðið er; mótmæl- in koma ekki í veg fyrir að Ísland sé fullgildur aðili að ráðinu. Hafa lítið með hvali að gera Margar þær þjóðir sem nú eru með- limir í ráðinu hafa lítið sem ekkert með hvali eða hvalveiðar að gera. Austurríki og Sviss taka mikinn þátt í allri starfsemi ráðsins, en smærri ríki, t.d. Afríkuþjóðir, sem eiga mikið undir sjávarnytjum komið, láta minna fyrir sér fara þótt þær telji þennan vettvang mikilvægan, einmitt vegna þess að hér ber á góma mál, sem gætu komið upp í umræðum um fiskveiðar þegar fram líða stundir. Þær tóku það því nærri sér þegar vegið var að fullveldi þeirra í dreifiriti náttúrufriðunga á fundinum og því haldið þar fram að Japan hefði einfald- lega keypt þessar þjóðir inn í ráðið. Í kjölfar þeirrar umræðu tók eitt við- komandi ríkja það fram að Greenpeace hefði greitt aðildargjöld síns lands í upphafi og jafnframt sent fulltrúa á fundi ráðsins, stjórnin hefði ekki einu sinni vitað af aðild sinni fyrr en löngu síðar. Það er þó athyglisvert, að ríki sem þiggja mikla þróunaraðstoð frá Japan, s.s. Perú og Indland, greiða yf- irleitt atkvæði á móti þeim og Mar- okkó, sem er eitt þeirra ríkja sem oft er minnst á í þessu sambandi, situr gjarna hjá í atkvæðagreiðslum. Fulltrúi Fílabeinsstrandarinnar benti á að það væri Afríkuþjóðum hagstæðara að fylgja stefnu ESB innan ráðsins, því þaðan fengju þau mun meiri þróun- araðstoð en frá Japan. Í kjölfar þeirra ásakana, að þessi ríki væru einungis handbendi Japans í ráðinu var haldinn fundur fastafulltrúa til ráðsins og var þar samþykkt, að þessar ásakanir væru að öllu leyti óvið- eigandi. Fulltrúarnir samþykktu ein- róma að krefjast afsökunarbeiðna frá viðkomandi aðilum og var þeim bannað að gefa út frekari áróður það sem eftir var fundar. Bera hag hvala fyrir brjósti Berlínarfrumkvæðið, sem hlotið hef- ur mesta umræðu af efnisþáttum þessa fundar, var lagt fram af 19 ríkjum, sem segja sig bera hag hvala fyrir brjósti. Það hlaut atkvæði 25 ríkja, en 20 voru á móti (nokkur ríki máttu ekki greiða atkvæði vegna vangoldinna að- ildargjalda og eitt sat hjá). Eitt þeirra ríkja sem lagði tillöguna fram hafði þó ekki fyrir því að greiða aðildargjöld sín og gat því ekki greitt atkvæði með til- lögunni. Þá liggur fyrir löggjafarþingi Bandaríkjanna tillaga sem, verði hún samþykkt, veitir herliði landsins und- anþágu frá verndarlöggjöf um sjávar- spendýr (Marine Mammal Protection Act) og gefur þeim undanþágu frá því að gefa upp hversu mörg sjávar- spendýr eru drepin á heræfingum. Til- raunir til að fá skoðanir bandarísku sendinefndarinnar á þessu misræmi í stefnu stjórnarinnar voru tilgangs- lausar, því enginn virtist nógu hátt settur til að svara spurningum. Hluti strikaður út Upphaflega var í tillögunni um Berl- ínarfrumkvæðið málsgrein um stofnun á verndunarnefnd innan ráðsins og í þeirri grein var einnig minnst á breyt- ingu á framkvæmdareglum ráðsins. Tillögur um slíkar breytingar þarf að leggja fyrir ráðið a.m.k. 60 dögum áð- ur en á að ræða þær og fyrsta tillaga að frumkvæðinu er dagsett 20. maí 2003. Danmörk hóf máls á þessum vanda og fékk því framgengt að þessi hluti tillögunnar yrði strikaður út áður en kom til atkvæðagreiðslu (fastafulltrúi Danmerkur er nýkjörinn formaður ráðsins og formaður RMS-nefndar- innar, svo honum hefur eflaust þótt að sér vegið með þessari tillögu), en í þessum hluta var einmitt mælt fyrir um fjárframlög til umræddrar nefndar. Að því er hvalveiðiþjóðum og stuðn- ingsmönnum þeirra finnst þarf núna að leggja fram tillögu um fjárveitingar til nefndarinnar, en stuðningsmenn Berlínarákvæðisins vilja halda fyrsta fund nefndarinnar fyrir næsta ársfund ráðsins, svo hér er enn eitt efnið fyrir þessa tvo hópa til að deila um. Tölvupóstur frá Greenpeace Í umræðu um Berlínarfrumkvæðið tóku hvalfriðunarþjóðirnar oft fram að með þessu frumkvæði væri ekki verið að vega að þeim stjórnunaráætlunum sem eru í vinnslu (þ.e. RMS, Revised Management Scheme), heldur einungis að leggja aukna áherslu á verndun hvalastofna. Fulltrúi innan dönsku sendinefndarinnar sagðist þó hafa séð tölvupóstskeyti frá Greenpeace þar sem skýrt og skilmerkilega var tekið fram að þessi tillaga væri lögð fram sérstaklega til að koma í veg fyrir að RMS yrði nokkurn tímann samþykkt. Á blaðamanna- fundi á fyrsta degi ráðs- ins, þar sem tillagan var kynnt, tók fulltrúi Banda- ríkjanna líka til máls og sagði að frummælendur tillögunnar vildu að öllum vísindaveiðum yrði hætt og að einungis yrðu fram- kvæmdar rannsóknir sem ekki yrðu dýrunum að bana. Þá sagði fulltrúi Hollands að stofna ætti eins mörg griðasvæði fyrir hvali og hægt væri og að binda ætti enda á allar hvalveiðar. Það virðist ólíklegt að ríki sem taka svo skil- merkilega fram að þau séu mótfallin öllum hvalveiðum sættist nokkurn tíma á að veita öðrum ríkjum veiðikvóta, sérstaklega þegar ríki á borð við Bret- land taka það fram að hvalaskoðanir séu eina þolanlega leiðin til að nýta hvali. Fulltrúi Nýja Sjálands tók undir þetta viðhorf þegar hann sagði að hvalaskoðanir væru hluti af hvalveiði- iðnaðinum, hvalveiðisinnum til mikillar undrunar. Hér ber þó áhugavert málefni á góma því skv. þessum yfirlýsingum, og ef hval- veiðiráðið hefur hæfni til þess að fjalla um hvalaskoðanir, ættu öll þau aðildar- ríki sem nýta hvali á slíkan hátt að greiða hærri aðildargjöld. Aðildargjöldin eru nú þegar viðkvæmt umræðuefni þar sem þróunarlönd telja þau vera svo há að þau letji ríki frekar en hvetji til að ganga í ráðið. Griðasvæðum hafnað Auk Berlínarfrumkvæðisins voru lagðar fram nokkar tillögur á fundinum, sem miða að því að auka verndarráð- stafanir fyrir hvali og önnur sjávar- spendýr. Sl. þrjú ár hefur t.d. verið lögð fram tillaga um að stofna griðasvæði í Suður-Atlantshafi, en sú tillaga var felld, 24 gegn 19. Svipuð tillaga um griðasvæði í Suður-Kyrrahafi var felld með 24 atkvæðum á móti 17. Þar sem þessar tillögur myndu breyta stjórn- unarákvæðum ráðsins þarf ¾ atkvæða til að samþykkja þær. Atkvæðagreiðsl- urnar vegna griðasvæðanna virðast vera eini efnislegi þátturinn þar sem hvalveiðiþjóðirnar láta skína í tennurnar og neita að láta undan, en það hefur lengi vakið athygli fræðimanna að ekki sé meira gert af því innan ráðsins að neita t.d. Bandaríkjamönnum um kvóta fyrir frumbyggjaveiðar sínar, nema þeir láti undan í öðrum málaflokkum. Nóg boðið Í umræðum um griðasvæðatillög- urnar var helst eftirtektarvert að fulltrúi Palau, smáríkis í Kyrrahafi, sem sat hljóður lengst af fundarins sá ástæðu til þess að skamma nágranna sína, Nýja Sjáland og Ástralíu, fyrir áreiti og tók það fram að hann myndi ekki sitja hjá í atkvæðagreiðslu um þetta efni. Nágranni hans frá Salómons- eyjum sat hins vegar hjá og aðspurðir sögðust þeir líta svo á, að þessi stærri ríki í Kyrrahafi væru að reyna að stjórna þeim minni og að þeim væri nú nóg boðið. Fulltrúi Salómonseyja sagði einnig frá því að þegar þessi sama um- ræða var í gangi fyrir ári hefði hann neitað Áströlum að greiða með þeim at- kvæði. Skömmu síðar fékk hann símbréf frá forsætis- ráðherra Salómonseyja, þar sem hann var beðinn um að fara að beiðni Ástr- ala. Nokkrum mínútum síðar birtust Ástralarnir með ljósrit af símbréfinu til að vera vissir um að hann hefði örugglega feng- ið það, en hann ákvað að sitja hjá í atkvæðagreiðsl- unni, það árið og í ár. Mikið áreiti Þetta áreiti, sem Palau og Salómonseyjar lýsa, er nokkuð sem ríkin við Kar- íbahaf hafa lengi kvartað undan og er ein meginástæða þess að þessi ríki studdu tillögu Japans um að atkvæða- greiðslur yrðu leynilegar. Á illa sóttri blaðamannaráðstefnu á þriðjudags- morgun ræddu fulltrúar Afríkuþjóða svipaðan vanda. Fulltrúi Beníns sagði að ríkisstjórn hans hefði gengið í ráðið til að stuðla að sjálfbærri nýtingu sjáv- arauðlinda og fulltrúi Gíneu bætti því við að samtök strandliggjandi Afríku- ríkja hefðu það á stefnuskrá sinni að öll Afríkuríki ættu að ganga í alþjóða- stofnanir, sem hafa með náttúru- auðlindir að gera. Því lýstu þessi ríki undrun sinni og hneykslan á fréttum um að sum ríki væru keypt inn í ráðið og tóku fram að þeim þætti þetta lýsa kynþáttafordómum, þar sem aldrei væri annað eins rætt þegar Evrópu- þjóðir sem engra hagsmuna eiga að gæta gerðust aðilar að ráðinu. Það er ólíklegt að hvalirnir sjálfir græði nokkuð á því að verndunarnefnd sú, sem Berlínarákvæðið kveður á um, verði stofnuð, því þeir stofnar, sem helst eru í útrýmingarhættu, eru oft veiddir af frumbyggjaþjóðum og því undanþegnir hvalveiðibanninu. Þá eru þær hættur, sem steðja að hvölum eins og öðrum sjávardýrum, vegna meng- unar utan þess efnis sem ráðið getur nokkru ráðið um. Því síður virðist lík- legt að hvalveiðimenn og iðnaður í kringum veiðarnar hagnist nokkuð á niðurstöðum ráðsins í ár, því enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um úthlutun veiðikvóta og ólíklegt að það gerist á næstunni. Alþjóðahvalveiðiráðinu hefur því mistekist, enn á ný, að sinna verk- efnum sínum. Talsmaður japönsku sendinefndar- innar sagði í samtali að til greina kæmi að fara að ráðum Kanadamanna frá því 1982 og yfirgefa ráðið en halda áfram að taka þátt í vísindastarfi á vegum þess. Enginn talsmaður Japans vildi þó gefa ákveðna yfirlýsingu um hvert framhaldið yrði, en Masayuki Komatsu sagði að ríkisstjórn hans væri að íhuga málið og að það yrði ákveðið á næstu mánuðum. Alþjóða- réttur gefur þó skýrt til kynna að hvalveiðistjórnun skuli sinna á al- þjóðavettvangi og því verður áhuga- vert að fylgjast með frekari þróun þessa máls. Alþjóðahvalveiðiráðið – framtíðarhorfur hvala og hvalveiðimanna Morgunblaðið/Friðþjófur Ráðinu hefur enn á ný mistekist að sinna verkefnum sínum Silja Bára Ómarsdóttir eftir Silju Báru Ómarsdóttur Höfundur er doktorsnemi í alþjóða- samskiptum við University of Southern California í Los Angeles og sótti fund Al- þjóðahvalveiðiráðsins með styrk úr rann- sóknasjóði Center for International Studies við sama háskóla. Hafa má sam- band við hana í omarsdot@usc.edu khópunum? Eru það lista- m greinum? Eru það fulltrú- hvernig á að kjósa þá? Eru umenn sem ætlað er að út- Hvernig hefur sú stefna áhrif mlög? Munu þeir sem leggja arfseminnar krefjast þess að tefnu leikhússins, til dæmis ita sér fyrir því að verkefna- kað við eina tegund sviðslist- afa gaman af, t.d. söngleiki? n á einhverri fjöldahreyfingu um leiklist sem í krafti at- kúvendir þeirri menningar- eikfélag Reykjavíkur hefur ylgja í 106 ár? u kjörgengir í stjórn? Þurfa úa yfir öðrum eiginleikum en félagsgjöld og lýsa yfir því að gamenn um leiklist? Sam- unum er gert ráð fyrir að áði, hverjir hljóta skuli inn- viðmiðun á hún að hafa svo bert um geðþóttaákvarðanir að ræða hverjir séu í Leik- víkur? Stjórnin, segir orðrétt „fer með öll málefni félagsins ð á leikhúsrekstri fyrir þess n skal vera leikhússtjóra til m verkefnaval.“ Í hverju á það felast, ef svo æxlast til að í i fyrst og fremst menn sem tingahalds eða rekstrar lík- ðva, þó að þeim finnist þeir huga á leiklist líka, svoleiðis? lega þannig farið, að réttlæt- ka leikhús sem þiggur styrk helgast af því að það efni til em listrænt séð hefji sig yfir ð er uppi af markaðshyggj- gna þess að þar er gengið út m samnefnara í smekk vænt- enda. Þessi staðreynd blasir skyggnst er um bekki í leik- naþjóða. gum sem fyrir liggja er því r vandi óleystur. Verst er að að á gátt fyrir hvers kyns atkvæðaveiðar. Hvort sem ðum verður breytt eða ekki, framkvæmdaatriði sem eðli- eglar þörf félagsins hverju að búa svo um hnútana, að t hlutverk leikhússins sé byrgri listrænni forystu. Þar mi hins gamla – og vonandi Baldvin Tryggvason Jón Sigurbjörnsson Steindór Hjörleifsson Steinþór Sigurðsson Sveinn Einarsson Vigdís Finnbogadóttir eik- íkur Vigdís Finnbogadóttir Steindór Hjörleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.