Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NESFISKUR í Garði hefur keypt netabátinn Ósk KE5 af Einari Magnússyni, útgerðarmanni og skipstjóra, ásamt öllum veiði- heimildum. Einar hefur þegar samið við fyrirtækið Seiglu í Reykjavík um smíði á nýjum 15 tonna línubát sem afhentur verð- ur í haust. Einar segir að hann sé að hagræða í útgerðinni og mæta aðstæðum sem skapast hafa í netaútgerð. Umhverfisvæn hagræðing „Þetta er eingöngu hagræðing af minni hálfu. Maður er búinn að vera á netum í 15 ár og það hefur lítið verið gert fyrir netabáta í gegnum tíðina. Með þessum breytingum er ég að horfa á þá möguleika sem felast meðal ann- ars í línuívilnun,“ segir Einar en til stendur að minnka möskva við netaveiðar niður í sjö og hálfa tommu og segir Einar að verð- mæti aflans minnki við það um allt að 30%. „Ég tel mig geta stækkað pottinn betur í línukerf- inu og ætla mér að gera það.“ Bætist við kvóta Suðurnesja Kvótinn eykst á svæðinu. Einar hefur nú þegar tryggt sér afla- heimildir á nýja bátinn og segir hann að hann sé kominn með jafnmiklar heimildir og fóru með Ósk út í Garð. „Ég kaupi veiði- heimildir af öðrum stöðum en Suðurnesjum og sá kvóti sem ég kem með inn á svæðið er aðeins viðbót því að Ósk verður í Garð- inum. Ég fékk tilboð í skipið víðs- vegar að á landinu en ég vildi halda bæði bátnum og veiðiheim- ildunum á svæðinu og er ánægður með að sjá skipið í góðum hönd- um í Garðinum,“ segir Einar. Flestir mennirnir sem voru á Ósk verða á nýja bátnum, annaðhvort á sjó eða í beitningu. Skiptir úr netum í línu Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Einar Magnússon, útgerðarmaður í Reykjanesbæ, hyggst færa sig yfir á hagkvæmari veiðarfæri. Suðurnes VINNUFLOKKUR á vegum Ís- lenskra aðalverktaka (ÍAV) vinnur nú ötulum höndum að undirbún- ingi hafnarsvæðisins í Helguvík fyrir stálröraverksmiðju, sem áformað er að reisa þar á næsta ári. Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra lýkur sprengingum um áramót, en sjóvarnafram- kvæmdum næsta vor, og munu framkvæmdir við sjálfa verksmiðj- una hefjast um áramótin. Stórvirkar vinnuvélar eru nýttar til verksins, sprengt er úr bergi og stórgrýtið flutt bæði inn í Keflavík til gerðar sjóvarnargarða og einn- ig inn í Njarðvíkurhöfn þar sem það er notað til þess að styrkja og lengja grjótgarðinn. Annað efni sem fellur til verður notað til að grófjafna lóðir á iðnaðar- og hafn- arsvæðinu í Helguvík. Pétur segir bjartsýni ríkjandi hjá hafnaryfirvöldum og að þetta verkefni sé krefjandi en ánægju- legt. Morgunblaðið/Svavar Með hjálp þessara myndarlegu ferlíkja, með mannhæðarháa hjólbarða, reynist það mönnum létt verk að ferja tröllaukin björgin milli staða. Hafnarfram- kvæmdir í Helgu- vík sækjast vel Reykjanesbær ÞESSIR hressu krakkar létu ekki sudda og næðing draga niður góða skapið þegar blaðamaður átti leið um Reykjanesbæ á dögunum. Þau starfa í vinnuskóla Reykjanesbæjar og hafa undanfarnar vikur verið að leggja túnþökur meðfram vegum. „Það er ótrúlegt hvað þessir krakk- ar eru duglegir,“ segir Sigríður (Sigga) Lára Jóhannsdóttir flokks- stjóri og bætir við að krafturinn og dugnaðurinn í börnunum hafi komið sér þægilega á óvart og ekki þurfi að berja þau áfram eins og lata hesta. „Þekkirðu ekki Bee Gees?!?“ „Þau eru líka ofboðslega skemmti- leg og alltaf að fíflast. Strákarnir eru alltaf að syngja í falsettu fyrir mig, svo ég spurði þá hvort þeir væru ekki hrifnir af Bee Gees. Þá ypptu þeir bara öxlum og spurðu hverjir það væru,“ segir Sigga Lára og hlær. „En þá var einn sem vissi hverjir Bee Gees voru og sagðist fíla þá í ræmur. Hann var alveg hneykslaður á að hinir þekktu þá ekki, enda finnst mér þeir ein besta hljómsveit í heimi.“ Unga fólkið brá á léttan leik fyrir blaðamann og minntu sumir dreng- irnir helst á búpening að vori, sprikl- andi og hoppandi af gleði. Sungu þeir vinnusöngva af mikilli gleði og léku við hvern sinn fingur. Á endanum sýndu þeir ródeólistir og snöruðu einn félaga sinn eins og kálf og ríg- bundu hann. En hætta skal leik þá hæst hann stendur og voru vormenn Suðurnesja fljótir að koma sér aftur að verki þegar leiktímanum lauk. Sigga Lára segist stolt af hópnum sínum og segir að þarna sé ekki kroppað með hrífunum í moldina eins og lystarlaust barn í kaldan fisk. „Þessir krakkar eru sko ekkert slor og þau vinna sitt verk ekki með hang- andi hendi. Þau moka heilu vörubíla- hlössunum af mold.“ Ærslabelgir í Vinnuskólanum Reykjanesbær Morgunblaðið/Svavar Þessi söngglöðu og kraftmiklu ungmenni stilltu sér upp fyrir blaðamann og brostu sínu blíðasta þrátt fyrir sudda og næðing. Fyrir miðju, með rauða húfu, er annar flokksstjóri hópsins, Berglind Óskarsdóttir. BLÁA Lónið hf. og Prokaria ehf. hafa gert með sér samning um rannsókn á lífríki Bláa lónsins. Markmið rann- sóknarinnar er að renna styrkari stoðum undir þann þekkingargrunn sem þegar er til um líffræðilegan fjöl- breytileika Bláa lónsins. Nokkur ár eru síðan lífríkisrann- sókn var gerð á lóninu. Þá kom í ljós að um einstakt vistkerfi er að ræða. Frá þeim tíma hefur tækninni sem nýtt er til greininga á tegundasam- setningu örvera fleygt fram og hefur líftæknifyrirtækið Prokaria ehf. m.a. sérhæft sig í greiningum af þessu tagi. Hér er um að ræða raðgrein- ingar á DNA ákveðinna gena sem einangruð eru og eru raðirnar bornar saman við þekktar raðir í gagna- grunnum. Ræktanir á örverum úr lóninu og greiningar á þeim munu einnig verða framkvæmdar. Enn- fremur er ætlunin að mynda banka sem inniheldur DNA úr öllum sýnum á því formi að það geti nýst til hugs- anlegra rannsóknar- og þróunar- vinnu á sviði heilsutengdrar erfða- tækni í framtíðinni. Þá er og ætlunin að varðveita hreina stofna úr lóninu í sérstöku stofnasafni. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins hf., segir samninginn vera mikilvægan fyrir áframhaldandi uppbyggingu grunn- þekkingar á Bláa lóninu og umhverfi þess. „Bláa lónið og lækningamáttur þess er einstakur í veröldinni og því eru frekari rannsóknir á lóninu með nýjustu tækni mjög mikilvægar til að auka skilning okkar og möguleika til vöruþróunar úr hinu sérstaka lífríki Bláa lónsins.“ Jakob K. Kristjánsson forstjóri Prokaria segist vera mjög ánægður með samninginn við Bláa lónið hf. „Prokaria hefur byggt upp mikla þekkingu og færni í erfðagreiningu á alls kyns örverum úr hverum og öðru umhverfi. Erfðagreiningar eru t.d. miklu öflugri, hraðvirkari og ódýrari en hefðbundnar aðferðir til örveru- greininga.“ Prokaria er því byrjað að selja slíka þjónustu á innlendum markaði og selur nú einnig erfða- greiningar til annara nota, m.a. arf- gerðargreininga á fiski. „Við erum því afar ánægðir með þennan samn- ing við Bláa lónið hf. Þetta er ákveðið skref til að koma þekkingu okkar og færni í notkun á innanlandsmarkaði.“ Samningur um rannsókn á lífríki Bláa lónsins Grindavík Grímur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, og Jakob H. Krist- jánsson, forstjóri Prokaria, takast í hendur við undirritun samningsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.