Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 43 XXVII OpnaGR verður haldið á Grafarholtsvelli helgina 28. og 29. júní. Tveir leikmenn mynda lið. Leikin er punktakeppni, betri bolti. Hámarks gefin forgjöf er 18 (einn punktur á holu). Þátttökugjald kr. 5.000 á mann. Skráning fer fram í síma 585-0200 Tvenn nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mismunandi fyrir fyrri og seinni dag. Glæsileg verðlaun fyrir 20 fyrstu sætin Baldur sagði við Morgunblaðið ígær að villandi fréttir af mögu- legum kaupum umræddra aðila á Barnsley hefðu farið af stað á mánu- dag. „Það er ekki rétt sem fram hefur komið í íslenskum og breskum fjöl- miðlum í gær og dag að Guðjón Þórðarson fari fyrir hópi íslenskra og enskra fjárfesta sem sé í við- ræðum um að kaupa knattspyrnu- félagið Barnsley. Staðreynd málsins er sú að það er fyrirtæki sem ég veiti forstöðu sem stjórnar þessum viðræðum við Barnsley og í hópi fjárfestanna er enginn Íslendingur, nema þá mögulega ég sjálfur. Það er hinsvegar rétt að Guðjón Þórðar- son sat fund með okkur í Barnsley á laugardaginn. Það þýðir hinsvegar ekki að sjálfgefið sé að hann verði knattspyrnustjóri Barnsley ef kaup- in ganga eftir. Þannig er þetta ein- faldlega ekki unnið. Fyrsta mál á dagskrá er að kaupa félagið, og ef það gengur eftir mun ný stjórn þess snúa sér að því að ráða knatt- spyrnustjóra. Þegar að því kæmi væri Guðjón Þórðarson eflaust einn af þeim sem til greina kæmu, eins og margir fleiri. Annars er best að fullyrða sem minnst á þessu stigi málsins, enda er það mín reynsla af svona málum að það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað hefur verið undir og samningur handsalaður,“ sagði Baldur Sigurðsson við Morg- unblaðið í gær. Baldur sagði ennfremur að vænt- anlega yrði tilboðið frá umbjóðend- um sínum tilbúið í dag, miðvikudag, og yrði þá lagt fyrir núverandi eig- anda Barnsley, Peter Doyle, fyrrum borgarstjóra Barnsleyborgar. Eftir að hópur sem Peter Ridsdale, fyrr- um stjórnarformaður Leeds United, hætti við kaup á félaginu í gær virð- ast líkurnar á að boðinu verði tekið vera talsverðar. Var í úrvalsdeildinni fyrir sex árum Barnsley er í 2. deild ensku knatt- spyrnunnar og stendur mjög illa fjárhagslega. Liðið var í úrvalsdeild- inni 1997–98 en féll þá og féll síðan í 2. deild fyrir rúmu ári. Á nýliðnu tímabili tókst því naumlega að forð- ast fall niður í 3. deild og hafnaði í 19. sæti af 24 liðum. Heimavöllur fé- lagsins, Oakwell, var hins vegar endurgerður fyrir fáum árum og er mjög glæsilegur, auk þess sem æf- ingaaðstaða hjá félaginu er góð. Baldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Avalon Finance Ltd., um hugsanleg kaup á Barnsley „Ekki rétt að Guðjón fari fyrir hópi fjárfesta“ Guðjón Þórðarson skipar fyrir á æfingu hjá Stoke City fyrir fáeinum árum síðan. Guðjón hefur nú sagt skilið við Baldur og félaga sem hyggjast halda sínu striki og kaupa knattspyrnuliðið Barnsley. BALDUR Sigurðsson, Seltirningur um fertugt, er í stóru hlutverki í mögulegum kaupum fjárfesta, sem koma frá Englandi og megin- landi Evrópu, á knattspyrnufélaginu Barnsley. Baldur hefur verið búsettur í Englandi í 14 ár og stundað þar viðskipti og er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Avalon Finance Ltd. sem hefur und- anfarna 18 mánuði leitað að álitlegu knattspyrnufélagi fyrir um- rædda fjárfesta. Morgunblaðið/RAX GUÐJÓN Þórðarson ákvað í gær- kvöld að slíta samstarfi við Baldur Sigurðsson og hóp fjárfesta, sem hann hefur verið í forsvari fyrir, vegna hugsanlegra kaupa á enska 2. deildarliðinu Barnsley. „Það varð trúnaðarbrestur og ég ákvað að eiga ekki frekari samskipti við Baldur. Ég sé enga ástæðu til að vera að vinna með mönnum sem eru tvísaga í því sem þeir gera enda hef ég fengið nóg af því,“ sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld en hann hefur ekki gefið upp á bátinn að verða stjóri félagsins en þá með aðra menn með sér í liði. Guðjón segir að upphafið að mál- inu með Barnsley hafi verið að Baldur hefði rætt við sig og spurt hvaða möguleikar væru á að kaupa knattspyrnulið á Englandi. „Vegna reynslu minnar sem ég fékk hjá Stoke, bæði sem stjórnandi og við yfirtökuna á félaginu, þá vildi Baldur vita hvernig best væri að snúa sér í þessu. Það næsta sem gerðist var að ég kynnti Baldur fyr- ir kaupsýslumanninum Kenny Mo- yes og í framhaldinu voru skoðaðir ýmsir möguleikar. Úr varð að Mo- yes kom á fundi með Sheffield Wednesday og þangað héldum við á miðvikudag. Eftir þann fund kom í ljós að formaður Wednesday vildi ekki selja. Á föstudaginn hringdi svo Peter Doyle, stjórnarformaður Barnsley, í Kenny Moyes og sagði að hann hefði frétt af honum ásamt mönnum í viðræðum við Wednesday um kaup á félaginu. Doyle spurði Moyes hvort þeir vildu ekki bara kaupa Barnsley. Miðað við þær töl- ur sem Baldur var búinn að segja okkur að hann væri tilbúinn að vinna með þá var Barnsley kjörinn kostur. Úr varð að við fórum til Barnsley á laugardaginn til þess að ræða við Doyle um þessi mál. Það kom fram í öllum bréfaskriftum frá Baldri til Kenny Moyes og mín að aldrei var talað um annað en að ég ætti að verða knattspyrnustjóri hvort sem það yrði Sheffield Wedn- esday, Barnsley eða eitthvað annað lið,“ sagði Guðjón Þórðarson. Guðjón slítur samstarfi við Baldur FORRÁÐAMENN knatt- spyrnuliðsins Florentia Viola fengu ekki að breyta nafni fé- lagsins í Fiorentina. Florentia Viola-nafnið var tekið upp eftir að hið fornfræga lið Fiorentina varð gjaldþrota fyrir tæpum tveimur árum. Það var nefnd á vegum íþróttamálaráðherra Ítala sem synjaði beiðni Flor- entia Viola-manna. Fá ekki breytt nafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.