Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 2
26. júní 2003 Fiskeldi Eyjafjarðar leggur áherzlu á seiðaframleiðslu. Miklar breytingar á Bjarna Sæmundssyni og sæljónaskilja. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu NORÐMENN flytja mikið af heilum, óunnum fiski úr landi til vinnslu annars staðar. Á síðasta ári fluttu þeir þannig út 27.500 tonn af heilfrystum þorski til ann- arra landa og á fyrstu fimm mán- uðum þessa árs nemur útflutning- urinn 12.400 tonnum. Undanfarin ár hefur mest af þessum fiski farið til Portúgals og er svo enn. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út 10.600 tonn af heilfrystum þorski til Portúgals, 4.350 tonn til Kanada og 3.600 tonn til Kína. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hafa þeir flutt út 3.800 tonn til Portúgals, 2.800 til Kanada, 2.100 til Kína og 1.600 til Spánar. Um þetta er fjallað í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren í síðustu viku. Talað hafi verið um að norskri fiskvinnslu stafi veruleg ógn af Kína. Svo sé hins vegar ekki. Það sé Portúgal sem er stærsta ógnin. „Kína var vissulega í öðru sæti í fyrra, en á fyrstu mánuðum þessa árs fer mest til Portúgals,“ segir Fiskaren. Kínverjar flaka sinn þorsk og selja úr landi á lægra verði en vestrænar þjóðir á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu. Portú- galirnir kaupa mikið af hausuðum, heilum þorski og þýða hann upp og salta fyrir heimamarkað. Fyrir vikið kaupa þeir minna af þurrk- uðum saltfiski frá Noregi og virð- isaukinn flyzt allur frá Noregi til Portúgals. Óunninn þorskur til Portúgal                             !  "                         ÍSLAND selur Bretum meira af sjávarafurðum en nokkur önnur þjóð. Sé litið á helztu afurðaflokk- ana seldu Íslendingar Bretum fisk og fiskafurðir fyrir 237 milljónir punda eða 29,2 milljarða króna á núverandi gengi. Íslendingar eru efstir á blaði í ferskum fiski, fryst- um og tilbúnum afurðum. Lítilsháttar aukning Bretar fluttu alls inn 565.000 tonn af fiski og fiskafurðum á síðasta ári að verðmæti 1,3 milljarða punda eða 158,5 milljarða króna. Það er 2% aukning í magni talið en sama verðmæti og árið áður. Mest aukn- ing varð í innflutningi á ferskum hausuðum fiski, eða 9% í verðmæt- um talið. Útflutningur Breta á fiski nam 325.000 tonnum og var það sama magn og árið áður. Uppistað- an er makríll, 101.000 tonn.Verð- mætin voru 71,5 milljarðar króna og jukust um 1%. Mest aukning var í útflutningi á hausuðum frystum fiski, 13% í magni og 9% í verðmæti. Ísland með tæpan þriðjung Innflutningur Breta á ferskum fiski nam 89.000 tonnum í fyrra og er það nánast það sama og árið áður. Heildarverðmæti voru 154 milljónir punda, 18,9 milljarðar króna. Sé lit- ið á verðmæti trónir Ísland á toppn- um með 48 milljónir punda, 6 millj- arða króna, eða rétt tæpan þriðjung heildarinnar. Bakvið þessi verð- mæti eru 17.500 tonn, en það er ríf- lega 11.000 tonnum minna en árið áður. Skýringin liggur að hluta til í minni aflaheimildum í þorski. Færeyingar fylgja fast á eftir okkur í verðmætum talið með 44 milljónir punda eða 5,4 milljarða króna. Magnið hjá þeim er hins vegar mun meira eða 29.00 tonn og er það aukning um ríflega 12.000 tonn. Þar liggur skýringin í aukn- um afla. Næsta þjóð er Írland með 14,3 milljónir punda, 8 milljarða króna og 25.000 tonn. Skýringin á lágu verði er sú að megnið af fisk- inum er makríll, sem er mun ódýr- ari en þorskur og ýsa. Minna af freðfiski Innflutningur Breta á frystum fiski var 188.000 tonn á síðasta ári að verðmæti 53,9 milljarðar króna. Það er samdráttur um ríflega 12.600 tonn, en verðmætið er svip- að. Ísland trónir enn á topnum hvað verðmæti varðar eða 86 milljónir punda, 10,6 milljarða króna. Að baki því verðmæti liggja 28.300 tonn, sem er litlu meira en árið áð- ur, en verðmætið hefur aukizt um 5 milljónir punda, 615 milljónir ís- lenzkra króna. Næstir koma Rúss- ar með 73,3 milljónir punda, 9 millj- arða króna, en magnið hjá þeim er mun meira eða 38.000 tonn. Af öðr- um þjóðum má nefna Norðmenn með 7,9 milljarða og 27.000 tonn, Dani með 5,9 milljarða og 17.000 tonn, Þýzkaland með 4 milljarða og 14.200 tonn, Færeyjar með 3,8 milljarða og 10.600 tonn og Kína með 2,7 milljarða og 11.400 tonn. Mest verðmæti frá Íslandi Bretar juku innflutning á tilbúnum fiskréttum um 10.000 tonn og fluttu alls inn 222.000 tonn að verðmæti 56,3 milljarða króna. Enn er Ísland efst á verðmætaskalanum með 8,3 milljarða króna og 19.000 tonn. Uppistaðan í þessu er pilluð rækja. Sé loks litið á fiskimjöl og lýsi nam innflutningur Breta á síðasta ári 248.000 tonnum að verðmæti 14,5 milljarða króna. Samdráttur í magni var verulegur eða ríflega 60.000 tonn. Vegna verðhækkana frá árinu áður var samdráttur í verðmæti óverulegur. Langmest af þessum afurðum kaupa Bretar frá Íslandi, 77.200 tonn að verðmæti 4,4 milljarðar króna. Norðmenn koma næstir með 3,2 milljarða og 52.400 tonn. Perú er í þriðja sæti með 1,4 milljarða og 31.000 tonn og í því fjórða er Danmörk með 1,2 millj- arða og 20.000 tonn. Sjáum Bretum fyrir fiskinum Útflutningur helztu afurðaflokka skilaði tæpum 30 milljörðum króna á síðasta ári á núverandi gengi                           !  "  "  "  "  " "   "  VERÐ á ufsa á innlendum fisk- mörkuðum hefur hrunið síðustu daga. Verð á kíló hefur farið allt nið- ur í 6 krónur og meðalverð hangið í 15 til 20 krónum, jafnvel farið niður fyrir 10 krónur á einstaka fiskmörk- uðum. Skýringin er lítil eftirspurn vegna erfiðleika í vinnslunni og mik- illar sölutregðu. Meðalverð á óslægðum ufsa í apr- íl á fiskmörkuðum var tæpar 39 krónur og hafði þá lækkað um 21% frá síðasta mánuði. Verð á slægðum ufsa var þá 53 krónur og hafði lækk- að um 8%. Verð á ufsa í Bretlandi í síðustu viku var að meðaltali 48 krónur, en 87 krónur í Þýzkalandi. Hallgrímur Guðmundsson á Fisk- markaði Íslands í Ólafsvík segir að verðið á ufsanum hafi hrunið síðustu daga. Á mánudag hafi lægst verð verið 7 krónur og 11 hið hæsta. Það séu fáir kaupendur að ufsanum núna og skýringin sé að afurðasalan gangi mjög illa. Framboðið sé reyndar ekki mikið heldur því fáir leggi sig eftir ufsa núna. Þetta sé fyrst og fremst meðafli hjá skak- körlum og togurum. Þá bendir Hall- grímur á að verð á löngu hafi einnig hrunið. Það hafi lengst af verið um 100 krónur á kílóið, en sé nú komið niður í 20 til 40 krónur. Aðrar teg- undir haldi sér þokkalega og stóra ýsan sé farin að hækka á ný, en hún fari að mestu í flug. Halldór Pétursson, fiskverkandi í Garði, er einn þeirra sem kaupa ufs- ann. Hann saltar hann og þurrkar fyrir markaðinn í Puerto Rico. „Það er afar erfitt að losna við ufsann um þessar mundir. Frystitogararnir veiddu til dæmis töluvert síðasta haust og ég held að þeir séu varla farnir að losna við hann enn. HB og ÚA hafa verið að bjóða mér ufsa og Grandi, sem er töluvert í ufsanum, hefur ekki séð sér hag að því að koma inn á markaðinn, þrátt fyrir að verðið sé komið svona langt nið- ur. Afurðaverðið og gengið er að fara með þetta allt saman. Lækkunin á Puerto Rico er orðin 30 til 40%, bara í genginu. Svona lækkun verður ekki mætt með öðru en lækkun á hráefnisverði, því ekki lækkar mað- ur launin, umbúðakostnað eða kostnað við flutninga. Flutnings- kostnaðurinn hér innanlands er gíf- urlega hár. Flytji maður fisk frá Patreksfirði í Garðinn kostar það svipað og að flytja hann héðan og til Portúgals,“ segir Halldór Péturs- son. Ufsaverðið hrunið Sölutregða og hátt gengi valda lækkun afurðaverðs LÆKNINGABÓK sjófarenda er heitið á nýútgefinni bók sem ætluð er sjómönnum og þeim sem vinna hættuleg störf eða ferðast í óbyggð- um. Siglingastofnun Íslands gefur bókina út í samvinnu við Landlækn- isembættið, Stýrimannaskólann í Reykjavík og Langtímaáætlun í ör- yggismálum sjófarenda 2001–2003. Bókin, sem er 220 bls., er samin af dönskum læknum með sérþekk- ingu á heilbrigðismálum sjómanna í samvinnu við sjómenn og aðra sem tengjast sjávar- útvegi og sigl- ingum. Bókin, sem er þýdd af Kristni Sigvalda- syni, yfirlækni á Landspítala– háskólasjúkra- húsi, skiptist í 38 efnisflokka og eru skýringarmyndir á hverri opnu. M.a. er sérstakur kafli um hvernig skuli tekið á móti björg- unarþyrlu og um flutning sjúklings frá skipi með leiðbeiningum frá Landhelgisgæslu Íslands. Bókin er sérstaklega samin og sniðin að fjar- lækningum og nútíma fjarskiptum. Lækninga- bók fyrir sjófarendur MEST af innfluttum botnfiski til vinnslu í fyrra var flutt inn frá löndum í Austur-Evrópu, 15.500 tonn. Tæplega 9.700 tonn af rækju komu einnig til landsins frá Austur-Evrópu. Uppsjávaraflinn kom allur frá öðrum Evrópulöndum og mest af rækjunni eða 24.400 tonn. Þá komu 1.700 tonn af rækju frá löndum utan Evrópu. Verðmæti fiskaflans frá Austur-Evrópu var 1,8 milljarðar króna, 3,9 milljarðar frá öðrum Evr- ópulöndum og 226 milljónir frá löndum utan Evrópu. Það voru Norðmenn sem seldu okkur mest af fiski á síðasta ári. Alls lönduðu þeir 52.400 tonnum af fiski hér að verðmæti 2,8 milljarðar króna. Mest af þessu var uppsjávarafli, 30.600 tonn, en næstmest var af rækju, 21.500 tonn að verðmæti 2,5 milljarðar króna. Grænlend- ingar voru í öðru sæti með 38.000 tonn, nær eingöngu uppsjávarfisk. Færeyingar voru í þriðja sæti með 23.000 tonn, nær eingöngu uppsjáv- arfisk og Danmörk í því fimmta með 21.500 tonn, uppistaðan uppsjáv- arfiskur. Botnfiskurinn frá A-Evrópu MEÐ tilkomu Versins á ný hafa orðið ýmsar breytingar frá því sem verið hefur. Til að auka rými í blaðinu hefur kortið með staðsetn- ingu fiskiskipanna verið minnkað og hið vikulega yfirlit yfir afla skip- anna verið fært yfir á netið á mbl.is. Þar er það öllum opið. Til að finna það er fyrst farið á mbl.is. Síðan er smellt á reitinn Morgunblaðið. Þar neðst til hægri er reitur sem heitir aukaefni og í honum er svo smellt á aflatölurnar. Afli á mbl.is PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  LYFSÖLUKEÐJAN Lyf & heilsa hf. hefur hafið athugun á þeim möguleika að hefja rekstur apóteka á erlendri grund. Ætlun- in er að nýta uppsafnaða reynslu af rekstri Lyfja & heilsu hér á landi. Í upphafi verður einkum horft til Suður-Evrópu og austur- hluta Mið-Evrópu. Á aðalfundi Lyfja & heilsu hinn 24. maí síðastliðinn var ákveðið að Karl Wernersson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, tæki við stöðu starfandi stjórnarformanns Lyfja & heilsu hf. Karl segir að auk þess að fylgja enn betur eftir markaðri stefnu um frekari uppbyggingu lyfsölu- keðjunnar innanlands verði helstu verkefni hans sem starf- andi stjórnarformanns að kanna og eftir atvikum hefja rekstur apóteka á erlendri grund. Hann segir að í upphafi verði einkum horft til Suður-Evrópu og austur- hluta Mið-Evrópu. Karl hefur nú þegar hafið undirbúning þessa verkefnis og er fluttur ásamt fjöl- skyldu sinni til Ítalíu. Óþrjótandi tækifæri „Við munum fara í þetta verkefni af fullri varkárni,“ segir Karl. „Markmiðið er að kortleggja ákveðin lönd á því svæði sem við viljum skoða að þessu sinni. Þeg- ar slíkri greiningu er lokið þarf að taka ákvörðun um með hvaða hætti næsta skref er stigið. Verk- efnið er á byrjunarstigi og alls ekki tímabært að tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti.“ Við starfi framkvæmdastjóra Lyfja & heilsu hf. frá 1. júlí næst- komandi tekur Hrund Rudolfs- dóttir, en hún hefur verið rekstr- arstjóri fyrirtækisins frá árinu 2001. Hrund segir að það leggist afar vel í sig að setjast í framkvæmda- stjórastól Lyfja & heilsu hf. „Framundan eru stór og mikil verkefni sem ég hlakka til að tak- ast á við,“ segir Hrund. „Smá- sölumarkaður lyfja hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og verður spennandi að taka þátt í að móta hann enn frekar. Lyf & heilsa hf. hefur aðlagað sig að breytingum sem hafa átt sér stað á markaðnum og í dag stend- ur fyrirtækið í fremstu röð í rekstrarlegum og faglegum skiln- ingi. Öflugur rekstrargrundvöllur hefur verið tryggður þrátt fyrir síaukna samkeppni og að stjórn- völd hafi markvisst dregið úr þátttöku Tryggingarstofnunar ríkisins í lyfjakostnaði.“ Hrund bætir við að fyrirtækið hafi yfir að ráða stórum hópi af hæfu starfsfólki sem sé vel í stakk búið til að takast á við verkefni morgundagsins. „Ég tek því við góðu og ört vaxandi búi með óþrjótandi tækifærum.“ Uppbygging á Íslandi Áætlanir Lyfja & heilsu hf. gera ráð fyrir að veltan verði fjórum sinnum meiri á þessu ári en árið 1999, en starfsemin hófst á því ári. Gert er ráð fyrir að velta fyr- irtækisins í ár verði um 4,3 millj- arðar króna en hún var um einn milljarður árið 1999. Þegar Lyf & heilsa tók til starfa var fjöldi lyfjaverslana inn- an keðjunnar samtals 12 en þær eru nú 28. Stefnt er að því að verslanirnar verði samtals 31 í lok þessa árs. Af lyfjaverslunum Lyfja & heilsu eru 25 reknar undir því vörumerki og 3 undir vörumerk- inu Apótekarinn. Samtals eru 18 lyfjaverslanir keðjunnar á höfuð- borgarsvæðinu, 5 á Suðurlandi, 3 á Norðurlandi, ein á Vesturlandi og ein á Suðurnesjum. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 220 talsins. Lyf & heilsa kanna með- rekstur apóteka erlendis Karl Wernersson verður starfandi stjórnarformaður Lyfja & heilsu hf. og Hrund Rudolfs- dóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Morgunblaðið/Jim Smart VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði vexti sína um 0,25%, úr 1,25% í 1%, á vaxta- ákvörðunarfundi bankans sem lauk í gær. Þetta er þrettánda vaxtalækkun bankans frá því hann hóf að lækka vexti snemma árs 2001 og vextirnir hafa ekki verið lægri frá árinu 1958. Bankinn tilkynnti að hann væri reiðubúinn til að lækka vexti enn frekar ef hætta ykist á lækkandi verðlagi. Verð- bólguspár eru enn yfir núllinu, en hafa farið lækkandi og vaxtaákvörðunarnefnd bank- ans segir útlitið of óljóst til að hægt sé að útiloka verðhjöðnun. Þar sem verðbólga sé lág hafi verið svigrúm fyrir minna aðhalds- stig peningastefnunnar. Financial Times segir að sumir hagfræðingar hafi mælt gegn vaxtalækkun og það kunni að vera skýringin á því að hún varð ekki meiri en raun ber vitni. Vaxtalækkunin er í samræmi við spár markaðsaðila, en spáð hafði verið 0,25%– 0,50% lækkun. Vaxtaákvörðunarnefnd seðlabankans var ekki fyllilega einhuga um niðurstöðuna, einn nefndarmaður greiddi atkvæði með 0,50% vaxtalækkun. Financial Times segir að sumar banda- rískar hagtölur hafi að undanförnu sýnt merki um hægan efnahagsbata, en aðrar tölur gefi til kynna veikt efnahagsástand. Tiltrú almennings á efnahagslífið virðist hafa staðnað og vísbendingar séu um að vinnumarkaðurinn sé að dragast saman. Lækkun í þremur Evrópulöndum Stýrivextir voru lækkaðir í þremur löndum Evrópu í gær, Noregi, Póllandi og Tékk- landi. Seðlabanki Noregs lækkaði stýrivexti sína um 1% í gær, úr 5% í 4%, og er það í samræmi við væntingar markaðsaðila, sam- kvæmt könnun Bloomberg News. Þetta er mesta vaxtalækkun í Noregi í rúman ára- tug og lækkaði gengi norsku krónunnar í framhaldi lækkunarinnar. Seðlabanki Póllands lækkaði vexti um 0,25%, í 5,75%, og seðlabanki Tékklands lækkaði vexti um sömu hlutfallstölu í 2,25%. S E Ð L A B A N K A R Stýrivextir lækkaðir Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti niður í 1% S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Menning og viðskipti Kostun menningarviðburða eykst 4 Aðbúnaður útlendinga Erfitt getur verið að starfa á Íslandi 7 UMRÓT Á STEYPUMARKAÐI DOLLARINN HÆKKAR Bandaríkjadalur hefur hækkað mjög gagnvart krónu á síðustu vik- um. Á einum mánuði hefur sölu- gengið farið úr 71,72 krónum upp í 76,76 krónur. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af styrkingu dalsins á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Árás ógnar vopnahléi Tveir Palestínumenn, ung kona og karlmaður, féllu í loftárás Ísraels- hers á Gaza í gær. Árásin er talin ógna vopnahléi sem harðlínuhópar Palestínumanna höfðu gert drög að í gær. George Bush Bandaríkjaforseti segist ekki hafa trú á vopnahléinu. Slysatrygging íþyngjandi Að mati nefndar um bílaleigumál er það úrelt og verulega íþyngjandi fyrirkomulag að bílaleigur þurfi að greiða slysatryggingu ökumanns. Nefndin vill tafarlaust gera breyt- ingar á reglum um tryggingar. Rekstur apóteka erlendis Lyfsölukeðjan Lyf & heilsa hefur hafið athugun á rekstri apóteka á er- lendri grund. Einkum er horft til Suður-Evrópu og austurhluta Mið- Evrópu. Bretar felldu íraska borgara Íbúar bæjarins Majar al-Kabir í Írak segja breska hermenn hafa fellt fjóra borgara á þriðjudag. Að þeirra sögn varð það til þess að ævareiðir bæjarbúar skutu sex breska her- lögreglumenn til bana síðar um dag- inn. Dómur í smyglmáli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan Íslending í 5 ára fangelsi fyrir að skipuleggja fíkniefnasmygl til landsins og sex- tugan Þjóðverja í 2½ árs fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Tveggja punkta bílbelti varasöm Í Noregi hefur verið varað við tveggja punkta bílbeltum en þar er talið að rekja megi dauðsföll barna til notkunar þeirra. Herdís L. Storgaard, framkvæmdastjóri Ár- vekni, tekur undir þetta og varar við því að börn sitji í miðjusætum í bif- reiðum þar sem tveggja punkta belti eru fyrir. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Erlent 12/16 Viðhorf 30 Höfuðborgin 18 Minningar 30/35 Akureyri 19 Myndasögur 38 Suðurnes 20 Brids 39 Landið 21 Dagbók 40/41 Neytendur 22 Íþróttir 42/45 Listir 23/24 Fólk 46/49 Umræðan 25 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Þjónustan 29 Veður 51 * * * Dósir með hassi en ekki linsubaunum LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lokið rannsókn á máli tveggja manna, Þjóðverja og Breta, sem eru sakaðir um að hafa smyglað 3–4 kíló- um af hassi til landsins. Þeir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli um síðustu mánaðamót eftir að í far- angri annars þeirra fundust fjórar niðursuðudósir sem virtust geyma matvöru en annað kom á daginn. Af merkingunum að dæma var innihald dósanna ýmist ólífur, linsu- baunir eða pottréttir. Ekkert í útliti dósanna benti til annars en að þær kæmu beinustu leið frá verksmiðj- unum og það gutlaði í þeim þegar þær voru hristar. Þegar dósirnar voru opnaðar kom hins vegar í ljós talsvert magn af hassi sem hafði ver- ið haganlega fyrir komið. Búið var um hassið í frauðplasti svo það gengi ekki til í dósunum og þær síðan fyllt- ar með vatni. Sigurður Gísli Gíslason, fulltrúi lögreglunnar í Reykjavík, segir að rannsókn málsins sé lokið og að mál- ið verði sent til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. Nýlokið er fyrir Héraðsdómi Reykjaness aðalmeðferð í máli sem snerist m.a. um innflutning á um fimm kílóum af amfetamíni sem einnig var smyglað í niðursuðudós- um sem báru með sér að í þeim væru matvæli. Umbúnaður var þó annar og merkingarnar líka. AÐALFUNDI Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) lauk á Hótel Vin, Hrafnagili við Eyjaförð í gær. Aðalsteinn Sigfússon frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði var kjörinn formaður í stað Aðalsteins Jónssonar. Á fundinum var samþykkt ályktun um að óskað yrði eftir stuðningi ríkisins til þess að eig- endur sláturhúsa, sem hætta vilja rekstri, fái styrk til úreldingar. Aðalsteinn Jónsson, fráfarandi formaður LS, segir að vandi sauðfjárræktunar hafi verið til um- ræðu meðal fundarmanna: „Stéttin býr við afskap- lega misjafnar aðstæður. Menn vilja horfa framhjá þeim raunverulegu vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, sem er erfið samkeppnisstaða á markaði vegna þess að framleiðendur eru margir, smáir og fjárhagslega veikburða. Afurðastöðvarn- ar eiga erfitt með að markaðssetja vöru í sam- keppni við risana í kjúklinga- og svínakjöti.“ Hann telur að augljós sóknarfæri séu í slátrun og vinnslu og segir að þeim mun betur sem sauð- fjárbændur taki þessum sóknarfærum því meiri möguleika eigi greinin í framtíðinni. Héraðsskógaverkefnið vel skipulagt Á fyrri starfsdegi fundarins var farið yfir ýmis mál auk þess sem tvö erindi voru flutt. „Gunnar Þór Jóhannesson, nýútskrifaður mannfræðingur, flutti erindi um breytingar og bjargráð. Þar fór hann yfir þær breytingar sem orðið hafa á síðustu áratugum. Hann fór yfir ákveðin bjargráð sem hann sá fyrir sér og tók sem dæmi Héraðsskóga- verkefnið á Austurlandi. Hann taldi að það væri vel skipulagt og gott verkefni sem hefði náð þeim tilgangi að styrkja byggð og auka möguleika smárra sauðfjárbýla til að vera í rekstri áfram. Þar var blandað saman skógrækt og sauðabúskap. Þar hefur þetta komið mjög vel út. Hitt erindið var um skýrslu starfshóps um slát- urhúsamál. Það var mikil umræða um þessa skýrslu en þar er lagt til að þeim sláturhúsum sem ekki hafa útflutningsleyfi verði boðnar úreldingar- bætur. Það kemur fram í skýrslunni að þau sex sláturhús sem eru komin með útflutningsleyfi gætu annað allri slátrun í landinu þannig að það þyrfti ekki að leggja fjármagn í fleiri sláturhús til að fá slík leyfi. Þetta var gagnrýnt af mörgum fundarmönnum sem sjá fram á að slátrun verði lögð niður í þeirra heimabyggð,“ segir Aðalsteinn. Þrátt fyrir miklar umræður samþykkti fundurinn einróma ályktun um að úreldingarstyrkja yrði óskað frá ríkinu. Bændur samþykkja að óska eftir úreldingarstyrk STARFSMENN við byggingu hinnar nýju Þjórsárbrúar unnu að því í gær- kvöld að loka burðarboga brúarinnar og hífðu annan miðjubitann á sinn stað í bogann. Byggja þurfti góða undirstöðu út í Þjórsá undir kranana sem hífðu bitann. Vindstrekkingur var þegar bitinn var hífður og rigning en það kom ekki að sök, bitinn fór örugglega á sinn stað þar sem hann var stilltur af og síðan soðinn fastur. Þegar boganum hefur verið lokað verður hafist handa við að byggja ofan á hann undir brúardekkið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Burðarboga nýrrar Þjórsárbrúar lokað FÆREYSKA tollgæslan lagði hald á um 20 kíló af hassi sem fundust í handfarangri 28 ára gamals dansks karlmanns sem kom til Þórshafnar frá Hanstholm í Danmörku. Þetta er mesta magn af hassi sem Færeying- ar hafa fundið á ferðamanni og nem- ur götuverðmæti þess vel á þriðja tug milljóna íslenskra króna. Í frétt á olivant.fo segir að þegar maðurinn sá að tollverðir voru með hund hafi hann orðið skelkaður og taugaóstyrkur og fór þessi hegðun hans ekki framhjá tollvörðunum. Þeir gengu því til hans með hundinn og ljóst var að eitthvað grunsamlegt væri í töskunni. Hún var smekkfull af hassi sem olivant.fo segir að hafi verið ætlað á færeyska markaðinn. Maðurinn hafði farmiða til Þórshafn- ar og mun hafa ætlað að afhenda hassið þar. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Regin Jörgensen, fíkniefnalögreglumaður í Þórshöfn, sagðist í samtali við Morg- unblaðið engar upplýsingar geta veitt um málið á þessari stundu enda væri það enn í rannsókn. Að öllu jöfnu leggur tollgæslan í Færeyjum hald á 4–6 kíló af hassi á ári. Fyrir fimm árum fundust þó 34 kíló af hassi um borð í grænlenskum togara. Þá sendingu átti ekki að selja í Færeyjum heldur Grænlandi. Farþegi í Norrænu með 20 kg af hassi 10 ára drengur alvarlega slasaður TÍU ára gamall drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl á mótum Ljósalands og Kúr- lands í gær. Hann hlaut mikla höf- uðáverka og var lagður inn á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er þar haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn læknis eru áverkar drengsins alvarlegir. Slysið varð um klukkan 15 í gær þegar jeppabifreið lenti á drengn- um sem var hjálmlaus á reiðhjóli. Ekki fengust nánari upplýsingar um tildrög slyssins en þau eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Ökumaður jeppans er rúmlega tvítugur að sögn lögregl- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.