Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG er stuðningsmaður þess að geng- ið verði í Evrópusambandið og eru margar ástæður fyrir því. Evran er sterkur gjaldmiðill og myndi valda byltingu í fjármálum á okkar litla landi, það er að mínu áliti mikil lyfti- stöng fyrir alþjóðavæðingu Íslend- inga að vera í bandalagi við hina víð- lendu Evrópu með öll sín framfara- sinnuðu markmið til að sameina Evrópu og þar með talið Ísland. Ísland er eyland hér lengst í norðri og fyrir utan alfaraleið, það eru ekki nema sérvitringar sem ferðast til landsins svona að mestu leyti. Þótt landið auglýsi sig meira og meira sem hreint land með ómengað vatn og slíkt, þá taka hinir almennu Evr- ópubúar ekki mikið eftir því, hvað þá aðrar þjóðir sem eru kannski í óra- fjarlægð frá okkur hér í norðrinu. Nei, við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna. Það myndi auglýsa landið sjálfkrafa í Evrópu og hinn almenni borgari myndi verða miklu upplýst- ari um ágæti Íslands þar sem við værum ein af þeim. Við myndum njóta góðs af allri al- þjóðamenningu sem þrífst í Evrópu sem er svo margt að það tekur því ekki að telja það upp. Alþjóðavísindi myndu einnig sækja meira hingað og þótt við teljum okkur hafa nokkurn skerf að alþjóðavæðingunni hér þá er það ekki nema brotabrot af því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Við ættum að leyfa okkur að hugsa um okkur sem eitt af Evrópusam- bandslöndunum og fá tilfinningu fyr- ir því hvað það er að vera í alþjóða- samskiptum á breiðum grundvelli en ég held að við gerum okkur almennt ekki grein fyrir hvernig það er, við erum smá þjóð og lítið upplýst um hinn stóra alþjóðaheim. Við förum að vísu nokkuð út fyrir landsteinana en þá aðalega til að sleikja sólina á sól- arströnd, menn verða ekki mikið varir við alþjóðamenninguna og al- þjóðaheim í slíkum utanferðum. Ég vil að við Íslendingar gerum okkur betri grein fyrir hinum alþjóð- lega heimi en við gerum nú. Við ætt- um að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna og upplifa okkur sem hluta af alþjóðaheiminum. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, listamaðurinn B. Thor., Asparfelli 12, 111 Reykjavík. Evran og alþjóða- menningin Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni: AF og til birtast greinakorn í dag- blöðum um lélegt umferðareftirlit lögreglunnar. Þessi skrif hafa greini- lega lítil áhrif haft hingað til. Ég trúi því samt að dropinn holi steininn og munda því hér með pennann. Löggæsla í umferðinni á höfuð- borgarsvæðinu er til háborinnar skammar. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, sér maður t.d. fólk aka yfir á rauðu ljósi eða hunsa bið- eða stöðv- unarskyldu. Hægt er um vik þar sem lögbrjótarnir vita að lögreglan er víðs fjarri. Lögbrjótarnir eru ótalmargir og mismunandi. Fjölmargir glíma við stefnuljósafötlun, eru lesblindir á hraðamæla eða með Bakkus í bílnum. Enn fleiri hitta ekki í bílastæði og leggja því uppi á gangstéttum eða í innkeyrslum. Síðan eru það þeir átta- villtu sem vita ekki hvort þeir eru á vinstri eða hægri akrein eða kunna ekki að leggja í rétta akstursstefnu í götum. Og ekki skal gleyma þeim sem eru hættir að nota handfrjálsa gemsabúnaðinn (enda allt nýjabrum farið af græjunum sem voru jólagjöf- in í hitteðfyrra). Það skrítnasta við umferðarnördana er að þeir eru á öll- um aldri og úr öllum stéttum: 17 ára óagaðir villingar sem vita allt og kunna allt, ungar konur með dýr- mætu börnin sín á leið í fimleika eða tónheyrnartíma, ráð- og skuldsettir miðaldra einbýlis- og sumarbústaða- eigendur á Land Cruiser, iðnaðar- menn á gömlum Lödum, flutningabíl- stjórar, gamlir karlar með og án hatta, miðaldra konur í fínum drögt- um á leið í fótsnyrtingu, lúnir fram- haldsskólakennarar í flauelsbuxum, grænmetisætur á leið í jógaleikfimi og jakkafatauppar að tala í símann. Ein ákveðin hugsun tengir þennan mislita hóp og sú hugsun er þessi: ÉG er að keyra og ÉG keyri eins og mér sýnist og ÉG Á ALLAN RÉTT og mér er SKÍTSAMA um þá sem eru í kringum mig – sem sagt ÉG VIL OG ÉG MÁ. Þetta sama fólk vælir og kvartar undan háum bifreiðatrygg- ingum en virðist ekki átta sig á því að þeirra eigið tillitsleysi, sofandaháttur og hálfvitaskapur í umferðinni er ein- mitt orsök þess að bifreiðatryggingar eru hærri en þær þyrftu að vera. Ég get vel skilið að lögreglumenn vilji frekar sitja á stöðinni og spila Kana en að eltast við þessi fötluðu umferðarfól. Það sem mér er hins vegar fyrirmunað að skilja er að lög- reglumenn skuli aldrei hafa hugleitt að fara sömu leið og flugfreyjur í kjaramálum. Þær fá prósentur af söluverði þess varnings sem troðið er upp á flugfarþega nú til dags. Hafa lögreglumenn aldrei hugleitt hvílíkan aukabónus þeir gætu haft upp úr því að semja um fasta prósentu af sekt- argreiðslum? Lögreglumenn eru nefnilega víst ekkert alltof sælir með launin sín. Ég rölti um hverfið mitt í gærkvöldi og taldi bíla sem lagt var í ranga akstursstefnu í tveimur húsa- götum. Lögreglumaður sem hefði fórnað 15 mínútum í að sekta bíla í þessum götum hefði haft um 32 þús- und krónur upp úr krafsinu, og þá er ég eingöngu að tala um umboðslaun- in. Það eru dágóð laun miðað við vinnutíma. Gaman væri ef þessi til- laga mín hlyti hljómgrunn og yrði borin undir atkvæði á næsta lögreglu- þingi. Ávinningurinn væri ekki bara lögreglumanna, heldur einnig okkar sem viljum að lög og regla ríki í um- ferðinni. RAGNHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Karfavogi 54, Reykjavík. Að græða á umferðarnördum Frá Ragnheiði Stefánsdóttur:            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.