Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 45 Skráning á golf.is eða í síma 486 6454. Mótsgjald 5.000 kr. (miðnæturmálsverður innifalinn). Glænýr Opel Corsa í verðlaun fyrir holu í höggi á 1. braut Midnight Sun Open golfmót – punktakeppni Haldið á Selsvelli við Flúðir föstudagskvöldið 27. júní. Ræst verður samtímis af öllum teigum kl. 20:00. Denise Hastings golfkennari P.G.A. frá Bretlandi er sérstakur gestur mótsins. Miðnæturmálsverður að móti loknu. Glæsileg verðlaun frá golfversluninni Albatros, Strandgötu Hafnarfirði. Nándarverðlaun á 9. og 11. braut. F í t o n / S Í A F I 0 0 7 3 6 9 CARLOS Quieroz, aðstoðarþjálfari Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, er talinn vera líklegastur til að taka við þjálfun Real Madrid. Quieroz hefur orð á sér fyrir að vera mjög fær í sínu starfi og ljóst er að Sir Alex Ferguson mun ekki sleppa Quieroz baráttu- laust. Quieroz er talinn vera mjög góður þjálfari fyrir nýjustu stjörnu Madrid, David Beckham, þar sem hann þekki hann vel og geti hjálpað Beckham að aðlagast sem fyrst að spænska boltanum. Annar þjálfari sem hefur verið bendlaður við starfið hjá Madrid er Jose Mour- inho, þjálfari Porto, en Quieroz er talinn mun líklegri sem arftaki Vicente del Bosque, en eins og kunnugt er ákvað stjórn Real Madrid að segja skilið við del Bosque í fyrrakvöld. Del Bosque náði mjög góðum árangri með Real Madrid þau fjögur tímabil sem hann stjórnaði Madrid en hann stýrði liðinu meðal annars tvisvar sinnum til sigurs í Meistara- deild Evrópu og skilaði spænska meistarabik- arnum tvisvar í hús. Helstu knattspyrnustjörnur Real Madrid hafa á undanförnum vikum borið lof á del Bosque og vonuðu að hann myndi vera áfram við stjórnvölinn hjá Madrid. „Ég held að del Bosque sé fullkominn þjálfari fyrir Real Madr- id og fótboltinn skiptir hann öllu máli,“ sagði Zinedine Zidane, dýrasti leikmaður Real Madr- id, fyrir stuttu. Eftir að Madrid tryggði sér spænska meist- aratitilinn á sunnudaginn fögnuðu leikmenn Madrid ekki jafninnilega og venja er þegar lið sigrar í spænsku deildinni. Talið er að leik- menn Madrid hafi ekki gert það þar sem þeir hafi verið nokkuð vissir um að del Bosque yrði látinn fara og viljað mótmæla á þennan hátt því að þjálfari þeirra fengi ekki nýjan samn- ing. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United, og Vicente Del Bosque, fyrrverandi þjálfari meistaraliðs Real Madrid. Quieroz orðaður við þjálf- arastöðuna hjá Madrid  ALLAN Borgvardt, sóknarmaður FH leikur ekki með gegn Fram í kvöld. Borgvardt er meiddur í læri en verður líklega leikfær innan tveggja vikna.  BRAGI Bergmann, knattspyrnu- dómari, dæmir leik norður-írska liðs- ins Omagh og Shakhtior Soligorsk frá Hvíta-Rússlandi í Intertoto- keppninni. Leikurinn verður í Omagh á laugardaginn. Aðstoðarmenn hans verða Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinnsson. Hvít-Rússar unnu 1:0 í fyrri leiknum.  KNATTSPYRNULIÐ Hattar á Egilsstöðum, sem leikur í 3. deild, hefur fengið mikinn liðsauka. Þrír Danir eru komnir til félagsins en þeir heita Andreas Pedersen, Kristian Pedersen og Peter Nörgård. Þá hafa Hattarmenn fengið lánaðan leikmann úr hópi ÍBV, Hafþór Atla Rúnarsson.  ÁRNI Gautur Arason og Espen Johnsen koma til með að skipta hálf- leikjunum á milli sín þegar Rosen- borg mætir Lofoten á útivelli í þriðju umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Espen stendur vaktina í fyrri hálfleik en Árni Gautur í þeim síðari.  ERIK Brakstad verður að öllu óbreyttu næsti þjálfari norska knatt- spyrnuliðsins Molde, sem þeir Bjarni Þorsteinsson, Ólafur Stígsson og Andri Sigþórsson leika með. Brak- stad var sagt upp störfum hjá félag- inu fyrir hálfu þriðja ári en nú er ljóst að hann tekur á ný við hjá Molde sem sagði þjálfaranum Gunder Bengtson upp fyrir nokkru. FÓLK Morgunblaðið talaði við HeimiGuðjónsson, fyrirliða FH, í gær og ræddi við hann um stöðu FH og Íslandsmótið í heild. „Árangur okkar kemur mér ekkert á óvart en við vissum það fyrir Íslandsmótið að við erum með gott fótboltalið. Við lékum ekki vel í vor- leikjunum en við höfum tekið okkur tak og sýnt þá baráttu sem okkur vantaði í vor og það hefur skilað sér í ágætum úrslitum. Eina sem veld- ur mér áhyggjum er að við erum ekki með mjög stóran leikmanna- hóp og þess vegna megum við ekki lenda í miklum meiðslum og leik- bönnum. Við erum ekkert að ofmetnast þótt við sitjum í öðru sæti deildar- innar. Við höfum ekki rætt um nýtt markmið í deildinni og eina mark- miðið okkar í augnablikinu er að vinna leikinn gegn Fram. Ég veit það að FH-liðið er ekki það gott að það geti leyft sér að vanmeta ein- hver lið í deildinni og við munum mæta gríðarlega grimmir í leikinn gegn Fram,“ sagði Heimir. Þegar Heimir var spurður að því hvað honum hefði komið mest á óvart í sumar sagði hann að spila- mennska Grindvíkinga hefði gert það. „Grindvíkingar hafa ekki náð sér á strik en þeir spiluðu mjög vel í vorleikjunum og ég bjóst við þeim mun sterkari. Þeir hafa ekki spilað vel og það hefur komið mér á óvart.“ Margir spennandi leikir Heimir er ánægður fyrir hönd áhorfenda hversu jafnt Íslandsmót- ið er, en hann hefur ekki trú á því að það verði svona jafnt þegar líður á sumarið. „Það er gaman fyrir þá sem fylgjast með fótboltanum hversu mótið er jafnt og leikirnir hafa verið spennandi. Hinsvegar þegar líður á mótið hef ég trú á því að Fylkir og KR muni skilja sig að frá hinum liðunum. Þessi lið hafa sterkustu og breiðustu leikmanna- hópana og þegar meiðsl og leikbönn fara að hafa meiri áhrif standa Fylkir og KR best að vígi,“ sagði Heimir. Áður en Íslandsmótið hófst hefðu flestir veðjað á að viðureign KR og Grindavíkur hefði verið toppslagur en mótið hefur spilast öðruvísi en margir héldu. KR situr í þriðja sæti deildarinnar og Grindavík er í ní- unda sæti. Bæði liðin hafa lent í töluverðum vandræðum með meiðsli og hefur það líklega haft einhver áhrif á stöðu liðanna í deildinni. Fylkismenn fara í heimsókn til Skagamanna og þeir vona að dvöl þeirra á Akranesi verði ánægjulegri en í fyrra, þegar þeir töpuðu 2:0 fyrir ÍA í lokaumferð úrvalsdeildar- innar og misstu af Íslandsmeistara- titlinum til KR-inga. Fylkir er í efsta sæti deildarinnar og liðið hef- ur leikið vel það sem af er Íslands- mótinu en hinsvegar hafa Skaga- menn ekki byrjað mótið vel en sýndu þó mikil batamerki í síðasta leik á móti Valsmönnum. KA hefur komið á óvart og að- eins tapað einum leik en liðinu var ekki spáð góðu gengi af flestum knattspyrnusérfræðingum hér á landi. KA-menn og Framarar hafa leikið einum leik færra en hin úr- valsdeildarfélögin vegna þátttöku KA-manna í Evrópukeppninni. Valsmenn byrjuðu Íslandsmótið mjög vel og voru með sex stig eftir tvær umferðir en síðan hefur allt gengið á afturfótunum hjá Hlíðar- endapiltum og liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. Framarar sitja á botni deildar- innar með aðeins tvö stig og eru eina liðið í úrvalsdeildinni sem hef- ur skipt um þjálfara í sumar. Stein- ar Guðgeirsson tók við liðinu eftir fjórar umferðir og hefur stjórnað liðinu í einum leik sem tapaðist, 5:0, í Vestmannaeyjum. Framarar mæta FH á morgun en FH-ingar hafa komið mest á óvart í sumar. FH situr í öðru sæti deildarinnar með 11 stig og ef FH-ingar sigra Framara og ÍA tekur stig af Fylki mun Fimleikafélag Hafnarfjarðar sitja á toppi úrvalsdeildarinnar á morgun. Líklegt að Fylkir og KR skiji sig frá öðrum HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, segir að leikmenn liðsins séu ekk- ert að ofmetnast þrátt fyrir að árangur FH í efstu deild sé góður. Fé- lagið er í öðru sæti deildarinnar og gæti verið á toppnum á morgun ef ÍA tekur stig af Fylkismönnum í kvöld, að því tilskildu að FH leggi Fram. Heimir telur að Fylkir og KR muni skilja sig frá hinum liðunum þegar líður á tímabilið og segir Grindvíkinga hafa komið sér mest á óvart í sumar. Fjórir af fimm leikjum í 7. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu verða leiknir í kvöld. KA og Valur mætast á Akureyri, KR og Grindavík leika á KR-velli, FH og Fram spila í Hafnarfirði og á Akranesi mætast ÍA og Fylkir. Atli Sævarsson skrifar TVÆR sveitir eldri kylfinga halda til Waterloo í Belgíu um helgina til að verja þar titil sem vannst þar í landi fyrir tveimur árum. Fjórir kylfingar eru í hvorri sveit og taka tíu þjóðir þátt að þessu sinni en mótið, sem hefst á mánudaginn, er nefnt eftir hans hátign Leopold konungi Belgíu. Íslensku kylfingarnir sem halda utan eru Ríkharður Páls- son og Þórarinn Jónsson, GA, Pétur Antonsson, NK, Krist- mann Magnússon, GO, og GR- ingarnir Magnús R. Jónsson, Einar Sverrisson, Hörður Barð- dal og Jón Hjartarson. Mót þetta er haldið annað hvert ár og árið 2001 sigraði ís- lenska sveitin á mótinu. Hún heldur nú til Belgíu á ný til þess að verja titilinn. Tvær sveitir til Belgíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.