Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 39 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval HAGSTÆTT VERÐ RAFSTÖÐVAR m/HONDA MÓTOR Ekki rétt lokaverð Á peningamarkaðssíðu Morgun- blaðsins í gær birtist röng tafla frá Kauphöll Íslands. Var um óleiðrétt skjal að ræða frá Kauphöllinni. Því eru lokaverð félaga ekki í öllum til- vikum rétt í töflunni. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Listahátíðin Á seyði Þau mistök urðu í frétt af listahá- tíðinni Á seyði, sem haldin er ár hvert á Seyðisfirði, að Arnbjörg Sveinsdóttir var í myndatexta rang- lega titluð framkvæmdastjóri hátíð- arinnar. Það er hins vegar Aðalheið- ur Borgþórsdóttir sem er framkvæmdastjóri Á seyði, eins og undanfarin ár. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Lúðrasveit Lýðsins í Árbænum Lúðrasveit Lýðsins mun skemmta sundlaugargestum í Árbæjarlaug dag, miðvikudag kl. 14, og gestum á Árbæjasafni kl. 15.15. Lúðrasveit Lýðsins, skapandi sum- arhópur á vegum Hins hússins, er skipuð þremur hljóðfæraleikurum sem spila alþýðleg lög á selló, gítar og trompet. Lögin eru ekki stíluð inn á ákveðinn hóp, tískustrauma eða stefnur heldur eru fyrir alla. Þess vegna mun hópurinn ekki bíða eftir fólkinu heldur koma til þess, segir í fréttatilkynningu. Í DAG Saga og framtíð Íraks Magnús Þ. Bernharðsson, lektor í miðaustur- landafræðum við Hofstra-háskólann í New York, heldur erindi um sögu og framtíð Íraks á sameiginlegum fundi Sagnfræðingafélags Íslands og Reykjavíkur Akademíu, á morg- un, fimmtudaginn 26. júní. Fund- urinn fer fram í fundarsal RA á 4. hæð í JL-húsinu við Hringbraut 121 og hefst kl. 20.30. Á eftir erindinu verða umræður. Á MORGUN Howard Gardner á ráðstefnum ÍMS um menntamál Í byrjun ágúst kemur til Íslands Howard Gardner, prófessor við Harvard- háskóla og upphafsmaður fjöl- greindarkenningarinnar. Hann kemur í boði Íslensku mennta- samtakanna, ÍMS, og verður aðal- fyrirlesari á tveimur kennararáð- stefnum sem samtökin standa fyrir í Kennaraháskóla Íslands og Há- skólanum á Akureyri. Ráðstefn- urnar verða haldnar bæði á Akur- eyri og í Reykjavík. Einnig mun Gardner verða aðalfyrirlesari á ráð- stefnu fyrir viðskiptalífið í Háskól- anum í Reykjavík undir heitinu Ár- angur í starfi – Good Work when Excellence and Ethics meet. Howard Gardner er best þekktur meðal skólamanna og uppeldisfræð- inga fyrir fjölgreindarkenninguna sem gengur þvert á þá hugmynd að greind sé ein og óskipt og að hægt sé að meta hana með stöðluðum greindarprófum. Kenningin gengur út á að einstaklingurinn búi yfir a.m.k. 8 grunngreindum. Gardner er þekktur sálfræðingur, fyrirlesari og fræðimaður sem skrifað hefur fjöldann allan af bókum um fjöl- greind og fleiri efni. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Ellen Winner, eiginkona Howards Gardner en hún mun einnig vera fyrirlesari á sjálfstæðu námskeiði um börn með sérþarfir og bráðger börn. Hún starfar sem prófessor við sálfræðideild Boston College. Ellen Winner er sérfræðingur í málefnum bráðgerra barna. Fjöldi annarra fyrirlesara leiðbeinir á námskeiðunum. Skráning stendur yfir. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íslensku mennta- samtakanna, www.ims.is, og á skrif- stofu ÍMS. Á NÆSTUNNI ÞRETTÁN nemendur hlutu námsstyrki Fulbright þann 2. júní síðastliðinn. Móttaka var haldin í Iðnó í Reykjavík og voru viðstaddir báðir heiðursformenn stjórnarinnar, þeir James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Lára Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi, afhenti ís- lenskum styrkþegum viðurkenningarskjöl vegna frá- bærs árangurs. Þau sem hlutu námsstyrki í ár voru: Andri Steinþór Björnsson sem mun stunda framhalds- nám í sálfræði, Anna Lind Pétursdóttir sálfræði, Anna Sjöfn Sigurðardóttir kennslufræði, Brynjar Pétursson Young MBA-námi, Dagmar Kristín Hannesdóttir sál- fræði, Evgenía Kristín Mikaelsdóttir líffræði, Guðrún Björnsdóttir líffræði, Helgi Ingólfur Ingólfsson tölvu- fræði, Herdís Helga Schopka jarðfræði, Kristján Guð- mundsson verkfræði, Magnús Örn Úlfarsson verkfræði, Ragnar Tómas Árnason lögfræði og Skúli Þór Helgason stjórnmálafræði. Auk þeirra hlaut Arnfríður Guðmunds- dóttir guðfræðingur fræðimannastyrk til þess að stunda rannsóknir við Emory University í Atlanta. Þrettán hlutu námsstyrki Fulbright á Íslandi Morgunblaðið/Golli STJÓRN Samtaka iðnaðarins hef- ur sent frá sér ályktun um málefni Tækniháskóla Íslands. Ályktunin er svohljóðandi: „Atvinnulífið hefur þörf fyrir fleira tæknimenntað fólk en nokkru sinni fyrr. Fyrirsjáanleg uppbygging í iðnaði leiðir til auk- innar eftirspurnar tæknimenntaðs fólks. Samkvæmt könnun Samtaka iðnaðarins árið 2000 töldu fyrir- tæki í iðnaði nauðsynlegt að fjölga tæknifræðingum og verkfræðing- um um 80% á árunum 2000–2005. Hér á landi ríkir vaxandi skiln- ingur á mikilvægi tæknimenntun- ar. Það má m.a. sjá í stjórnarsátt- mála nýrrar ríkisstjórnar en þar er kveðið á um sókn á sviði starfs- og verkmenntunar. Tækniháskóli Ís- lands var stofnaður á síðasta ári á grundvelli lagasetningar og er honum ætlað að efla þjónustu við tæknisamfélagið. Ungt fólk gerir sér grein fyrir tækifærum sem tæknisamfélagið býður. Tækniháskólinn hefur gert átak til að kynna námið og það er því gleðilegt að sjá að 200 manns hafa sótt um að hefja tækninám við Tækniháskóla Íslands næsta haust. Nú berast hins vegar þær fréttir að miðað við fyrirhuguð framlög á fjárlögum næsta árs verði einungis hægt að taka inn rúmlega 60 ný- nema í tækninám og þar með verði að vísa frá 140 umsækjendum vegna fjárskorts. Samtök iðnaðarins hvetja stjórn- völd til þess að standa við gefin fyrirheit um uppbyggingu tækni- menntunar í landinu og tryggja fjárhagslegan grunn að tækninámi við Tækniháskóla Íslands í sam- ræmi við þarfir iðnfyrirtækja fyrir tæknimenntað starfsfólk.“ Vill aukin framlög til Tæknihá- skólans Stjórn Samtaka iðnaðarins ályktar BORIST hefur ályktun frá Samtök- um herstöðvaandstæðinga þar sem segir meðal annars: „Samtök herstöðvaandstæðinga fagna því tækifæri sem nú er fyrir hendi til að leggja niður herstöðvar Bandaríkjanna á Íslandi. Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni var svo al- mennur vilji fyrir herstöðvalausu Ís- landi að jafnvel eindregnustu tals- menn aðildarinnar að NATO sögðu að hér skyldi aldrei vera erlendur her á friðartímum. Það er því ein- kennilegt nú, rúmum áratug eftir að hinu svokallaða kalda stríði er lokið, að heyra menn tala um að ekki sé hægt að hafa landið varnarlaust. Hugmyndir um íslenskan her eru ekki síður hjákátlegar og dapur- legar. Bandarísku herstöðvarnar á Ís- landi hafa alltaf virkað sem ól milli hunds og húsbónda eins og best kom í ljós þegar íslenska ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við innrás Banda- ríkjamanna og Breta í Írak, enda var hann helst rökstuddur með nánu sambandi Íslands og Bandaríkj- anna. Heimsvaldastefna og yfirgangur Bandaríkjanna verður æ grímulaus- ari. Almenningi um allan heim er nóg boðið eins og best sést af hinni öflugu alþjóðlegu friðarhreyfingu sem sprottið hefur upp á undanförn- um mánuðum. Þessi hreyfing lítur ekki á innrásina í Írak sem ein- angrað mál heldur er hún liður í heimsvaldastefnu sem m.a. birtist í herstöðvum Bandaríkjanna um allan heim. Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að standa nú loksins við gefin loforð um að hér verði ekki her á friðartímum, hefja þegar undirbúning að brottför hers- ins og ganga til viðræðna við Banda- ríkjastjórn með það í huga.“ Fagna tækifæri til að leggja niður herstöð SENDIHERRA Írlands hér á landi, James Brennan, heimsótti Akranes í síðustu viku í boði bæjarstjóra og bæjarráðs Akraneskaupstaðar. Á Akra- nes fór sendiherrann að eigin frumkvæði m.a. til að kynna sér staðhætti og fá innsýn í áhuga Skagamanna á eflingu tengsla við frændurna á Írlandi. Til stendur að auka samskipti Akurnesinga við Íra m.a. með áherslu á írska daga, byggingu Írlandsstofu á safnasvæðinu Görðum og vinabæjar- tengslum. Dagskrá heimsóknarinnar hófst með fundi sendiherrans með bæjar- stjóra og bæjarráði. Síðan var farin kynnisferð í HB, íþróttamannvirki voru skoðuð og á safnasvæðinu fékk sendiherrann leiðsögn Björns Inga Finsen sem rakti sögu landnáms Íra á Akranesi og í nágrenni, írski steinn- inn var skoðaður auk safnanna. Kvöldverður var að lokum snæddur á Hót- el Barbró. Við írska minningarsteininn sem Írar gáfu Akurnesingum 1974. F.v.: Guð- mundur Páll Jónsson, formaður bæjarráðs, Björn I Finsen leiðsögumaður, James Brennan sendiherra og Gísli Gíslason bæjarstjóri. Írski sendiherrann í heimsókn á Akranesi STJÓRN Sambands ungra sjálfstæð- ismanna samþykkti ályktun sl. mánu- dag þar sem varað er við hugmyndum um breytingar á húsnæðislánakerfinu með 90% lánshlutfalli og hækkaðri hámarkslánsupphæð. „Sambandið telur að breytingarnar muni ekki ná þeim markmiðum sem að er stefnt, þvert á móti muni þær að öðru jöfnu hafa neikvæð áhrif fyrir kaupendur og seljendur fasteigna og skattgreiðendur almennt. Hækkun lánshlutfalls og hámarksupphæðar íbúðalána stuðlar að hærra fasteigna- verði sem eyðir þeim ávinningi sem stefnt er að með hækkandi lánsupp- hæðum. Hærra fasteignaverð leiðir jafnframt til aukinnar verðbólgu og aukin útgáfa húsbréfa getur leitt til aukinna affalla bréfanna, auk þess sem útlánaaukning Íbúðalánasjóðs getur leitt til versnandi lánshæfis- mats íslenska ríkisins,“ segir í álykt- uninni. „Nær væri að stefna að því að koma Íbúðalánasjóði úr höndum ríkisins til einkaaðila, t.d. þannig að bankakerfið veiti þá þjónustu sem Íbúðalánasjóð- ur býður nú. Þannig má spara útgjöld sem tengjast rekstri Íbúðalánasjóðs og koma á samkeppni milli banka- stofnana um veitingu fasteignalána, en jafnframt tryggja hagstæð vaxta- kjör með áframhaldandi aðkomu rík- isvaldsins.“ Vara við hækkun íbúðalána

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.