Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar mér barst sú fregn að vinur minn og fyrrverandi starfs- bróðir, Guðmundur Hermannsson, væri látinn kom það ekki á óvart þar sem hann hafði átt við langvinn veikindi að stríða. Það er margs að minnast og margt að þakka eftir langt og far- sælt samstarf. Það var föngulegur hópur ungra manna sem hóf störf í lögreglunni í Reykjavík haustið 1953 sem átti eftir að setja mikinn svip á lögregluna um langan tíma. Við Guðmundur tengdumst fljótt vin- áttuböndum sem héldust alla tíð. Það bar aldrei skugga á vináttu okk- ar og samstarf sem var bæði langt og farsælt. Í mörg ár unnum við mjög náið saman er við vorum skip- aðir í stöðu yfirlögregluþjóna árið 1966. Fengum við þá mörg erfið verkefni að fást við og var þá gott að hafa jafntraustan mann og Guð- mundur var sér við hlið. Auk þess að vera traustur lög- reglumaður var Guðmundi margt til lista lagt. Hann var frábær skrifari og lagði fyrir sig skrautritun. Fengu margir notið þeirrar listar, ekki síst starfsfélagar og lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavík, þar sem hann skrautritaði nöfn allra nemenda Lögregluskólans á útskriftarskjöl þeirra í 30 ár. Ennfremur skrautrit- aði hann meistarabréf sem lögreglu- stjóraembættið gaf út fyrir þá sem þess óskuðu. Handbragð hans er því víða sýnilegt. Guðmundur var list- fengur og málaði mikið og hafa verk hans víða farið og bera hæfileikum hans gott vitni. Hann var bókelskur maður og las mikið auk þess sem hann gerði talsvert af því að semja ljóð. Guðmundur kenndi vettvangs- teiknun við Lögregluskólann í um 30 GUÐMUNDUR KRISTJÁN HERMANNSSON ✝ GuðmundurKristján Her- mannsson fæddist á Ísafirði 28. júlí 1925. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 15. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Bú- staðakirkju 24. júní. ár og fórst það vel úr hendi og má sjá árang- ur þess í starfi lög- reglumanna um allt land. Guðmundur var glæsimenni sem vakti athygli hvar sem hann fór og ekki síður vegna fágaðrar framkomu. Hann var einnig mikill íþróttamaður og keppnismaður og náði langt í íþróttum. Hann var meðal annars lengi Íslandsmeistari í kúlu- varpi og keppti á Ól- ympíuleikum. Það er margs að minnast úr löngu starfi sem of langt er að rifja upp en að skilnaði vil ég þakka Guðmundi Hermannssyni fyrir frábært sam- starf og ævilanga vináttu sem aldrei brást. Það er ómetanleg gæfa að hafa átt slíkan mann að vini og fé- laga. Herborgu og sonum sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna missis ást- kærs eiginmanns og föður. Bjarki Elíasson. Hann var þegar fyrir í lögregluliði Reykjavíkur þegar ég kom til starfa. Stór, þrekinn og sterkbyggður, bar sig og lögreglubúninginn vel. Hann hvatti okkur nýliðana til að standa okkur, vanda vinnubrögðin og bera okkur með reisn. Við vorum ekki á sömu vakt og gengum því ekki götuna saman. En síðar unnum við saman að mörgum verkefnum og þá kynntist ég vel gerðum, greind- um og hæfileikaríkum manni sem vildi öllum vel. Hvað var það í fari Guðmundar sem ég dáði? Var það glæsilegi íþróttamaðurinn, margverðlaunað- ur innan sem utanlands? Keppand- inn á Ólympíuleikum? Íþróttamaður ársins eða heimsmeistari og heims- methafi öldunga í kúluvarpi? Sjálf- sagt jók þetta álit manns á Guð- mundi. Það var samt ekki þetta sem þeim er þessar línur ritar þótti mest til um. Það var annað og meira. Það var maðurinn sjálfur, bak við skel- ina, sem huldi hann stundum. Það var listamaðurinn, listmálarinn, teiknarinn, skrautritarinn og mað- urinn sem átti auðvelt með að setja saman vísu og lífgaði með því fund- ina hjá lífeyrisdeild Landssambands lögreglumanna. Þegar ég lít til baka þakka ég Guðmundi hans stóra hlut í að teikna öll gatnamót í Reykjavík eftir og um 1959 í réttum mæli- kvarða og raða aðgengilega í möpp- ur til þess að gera okkur sem geng- um vaktirnar verkin léttari á slysavettvangi. Einnig hve hann var ötull að hvetja okkur til vandaðs málfars og góðrar réttritunar í skýrslugerð. Ég og fjöldi lögreglu- manna þökkum Guðmundi ánægju- lega samfylgd og margar góðar stundir og sendum Herborgu og öll- um aðstandendum hlýjar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning látins for- ingja. Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn. Góðar minningar leita á hugann þegar minnst skal góðs íþrótta- félaga frá löngu liðnum árum sem þó er svo stutt síðan voru, afreksmanns sem með þrotlausri þjálfun og ein- beitni stefndi markvisst að ákveðnu takmarki í íþróttum og tókst það og gott betur, Guðmundar Her- mannssonar, fyrrverandi yfirlög- regluþjóns og kúluvarpara, sem í dag verður lagður til hinstu hvílu. Hann hóf ungur íþróttaiðkun vestur á Ísafirði. Þar stóð hann í marki Knattspyrnufélagsins Harð- ar. Á þeim árum var hann liðtækur spretthlaupari (11,2) og langstökkv- ari (6,64 m) og þótti gott efni í tug- þrautarmann. Fyrsta keppni hans í kúluvarpi, að séð verður, er þegar ÍR-ingar heimsóttu Ísfirðinga sum- arið 1944. Í þeirri keppni varð hann í 3ja sæti í kúluvarpi með 11,71 m. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1953 og gekk í lögregluna og í KR. Þar komst hann í félagsskap vaskra manna og naut tilsagnar þjálfara, Benedikts Jakobssonar. Árið 1956 kastaði hann kúlunni 16,15 m. Sama sumar varð hann fyrir alvarlegum bakmeiðslum og þurfti að gangast undir uppskurð. Þessi meiðsli voru þess eðlis að honum voru ekki gefn- ar neinar vonir með frekari þátttöku í keppnisíþróttum. Fljótlega hóf hann þó að styrkja sig með æfingum og þremur árum síðar var hann mættur aftur í hringinn, kastaði þá um 14 metra. Með þrotlausum æf- ingum fór hann á næstu árum að nálgast fyrri getu og árið 1965 kast- ar hann 16,41 m. Eftir að hafa notið góðrar tilsagnar bandarísks kúlu- varpara, Neal Steinhauers, sem var annar besti kúluvarpari heims á þeim tíma (21,09 m), en hann hittum við í Malmö haustið 1966 og hann kom síðan við hér á heimleið vestur um haf, komu skyndilega stórstígar framfarir. Á vormóti ÍR í maí 1967 tekst Guðmundi loks að ná lang- þráðu takmarki, að slá met Gunnars Huseby (16,74 m) frá EM 1950 með því að kasta 17,34 m. Þetta met bætti Guðmundur síðan nokkrum sinnum þar til hann nær sínu lengsta kasti, 18,48 m árið 1969, þá 44 ára gamall. Hans ferli lýkur árið 1972 en þá verður hann 47 ára gam- all heimsmeistari öldunga. Í þeim flokki setti hann heimsmet sem stóð í áratugi og stendur jafnvel enn. Guðmundur var á ferli sínum margfaldur Íslandsmeistari, hann vann nokkrum sinnum Forsetabik- arinn fyrir besta afrekið samkv. stigatöflu á 17. júní mótum, hann sigraði í landskeppnum og hann tók þátt í Ólympíuleikunum í Mexíkó ár- ið 1968. Þá var hann kjörinn íþrótta- maður ársins árið 1967. Guðmundur var listrænn; hag- mæltur, ágætur teiknari og málari og hann vann að skrautritun í hjá- verkum. Þegar ég hóf minn íþróttaferil um 1960 var Guðmundur búinn að vera virkur keppandi í um tvo áratugi. Tíu árum átti hann þó eftir að bæta við þann feril með glæsibrag í kast- hringnum og kynntist ég honum vel á þeim tíma við æfingar og keppni. Vorum við iðulega herbergisfélagar í keppnisferðum. Fyrir þau kynni og samverustundir, innan vallar og ut- an er nú þakkað. Keppnisferill hans var langur og einstakur og verður vart endurtek- inn af öðrum með sama glæsibrag. Til þess þarf óvenjulegt þrek, þol- inmæði, ástundun, reglusemi og ein- beitni. Slíkt er fáum gefið. Hann var manna vörpulegastur á velli. Fas hans og framkoma öll vakti traust. Það var eftir honum tekið hvar sem hann fór. Eiginkonu hans, Herborgu, mannvænlegum sonum og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Jón Þórður Ólafsson. Faðir minn, Jens Guðjónsson, og Guðmundur Hermannsson voru æskuvinir. Báðir voru þeir fæddir á Ísafirði á sama árinu, Guðmundur í júlí 1925 en faðir minn í september. Þeir ólust upp við svipaðar aðstæður alþýðufólks vestra, þar sem fólk var sæmilega bjargálna meðan vinnu var að fá. Eins og svo margir fluttu þeir báðir suður, faðir minn eitthvað fyrr en Guðmundur nokkru síðar. Gekk Guðmundur til liðs við lögregl- una í Reykjavík eins og kunnugt er, meðan ævistarf föður míns var á öðru sviði en hann starfaði nær alla sína tíð við bifreiðaakstur í Reykja- vík. Faðir minn kynnti mig fyrir þess- um forna æskuvini sínum fyrir langa löngu þar sem þeir hittust á götu í Reykjavík. Guðmundur var glæsi- legur á velli og ekki ósvipaður forn- köppum í huga lágvaxins svein- staula sem fylgdi föður sínum. Mér er ákaflega minnisstætt hve hendur Guðmundar voru stórar, því þegar hann heilsaði hvarf bókstaflega hönd mín í þessa kraftmiklu hönd sem átti eftir að gera Guðmund landsþekktan fyrir kúluvarp. Þetta handtak var ákveðið og þétt en ákaf- lega vinsamlegt. Það mun hafa verið sumarið 1961 sem þeir æskufélagar ákváðu að heimsækja heimabyggð sína, Ísa- fjörð, og fara landleið sem hvorugur mun hafa farið áður. Greiðasta leiðin vestur á Firði var lengst af sjóleiðis, stundum með strandferðaskipunum, en oft létu ísfirskir alþýðumenn sér nægja að fá að fljóta með togurum sem komu við á Ísafirði á leiðinni suður. Í þann tíð var einungis ein leið um Dali og Gilsfjörð og vestur með suðurströnd Vestfjarða allt til Vatnsfjarðar og þaðan heiðar um Firðina. Unnt var að fara yfir Þorskafjarðarheiði og frá Arngerð- areyri í Ísafjarðardjúpi sjóveg til Ísafjarðar en sú leið var torleiði hið mesta. Undirbúningur var hafinn og farkosturinn var fólksbíll sem faðir minn hafði þá nýlega eignast, af Opel Kapitän gerð, og var lengi stolt hans. Ásamt Guðmundi var Grétar yngri sonur hans með í för. Leiðin vestur í Dali var ósköp venjuleg þar sem þræða þurfti Hvalfjörðinn, Draghálsinn og um Borgarfjörð. Þegar komið var norður að Gilsfirði varð að sæta sjávarföllum en enginn vegur var lengi vel á þessum slóðum og var fjaran ekin langt inn með öll- um firðinum. Mér er það enn minn- isstætt hve ferð þessi sóttist seint en þó ákveðið. Einna ævintýralegast var að fara Þingmannaheiði og fleiri heiðar sem allar virtust vera enda- lausar. Vegirnir voru fremur slæmir og fáfarnir. Þeir Guðmundur og fað- ir minn skiptust á að aka bifreiðinni. Var ekið að mig minnir í einum áfanga án þess að gist væri á leiðinni en látið nægja að sofa í bílnum. Ekki man eg hve ferðin tók langan tíma en í minningunni stendur ekkert eft- ir annað en ánægjan og gleðin yfir að fá að vera með, þreytan og svefn- litlar nætur hafa horfið eins og ann- að sem litlu skiptir. Þeir félagarnir töluðu margt saman, rifjuðu upp ýmsa atburði frá bernsku sinni ásamt fleiru sem fyrir hafði komið á lífsleiðinni. Ungir höfðu þeir báðir tekið þátt í að sparka bolta vestur á Ísafirði, oft við fremur frumstæðar aðstæður. Voru flestir strákar á þeim árum í gúmmítúttum sem fylgdu stundum boltanum þegar sparkað var hraustlega í átt að markinu. Ruglaðist stundum mark- vörðurinn í ríminu og greip skó- tauið, gúmmítúttuna, í stað boltans sem hafnaði í markinu. Var óspart grín gert að þessu öllu saman. Í Önundarfirði var staldrað við bæ einn þar sem faðir minn hafði verið sendur í sveit. Þar stóðu ein- ungis tóftir einar og urðu það honum mikil vonbrigði. Á Ísafirði voru endalausar heimsóknir til ýmissa ættingja. Var mikil ánægja og miklir fagnaðarfundir ættingja og vina sem fylgdu heimsóknum þessum. Mér er minnisstætt hve ættar- og vina- tengslin voru sterk þrátt fyrir lang- ar fjarverur. Farið var í Hnífsdal, í Seljadal, inn í Engidal, upp í Skál- arnar í Erni og einnig ekið gegnum göngin í Arnarneshamri sem þá voru nýgrafin. Mér er það minnis- stætt hve þeir dáðust að þessum vegabótum en göng þessi eru ör- stutt, einungis örfáir tugir metra, en fyrstu jarðgöngin á Íslandi. Faðir minn hafði þá ekki komið vestur í um 20 ár. Við feðgar sóttum Melavöllinn stíft þegar Guðmundur keppti á frjálsíþróttamótum og urðum vitni að því þegar Guðmundur setti nokk- ur Íslandsmet í kúluvarpi. Mikil hrifning fylgdi en alltaf var gaman að fylgjast með, einkum þegar gamla Husebymetið féll. Sama má segja um listsköpun Guðmundar. Myndir hans og skrift voru vönduð sem lofa meistara sinn. Eg minnist sérstaklega myndar sem Guðmund- ur málaði af Hólum í Hjaltadal og prýddi húsakynni móðurömmu minnar á Akranesi. Um myndlist Guðmundar verður vonandi ritað í nánustu framtíð en hann á það sam- eiginlegt með Sveini Björnssyni að báðir voru þeir lögreglumenn sem leituðu sér lífsfyllingar og útrásar frá erfiðum og mjög oft krefjandi daglegum störfum í myndlistinni þótt þeir færu ólíkar leiðir. Eftir að faðir minn lést undir árs- lok 1975 urðu ekki mikil samskipti milli okkar Guðmundar. Einhverju sinni bar það til að eg varð vitni að því hve Guðmundur leysti vanda- samt mál á þann veg að allir gátu vel við unað. Eg held að hann hafi verið ákaflega skyldurækinn og tekið starf sitt mjög alvarlega. Lögreglu- þjónsstarfið er ekki auðvelt þar sem þarf ekki aðeins að gæta að lög landsins og reglur séu virt heldur einnig að virða rétt allra þeirra sem hlut eiga að máli. Góður embættis- maður er betri en góð lög, er haft eftir Vísa-Gísla sem uppi var á 17. öld. Vel eiga þau sjónarmið við störf Guðmundar. Eg vil senda nánustu að- standendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðjón Jensson, Mosfellsbæ. Haustið 1949 kom ég ungur og lítt reynd- ur kennari í Laugar- nesskólann. Þar var margt mætra manna fyrir. Einn þeirra var Teitur Þorleifsson. Mað- urinn vakti fljótt athygli mína. Hann tók vel á móti nýgræðingnum og ég mat þennan hreinskilna mann þeim mun meir sem ég kynntist honum betur. Ekki óraði mig samt fyrir því, að hér værum við að hefja 25 ára samstarf í þremur skólum borgarinnar. Það var að vísu ekki samfellt. Hann var skólastjóri grunnskólans á Hellissandi 1952– 1959, og um það tímabil í lífi Teits hafa þeir fjallað, sem gerst vita. Hann kom svo aftur í Laugarnes- skólann haustið 1959 og frá þeim tíma var samstarf okkar samfellt allt til ársins 1977. Það er því margs að minnast. Það var mitt lán, að TEITUR ÞORLEIFSSON ✝ Teitur Þorleifs-son fæddist í Hlíð í Hörðudalshreppi í Dalasýslu 6. desem- ber 1919. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 30. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Lang- holtskirkju 12. júní. margir reyndir og duglegir kennarar komu úr Laugarnes- skólanum yfir í Lauga- lækjarskólann við stofnun hans haustið 1960. Sagan endurtók sig svo, þegar Breið- holtsskólinn tók til starfa 1969 við hinar erfiðustu aðstæður. Allar áætlanir höfðu raskast og nemendur voru mörgum sinnum fleiri en búist var við. Um tíma var skólinn tví-, þrí- og jafnvel fjórsetinn í 6 ára deildum. Það gef- ur augaleið, að við slíkar aðstæður er gott að hafa reynda og dugmikla kennara í stafni. Teitur var einn þeirra. Hann vílaði ekki fyrir sér að fara á milli heimilis síns og skólans, þó að enginn væri bíllinn. Strætó leysti vandann. Teitur var að mörgu leyti sér- stakur maður. Hann var ósvikinn baráttumaður stéttar sinnar og hún á honum skuld að gjalda. Hann var harður í horn að taka á fundum, setti mál sín skýrt fram og vel rök- studd. Sást ekki alltaf fyrir, gat ver- ið óvæginn, jafnvel ófyrirleitinn, en alltaf opinskár og einlægur. Hann var ákveðinn baráttumaður fyrir bættum kjörum kennara og það má ekki minna vera en að fulltrúi þeirra flytji honum látnum þakklæti fyrir óeigingjörn störf í þágu þeirra. Í daglegum störfum var Teitur ljúf- menni og allra manna glaðastur á góðum stundum. Hann bar hag skólans mjög fyrir brjósti, og það var gott að ræða við hann um mál- efni hans. Teitur hafði yndi af bók- um, var víðlesinn og fróður um marga hluti. Þrátt fyrir ákvæði fræðslulaga um stofnun bókasafna í öllum grunnskólum dróst mjög á langinn, að þau yrðu að veruleika. Okkur auðnaðist að fá leyfi fyrir stofnun skólasafns í Breiðholtsskól- anum árið 1973. Það féll í hlut Teits að ryðja brautina í starfsemi safns- ins. Hér var þessi ágæti starfsmað- ur í essinu sínu. Snyrtimennska hans var einstök og hér nutu sín vel meðfæddir skipulagshæfileikar hans og aðrir þeir kostir, sem prýða góðan bókavörð. Ég þakka þessum vini mínum fyrir gott og langt samstarf og sendi börnum hans og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur. Við látlausa útför Teits í Lang- holtskirkju var sungið snilldarkvæði Einars Benediktssonar: Hvað bind- ur vorn hug við heimsins glaum. Í tveimur vísuorðum í síðasta erindi kvæðisins standa þessi gullkorn: Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Með þessum orðum skáldsnill- ingsins kveð ég hinn látna vin minn með þökk og virðingu og árna hon- um fararheilla á eilífðarbrautinni. Guðmundur Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.