Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYGGI og vörnum Evrópuríkja verður í framtíðinni best borgið með því að þau tilheyri bæði Atlantshafs- bandalaginu (NATO) og Evrópu- sambandinu (ESB). Þetta er mat Alyson Bailes, framkvæmdastjóra sænsku friðarrannsóknarstofnunar- innar (SIPRI), en hún hélt fyrirlest- ur hér á landi í gær. Bailes telur lík- legt að Evrópuþjóðir sem ekki eiga aðild að bæði NATO og ESB verði á næstu árum æ frekar litnar horn- auga af öðrum Evrópuríkjum. Í fyrirlestri sínum í gær fjallaði Bailes um evrópsk öryggis- og varn- armál í víðu samhengi. Hún benti m.a. á að Vesturveldin hefðu nú á nýjan leik tiltekna og sameiginlega ógn – hryðjuverk, gereyðingarvopn og svonefnd „útlagaríki“ – að takast á við, en um slíkt hefði ekki verið að ræða síðan kalda stríðinu lauk. Hversu mótsagnakennt sem það annars hljómaði virkaði þessi ógn þó enn sem komið er sundrandi á sam- starf Bandaríkjanna og Evrópu, í stað þess að sameina Vesturveldin. NATO aðeins verkfæri Í samtali við Morgunblaðið sagði Bailes að á síðustu árum hefði NATO þróast í þá átt að verða verkfæri, sem t.a.m. var notað með góðum ár- angri í að grípa inn í átök á Balk- anskaga. NATO hefði ekki lengur sérstakan hugmyndafræðilegan til- gang. Evrópusambandið hefði á hinn bóginn sífellt verið að víkka út hlut- verk sitt; með efnahags- og mynt- bandalaginu, með virkari öryggis- og varnarstefnu og svo framvegis. „ESB er eins og amaba sem sífellt vex og færir út kvíarnar. Það er erf- itt að deyða amöbu; þú getur höggvið af einn útlim en þá vex bara annar annars staðar. Þessi endalausa út- þenslustefna er það sem mér finnst einkenna ESB. Meðal annars af þessum ástæðum tel ég líklegra að ESB fremur en NATO muni dafna og vera fært um að endurnýja sjálft sig sífellt. Hin ástæðan er lagalegur þáttur ESB- aðildar. Ríki verða að lögleiða til- skipanir ESB heima fyrir og undan þeim verður ekki komist. Þegar þú skoðar málið eru hins vegar engar af þeim skuldbindingum, sem fylgja NATO-aðild, lagalega bindandi. Verður venjulegur Bandaríkjamað- ur einhvern tíma var við það í dag- legu lífi sínu að hann á aðild að NATO? Svarið er nei. Í þessu felast að mínu mati veikleikar NATO.“ Ísland „sérlundað“ ríki? Bailes er á þeirri skoðun að þjóðir sem eigi aðild að ESB annars vegar, eða NATO hins vegar, þurfi að vera sér meðvitandi um að flest ríki leggi nú áherslu á aðild að hvoru tveggja. Það muni verða hin almenna skipan mála í Evrópu. „Skoðum t.a.m. ríki sem áður voru álitin veik að burðum, s.s. Eystrasaltsríkin,“ segir Bailes. „Ísland veitti þeim á sínum tíma hjálparhönd en hver verður staðan [við inngöngu Eystrasaltsþjóðanna í bæði ESB og NATO]; verða Eystra- saltsríkin sterkari eða veikari en Ís- land? Í þessum löndum er ljóst að fólk telur að hið fyrra eigi við, eftir að innganga í bæði NATO og ESB hefur verið staðfest. Slóvenía, sem áður tilheyrði Júgó- slavíu, verður í þessum skilningi einnig sterkari en Ísland vegna þess að landið mun eiga aðild að báðum bandalögunum. Ég held að litið verði á þau ríki, sem eru þarna út undan, kannski ekki sem skaðleg eða byrði á öðrum, heldur sem sérlunduð. Menn munu ekki leggja lykkju á leið sína til að hjálpa þeim ríkjum.“ Segir Bailes að sömuleiðis muni Svíþjóð og Finnland, sem eiga aðild að ESB en ekki NATO, komast að því að innan Samstarfs í þágu friðar (PfP) muni menn ekki leggja sig sér- staklega eftir því að hirða um eða skilja þeirra sérstöku aðstæður. Bailes er spurð að því hvort þetta þýði þá að ríki eins og Ísland þurfi að ganga í ESB til að tryggja varnar- og öryggishagsmuni sína til lengri tíma litið. Hún segist ekki vilja tjá sig sérstaklega um Ísland í þessu samhengi. „Ég get þó sagt almennt að hvað varðar öll þau ríki sem telj- ast tilheyra Evrópu tel ég að öryggi þeirra sé best þjónað með því að þau séu aðilar að bæði NATO og ESB.“ Segir Bailes að aðeins þannig verði allt sviðið spannað, hvað varðar öryggismál í álfunni. NATO taki á augljósum og beinum hernaðarógn- um, ESB taki hins vegar á hættu sem geti skapast af sjúkdómsfar- aldri í álfunni, svo dæmi sé tekið. Þá segir Bailes að ríki sem eru að- ilar að bæði NATO og ESB, og hafa áhrif innan beggja bandalaga, muni nýta sér þessa tvöföldu aðild gagn- vart þeim sem ekki tilheyra bæði NATO og ESB. „Ég tel að við mun- um sjá þetta skýrast á Norðurlönd- um og á Eystrasaltssvæðinu því við eigum eftir að sjá Pólland og Eystra- saltsríkin nýta sér ný tækifæri, taka að sér forystu fyrir hönd ríkja á þeirra svæði; á kostnað þeirra landa sem aðeins eiga aðild að öðru banda- laganna. Innganga Ungverjalands og Slóveníu í bæði NATO og ESB mun hafa sömu þýðingu fyrir Aust- urríki og Liechtenstein.“ Liður í stærri þróun Bailes segir aðspurð um herstöðv- ar eins og þær sem Bandaríkjamenn hafa hér á landi að stjórnvöld í Washington hafi verið að hverfa frá þeirri stefnu sem miðaðist við sam- eiginlegar varnir á NATO-svæðinu; sem fyrst og fremst miðast við að verja Evrópu sjálfa. Í staðinn vilji þeir búa sig undir hernaðaraðgerðir utan Evrópu. Núverandi staðsetning herja Bandaríkjanna í Evrópu sé ekki vel til þess fallin að sinna þess- um nýju fyrirætlunum. „Hvað varðar Mið-Evrópu sjáum við því að rætt er um að stöðvar Bandaríkjamanna verði færðar frá Þýskalandi; hugsanlega til Suðaust- ur-Evrópu, Rúmeníu eða Búlgaríu, þ.e. út í jaðar NATO-svæðisins. Hugsunin er sú að þaðan yrði auð- veldara að grípa til aðgerða í Mið- Asíu eða í Mið-Austurlöndum. Ef Bandaríkjamenn eru semsé að velta því fyrir sér hvort þeir þurfi í raun og veru á herstöð í Keflavík að halda þá er rétt að átta sig á því að skýringin er ekki sú að þeir vilji gera Íslendingum óleik, heldur að um er að ræða stærri þróun sem miðast að því að hægt sé að grípa til hernaðar- aðgerða hvar sem er í heiminum.“ Bailes segir hins vegar að þó að menn geri sér grein fyrir þessu þýði það ekki að þeir verði að vera sam- mála, og að þeir verði að una nýjum áherslum. Menn geti fært rök fyrir því að ekki eigi aðeins að ráða ferð- inni hugmyndir dagsins í dag um mikilvægi þess að geta gripið til að- gerða annars staðar, heldur eigi jafnframt að virða þær stofnanir og þá samninga sem hafa verið í gildi í fimmtíu ár. ALYSON Bailes, sem flutti fyrirlestur um evrópsk ör- yggismál í Reykjavík í gær, hefur komið árlega til Ís- lands undanfarin 22 ár og segist afar hrifin af landi og þjóð. Hún hefur einnig komið að opinberum viðræðum við íslensk stjórnvöld fyrir hönd breskra, en Bailes starfaði lengi í utanríkisþjónustunni. Árið 1986 kom hún m.a. að undirbúningi ráðstefnu Samstarfs í þágu friðar (PfP) sem haldin var hér á landi. „Frá henni var sagt í Morgunblaðinu og ég var afar stolt af því [á sín- um tíma]. Ég á ennþá eintak af blaðinu,“ segir Bailes. Aðild að bæði NATO og ESB tryggir best varnir Alyson Bailes flutti í gær fyrirlestur í Reykjavík, en hún er heimsþekkt á sviði ör- yggis- og varnarmála. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við Bailes. david@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Ekki fyrsta heimsóknin ALASTAIR Campbell, helzti almannatengsla- fulltrúi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, sagðist í gær harma mistök sem gerð hefðu verið í tengslum við umdeildar skýrslur um gereyðingarvopnaeign Íraka, sem brezka stjórnin tefldi fram sl. vetur til að styrkja rök- semdafærsluna fyrir réttmæti hernaðaríhlut- unar í Írak. Campbell var í gær kallaður fyrir sérskipaða nefnd brezka þingsins sem var falið það hlut- verk að rannsaka hvað hæft væri í ásökunum um að átt hefði verið við þau gögn sem stjórnin lagði fram í aðdraganda innrásarinnar í Írak, í því skyni að gera sem mest úr hættunni sem af ríkisstjórn Saddams Husseins og vopnabúri hennar stafaði. Slíkar ásakanir hafa ágerzt eft- ir að hernámsliði Breta og Bandaríkjamanna í Írak hefur ekki tekizt að finna þar nein efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopn, þótt mánuðir séu nú liðnir frá því hernaðarátökum lauk. „Ein mistök“ í hita leiksins Campbell, sem er fyrrverandi æsifrétta- blaðamaður, hefur verið gefið að sök að hafa borið ábyrgð á orðalagsbreytingum á leyni- þjónustuskýrslu um gereyðingarvopnaeign Íraka sem lögð var fram í september, þar á meðal á því að þar skyldi fullyrt að Írakar væru færir um að hrinda í framkvæmd efna- eða sýklavopnaárás á innan við 45 mínútum frá því skipun þar að lútandi hefði verið gefin. Þá er hann ennfremur sakaður um að hafa látið setja saman í febrúar sl. aðra skýrslu, sem í fjöl- miðlum hefur verið kölluð „klúðurskýrslan“, en hún var að miklu leyti byggð á ritgerð háskóla- nema um Írak, án þess að heimildar væri getið. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að þessi síðarnefnda skýrsla væri álits- hnekkir fyrir ríkisstjórnina. Campbell tjáði þingnefndinni í gær að febrúar-skýrslan hefði verið „ein mistök“, gerð þegar stjórnin þurfti að svara orrahríð fjölmiðla frá öllum heiminum, all- an sólarhringinn. Campbell hafði í fyrstu neitað að koma fyrir nefndina. En tals- menn forsætisráðneytisins sögðu að hann hefði skipt um skoðun þar sem hann langaði að nota tækifærið til að hrekja ásakanir sem komið hefðu fram í dagblöð- um um síðustu helgi. Formaður nefndarinnar, Donald Anderson, hóf yfirheyrsluna yfir Campbell með því að tí- unda að vitninu væri gefið að sök að í ákafa sín- um til að styrkja málstað ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu hefði hann átt við gögnin og blekkt með því bæði þing og almenning. Þrýstingurinn á Campbell óx á þriðjudag, er Straw utanríkisráðherra bað námsmann við bandarískan háskóla opinberlega afsökunar á því að kaflar úr rit- gerð hans hefðu verið teknir af Netinu og breytt af mönnum sem unnu fyrir Campbell. Straw viðurkenndi að allt málið í kringum „klúðurskýrsluna“ væri mjög neyðarlegt fyrir ríkis- stjórnina, en hann vísaði þó á bug ásökunum um að hún hefði vísvit- andi beitt blekkingum til að sýna brezkum almenningi fram á rétt- mæti þeirrar stefnu sem hún fylgdi í Íraksmálinu. Campbell sagðist harma að efnið úr háskólaritgerðinni hefði verið tekið inn í skýrsluna. Áður hafði Blair forsætisráð- herra tjáð þinginu að innihald skýrslunnar væri „algerlega rétt,“ jafnvel þótt hann hefði ekki vitað þegar hún var birt að hluti hennar hefði verið tekinn upp úr námsritgerð. Straw utanríkisráðherra lagði á það áherzlu í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefnd þingsins á þriðjudag, að stjórnin hefði aldrei fullyrt neitt um að hættan af gereyðingarvopn- um Íraka væri „bráð og yfirvofandi“. „Hvorki forsætisráðherrann né ég né nokkur annar sem talað hefur fyrir munn ríkisstjórnarinnar notuðum nokkurn tímann orðin „bráð“ eða „yf- irvofandi“ um hættuna sem stafaði af Saddam Hussein,“ bar Straw. Í fyrri umdeildu skýrsl- unni um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka sem birt var í september hefði aðeins verið tal- að um „ríkjandi og alvarlega“ hættu; á þessu væri mikill munur, að sögn Straws. Afsögn Campbells ekki yfirvofandi Í brezkum fjölmiðlum hefur komið fram sú fullyrðing, að orðalagi þessarar september- skýrslu hafi verið breytt að beiðni forsætis- ráðuneytisins. Fréttaritari BBC sagði frá því í síðasta mánuði að stjórnarerindreki hefði tjáð sér að þetta hefði verið gert í því skyni að gera skýrsluna meira „æsandi“. Straw lagði mikla áherzlu á það í sínum vitn- isburði, að engum blekkingum hefði verið beitt til að gera málflutning stjórnarinnar í Íraks- málinu meira sannfærandi. Michael Ancram, sem fer með utanríkismál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, sagði það undir svörum Campbells komið hvort takast mætti að endurreisa trúverðugleika ríkis- stjórnarinnar eftir hnekkinn sem hann hefði beðið af völdum þessa máls. Tveir ráðherrar, sem ekki töldu sig geta stutt stefnu stjórnarinnar í Íraksmálinu, sögðu eins og kunnugt er af sér. Sögusagnir um að Campbell kynni að segja af sér vegna ásakana á hendur honum sagði ónafngreindur talsmaður stjórnvalda vera ósk- hyggju af hálfu pólitískra andstæðinga. Lundúnum. AP, AFP. Campbell viður- kenndi mistök Alastair Campbell Náinn ráðgjafi Tonys Blairs verst ásökunum um að blekkingum hafi verið beitt í Íraksmálinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.