Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 170. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fanfare Ciocarlia leikur síg- aunatónlist á NASA Fólk 47 Blekkingum beitt? Hart sótt að Alastair Campbell, ráðgjafa Blairs Erlent 16 Í NOREGI hefur verið varað við því að börn noti einungis tveggja punkta bílbelti, þegar þau eru farþegar í bíl en talið er að nokkur dauðsföll barna megi rekja til notkunar þeirra, að því er fram kemur í Aftenposten. Tveggja punkta bílbelti eru oftast í miðju aftursæti bíla, þau eru einungis fest niðri, yfir magann en ekki skáhallt frá öxl að mitti eins og þriggja punkta bílbelti. Fyrir nokkru lést sex ára gamalt stúlkubarn á Ullevål-sjúkrahúsinu í Noregi vegna inn- vortis áverka eftir bílslys. Barnið hafði verið með tveggja punkta bílbelti þegar bifreiðin sem hún var farþegi í lenti í hörðum árekstri. Læknarnir telja að hún hefði lifað slysið af hefði hún verið í þriggja punkta belti. Beltin sem einungis eru fest hvort sín- um megin við mjaðmirnar renna upp á mag- ann á barninu. Þegar bíllinn snarstansar myndast gífurlegur þrýstingur á maga- svæðið sem getur valdið miklum áverkum, hryggbroti, alvarlegum skaða á þörmum og innvortis blæðingum. Læknarnir og slysavarnasamtök vara við því að börn séu látin sitja í miðjunni í aftur- sætum og hvetja fullorðna til að taka það sæti frekar enda séu tveggja punkta belti ekki nándar nærri jafn hættuleg fyrir þá. „Hjá fullorðnum þrýstir beltið á mjaðmirn- ar og skaðinn verður ekki jafn mikill og hjá börnunum,“ segir Johan Pillgrim-Larsen, yfirlæknir á Ullevål-sjúkrahúsinu. Tveggja punkta belti varasöm Ingólfur segir að bankinn hafi góðar og gildar ástæður fyrir hærri stýri- vöxtum en tíðkist annars staðar. „Já, miðað við útlit efnahagsmála og sér- stæðar aðstæður hér á landi. Hér hefjast stórar framkvæmdir á árinu og því er ljóst að þörf er á tiltölulega aðhaldssamri peningastefnu,“ segir hann. Að sögn Ingólfs virka stýri- vextir Seðlabankans nú ef eitthvað er fremur hvetjandi en letjandi á eft- irspurn. Bankinn sé því frekar að lyfta efnahagslífinu upp. „Því eru meiri líkur á að bankinn hækki stýri- vexti en lækki þá, næst þegar vaxta- stiginu verður breytt. Reyndar hef- ur bankinn boðað það sjálfur og staðhæft að næsta hreyfing á vöxt- um verði upp á við,“ segir hann og á von á hækkuninni fyrir árslok. Ólíkar aðstæður Vaxtalækkanir erlendis, segir Ingólfur, kynda undir hagkerfi við- skiptalanda okkar. Sú aukna þensla ætti að efla útflutning okkar, ef eitt- hvað: „Lækkanirnar ættu líka að koma sér vel fyrir skulduga þjóð á borð við okkur.“ Ingólfur segir að Seðlabanki Íslands búi við allt aðrar aðstæður en seðlabankar Bandaríkj- anna og Evrópu. „Og annarra landa. Norski seðlabankinn var að lækka stýrivexti um hálft prósentustig, nið- ur í fjögur prósent. Við erum eyland í þessum efnum í augnablikinu, enda hefur þessi stóra framkvæmd á Austurlandi afar sérstök áhrif, vegna þess hve hagkerfið er smátt.“ Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri segir að lækkunin vestan hafs komi ekki á óvart. „Við þessu var bú- ist, ekki síst vegna þess að Banda- ríkjamenn hafa í langan tíma búið við lága verðbólgu; sérstaklega hef- ur verið áberandi hve hagvöxtur þar í landi hefur verið dræmur og hægt hefur gengið að fá hjólin til að snúast á ný. Hið sama á við um mörg Evr- ópulöndin, en annað er uppi á ten- ingnum hér á landi,“ segir Eiríkur. „Seðlabankinn hefur svonefnt verðbólgumarkmið við stjórn pen- ingamála og áætlar verðbólgu til tveggja ára. Síðustu áætlun birtum við í maímánuði og hún gaf okkur ekki tilefni til að breyta stýrivöxtum. Nú er að hefjast vinna við rækilega áætlunargerð á ný og eftir rúman mánuð, 31. júlí, birtum við verðbólguáætlun og gefum út Pen- ingamál,“ segir Eiríkur Guðnason. Líkur á að vaxtamunur aukist enn STÝRIVEXTIR á Íslandi eru nú hærri en víðast hvar í heiminum, eða 5,3%. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði vexti úr 1,25% í 1% í gær. Stýrivextir á evrusvæðinu eru 2% og í Japan eru þeir nærri núlli. Þessi munur gæti aukist enn þar sem Seðlabanki Íslands hefur boðað að næsta breyting á vöxtum verði upp á við, eins og Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka, bendir á.                  Stýrivextir hærri á Íslandi en víðast hvar  Stýrivextir/B1 Leikið á leifturhraða Þýski ljósmyndarinn Thorsten Henn myndar Ísland Listir 23 Litir landsins EKKI er óhugsandi að alþjóðlegir hryðjuverka- hópar beini sjónum að Íslandi eða einhverri ann- arri Norðurlandaþjóð í leit að góðu skotmarki, enda gætu þeir álitið að þar væri að finna veikan blett á vörnum Vesturlanda. Þetta er mat Aly- son Bailes, framkvæmdastjóra sænsku friðar- rannsóknarstofnunarinnar (SIPRI), sem flutti fyrirlestur í Reykjavík í gær. Bailes sagði í samtali að eftir lok kalda stríðs- ins stafaði ekki lengur ógn af Rússum. Íslend- ingar væru lánsamir að því leyti að ekki steðjaði mikil hætta að landinu hvað snerti hefðbundna hernaðarógn. Hvað varðaði hina nýju tegund ógnar, alþjóðleg hryðjuverk og gereyðingar- vopn, þá virtist hún ekki heldur geigvænleg hér. Ísland gæti þó verið álitinn veikur blettur og því fylgdi áhætta. Hryðjuverkamenn kynnu að vilja gera áhlaup á óvæntan stað. Því væri ekki gáfu- legt fyrir þjóð að glata öllum sínum vörnum. Gætu álitið Ís- land veikan blett  Aðild að/16 HERDÍS L. Storgaard, framkvæmdastjóri Ár- vekni, tekur undir tilmæli Norðmanna en bendir þó á að í flesta bíla sé hægt að kaupa þriggja punkta belti í miðjusætið enda séu tveggja punkta beltin aldrei góður kostur, ekki heldur fyrir fullorðna. Að hennar sögn eiga börn undir sex ára aldri, eða 36 kg að þyngd, samkvæmt lögum að nota sérstakan öryggisbúnað sem ætl- aður er fyrir þriggja punkta belti og leggur áherslu á að börn geti líka slasast illa ef þau eru einungis fest í þriggja punkta belti. Börn noti sérstakan öryggisbúnað Talið að rekja megi dauðsföll norskra barna til notkunar tveggja punkta bílbelta BANDARÍSKA leyniþjónustan hefur undir höndum skjöl og hluti til að smíða skilvindu til úranauðgunar fyrir kjarnavopn og er talið að þessi gögn hafi átt að nota til að skipuleggja kjarnavopnaáætlun í Írak að því er fram kom á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Hlutirnir höfðu verið grafnir undir rósarunna í bak- garði írasks vísindamanns í Bagdad fyrir 12 árum. Bandarískir embættismenn lögðu áherslu á það í gær- kvöldi að þetta væri ekki sönnun þess að Írakar ættu kjarnavopn heldur einungis þess að þeir hafi hylmt yfir áætlanir um að endurskipuleggja kjarnavopnaáætlun landsins. Engar varúðarráðstafanir Engar sérstakar varúðarráðstafanir voru viðhafðar við breska sendiráðið í Bagdad í gær þrátt fyrir að reið- ir íbúar bæjarins Majar al-Kabir hafi skotið sex breska herlögreglumenn til bana og sært átta á þriðjudag./12 Gögn fyrir kjarnavopn undir rósarunna í Bagdad Írösk börn rabba við breskan fallhlífarhermann við breska sendiráðið í Bagdad í gær. Reuters TVEIR Palestínumenn féllu og 15 manns slösuðust í loftárás ísraelska hersins á bifreið á Gaza-ströndinni í gær. Að sögn talsmanns Ísraelshers var markmið árásarinnar að koma í veg fyrir að farþegar bifreiðarinnar, hópur liðsmanna Ezzedin al-Qassam- herdeildanna, vopnaðs arms Hamas- samtakanna, vörpuðu sprengjum og skytu heimatilbúnum eldflaugum á ísraelskt yfirráðasvæði. Árásin dró úr væntingum um að vopnahlé sem pal- estínsk harðlínusamtök féllust á í gær yrði að veruleika. Að því er hermt er eftir palestínsk- um sjúkraflutningamönnum skaut ísraelski herinn tveimur flugskeytum að bifreiðinni með þeim afleiðingum að 17 ára palestínsk stúlka og 33 ára karlmaður féllu. Ezzedin al-Qassam-herdeildirnar kváðust myndu svara árásunum. „Þegar ráðist er gegn okkar fólki og okkar trúarsamfélagi getum við ekki setið með krosslagða arma. Því mun- um við, með Guðs hjálp, svara glæp- um landtökumanna,“ sagði í tilkynn- ingu frá herdeildunum. Hamas og Hið íslamska Jíhad vör- uðu enn fremur við því að árás Ísr- aelsmanna stofnaði fyrrnefndu vopnahléi í hættu. Auk þess sökuðu Hamas-samtökin Ísraelsmenn um að reyna viljandi að eyðileggja tilraunir Palestínumanna til að koma á vopna- hléi. Vopnahlé í hættu Gazaborg. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.